Lögberg-Heimskringla - 22.07.1965, Blaðsíða 17

Lögberg-Heimskringla - 22.07.1965, Blaðsíða 17
LÖGBERG- LÖGBERG- HEIMSKRINGLA HEIMSKRINGLA Eina íslenzka vikublaðið í Eina íslenzka vikublaðið í Norður Ameríku Norður Ameríku Styrkið það. Logberg - Heimskringla Styrkið það. Kaupið það Kaupið það Lesið það Lesið það WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 22. JÚLl 1965 17 Gleðiríkir endurfundir FJÓRIR ÆTLIÐIR: Ællmóðirin, Elín Krisimannsson lil hægri; Jóhanna dóiiir hennar frá íslandi slendur að baki hennar. Björg dóliir Jóhönnu iil vinsiri og Karen dóttir Bjargar er fremsi. Þau hjónin Elín Guðrún Jónasdóttir og Friðrik Ágúst Kristmannsson fluttust frá Ólafsvík á íslandi vestur um haf 1903 og áttu heima fyrstu 15 árin í Manitoba, en síðan í Prince Rupert B.C. Elín missti mann sinn árið 1950 og hefir síðustu árin dvalið á heimilinu Höfn í Vancouver. Hún er nú á fjórða árinu yfir nírætt, hefir borið árin vel og er glaðlynd og falleg eins og myndin sýnir. Hún varð að skilja dóttur sína, Jóhönnu, sem var á þriðja ári, eftir á íslandi og vonaðist til að geta sent eftir henni síðar, en árin liðu og ekki varð af að hún kæmi vestur og því síður var von til þess þegar Jóhanna giftist og hóf búskap með manni sínum, Jóni Daníelssyni að Hvallátrum í Breiðafirði. En sambandið milli þeirra mæðgna var náið. Þegar Björg, dóttir Jóhönnu var fullorðin sendi hún hana vestur í heimsókn til ömmu sinnar. Sú ferð varð Björgu hamingjurík; hún kynntist manni sínum John Savage og búa þau nú stórbúi í Richmond á Lulu Island, B.C. og eiga þau tvö börn, Karen og John. Og svo kom loks hin marg- þráða dóttir Elínar vestur ásamt manni sínum í heim- sókn til dóttur sinnar og móð- ur í marzmánuði og lýsti Guðlaug Jóhannesson, þeim gleðiríku samfundum í bréfi sínu til L-H 25. marz. Af börnum Elínar eru, auk Jóhönnu, fjórir synir á lífi, allir mikilsvirtir athafna- menn, þrír búsettir í Prince Rubert: Hjörtur Rosmann, eigandi að tveim fluttninga- skipum; Snæbjörn Skarphéð- inn í þjónustu fiskimáladeild- ar stjómarinnar; Valdimar Daníel forstjóri olíufélags í Prince Rupert og Jónas Júlíus, við fiskiðju (niður- suðuverksmiðju) í Vancouver. Dr. Páll ísólfsson: Þróun fónlistarinnar á íslandi fró fornu fari Framhald úr síðasta bl. Eina hljóðfærið, sem þekkt- ist í landinu — enda þótt það næði aldrei almennri út- breiðslu — var Langspilið. En eftir því sem vitað er, hafði það einungis diatoniskan skala, það var því ekki hægt að leika á þetta hljóðfæri kromatiskt. Afleiðingin varð sú, að mörg lög, sem upprunalega voru samin í moll breyttust með þessum hætti í dúr eða lydiska tóntegund. Það má því beinlínis rekja til þessa hljóðfæris þær breytingar ýmsar, sem orðið hafa á lög- unum frá sinni upprunalegu mynd. Skorturinn á hljóðfærum leiddi það af sér, að blær hinna erlendu laga hlaut að breytast. Sálmalögunum var iðulega breytt eða þau „um- samin“ og urðu síðar að hin- um svokölluðu „gömlu lög- um“, sem nú er oft talað um. Áður en vér yfirgefum kirkjusönginn, skal það tekið fram, að Grallarinn, sem var saminn upp úr Graduale Jes- persens og kom fyrst út 1573, var bæði sálma- og söngbók, þar sem nótur fylgdu hverj- um sálmi. Árið 1794 gerði séra Árni Þórarinsson, sem síðar varð biskup á Hólum, það að tillögu sinni, að Grallarasöng- urinn væri lagður niður og nýrri lög valinn í staðinn. — Þetta leiddi til þess að Magnús Stephensen kon- ferensráð gaf út árið 1801 hina svokölluðu aldamóta- sálmabók. 1 henni eru þrír sálmar með nýrritíma tón- skrift, og voru þeir teknir úr kóralbók Zinks, sem um það leyti var að koma út. Þessi sálmabók var lengi notuð, en oft voru þó gerðar á henni endurbætur. Árið 1855 gaf Ari Sæmund- sen út Leiðbeiningar til þess að kenna almenningi að leika á langspil. Þessi bók var prentuð með bókstafsnótum. Lögin skrifaði hann aðeins að nokkru leyti eins og fólk söng þau, og var af þeim sökum um litla breytingu að ræða á þeim. í þessari bók eru 119 sálmar, auk leiðbeininganna. Það var fyrst árið 1840 að orgel kom í Dómkirkjuna í COMPLIMENTS OF . . . DEMPSEY'S BARBER SHOP CENTRE ST. GIMLI, MAN. Hugheilar árnaðaróskir TIL ALLRA ÍSLENDINGA Á ÞJÓÐMINNINGARDAGINN ARNASON ENGINEERING CO. GENERAL CONTRACTING ENGINEERS CONGRATULATIONS . . . To Our Many Customers and Friends You'll be thrilled wit-h our lorge jtore. ROBINSON Department Store Formerly R.C.A. STORE (Retailers Co-Operotive Association) Owned and Operoted by Spencer W. Kennedy DRY GOODS ond VARIETY STORE MERCHANDISE Winnipeg Office: Lot 7, Rosser Rood Ph. 642-7954 P.O. Box 130, GIMLI, Mon. PHONE 482-3881 Selkirk Monitoba Compliments of . . . DROP INN BAKE SHOP AND RESTAURANT Karl and Edith Einarson Home baked bread, buns, pastry, doughnuts, cakes including Vinarterta, etc. Phone 376-2272 Arborg, Mon. Riverton: Tuesdays and Saturdays Compliments of . . . S. A. SIGURDSON & SON Your Esso Agent and Dealer Engro Fertilizers - Flexi-Tooth Atlos Tires, Botteries and Accessories Farm Equipment Filters Phone 376-2247 Arborg, Man. Compliments of JOHANN’S BEAUTY SALONS CHATEAU BEAUTY SALON Modern Air Conditioned Solon 2539 PORTAGE AVE. WINNIPEG Phone VE 2-0759 JOHANN'S BEAUTY SALON 3rd Ave. Phone 642-5077 Gimli, Man. Compliments of COMPLIMENTS OF . . . LAKELAND DAIRIES LTD. WILLOW ISLAND SELKIRK, MANITOBA ★ White Rock—Historic Site, londing ploce of the first lcelandic Settlers and Birthplace of first child of lcelandic origin born in Manitoba. S K Y R Avoiloble: WINNIPEG PHONE GL 2-0312 (Direct Line, no Toll Charge) Selkirk and Districts and Gimli FULLY MODERN CABIN MOTEL - FISHING CAMPING - BOATING - PICNIC GROUNDS ARNASON BROTHERS PHONE 642-8849 GIMLI, MAN.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.