Kvennablaðið - 07.05.1915, Qupperneq 13
KVENNABLAÐIÐ
29
stórmorð. Vér heimtum frið með hin-
um heilaga rétti mæðranna.
Gangið til allra miljónanna í öllum-
löndum með þessa kröfu, gangið með
hana fram fyrir landsstjórnir yðar, — allar
einhuga og samtaka, — og ekkert vald
á jörðunni getur þá lengur haldið frið-
inum fyrir oss«. — —
Ensk kona ritar í Jus Suffragii:
-----Með hverjum mánuði sem líður
hefi eg fundið sterkara og sterkara til allra
skelfinga stríðsins, sem eru sameigin-
legar fyrir okkur allar. Við finnum í
hjarta okkar að þýsku eiginkonurnar og
mæðurnar, liða jafnmikið og þær vin-
konur okkar hér, sem mist hafa syni sína
og eigin menn, eða eins og hinar hug-
rökku frönsku konur, sem hafa orðið
fyrir sömu ógæfunni. Hjarta mitt þjáist
með þeim öllum. Við syrgjum allar
jafnmikið. Minn elskaði elsti sonur er að
eins einn af þúsundi; æ, einn af hundrað
þúsundum, sem mun verða drepinn áður
en striðinu linnir. Það er minn Hugh,
þeirra Jaques, þeirra Fritz, þeirra Nicho-
laus. Hvað gerir þjóðernið til? Allar mæo-
ur finna til hver með annari i þessari sam-
eiginlegu sorg. Hún bindur okkur allar
saman, þrátt fyrir ólík þjóðerni, stöður
og trúarbrögð. Mæðra hjörtun eru all-
staðar eins«.
Euakar konur sendu mótmæla undir-
skriftir gegn striðinu til stjórnarinnar.
Og gamla Mrs. Despard þreytist aldrei
í blaði sinu að mótmæla þvi, sem alger-
lega ókristilegu, skaðlegu og gagnslausu
að öllu leyti. Það leiði af sér hatur,
sem heri i sér fræin að nýjum striðum.
Búl?arskar konur og aðrar fleiri frá
Balkanlöndunum sendu líka mótmæla
áskorun i blöðin. Þær segjast hafa dýr-
keypta reynslu frá siðasta ófriði Balkan-
landanna, að jafnvel þeir, sem vinni hinn
svokallaða sigur að lokum, verði fyrir
óbætanlegum skaða, á allan hátt. Þvi
skora þær á enskar konur að láta ekki
ginnast, heldur stuðla af öllum mætti að
varanlegum friði. — »
Friðaráskorun amerískra
kvenna.
Bréf petta og áskorun frá amerískum kon-
um í Chicago barst ritstjóra þessa blaðs með
síðasta skipi. Eins og sjá má af bréfinu senda
þær samskonar áskoranir út um allan heim. Eru
konur nú víða í löndum farnar að setja á fót
hjá sér samskonar friðarnefndir, til að vinna
að nafna undirskriftum undir líka áskorun, sem
pær senda svo landstjórnum sinum, er senda
pær þeim, sem um friðarskilmálana fjalla að
lokum, að stríðinu enduðu.
Flest eða öll Norðurlönd hafa sett á fót slíka
friðarnefnd. Kvbl. mun síðar ræða petta mál
nákvæmar.
Bréfið og áskorunin var á ensku, en hafði
líka verið pýtt á vel skrifaða hreina íslenzku.
Hafa pví einhverjir ísleudingar liklega verið i
friðarnetndinni.
»Háttvirta frú:
Friðarnefnd kvenna snýr sér til kvenna
um allan heim til þess að fá þær til að
láta einróma þá ósk í ljósi, að frainvegis
verði allar deilur þjóða á milli, lagðar í
gerð:
í Bandaríkjunum láta kvenfélögin
bænarskrá ganga milli manna, og munu
þau reyna til að fá undirskrift allra
kvenna undir hana, hvort sem þær eru
í nokkrum kvenfélögum eða ekki. Þess-
ar undirskriftir verða sendar til Washing-
ton, þegar til sættaumleitanna kemur, og
vér vonum fastlega, að þær megi stuðla
sterklega að því, að stöðugur og almenn-
ur friður fáist.
Hér með fylgir eintak af bænaskránni
og jafnframt af bréfi því sem sent hefir
verið til allra rikisformanna Kvenrétt-
indafélagasambandsins i Bandaríkjunum.
Viljið þér nú með tilstyrk félags-
yðar, eður á annan hátt, er yður finst best,
koma á líkri breytingu í landi yðar, svo
að sérhver kona megi láta til sín heyra,
og beri fram óskir sínar til stjórnarinnar
i landinu, að ítrustu tilraunir verði gerð-
ar til þess að fá tryggingu frá öllum
þjóðum íyrir því, að fastur friður kom-
ist á með gerðardómi.
Gerið svo vel að láta nefndina vita,