Lögberg-Heimskringla - 22.07.1965, Blaðsíða 9

Lögberg-Heimskringla - 22.07.1965, Blaðsíða 9
Compliments of . . . Jo - Ann &slauhp StwppíL 705 Sargenl Ave. Specializing in all types of Beauty Culture Phone SUnsel 3-6475 Lögberi ♦ G - Heimskringla Compliments of . . . Jo - Ann físUDUiÍip ShoppSL 705 Sargent Ave. Specializing in all types of Beauty Culture Phone SUnset 3-6475 WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 22. JÚLÍ 1965 9 DR. RICHARD BECK: og les íslenzku og ber hlýjan mér það í fersku minni fráí upphafsmálsgreinunum í Úrval merkilegra bréfa Síðastliðið haust kom út á vegum Bókfellsútgáfunnar í- Reykjavík merkisrit, er að verðugu hefir vakið athygli, en það er bókin Dr. Valtýr segir frá. Er þar um að ræða valda kafla úr bréfum Valtýs Guðmundssonar til móður sinnar og stjúpa 1878-1927, en dr. Finnur Sigmundsson, fyrrv. landsbókavörður, bjó bréfin til prentunar. Þetta bréfasafn snertir Vestur-íslendinga sérstaklega, því að móðir Valtýs, Valdís Guðmundsdóttir, og stjúpi hans, Símon Símonarson, áttu heima vestan hafs, lengst í Argyle, en um skeið í Winni- peg og síðast í Selkirk, frá því að þau fluttust vestur um haf 1874 og til dauðadags, en bæði urðu þau háöldruð. Tvö börn þeirra náðu fullorðins aldri, Guðmundur lengi bóndi í Argyle, og frú Guðrún Skaftason, sem var,eins og dr. Finnur Sigmundsson segir réttilega í formála sínum að bréfasafninu, “kunn kona og athafnamikil í félagslífi Vest- ur-lslendinga.” Maður henn- ar, Jósef B. Skaftason, var einnig merkur maður og þekktur meðal íslendinga vestan hafs. ' En um það, h v e r n i g Compliments of HECLA TRANSFER Serving Hecla ond Gull Harbour WINNIPEG TERMINAL MANITOBA TRUCK DEPOT 180 Ryan Street Phone 775-7123 Hecla R2 Compliments of . . . CHIEF BAKERY Vínartertur og íslenzkar kleinur Brauð, allar tegundir 749 ELLICE AVE. Phone SUnset 3-6127 bréf dr. Valtýs Guðmunds- sonar til móður hans og stjúpa komust á Landsbóka- safn íslands fer dr. Finnur þessum orðum: „Dóttir þeirra Guðrúnar og Jósefs Skaftason, Jóhanna Guðrún að skírnarnafni, en kunnari sem Mrs. Wilson, sýndi Landsbókasafninu þá vinsemd að gefa því bréf móðurbróður síns til afa hennar og ömmu og fleiri skyldmenna vestra. En móðir hennar hafði jafnan látið sér annt um minningu bróður síns og þau haft miklar mæt- ur hvort á öðru eins og sjá má í bréfaskiptum þeirra. Mrs.Wilson er húsmæðra- kennari, útskrifuð úr Mani- tobaháskóla. Hún var hér á ferð síðastliðið sumar ásamt manni sínum, Alexander Francis Wilson, F/L R.C.A.F., Winnipeg, og gaf þá góðfús- lega leyfi sitt til prentunar bréfanna. Mrs. Wilson talar hug til ættlands síns.” Á frú Jóhanna Wilson mikl- ar þakkir skilið fyrir að hafa ráðstafað þessum bréfum með umræddum hætti, jafn merk og þau eru, og mætti það vera öðrum til fyrirmyndar vest- ur hér, er kunna að hafa með höndum bréf, sem varðveita ætti. En dr. Valtýr átti fleiri ná- komna ættingja vestan hafs, en að framan getur. Tvær hálf- systur hans (honum sam- mæðra) fluttust til Vestur- heims, þær Kristjana, kona Erlends Gíslasonar Gillies, er áttu heima vestur á Kyrra- hafsströnd, og Anna, kona Sigurðar Antoníussonar í Argyle, er lézt á bezta aldri. Með mikilli þökk minnist ég ennþá ánægjustundar, sem ég átti á heimili þeirra Erlends og Kristjönu Gillies í New Westminster, B.C., fyrir mörg- um árum; síðan. Sú var tíðin, að nafn Valtýs Guðmundssonar var á hvers manns vörum á íslandi, og er Bluenose Fishing Nets and Twines Trap Nets Leods and Floats Float Varnish Kop-R-Seal Net Preservative Netting Needles lce Jiggers lce Chisels and Needle Bars Lead Openers Rubber Clothing Rope lce Tools Knives Canvas and Wide Duck Boat Point Fiberglass Reinforced Plastic Moteriols Largest Distributors of Commercial Fishing Equipment in Western Canada Park-Hannesson Ltd. æsku- og unglingsárum mín- um á Austurlandi, hve mikið var um hann rætt, og harðar deilur háðar um hann og stjórnmálastefnu hans; en löngum sannast á þeim mönn- um, sem láta eitthvað veru- lega að sér kveða, standa í fylkingarbrjósti, orð Guð- mundar skálds Friðjónsson- ar: Stendur um stóra menn stormur úr hverri átt, veðurnæm verða enn vaðberg, er gnæfa hátt. Þetta er ekki sagt af neinni sérstakri aðdáun á stjórn- málastefnu dr. Valtýs, sem ég hef aldrei getað aðhyllst síð- an ég fór að kynna mér og bera skyn á þau mál, heldur af virðingu fyrir honum sem m i k 1 u m hæfileikamanni, fræðimanni og menningar- frömuði, ekki sízt með hinu ágæta og vinsæla riti sínu EimreiðinnL Annars er ævi- og stjórnmálaferli hans prýð isvel og rétt lýst í stuttu máli 813 Henry Ave. Winnipeg 3, Man. 10228-98th Street Edmonton, Alta. inngangsorðum dr. Finns: „Um síðustu aldamót var nafn Valtýs Guðmundssonar ef til vill kunnara hér á landi en nokkurs annars Islendings, sem þá var uppi. Stjómmála- stefna hans var nefnd Valtýska og fylgismenn hans Valtýingar. Tímarit hans, Eimreiðin, var þekktasta tímarit landsins og átti sinn þátt í að kynna nafn hans. Nú munað aðeins aldraðir menn þann styr, sem stóð um þennan nafntogaða mann. En saga hans er forvitnileg á marga lund. Umkomulítill smali úr Húnavatnssýslu ryð- ur hann sér braut af eigin rammleik, verður háskóla- kennari í Kaupmannahöfn, stofnar og gefur út fjöllesn- asta tímarit landsins, gerist foringi stjórnmálaflokks og munar litlu, að hann verði fyrstur íslenzkra manna skip- aður ráðherra íslands. Stjórnmálaafskipti Valtýs Guðmundssonar hafa sætt misjöfnum dómum. Því meiri MADE RIGHT HERE IN CANADA BLUENOSE NYLON GILL NETS MADE WITH — Our Patented Johnson Knot* guaranteed slip-proof knots — High wet mesh tensile strength — Soft loid twines for good gilling — Uniform Meshes — "Polyfilled" synthetic sideline — Textured nylon seoming twine Bluenose Netting & Twine Ltd. DRUMMONDVILLE QUEBEC ‘Canadian Patent No. S28130 /

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.