Alþýðublaðið - 05.11.1960, Blaðsíða 15
og hafði hálf gaman af hinni
auðsæju gleði hans yfir að
sjá hana en samt var hún hálf
feimin. Hún vissi ekki hvað
hún ætti að segja ef hann
spyrði hana hvernig gengi með
Adam.
En hann tók fyrst til máls.
„Hefur þú frétt eitthvað af
aðdáenda þínum?“
„Nei“, svaraði Jenny. ,,Ég
bíð eftir bréfi en enn hef ég
ekkert fengið11.
„Kannske gafstu honum
ekki nægilega undir fótinn11.
„Nei, kannske ekki“, hugs-
aði Jenny og hugsaði um all-
an bréfabúnkann, sem hún
hafði sent Nick og um alla
byrðina, sem hún hafði varp-
að á hann. Það væi'i ekki
nema eðlilegt að hann elskaði
hana ekki eftir þetta.
„Sérðu enn eftir honum?“
..Já“.
„Veslings Jenny litla! Af
hverju gleymirðu honum
ekki? Hversvegna huggarðu
þig ekki við mann, sem er nær
þér en hann?“
Hún tók um hönd hans og
fann, að hann kipptist við.
„Roger Dean, þér hafið ekki
hugmynd um það hve erfitt
mitt líf er... ef þér vissuð
það, vilduð þér ekki einu sinni
tala við mig ...“ Hún fékk tár
í augun.
„Ég vildi óska að ég gæti
treyst yður, ég þarfnast svo
mjög vinar“.
„Það er ekki svo auðvelt fyr
ir fagra konu að eignast karl-
mann að vini Jenny. Ég get
ekki verið vinur þinn, ég er
ekki beint vanur að fara fram
á vináttu við ungar konur“.
„En það er það, sem ég
þarfnast“, tautaði hún. „Það
er það eina, sem égþarfnast!"
, „Fyrirgefðu mér Jenny, en
þetta er ekki satt, og þú veizt
að það er það ekki. Kannske
þarfnast þú vinar en það er að
eins vegna þess, að það er ann-
ar, sem elskar þig, - Adam
Grise! Kannske er hann líka
elskhugi þinn?“
Hún leit á hann. „Adam er
ekki elskhugi minn“, sagði
hún kuldalega. „Við erum
komin til Barent, viltu vera
svo góður að hleypa mér út!“
Hann nam staðar. „Nú ertu
reið við mig! Hvílikur villi-
köttur! Svo ég hef á réttu að
standa. Kannske ertu reið
vegna þess, að Adam er elsk
hugi þinn, kannske ertu reið
vegna þess, að hann er það
ekki, en þú vildir að hann
væri það! Eg þekki Jenny,
ég hef þekkt margar konur
um ævina og þekkt þær vel.
Svo hvers vegna skildi ég
ekki hjá við Jenny Thorne
sem er tvítug. • • Fyrirgefðu,
tuttugu og tveggja ára .. og
alls ekki jafn leyndardóms-
full og hún álítur sjálf? Allf
í lagi, allt í lagi, þú mátf
fara úr hér, en mig langar
til að biðja yður um að gera
eitt fyrir mig, systir Jenny.“
Það kom henni á óvart hve
mjög rödd hans hafði breytzt,
„Skrifstofan mín er við
hliðina á pósthúsinu, Þangað
kemur kona í dag, Sarah
Wingate. Hún er ekki sjúkl-
ingur • • • • hún hringdi og
sagðist mundu koma. Viltu
taka á móti henni fyrir mig
og leyfa henni að líta um-
hverfis sig og rifja upp gaml-
ar endurminningar? Eða er
þetta of stór bón .... frá
manni sem ekki er vinur
þinn?“
„Vissulega er það ekki, —
læknir .... kemur hún nú?“
Hann leit á armbandsúr
sitt. „Eg geri ráð fyrir að hún
geti komið á hverri stundu.
Það er enginn annar þar núna.
Takk fyrir.“
Hann rétti henni lykla sína
og ók af stað.
16.
Jenny opnaði dyrnar fyrir
feitlaginni hlýlegri konu í
stórrósóttum silkikjól. Hún
vísaði henni inn í biðstofuna
og sagði vingjarnlega: „Dean
læknir er því miður ekki við
núna. Hann er í sjúkravitjun-
um, en ég er hjúkrunarkona
og hef unnið fyrir Dean lækni
• ■ • • get ég ef til vill aðstoð-
að yður?“
„Ó,“ andvarpaði feitlagna
konan, „ég veit vel, að hann
er ekki við núna, mig lang-
aði svo til að fá að vera hér
ein • •.. til að rifja upþ gaml-
ar endurminningar.11
„Hafið þér komið hingað
fyrr?“
„Já, hvort ég hef. Eg vann
hjá Elliot lækni. Hann var
læknir á undan Dean, hafið
þér ef til vill heyrt minnst á
hann?“
„Já, það hef ég. Hann hlýt-
ur að hafa verið einstakur
maður, gömlu sjúklingarnir
hans tala oft um hann. ....
„Það gleður mig að heyra
að þeir muna enn eftír hon-
um, en það er svo langt síð-
an. Tuttugu ár eru langur
tími. Eg var ung þá og ég
stóðst ekki freistínguna fyrst
ég hvort eð er átti leið hérna
fram hjá. Eg tók það svo
nærri mér, þegar Elliot læknir
hætti störfum. Eg gat ekki
sætt mig við að hann gæfist
upp .... jafn duglegur og vit-
ur hann var.“
„Var það aldursins vegna,
ungfrú ••••?“
„Wingate, Sarah Wingate11.
„Eg heiti Jenny Thorne.“
„Nei, það var ekki beint
aldursins vegna, ungfrú
Thorne. Hann var líkamlega
hraustur, en minni hans var
farið að bila....Eg varð að
minna hann á allt og skrifa
allt niður fyrir hann. Svo
kom dálítið fyiir og hann
varð hræddur .... hann var
óvenjulega skyldurækinn
maður.“
Hún gekk að skrifstofudyr-
unum og opnaði þær og leit
inn. „Mér finnst að hann ætti
að vera hérna inni núna! —•
Hann var góður læknir.“
„Það var leitt að hann
skyldi hafa svo slæmt minni.
Var það mjög erfitt fyrir
hann, ungfrú Wingste?"
„Nei, svo slæmt var það
ekki. En hann varð hrædd-
ur, hann skrifaði rangt lyf á
lyfseðil fyrir ungu frú Car-
ter ■ ■ • • sem betur fer gerði
það ekkert til .... og svo
missti hann mikið magn af
eitri • • • • hann var svo viss
um, að hann hefði sett það í
skáp inni f rannsóknarstof-
unni eins og hann kallaði her
bergið, en þegar hann ætlaði
að nota það, var það þar ekki
lengur. Og hann fann hvergi
kvittunina, þó hann leitaþi
alls staðar. Svo hann hélt, að
hann hefði bara gleymt að
panta það.“
Hngfrú Wingste gekk um
skrifstofuna og leit um allt
herbergið. „Það er hrein-
legra hér en það var á mín-
um tíma. Mér er sagt að
Dean- læknir sé góður og dug
legur læknir,“ tautaði hún og
gekk að dyrunum inn í rann-
sóknarstofuna, en þær voru
opnar. „Eg var líka alveg viss
um að pakkinn hefði verið
þar .... „hún gekk að skápn
um .... „og ég áleit að hon-
um hefði verið stolið. En . . “
hún leit á Jenny. „Eg sagði
það ekki við neinn, ég þorði
það ekki. Hvorki við Elliot
lækni né neinn annan. Eg get
alls ekki vefið viss um það.“
Hjarta Jennyjar sló hratt
og hún vætti þurrar varir sín
ar áður en hún tók til máls.
„En það er ekki nema eðli-
legt, að þér yrðuð hræddar,
ungfrú Wingate, sérstaklega
ef þetta stóð eitthvað í sam-
bandi við þennan voðalega
atburð á Castaníu.“
Ungfrú Wingste fölnaði.
„Eg sé að þér hafið heyrt
sögu Castaníu, ungfrú Thor-
ne.“
„Það er enn talað um þetta
hér. Hann var drepinn með
blásýru og það hefði verið
þokkalegt fyrir yður, ef ein-
mitt það eitur hefði horfið
héðan! Eg skil vel, að þér gát-
uð ekki talað um það, þér
voruð alls ekki viss og höfð-
uð enga kvittun.“
Það var svo til hlægilegt —
hve ungfrú Wingste létti.
„Það gleður mig, að yður
skuli finnast það einnig ung-
frú Thorne. En ég verð að
játa að ég var hrædd, þegar
þetta skeði. Eg Elliot læknir
var orðinn svo gleyminn, að
ég gat vel trúað að hann
hefði gleymt að panta það.“
„Og þér grunuðuð engan.
Það hefði enginn getað kom-
ið hingað og tekið það.“
„Nú,“ .... hún hristi
höfuðið. „Eg get ekki sagt um
það, hver sem er hefði getað
tekið það. Elliot læknir læsti
aldrei neinum dyrum hvorki
að herbergi né skápum. En
það er ekki gaman að gruna
neinn einstakan, þegar hver
sem er, hefði getað gert það.“
„Nei, vitanlega ekki, en ef
einhver hefði nú komið frá
Castaníu.“ ....
„Hafið þér mikinn áhuga
fyrir þessu máli, ungfrú
Thorne?“
Jenny varð að viðurkenna
að hún hefði það, að svona
óleyst morðmál væri alltaf
einkennilegt.
,^Mér kom það sjálfri til
hugar,“ sagði ungfrú Win-
gate, „en satt að segja höfðu
svo til allir í Castaníu komið
hingað rétt áður en það skeði.
Lizzie og Anna til að sækja
meðöl handa frú Grize. Og
gamla frú Grise kom hingað
oft, mig minnir að hún hafi
verið með ígerð í kinnholun-
um . • • • og herra Philip kom
líka.“ ....
„Það getur engan grunað
hann,“ sagði Jenny þegar ung
frú Wingste virtist hætt að
tala um þetta.
„Og kennslukonan kom
hingað með Adam litla ....
hann var laglegur drengur,
en taugaóstyrkur. „Hún virt
ist vakna af draum.
„Eg skil ekki hvers vegna
ég er að segja yður þetta allt
saman, ungfrú Thorne. Það
var áreiðanlega eins og lækn
irinn hélt, hann varð svo
sannfærður um það, að hann
minntist ekki á það fyrir rétt-
inum og svo lét hann Dean ?
lækni taka við af sér. .... Eg
er viss um að hann setti al-
drej eitrig sem hvarf í sam-;
band við sorgarleikinn á
Castaniu. Jæja, ég verð að
fara að koma mér. Það var
gaman að hitt yður, ungfrú
Thorne, ég vona, að þér segið .
aldrei neinum neitt um þetta
.... ég hefði víst ekki átt að
minnast á það, en mér fannst
yður gruna þetta allt. Ein- u
kennilegt finnst yður ekki? . . •
Jæja, verið þér sælar og takk
fyrir allt. ....“
Þegar konan var farin, sett
ist Jenny niður. Hún var um-
kringd vofum fortíðarinnar.
Enid með Adam litla. ....
Gamla frú Grise, hégóma-
gjörn, forvitin og enn ung.
Anna og Lizzie . . Philip
.. • ■ hún skalf. Henni kom
voðaleg hugmynd í hug, en
áður en hún gat hugsað málið
hringdi síminn. Hún jsvar-
aði:
„Er þetta læknastofa Deans
læknis?“ spurði rödd í sím- *
anum og hjarta hennar hætti
að slá.
Hún sá út um gluggann að
Dean læknir var að koma inn.
„Nei,“ tautaði hún.
„Eg heyri ekki vel tíl yð-
ar,“ var sagt í símann.
„Dean læknir er ekki við.
Eg vinn hjá honum. Eru ein- 4
hver skilaboð?“
„Jenny! Þetta ert þú! Guði
sé lof og dýrð! Eg ætlaði ein-
mitt að spyrja hvort hægt
væri að ná í þig í síma á
þessum voðastað sem þú ert
á . ...“
„Æi nei, Nick. Ekki það!“
„Eg hef aðeins þrjár mín-
útur tíl umráða og má ekki
missa eina sekúndu. Hlust-
aðu á mig, Jenny, þú verður
strax að fara frá Barent. —
Farðu til Hótel Wilson llth
Street og hringdu til mín,
þegar þangað er komið. Eg
kem eins fljótt og mér er
unnt.“
„En .... Nick ....“
„Þegiðu, skilurðu ekki að
þú ert í hættu stödd? Eg hef
lesið öll bréfin þín.“ Hún
heyrði að Dean læknir kom
inn til hennar og lokaði dyr-
unum á eftir sér. Nick hélt
áfram: „Hvers vegna ertu
svona blind? Því heldurðu að
það sé hægt að treysta frem-
ur á drauma ungrar stúlku
heldur en ráð reyndrar móð-
ur og læknis? Eg get ekki
sagt meira .... “
„En Nick, þú gleymir • •“
„Eg má ekki vera að því að
tala við þig lengur, Jenny.
Lofaðu mér að gera það sem
ég bið þig um. • •. .“
„Eg skal skrifa þér, — ó.
Nick!“
Hann var búinn að leggja
á. Dean læknir leit á rjótt
andlit Fanneyjar.
„Þetta er rétt hjá læknin-
um, vini yðar,“ sagði hann
brosandi, „Fyrirgefið mér, en
ég tók óvart upp símann
þarna frammi .... ég heyrði
aðeins eina setningu. Hann
segir það sama og ég þér —
þú ert í hættu stödd á Cas-j
taniu, Jenny.“ Hann hallaði t
Framhaldssaga
16
effir KATHRINE N. BURT
Alþýðublaðið -V 5. nóvi 1960 Jg'