Kvennablaðið - 07.05.1915, Page 10
a6
KVENNABLAÐIÐ
Tillögurnar sem ræða átti voru svipað-
ar og á Haagfundinum.
Stærsta kvenréttindafélagið á Englandi
hélt ársfund sinn í febrúar. Á honum
mótmælti það ófriðnum kröftuglega og
samþykti likar tillögur og hinir fundirnir.
í Ameríku á að vera stór friðarfundur í
Ghicago, er Mrs C. Chapmann Catt ein af
frumkvöðlunum. Verða svipaðar tillögur
ræddar þar og samþyktar.
Fyrsta markmið allra þessara funda er
að mótmæla sem kröftuglegast öllum stríð-
um, og leitast við að koma þeirri skoðun
inn hjá þjóðunum að þau séu alveg ólög-
mæt og ranglát, að engin mál eigi að úr-
skurðast af herafla, heldur af alþjóða-
gerðardómi, og að þjóðirnar einar hafi vald
til að ákveða hvort þær skuli lenda i öllum
þeim hörmungum sem þvi fylgja eða ekki.
En þá verði konurnar að hafa um það
jafnan atkvæðisrétt, og til þess verði þær
að fá full pólitísk réttindi. Það verði
fyrsti og öruggasti vegurinn til að tryggja
• stöðugan alþjóðafrið.
Áskoranir frá merkustu konum bæði í
Þýskalandi og Austurríki, hafa líka komið
fram í fjölda blaðanna, þar sem þær skora
á allar konur Norðurálfunnar að leggjast
á eitt til að taka í taumana og afstýra
þessum voðalega ófriði, sem sé sannnefnt
þjóðainorð, eða þjóðaslátrun. Kveða þær
það mundi mikið stoða, ef allar konur,
bæði hlutlausra ríkja og ófriðarríkja, gerðu
alt, sem unt væri til að mótmæla þessu,
og á þann hátt sköpuðu það almennings-
álit, sem gerði slík stríð óhugsandi aftur.
Af öllu þessu má sjá að konurnar hafa
nóg að starfa, og að þær starfa á annan
hátt en karlmennirnir. Öll þeirra viðleitni
vinnur að því að skapa varanlegan frið,
og velferð þjóðanna með friðsamlegum með-
ölum. Og þótt menn Ieggi ef lil vill, ekki
mikinn trúnað á áhrif slíkra friðarstarfa,
»á þessu stigi málsins« þá holar dropinn
steininn, og að Iokum vinnur vonandi sá
hugsunarháttur sigur. —
Vænlegri stjbrnmálahorjur?
Eins og mönnum er kuunugt þá hefir
nýlega orðið ráðherrEskifti. Sig. Eggerz
er farinn frá, og prófessor Einar Arnórs-
sor kominn í hans stað. Hann var einn
af þeim þremur þingmönnum, sem kon-
ungur boðaði utan á sinn fund.
Margar getur voru leiddar að því hvaða
áhrif þessi utanför þeirra mundi hafa á
pólitísku stórmálin; stjórnarskrána og fána-
málið. Flestir bjuggust við að einhver
þeirra tæki við stjórninni. En gátum vér
vænst þess að þeir mundu leysa þann
gordiska rembihnút sem sjálfstæðisflokk-
urinn og ráðherra hans höfðn hnýtt svo
rækilega? Var nokkur von til þess að
þessir þrir sjálfstæðisþingmenn vildu leit-
ast við að greiða úr þessari pólitísku
vandræðabendu?
Já, vér vonuðum öll að þeir mundu
eitthvað gera til að reyna að greiða úr
mesta ólaginu, mundu reyna að fá þessi
tvö stórmál »endurlifguð«, og afgreidd sem
lög, einkum af því að vissa var fyrir því
að H. Hafstein mundi hafa fengið loforð
hjá konungi um einhverja tilhliðrun, sem
hann taldi nægja til þess að stjórnarskráin
og fánamálið mundi verða samþykt.-------
Eíns og menn vita hafa þeir félagar lít-
ið lálið uppi um erindislok sín, annað en
það, að þeir telja tiklegt að fá megi hvoru-
tveggju málunum framgengt með kjörum,
sem þeir álíti aðgengileg.
Menn skyldu nú ætla að flokkur sá.
sem einhuga samþykti Stjórnarskrármálið,
að Benedikt Sveinssyni einum undantekn-
um, mundi taka fegins hendi við slíkum
málalokum. Og það því fremur, sem þetta
voru einmitt kröfuhörðustu mennirnir. Að
minsta kosti hafði E. Arnórsson manna-
mest unnið að því með ritgerðum sinum
í Ingólfi; og viðar, að fá menn á þá skoðun
að Stj.skr. ætti ekki að samþykkjast á þeim
grundvelli, sem lá fyrir þinginu 1914.
Mönnum hefði því fundist líklegt að sú
trygging sem lá i þvi, að hann værí nú