Lögberg-Heimskringla - 22.07.1965, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 22.07.1965, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 22. JÚLÍ 1965 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor and Business Manager: INGIBJÖRG JóNSSON Boord of Directors' Executive Committee President, Grettir L. Johannson; Vice-President, Grettir Eggertson; Secretary, S. Aleck Thorarinson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessason, Rev. Valdimor J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Johann G. Johannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjansson, Rev. Philip M. Petursson. Voncouver: Dr. S. E. Bjornsson. Boulder, Col.: Askell Love. Minneopolis: Valdimar Bjornsson. Grond Forks. Richord Beck. Reykjovik: Birgir Thorlacius. Akureyri: Steíndor Stemdorsson. London: Dr. Karl Strand. Subscription SG.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Department, Ottawa, and for payment of Postage in cash. Hvað barsf í póstinum? Þriðjudagur: Þessa viku kemur út blaðið sem helgað er íslendingadeginum á Gimli, þessari mestu sumarhátíð V,- íslendinga. í ár er þessi útgáfa 20 blaðsíður. Búið er að prenta bls. 9—16 og bls. 17—20 er á pressunni, en nú er eftir að skrifa ritstjórnargrein og margt annað smávegis fyrir bls. 1—8; lesa síðan prófarkir og koma þessum átta síðum á pressuna snemma fyrir hádegi á morgun, svo blaðið kom- ist í póstinn á miðvikudagskvöld. Þegar margt kallar að, er stundum erfitt að einbeita huganum að nokkru sérstöku efni; hann gerir verkfall. Nú eru góð ráð dýr! Skyldi nokkuð hafa komið í póstinum í morgun, sem nota má fyrir ritstjórnargrein? Hér er yndisfagurt póstspjald frá Sínu, æskuvinkonu minni. Hugurinn hvarflar til þeirra stunda, þegar við lék- um okkur í fjörunni í Mikley, skvömpuðum í vatninu, syntum og sigldum, lífsglaðar og áhyggjulausar. Hún er sem sé stödd ásamt manni sínum, Bjarne Sagen, á suðrænni eyju — Waikiki í Hawaii. Þau eru í heimsókn hjá Shirley dóttur sinni og börnum hennar, en tengdasonurinn er hinu megin á hnettinum; hann er í sjóher Bandaríkjanna austur við strendur Viet Nam. Þetta óhugnanlega nafn dregur myndir fram í hugann — ég sé forsetann eins og hann birtist svo oft í sjónvarpinu, svipaður áhyggjufullum hreppstjóra úr nærliggjandi sveit, en er raunar voldugasti maður heimsins um þessar mundir. Guð gefi að hann kunni að fara með þau völd. — Um þetta efni verður ekki skrifað í flýti. Nú opna ég bréf frá Árborg; það er frá Mrs. Kristjón (Marin) Guðmundsson. Hún sendir mér grein um meiri- háttar fjölskyldu fagnað í Árborg. Nú hýrnar yfir mér. — Hún segjir: „Ég veit að ýmsu er ábótavant í greininni og vona þú lagfærir það sem þarf----------Ég hef helzt aldrei skrifað í neitt íslenzkt blað á ævi minni fyrr en nú, þó mig hafi oft langað til þess.“ Greinin er skrifuð á góðri íslenzku og ég vona að Marin skrifi aftur fyrir L-H. — Þannig finnst hingað og þangað fólk sem hefir gott vald á íslenzkri tungu og meðan svo er, er engin þörf á að örvænta um framtíð íslenzkunnar hér í álfu. — Greininni fylgir mynd sem senda verður út til að gera af henni myndamót; þetta efni bíður því næsta blaðs. Hér er bréf frá Islandi. En hvað frímerkin eru smekkleg og litfögur! Þau eru þrjú: Eldurinn að skapa Surtsey og reykjarmökkurinn upp úr dökkbláu hafinu; á öðru er íþróttamaður á hlaupum og hinu þriðja skjaldamerki íslands. Umslagið hefir að geyma ritgerð eftir Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóra. Fáni íslands og skjaldarmerki. Ávalt er hann jafn hugsunarsamur, en ég verð að fá næði til að lesa þetta seinna. Annað bréf frá Islandi frá vini okkar Sigurði Magnússyni. — Það er um ársfund Loftleiða sem haldinn var í Reykja- vík 4. júní, en því var það svona lengi á leiðinni? — Hefir hlotið að koma í skipspósti — undarlegt! Ég lít fljót- lega yfir það. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika var gróði á rekstr- inum fyrir árið 1964. Allt í lagi; vel sé þeim, þessum íslenzku víkingum nútímans, sem numið hafa sér leiðir um loftin blá, milli Evrópu og Vesturheims, en meir um það seinna. Öll hin bréfin varða viðskipti blaðsins, en hér eru nokkur nýkomin blöð frá íslandi. E. t. v. hafa þau eitthvað, sem ég get fært mér í nyt. — En þau eru gömul — frá fyrstu dögum júnímánaðar! Jú, ég finn grein í Alþýðublaðinu eftir Helga Sæmundsson rithöfund, þennan skemmtilega mann, sem hér var á ferð í maímánuði, þá nýgenginn undir stór- kostlega hjartaaðgerð í Rochester, sem heppnast hafði svo undursamlega vel, að hann lék við hvern sinn fingur. Á leið- inni heim dvaldi hann nokkra daga í New York. Lesendur blaðsins hljóta að hafa eins gaman af að lesa þanka hans um stórborgina eins og ég. Hér hef ég fundið það sem ég leitaði að; mér er borgið í þetta sinn. Sunnudagsþankar aðkomumanns í heamsborginni New York New York sunnudaginn 30. maí 1965, hitinn er 32 stig og veðrið einstök sumarblíða. — Ég hef dvalizt hér tvær næt- ur og einn dag og get því naumast talizt hæfur að lýsa heimsborginni miklu, hef raunar svipazt um í nágrenn- inu og litið inn í söfnin frægu kennd við Guggenheim og nútímalist, en slíkt mun að- eins byrjun þess að kynnast völundarhúsinu. Maður fellur í stafi að sjá þessa furðusmíð, heldur sig annað hvort orðinn dverg eða sjónarvott þvílíkra ærsla, að ofvöxtur hafi hlaupið í hús- in og allt umhverfið. Við- brigðin eru sýnu meiri en voru fyrir sunnlenzkan ung- ling að koma til Vestmanna- eyja og Reykj avíkur á kreppuárunum áður en seinni heimsstyrjöldin fór eldi sín- um um lönd og álfur. Minne- apolis er á stærð við Kaup- mannahöfn og þó líkust sveitaþorpi í samanburði við þetta ferlíki. Getur manns- höndin hafa verið hér að verki? Já, þessa er henni auð- ið, ef hún nýtur stórfelldrar tækni og ævintýralegra fjár- muna. Þá byggir hún svo stórt, að einstaklingurinn hverfur í fjöldann eins og dropi í hafið. Ég er sammála Halldóri Laxness, að maður muni hvergi eins einmana og í stórri borg. Þá grípur gest- inn úr íslenzku fásinni ein- kennileg lamandi innilokun- arkennd, hann er allt í einu einn og yfirgefinn í straum- þungri hringiðu fjöldans og hraðans og vildi helzt vera horfinn heim til fjallanna bláu og bændabýlanna lágu á grænum túnum. Ég missti af sauðburðinum í ár og hreppti í staðinn heimsborgina New York. Munurinn er ærinn — að fara á mis við það að sjá nýfædd lömb rísa á legg og gista hrikalegasta bólstað veraldarinnar. Hemisborgin kann sér ekki læti, en notar hvert tækifæri til umsvifa. — Kjósendur í Minneapolis velja sér borgar- stjóra 8. júní, en voru enn 1 vikunni, sem leið, stilltir eins COMPLIMENTS OF Sigurdson's Ltd. General Store • ARBORG MANITOBA og fermingarbörn. Allir virt- ust una því, að Arthur Nafta- lin myndi endurkosinn. Hér bregður öðru vísi við, þó að enn séu fimm mánuðir til stefnu kjördagsins. Repú- blikanar hafa boðið fram ungan og vígreifan fullhuga, John Lindsey að nafni. Hann gengur í verzlanir, skrifstof- ur og íbúðir, tekur í höndina á hverjum, sem til næst, og biður um atkvæði háttvirtra kjósenda. Blöðin í gær birtu mynd af honum í rakarastofu, þar sem hann gekk á milli stólanna og heilsaði viðskipta- vinum. Mér er sem ég sjái Geir Hallgrímsson heyja slíka kosningabaráttu hjá Eyjólfi rakara í Bankastræti. — En svona er Ameríka. Og nú bíður New York þess í ofvæni, hvort Robert Wagn- er borgarstjóri gefi kost á sér til framboðs fyrir demókrata eða ekki. Hann fer sér hægt og þykist vera í vafa, ber við aldri sínum og heimilishög- um. Wagner er 55 ára gamall, en missti konu sína í fyrra og segist þurfa að helga sonum tveimur meiri tíma en annir borgarstjórnarinnar leyfi. — Afleiðingin er vitaskuld miskunnarleysi amerísku blaðanna. Þau spyrja Wagner í þaula: Ætlar borgarstjórinn að giftast aftur? Síðan rekja þau nákvæm- lega, hvenær honum hafi orð- ið misdægurt á kjörtímabil- inu, sem er að líða. Var ekki borgarstjórinn óvenju fölur yfirlitum á dögunum? Hvers vegna fór hann, í læknisskoð- un fyrir þremur mánuðum? Og svo er hringt í Hvíta húsið í Washington og spurt, hvort Wagner eigi von á nýju embætti, ef hann vilji skipta um atvinnu. En kannski eru þetta látalæti til að vekja at- hygli og eftirvæntingu kjós- enda. Blöðin í New York spegla heiminn í myndum og frá- sögnum. Þau deila um utan- ríkisstefnu Johnsons forseta, segja frá Þýzkalands heim- sókn Elísabetar Bretadrottn- ingar, bardögunum í Suðaust- ur-Asíu og heilsufari hertog- ans af Windsor í tilefni þess, að ævisaga hans hefur verið kvikmynduð, en hann var ný- lega skorinn upp af dr. Michael DeBakey í Houston, og leynir sér ekki, að það dæmist fréttnæmara en frægðarverk dr. Kirklin í Rochester á vesaling mínum. Kvikmyndin er víst álitlegt gróðafyrirtæki: Hefðarfrú, sem sá hana í Paris, gaf henni beztu meðmæli! Aftur á móti efa sum blöðin, að þýzku her- mennirnir verði alltaf jafn prúðir og í návist Elísabetar drottningar á kurteisissýn- ingunum. Eitt þeirra gerðist svo djarft að spyrja, hvenær þeir myndu greikka sporið á nýjan leik. Hins vegar láðist því að spá, hvert leið þeirra kæmi þá til með að liggja. — En framhleypni þess á ekkert skylt við, að minningardagur fallinna amerískra hermanna er á morgun. Ég sit í gistiherbergi mínu á elleftu hæð, sem er tæpast í miðju húsi. Mannfjöldinn niðri á breiðstræti mjakast áfram eins og maurar, og þó eru allir að flýta sér líkt og fiskiganga. Ég held samlík- ingunni áfram: — Hverjum gefst þessi veiði? Útgerðin leynir sér varla. Allir þessir einstaklingar eru þátttakend- ur í samkeppni ófyrirleitinn- ar og vægðarlausrar auðsöfn- unar. Sérhver Bandaríkja- maður ætlar að verða ríkur, vaknar til þeirrar umhugsun- ar að morgni og sofnar frá henni að kvöldi. Og hér er margur dala kúturinn, en því fer fjarri, að allir hreppi skildinga að vild sinni. Nýríkir íslendingar myndu una bærilega hlutskipti

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.