Alþýðublaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 2
: . Oisil J. Astjíórssöti (áb.j og Beaedta GrPndtu — fuutraer riv HHiEtr: Sisvaldl Hjílraarssoa og IndrlSl G. Þorsteinsson. — Fréttastjón Wafffrin GuBmundsson - Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsdngasín«i Bf M8. — ACsetur: AlþýSuhúsiO. — FrentsmiSja AlþýðubiaSsina Hverfls- Jata B—10. — Askriftargjald: kr. 45.00 á mánuSl. í lausasfilu kr. 3,00 ein*. %BKTandl: AlþýSuflokkurinn — Framkvasmdastióri Rverrir Kjart*nmo» Landhel gismálið J LANDHELGISMÁLIÐ var gert að umtalsefni I | dálkinum „Um helgina!t síðastliðinn sunnudag. ! Var bent á yms merki þess, að málið hlyti að j koma aftur á dagskrá innan skamms, og áreitnis- | lítið rifjað upp sitthvað. sem gerzt hefur áður í | análinu. Var sérstaklega á það bent, að bæði náð- ! nn landhellgisbrjóta í fyrravor og ákvörðunin um I *að ráeða við Breta hafi verið algerlega nauðsyn- j legir gagnleikir af ís'lendinga hálfu til að trygigja ! þann stuðning, sem við höfum meðal annarra , þjóða. Grein þessi hefur sýnilega farið í taugarnar á ! ritstjóra Tímans, sem svarar með skætingi um að 1 ritstjóri Alþýðublaðsins sé undanhaldsmaður í i þessu máli. Svo bætir Tíminn við furðulegum ; hugarórum þess efnis, að stjórnarandstaðan hafi þjarmað svo rækilega að ráðherrum á þingi í j haust, að ríklsstjórnin hafi gugnað á samningum | fyrir jólin. j r I umræðunum á þingi var upplýst, að 1958 hafi Hermann Jónasson, þáverandi forsætisráðherra, staðið að tilboðum til Breta um samninga, og vitað er, að ritstjóri Tímans var þá nákominn ráðunaut- ur Hermanns. Þessar upplýsingar vöktu svo mikla athygli, að árásir Hermanns á stjórnina fyrir að taka upp viiðræður við Breta urðu hlægiiegar. Hann varð ber að því að taka þveröfuga afstöðu sem ráðherra og sem stjórnarandstæðingur. Slík aðstaða skapar engum manni sigur í umræðum cg vekur ekki traust þjóðarinnar á honum eða flokki hans. Eins og ufcanríkisráðherra upplýsti á alþingi sl. : imánudag, er landhelgismálið enn á umræðustigi. Strax og ríkisstjómin hefur séð fyrir endann á viðræðunum og gert sér grein fyrir því, hvernig málið liggur fyrir af Breta háifu, mun hún hafa : þau samráð við alþingi, sem hún hefur lofað. Sieínsfeyptar göiur ! FULLTRÚAR sveiita- og bæjarfélaga sitja á þingi ! í Reykjavífc þessa dagana. Hafa þeir um margt ' að ræða í samtökum sínum, en þó virðist eitt mál i gnæfa yfir önnur. Það er lagning gatna úr varan- legu efni. Er þetta hið mesta nauðsynjamál, því < íslenzk byggð er enn á frumstæðu stigi hvað j gatnagerð snertir. I Það er athyglisvert, að áhugi sveitastjórnar- 1 rnanna beinist nú að steinsteypingu gatna, og ; sýndu framkvæmdir á Akranesi í fyrrahaust vel hina mörgu kosti þeirrar götulagningar. Væri það I mjog ánægjulegt, ef Sementsverksmiðjan gæti ! greitt verulega fyrir þessu máli, landsfólki, bæjar- félögum og verksmiðjunni sjálfri til gagns. Raðstefna um um geimflug UM SÍÐUSTU mánaðamót var haldin ráðstefna í aðal- stöðvnm Evrópuráðsins i Strassbourg um samstarf Evr- ópuríkja um að gera tæki til að koma á loft gervilmöttum í friðsamlegum tilgangi. Ráð- siefnan var haldin að frum- kvæði ríkisstjórna Bretlands og Frakklands. Forseti henn- ar var Thorneycroft, flug- inálaráðherra Breta. Fulltrúar voru frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Hollandi, Belgíu Þýzkalandi, Sviss og Spáni auk brezku og frönsku fulltrúanna, Einnig voru á- heymarfulltrúar frá Austur- ríki, Grikklandi, Tyrklandi og Kanada. Ræddar voru tillögur frá Bretum og Frökkum. Kom fram mikill áhugi á máli þessu, sem rætt var frá sjpnarmiðum stjórnmála, vísinda, tækni og fjármála. í tillögunum er lagt til, að komið verði á fót sér- stakri stofnun, sem hafi það fyrst í stað að markmiði að gerð verði þriggja þrepa eld- flaug, Verði fyrsta þrepið brezka eldflaugin Bláa rákin, ar.nað þrepið frönsk eldflaug, en þriðja þrepið eldflaug gerð í, öðru Evrópuríki. Öll aðildar ríki stofnunarinnar eiga að fá tækifæri til að kynna sér á- rangur rannsókna, sem önnur aðildarríki hafa gert, og að fylgjast með því, sem fram kem ur við rannsóknir á vegum stofnunarinnar sjálfrar á sín- um tíma. 4 ö * | ]; Sameignarféiag L o lefsins. 33 O íslenzkir gagnrýnendur 3; o eru tvímælalaust of hlífi-o x samir. Afleiðing þess verð- < ► 3; ur sú, að lesendum reynist < I J; iðulega erfitt að átta sig á, {3 < ► hvort! bók sé sæmileg eða \ \ o góð að áliti þess, sem kveð- ); O ur upp dóminn hverju 33 sinni. Miðlungsbókirm er <► x svo vel tekið, að gagnrýn- o 3; endur vantar lýsingarorð, 3> ef komið skal á framfæri o þeim stórtíðindum, að af- ;; 3 ► burðarit sé á ferðinni. Von- 3 ► % brigðin, sem af þessu stafa, < ► 33 verða svo tortryggni. fs- <► i J 3 lendingar hætta smám sam 3 ► ° an að taka mark á þeim 33 ♦ gagnrýnanda, sem lofar til- 3 3 33 komulitlar bækur gegnd- ;; 33 arlaust. <► 3 3 Þetta segir Helgi Sæ- < ► 3 3 mundsson í greininni 3 3 „Gagnrýni á gagnrýni“, 33 < ► sem birtist í Vikunni. 33 ♦ 33 O X Hannes á h o r n i n u Eyða í menningarlífi þjóðarinnar. Dreypifórnaraðferð eða hellipgsaðferð. ýV Nýtt Pétursbréf. Kennsla með kvilc- myndum. H. H. SKRIFAR MÉR um tojórinn: „íslendingar eru mikil menningarþjóð og hafa jafnan verið. Þá hefur þeim og reynst auðvelt að tileinka sér ágætustu menningaráhrif erlendra, hvort sem um hefur verið að ræða postulínshunda og glansmynda- menningu danskra assistenta, eða jarm- og jórturmenningu stríðsmanna USA. ÞAÐ ER ÞVÍ að vonum að þeir hafi lengi unað illa menningar- leysi voru í áfengismálunum og vilji ráða þar bót á. Að vísu virð- ist svo sem fræðimenn greini þar nokkuð á 'um beztu leiðir. TIL DÆMIS minnst ég þess, að einn af mikilsvirtustu fræði- mönnum vorum lýsti því í út- varpi er hann og samstarfsmenn hans sætu að léttu sumbþ með nemendum að lokinni önn dags- ins, og taldi slíkt mjög til fyrir- myndar, að mér skildist. Virð- ist hann því hallast að dreypi- fórnaraðferðinni. Annar fræði- maður, ekki síður mikilsvirtur á sínu sviði, hefur lýst yfir þeirri skoðun sinni að menningarleg- ásta aðferð við drukk sé að vera ærlega hífaður stöku sinnum en láta jkyrrt liggja á milli. Hann virðist því mæla með hellings- aðferðinni. MUNDI ÞARNA geta verið merkilegt rannsóknarefni, er nægt gæti til doktorsnafnbótar, ef maðurinn hefði hana ekki fyr ir. Mætti hugsa sér þar mörg hugljúf viðfangsefni, sem til at- hugunar gætu kómið, t. d. hvort menningarlegra væri að æla í an.jlit mönnum, svo sem Egill gerði við Armóð bónda, eða á velour-teppi og i skaut dömu sinnar. NÚ HEFUR þó raunhæft spor verið stigið í þessari menningar- baráttu, þar sem einn af hug- kvæmustu og listrænustu þing- mönnum vorum hefur lagt fram frumvarp um bruggun öls. Að vísu hefur svipað frumvarp ver- ið lagt fram áður, en að sjálf- sögðu dregur það ekki úr hrifn ingu vorri á Pétursbréfi. FRUMVARP ÞETTA, ef að lögum verður, mun verða mik- ill tengiliður í óhugnanlegum eyðum, sem nú eru í drykkju- menningu vorri. Það mun brúa bilið milli lapþunns pilsners, sem menn verða nú að drek’ka við þorsta, af því að Gvendar- brunnur er enn Iþynnra, og eld- sterks fimm verðmiða brenni- víns frá ÁVR sem menn drekka ísér til skemmtunar. Og það mun ^ líka brúa bilið mill mjólkurpel- I ans, sem barnið er að tott'a I vöggu sinni, og glæsilegs vasa- fleigsins, sem æskumaðurinn ber í rassvasanum. En einmitt á þessu aldursskeiði, milli iung- barnsins og æskumannsins, hef- ur verið leiðinda eyða í áfeng- ismenningu vorri, þó einstaka virðuleg fermingarveizla hafli þar kannski lítið eitt bætt úr, eis þaðhefur aðeins verið sem sand- korn á eyðimörku. j EN AÐ sjálfsögðu er þetta að- eins. byrjunarspor, þó það sé allra þakka vert. Nú vantíar okk- ur Áfengismenningarskóla ís- lendinga. Aldurstakmark til skólavistar mætti sennilega vera frá 6—30 ára. Auðvitað yrði þarna fyrst og fremst um verknámsskóla að ræða, en efnl fengju nemendur gegn hæfilegU; og sanngjörnu námsbókargjaldi. NOKKUS MÆTTI ÞÓ auðvií að kenna með fyrirlestrum og kvikmyndum. Mætti i'. d. hugsa sér að þarna væru sýndar mynd- ir, sem teknar væru í veizlum fyrirmanna vorra og höfðingja, þegar hátt ber gleðina, en þá þyrftu þær að vera með tali og tón. Væri það raunar ekki von- um fyrr, sem vér gerðum til- raun til að varðveita þær glæsi- rnyndir, þau gullkorn, sem af vörum falla, og þær dýrlegu ar- íur, sem slíkar veizlur bjóða stundum upp á. ÞÁ MÆTTI LÍKA hugsa sér skyndimyn'dir úr einkalífi, svo sem þegar húsbóndinn kemur heim vel hífaður og sýnir kon- unni og rollingunum hver hús- bóndi er á heimilinu. Margt fleira mæt'ti auðvitað nefna, en hér verður staðar numið, þar sem þetta er aðeins ábending til þeirra, sem stöðugt bera velferð vora fyrir brjósti í þessum sorg- lega vanræktu menningarmál- um?“ l 2 3. febr. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.