Lögberg-Heimskringla - 22.07.1965, Blaðsíða 15

Lögberg-Heimskringla - 22.07.1965, Blaðsíða 15
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 22. JÚLI 1965 15 ótta eða hræðslu. Það var ein- hver höfgaró og vellíðan yfir mér. Einu sinni fálmaði ég upp yfir mig og fann þá, að ég snerti eitthvað kalt, sem hreyfðist og sleppti því þó aftur. Ég hafði fálmað í ísjaka sem flaut með skörinni, sögðu þau, sem á horfðu. Aldrei hafði ég fálmað í föstu skör- ina. Líka hef ég hugsað um það, hvernig á því stóð, að mér skaut alltaf upp á sama stað, þar sem ég féll í ána, er varð til þess, að mér var bjargað frá drukknun. Mig undrar, að ég skyldi ekki berast með straumnum eins og dauðu munirnir, vikurkolið og jak- inn, er ég greip í, og húfu- pottlokið, sem ég hafði á höfðinu, sem flaut niður ána, og hundur, sem með okkur var, elti drjúgan spöl. Ég hef ekki fengið og mun ekki fá skýringu á því, af hverju ég flaut ekki með straumnum. Var það tilviljun? Voru það forlög? Svo líða nú árin. Ég stálp- ast, en stækka heldur seint — er að því fram undir tvítugs- aldur. Ég er látinn smala, fara sendiferðir og snúast fyrir fullorðna fólkið. 1 febrúar, veturinn 1893, var það'dag einn, að úti var norðan frostbylur engin stór- hríð. Ég fór ekki út til gegn- inga, sem ég gerði þó, þegar sæmilegt veður var, því að bræður mínir vom ekki farn- ir í verið. Ég sat inni að tvinna band eða þráð á stór- an tvinningarrokk, sem mér fannst óvanalega stirður og þungur þennan dag, en ég lin- ur og máttlítill að stíga hann — er þó að basla við að tvinna til kvölds. Þá finn ég, að ég er orðinn lasinn. Setur að mér hroll og skjálfta. Ég hátta í gott rúm, og mér eru gefnir hoffmannsdropar eða kamfórudropar eða eitthvað slíkt. Móðir mín átti alltaf smábirgðir af nauðsynlegustu húsmeðulum á heimili sínu. Daginn eftir er ég með mikinn hita og verk — tak undir síðunni. Slíkt nefndist þá taksótt, en mun í raun réttri hafa verið lungnabólga, er varð flestum að fjörtjóni, er hana fengu. Héraðslæknir- inn, Ólafur Guðmundsson á Stórólfshvoli, var sóttur. — Hann kom oft til mín meðan ég var veikur, stundum á hverjum degi. Ekki man ég hvað hann lét mig fá af með- ulum, en hann lét mig hafa heita saltbakstra við mig við bak og brjóst. Minnist ég þess, hvað mér þótti erfitt að liggja á hörðum saltbakstrin- um. Hvort hann eða eitthvað annað hefur hjálpað til að halda í mér líftórunni, veit ég ekki. Hitt er víst, að á fimmta eða sjötta degi fór hitinn og takið að minnka. Ég smá- hresstist, en lengi var ég að ná mér, svo að ég teldi mig jafngóðan. Var lengi mæðinn. Mér var sagt, að læknirinn og fleiri hefðu talið mig í hættu og mjög tvísýnt um líf mitt á tímabili. En það voru „ekki uppi dagarnir" heldur en fyrr, né heldur síðar, þegar ég, 1910, var borinn dauðvona út að Þjórsártúni undir hættulegan uppskurð, svo sem lesa má í 40. tölublaði Sunnudagsblaði Tímans 1962. Guðjón Jónsson frá Ási. Tíminn — sunnudagsblað. HAMINGJUÓSKIR... til Islendinga í tilefni af 76. þjóðminningardegi þeirra á Gimli, Man., 2. ágúst 1965. Arlington Pharmacy Prescriptions SARGENT and ARLINGTON SUnset 3-5550 HUGHEILAR ÁRNAÐARÓSKIR til allra íslendinga á þjóðminningardaginn DR. L. A. SIGURDSON ALÚÐAR ÁRNAÐARÓSKIR til allra Islendinga í tilefni af þjóðminningardeginum á Gimli DR. J. S. LANOWAY Office Ph. SPruce 4-6485 Res. Ph. HUdson 9-9393 HAMINGJUÓSKIR . . . MUIR'S DRUG STORE JOHN CLUBB & ROY BREED FAMILY DRUGGISTS HOME ond ELLICE SPruce 4-4422 WITH COMPLIMENTS OF SKY CHIEF SERVICE CHARUE WEIDEMAN FRITZ GIRMAN Phone 783-1142 Sorgent ond Bonning Winnipeg 3, Man. CHIROPRACTOR 831 SARGENT AVE. WINNIPEG

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.