Lögberg-Heimskringla - 22.07.1965, Síða 6

Lögberg-Heimskringla - 22.07.1965, Síða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 22. JÚLÍ 1965 GUÐRÚN FRA LUNDI: Tengdadottirin Skáldsaga „Nei, ekki aldeilis. Hún stundi því víst upp við hús- bóndann að fá hest alla leið austur að Heiðargörðum, en hann er í svo slæmu skapi yfir því að fá ekki þurrk á ullina, að hann neitaði henni. Svo hefur hún líklega rangl- að upp í hamra. Þangað sé ég að hún fer stundum, þegar óyndisköstin detta í hana“, — blaðraði Sigga sprengmóð við að lemja strokkinn og strauk svitann af enninu. „Leiðist henni?“ spurði Hjálmar. Þá var það Valka, sem svaraði: „Ójá, henni leiðist, aumingja stúlkunni. Henni þykir ákaflega vænt um for- eldrana og systkinin“. „Og svo er nú Hr^un- hamraþögnin ekki mjög eft- irlætisleg“, greip Sigga fram í. „Ég ráðlagði henni að fara til þín, en hún kunni víst ekki við að heimsækja þig hálf- strípaðan“. „Hvað átti hún að gera til mín?“ spurði Hjálmar. „Biðja um hestlán, svo að hún kæmist austur eftir. Get- urðu ekki skilið, hvað ég meina?“ sagði Sigga. „Jú, nú skil ég. Ég er hissa á pabba að neita henni um hest, en ég skal nú bæta úr því, þótt seinna verði. Þetta skyr er svo kalt, að ég verð að hlaupa langa leið til að fá í mig hita“, sagði hann og gekk burtu. Sigga kallaði á eftir honum: „Þú ættir ekki að hlaupa langt. Það mætti segja mér, að það kæmi gestur að finna þig bráðlega". „Eins og hver?“ „Kannske heimasætan á Fellsenda. Hún hefur farið héðan vonsvikin tvisvar sinn- um. Nú veit hún, að hjónin hafa farið til kirkju, og þá er alltaf dátt í kotinu, þegar karlinn er ekki heima. Hann er ekkert hrifinn af henni og hún sér það“. „Hún á ekkert erindi við mig. Hún hlýtur að vera að finna ykkur stúlkurnar“, — svaraði hann fram í göngun- um. „En þau ólíkindalæti“, sagði Sigga skellihlæjandi. „Þú blaðrar og rausar hvernig sem þú ert atyrt fyr- ir framhleypnina“, sagði Valka ávítandi. „Það gengur sjálfsagt ekki vel að kenna mér þessa klaustursiði, sem hér gilda. Ég er alin upp við að tala og hlæja og held þeim sið. Það eru víst engin undur, þó að Ástu vesalingnum leiðist“, svaraði Sigga. „Ojæja, það má gera of mikið af öllu“, sagði Valka. „Að tala er silfur, en að þegja er gull“. Hjálmar hljóp upp að hömrunum. Það var uppá- haldsstaður hans eins og fyrri. Vanalega hélt hann á bók með sér, en nú sleppti hann því. Hann kallaði hálf- hátt, þegar hann hafði leitað dálitla stund: „Ertu hérna einhvers staðar, Ásta? Þú With Compliments of . . . RIVERTON BOAT WORKS LTD. Custom Built Boats a Speciolty Steel Tug ond Ferries — Boat Houling PHONE 378-2344 RIVERTON, MAN. Compliments of BRITISH COLUMBIA PACKERS LTD. Armstrong Gimli Branch GIMLI MANITOBA Manager: J. M. Davis Compliments of: K. THORARINSON GENERAL STORE & LUMBER Agent: PIONEER POWER SAWS Phone: 378-2231 RIVERTON MANITOBA skalt ekki halda, að ég finni þig ekki á endanum, því að ég þekki hamrana eins vel og fingurna á höndum mér“. — Ekkert svar kom úr hömrun- um. Hann hélt áfram að leita og fann hana. Hún sat í hnipri á mosavaxinni flöt og byrgði andlitið í höndum sér. „Hérna liggurðu þá“, sagði hann, — „og ert sjálfsagt að brynna músum. Hertu nú upp hug- ann. Ég skal lána þér hest næsta sunnudag og fylgja þér fram selgöturnar — þá verð- urðu mikið fljótari en að fara með byggð. Það er orðið svo framorðið núna. Því talaðirðu ekki við mig í morgun eins og Sigga ráðlagði þér?“ „Það er víst ekki gott að tala við sofandi fólk“, svar- aði hún, „enda bjóst ég við, að undirtektirnar myndu verða líkar“. „Nei, ég hefði lánað þér hest undireins og þú hefðir minnzt á það“, sagði hann. „Jæja, það er gott að eiga vísan hest næsta sunnudag“, sagði hún. „Seztu svo upp og talaðu við mig. Nú erum við ein og getum rabbað saman án þess að alltaf sé verið að gefa okk ur hornauga“, sgaði hann og settist við hlið hennar. „Ég held við höfum lítið til að tala um, ég er ekki ræðin manneskja". „Þú hlýtur að fara að læra það af Siggu. Ég ætla að segja þér hvenær ég sá þig fyrst“, sagði hann og togaði ákaflega laust í eyrnasnepilinn, sem að honum snéri. „Ég man það nú líklega, þegar þú gazt lesið nafnið á legsteininum í Staðarkirkju- garðinum. Ég sárskammaðist With Compliments of . . . S.O.S. DEPT. STORE Shoe Fitting is our Specialty ★ IKE TENENHOUSE MANITOBA AVE. SELKIRK MAN. BEST WISHES SARBIT'S SUPERMARKET SELKIRK MAN. mín fyrir að vera svona hræðilega illa að mér — það gerði Láki líka. Hann sagði á heimleiðinni, að þú værir svona fjandi gáfaður af því að þú værir sonur hreppstjór- ans“, sagði hún og fór allt í einu að tísta af hlátri. „Ekki er þetta nú rétt hjá þér. Ég var búin að sjá þig fyrr. Ég var víst ekki stærri en fóturinn á mér er núna upp að hné. Þá fékk ég að fara austur í sel með Láfa — var bundinn í hnakkinn, því að ekki fékkst ég til að fara á hestbak fyrr en allir aðrir strákar voru orðnir reiðgapar. Alt í einu sá ég tvær litlar stúlkur uppi á einum hólnum. Sú stærri var með svo fallegt hár. Láfi sagði mér, að þetta væru huldubörn og bannaði mér að horfa á þau. Ekki vantaði hjátrúna. Ég gerði það nú samt. Svo þekkti ég ykkur aftur við kirkjuna. — Manstu nokkuð eftir þessu, Ásta mín? Síðan hef ég alltaf átt bjarthærða draumadís, — langaði fjarska mikið til þess að hún væri komin hingað í hamrana til mín — og nú er það orðið að veruleika". „Vertu viss um að þér verð- ur bannað að horfa á hana, þó að hún sé ekki huldumey lengur. Ég man vel eftir þér, en ég hélt að þú hefðir ekki tekið eftir mér. Það var svo sjaldan, sem ég sá ókunnan dreng, nema Láka, svo að ég tók vel eftir þér. Þú varst með logagyllta hnpapa í jakk- anum. Slík fínheit hafði ég ekki séð fyrr“. „Finnst þér þetta ekki þó |llllllllllll 1 ICELAIMDIC nokkuð ævintýralegt? Held- urðu að það boði ekki eitt- hvað sérstakt, að okkur skyldi lítast svona vel hvort á annað við fyrstu sýn?“ sagði hann. „Eins og það sé nokkuð ævintýralegt, þó að börn verði hrifin af því, sem ný- stárlegt er — ég af gylltum hnöppum, en þú af huldu- meyjum“. „Mest hrifinn af hárinu — það var svo fallegt. Það hef- ur engin stúlka svona fallegt hár. Seztu nú upp og vertu ekki með þessa fýlu, það ger- ir þig þunglynda, en af því er nóg á Hraunhömrum“. „Heldur vildi ég að þú fær- ir og lofaðir mér að vera einni“, sagði hún. „Viltu að ég sýni þér hamrana og segi þér hvað syllurnar heita, en allar hafa þær eitthvert nafn. Þessi, sem við sitjum á, heitir Háibær. Þetta voru bæirnir okkar Kötu“. „Hver var Kata?“ spurði hún. „Það var telpuangi, sem var hér eitt ár, eina leiksystkinið, sem ég hef átt. Hún var ósköp lítið skynsöm, anginn litli, en ég saknaði hennar samt mik- ið, þegar hún fór til Ameríku. Síðan hef ég þumbazt einn 1 hömrunum mínum og litið út eins og álfur úr hól“, sagði hann. „Ég kenni í brjósti um sjálfan mig fyrir hvað ég leit bjánalega út“. Hann tók aðra hárfléttuna og rakti hana var- lega upp til miðs og byrjaði svo að flétta hana aftur. 111111111111^ ■ ■ ■ hagstæðustu kaup yðar til ÍSLÁNDS! ÍLÆGSTU FLUGFARGJÖLD TIL EVRÓPU ALLRA ÁÆTLUNARFLUGFÉLAGA | Nú er tækifærið að færa sér í nyt hin lágu Thrift Season E= = fargjöld Loftleiða, sem byrja 4. ágúst. Sparið hvert sem þér = = farið . . . greiðið miklu minna en þotu Economy fargjöld = = til höfuðborga Skandinavíu og annara Evrópu landa. Tökum = = t.d. flugið fram og aftur milli New York og Islands; hjón geta = = SPARAÐ $130.80 framyfir þotu Economy fargjöldin. §j Munið að fargjöld Loftleiða eru alltaf lægst á öllum _ árs- = = tímum . . . aðra leiðina eða fram og aftur. Fljúgið með nýjum = = rúmgóðum hraðfara Rolls-Royce 400 Jet Props og ábyggilegum = H langferða DC-6Bs. Ókeypis máltíðir, drykkir, snacks. Frekari = s upplýsingar fást á ferðaskrifstofum. I FRÁ NEW YORK TIL: ÍSLANDS - ENGLANDS - SKOT- I I LANDS - HOLLANDS - NOREGS - SVÍÞJÓÐAR - DAN- | | MERKUR - FINNLANDS - LUXEMBOURG. s Fljúgið með Loftleiðum—og sparið—til allra landa Evrópu ij og lengra BRAUTRYÐJANDI lágra fargjalda lil Evrópu WELANDICairunes I I = 610 Fifth Avenue (Rockefeller Center) New York 20 - PL 7-8585 = NEW YORK - CHICAGO - SAN FRANCISCO SkrifiS og spyrjið um bækling XI American Express Credit Cards viðurkennd flllllllllllll llllllllllllf

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.