Lögberg-Heimskringla - 22.07.1965, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 22.07.1965, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 22. JÚLÍ 1965 íslendingadagurinn á Gimli Framhald frá ble. 1. verður að hlýða á hinar ljúfu raddir Barnakórsins á Gimli; kvartett hins kunna söng- fólks; hinn vinsæla einsöngv- ara Robert Publow, og taka síðan þátt í almenna söngn- um um kveldið undir stjórn Gústafs Kristjánssonar. Þarna verður svo margt að sjá og heyra — úr svo mörgu að velja, að allir geta fundið eitthvað sér til gleði og fróðleiks. fþróttir fara fram að vanda en sérstaklega mun fólk hafa ánægju af a ð h o r f a á drengina þreyta hina f o r n u ís- lenzku íþrótt — glímuna. Hún fer fram á vell- inum fyrir framan ræðupallinn, strax að skemmtiskrá lokinni. Fegurðarsamkeppni. — Þá 'verður ekki síður gaman að sjá hinar fallegu og prúðu íslenzku stúlkur koma fram á pallinum um kveldið. Þær eru margar sem myndu sóma sér þar með prýði. Þetta skemmtiatriði er alveg nýtt á fslendingadeginum og fer þessi samkeppni fram um kveldið undir stjórn Mrs. Elizabeth Zimmerman. Handíða og listmunasýning- in. — Gleymið ekki að líta inn í skálann í skemmtigarð- inum og skoða fallegu mun- ina, sem þar eru til sýnis. Icelandic Canadian Club leggur mikið á sig að safna til sýningarinnar, sem verður undir umsjón Mrs. Geraldine Thorlákson. Sýningin er opin í þrjá tíma, frá kl. 2.30 til 5.30 e. h. Kvikmyndir frá íslandi verða sýndar í rökkrinu um kveldið og svo verður náttúr- lega stiginn fjörugur danz fram eftir kvöldinu. Harðfiskurinn frá íslandi, sem nefndin útvegaði í fyrra flaug út á stuttum tíma, enda þykir hert ísa hið mesta lost- æti. Nefndln hefir nú enn útvegað mörg hundruð pakka af þessum Ijúffenga fisk og verður hann til sölu í lysti- garðinum. * * * Þótt ekki væri um aðra skemmtun að ræða en að labba í hægðum sín- um um lystigarðinn og hitta gamla vini og kunningja yrði þessi dagur ánægjulegur. Að sjálfsögðu munu verða þar gestir frá fjarlægum stöð- um, eins og svo oft áður. Við höfum áður minnst á það í þessu blaði, að vel færi á því að hafa gestabók við hend- inna og fá langt aðkomna gesti til að rita nöfn sín í hana. Þannig geta þeir, sem eiga von á vinum úr fjarlægð fundið út hvort þeir hafi komið. Hittumst heil á íslendinga- deginum! Úr borg og byggð Mr. og Mrs. Johann Straum- fjord frá Seattle komu til borgarinnar í fyrri viku. Þau hafa heimsótt ættingja og vini að Lundar og í Nýja ís- landi og komu aftur til borg- arinnar á þriðjudaginn. Hér eiga þau líka margt vina og venzlafólk, Johann rak hér um langt skeið skrautmuna- verzlun og eins í Seattle, þau hjónin gera ráð fyrir að fljúga heim í lok þessarar viku. Þau eru alstaðar aufúsu- gestir. * * * Mrs. Inga Stefánsson frá Seattle varð Straumfjörðs hjónunum samferða hingað. Systir hennar Miss Lóa Davidson söngkona á heima hér í borg og fleirri ættingjar og vinir. * * * Mrs. Lauga Johannsson fréttaritari L-H í Vancouver flaug heimleiðis í lok fyrri viku eftir mánaðar heimsókn hjá skyldfólki og vinum í Winnipeg en lengst af í Argyle, en þaðan er hún ætt- uð og þar búa tveir bræður hennar óg þangað komu bræð- ur hennar frá Edmonton, Saskatchewan og Winnipeg til að sitja gleðimót með henni í Argyle; ennfremur frændfólk frá norður Dakota. Dr. og Mrs. Thorvaldur John- son, eru nýkomin heim eft- ir hérumbil árs og hálfs dvöl í Pakistan, en þangað fór Dr. Johnson á vegum Colombo Plan Canada sjtórnar til þess að veita leiðbeiningar við framleiðslu hveitikorns, en það er aðal framleiðsla lands- ins. Þau hjónin fóru um jóla- leitið 1963 og fóru þá um London, Róm og Kairo, en á heimleið um Congo, Japan, Hawaii, San Francisco, Van- couver og heim og hafa nú farið umhverfis hnöttinn. — Þau létu vel af þessu ævin- týri og væntum við frekari sagna af því síðar. * * * Gefin voru saman í hjóna- band í Fyrstu Lúthersku kirkjunni þann 26. júní af Dr. V. J. Eylands, þau Edwina Agnes Ferries og Thor Adam Skúlason. — Brúðguminn er sonur Hrund Skúlason og Jónasar sáluga Gests Skúlasonar er búsett voru í Geysis byggð. — Brúð- urin er af skoskum ættum dóttir Mr. & Mrs. Charles Ferrier, Winnipeg, Man. Eftir athöfnina var setin veizla í Professional & Business Women’s Club, — Evergreen Place. — Ungu hjónin fóru stutta brúðkaups- ferð til Bandaríkjanna. — MESSUBOÐ Fyrsta lúierska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. MORNING SERVICES at 11:00 a.m., and EVENING SERVICES at 7.00 p.m. Pastor K. Simundson, of Seattle, will conduct these Services on July llth, 18th, 25th, and Aug. lst. The members and friends of the Church are urged to attend these Services. Utanbæjar gestir voru Mr. & Mrs. Ronald J. Jonasson, Toronto, Ont., Mr. & Mrs. Gordon Mclnnis og börn þeirra Melvin og Carol Anne, Langruth, Man., Mr. & Mrs. Herman J. Skúlason og Miss Kristín L. Skúlason, Árborg, Man. Mr. & Mrs. Freyr Thor- grímsson og dóttir Linda, Crystal City, Man. Heimili ungu hjónanna verður í Winnipeg. ARTS AND CRAFTS DISPLAY at the ICELANDIC CELEBRATION — August 2, 1965 In the Pavilion from 2:30 p.m. to 5:30 p.m. This display sponsored by the Icelandic Canadian Club will feature the following items of interest: (1) A minutely detailed re- production by Karl Thor- steinsson of an Icelandic “Torfbær” as it existed centuries ago. (2) Of equal interest are the wood carvings of Helgi Olsen which show the mode of transportation more than a hundred years ago. (3) Of interest to the ladies will be the needlework and ceramics by Lillian Bjarna- son, Baldur, Mrs. E. Breck- man, Mrs. Anna Vigfússon and Mrs. F. Guðmundsson of Winnipeg, and others. (4) Friends of Betel will be pleased to see what can be accomplished by people in so-called retirement when they witness the display of art and crafts executed by the residents. (5) Various items of artistic work by craftsmen in Iceland. Geraldine Thorlakson. Convener. Donation io Unitarian Camp Memorial Fund in memory of Mrs. Guðrún Davidson. Mr. & Mrs. L. R. Sveinson ............. $10.00 Laura Thorkelson. * * * Dánarfregnir verða, því miður, að bíða næsta blaðs. Lögregluþjónninn: „Ég held að við höfum fundið konuna yðar, sem var týnd.“ Maðurinn: „Haldið þér það?‘ Hvað segir hún?“ Lögregluþjónninn: „Ekki neitt.“ Maðurinn: „Þá er það ekki konan mín.“ Civil Defence says: Discuss your family plan with your children. Tell them what to do in any emergency. Metro Civil Defence. 1767 Portage Avenue, Winnipeg 12. — 888-2351 lslendingadagurinn Sjötugasta og sjötta Þjóðhótið íslendinga í Vesturheimi GIMLI, MANITOBA Mánudaginn 2. ágúst 1965 Skrúðför hefst frá Johnson Memorial Hospital kl. 10.00 f. h. Blómsveigur lagður á minnisvarða landnemanna kl. 10.30 f. h. FJALLKONAN — MRS. GUÐRÚN S. STEVENS SKEMMTISKRÁ hefst klukkan 2 e. h. D.S.T. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. O Canada. Ó, Guð vors lands. Forseli dagsins selur hátíðina, — Mr. S. Aleck Thorarinson. Ávarp Fjallkonunnar, Mrs. Guðrún S. Stevens. Barnakór Gimli. Stjórnendur: Mrs. Shirley Johnson, Mrs. Anna Stevens og Janice Narfason. Ávarp tiginna gesta. Barnakór Gimli. Minni Canada, Mr., John Fisher. 9. Kvartett, Mrs. Elma Gíslason, Miss Doreen Borgford, Mr. Her- mann Fjeldsted, Mr. Thor Fjeldsted. Undirleik annast Miss Snjólaug Sigurdson. 10. Kvæði, William D. Valgardson. 11. Minni íslands, Mr. Sigurður Vopnford. 12. Einsöngur, Mr. Robert Publow. — Undirleik annast May Johnson. 13. Kvæði, Gísli Jónsson ritstjóri. 14. Kvartett. 15. God Save The Queen. ÍSLENZK GLÍMA. Drengjaflokkur undir stjórn Steina Eyolfssonar og Ingólfs N. Bjarnasonar sýnir glímu að lokinni skemmtiskrá. Handíða- og lislmunasýning. sem Icelandic Canadian Club gengst fyrir, verður opin í skálanum í Gimli Park til kl. 7.30 síðdegis. KVÖLDSKEMMTUN Almennur söngur hefst kl. 7.00 e. h. Gústaf Kristjánsson stjórnar. Mrs. Jóna Kristjánsson annast undirleik. Kunnur íslenzkar kvikmyndir verða sýndar í rökkr- inu. FEGURÐARSAMKEPPNI. í sambandi við kvöldskemmtunina fer fram fegurðar- samkeppni meðal ungra stúlkna úr röðum Vestur-íslendinga. — Keppni þessari stjórnar Mrs. Elisabeth Zimmerman. Dómnefnd skipa eftirtalin: Mrs. J. J. Lander — Winnipeg Art Gallery; Mrs. Pearl Robertson — Professional Model and Teacher og Mr. Don Williams — C.B.C. Director and Television Producer.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.