Alþýðublaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 8
BÁRÞJÓNAR MEGA HELZT EKKI DREKKA NÝTÍZKULEGAR vín stúkur eða barir, sem hafa algerlega tekið við hlut- verki kráa og knæpa út- íheimta bersýt^i&ga betri barþjóna. Að minnsta kosti er það álit manna í Kan- ada. Jjoseph Small, fyrrver- andi barþjónn, fannst ým- islegt vera ábótavant í framkomu og kunnáttu barþjóna í Kanada. Þess vegna stofnaði hann skóla til þjálfunar barþjóna til þess að þeir stæðust hin- ar auknu kröfur, sem al- menningur gerir til þeirra. Fyrir skömmu tók fyrsti nemandinn próf frá þess- um skóla. Hann hefur gef- ið starfsbræðrum þessar ráðleggingar: Ef spurt er um viðskipta vin í símann á barþjónn aldrei að láta uppi hvort hann er við eða ekki. Það er viðskiptavinurinn, sem á að ákveða það. Barþjónar eiga aldrei að drekka í vinnunni og ættu að hafa áhyggjulaust við- horf til lífsins. Barþjónar ættu að rann saka gaumgæfilega hóf- drykkjumenn — þá, sem vita hvenær þeir hafa feng ið nóg — og dæma aðra samkvæmt því. Lokaorðið um þessa nýju tegund þjónustu kem ur frá skólanum sjálfum. Allir nemendur Small urðu að æfa sig á lituðu vatni. „Fljór og |góð frajmkj’oíma fara ekki saman“, var þeim tjáð. Bjór æ vinsælli SAGT er, að 'vinsældir bjórsins aukizt stöðugt meðal fína fólksins vestra. Áður fyrr þótti því lítt sæmandi að þamba bjór, en nú er það sem sagt kom ið í tízku að gæða sér á þessum svölu veigum. um, sem haldið var vand- lega leyndum, kollvarpaði Fala öllum leynilegum á- formum með því að linna ekki látum fyrr en farið var að ósk hennar um smá- göngutúr. Þegar fólk sá þetta fræga litla dýr í fylgd með illúð- legum náungum úr leyni- þjónustunni, var það á allra vitorði, að forsetinn væri í grenndinni. mWWMMWWWWMWW TOM, þriggja ára hvolp- ur Carolinu litlu Kenne- dy, er síðastur fjölda þekktra dýra, sem búsett hafa verið í Hvíta húsinu. Frá upphafi vega hefur sú venja tíðkast, að forsetum Bandaríkjanna hafa verið færð gæludýr að gjöf — og flestir hafa þeir líka verið miklir dýravinir. Ferfætt dýr og fuglar hafa verið nátengd lífi þeirra í hinu stóra, hvíta húsi. Fyrstu forsetarnir héldu mest upp á veiðihunda og reiðhesta, en nöfn flestra dýra þeirra hafa ekki verið skrásett. Það var ekki fyrr en Theodore Roosevelt og sonur hans Quentin komu sér upp dýragarði, að fólk fór að tala um dýrin í Hvíta húsinu. Quentin þótti vænt um dýr af öllum stærðum og tegundum — stundum svo að föður hans þótti nóg um. Quentin, sem var öll- um stundum í verzlunum í Washington, þar sem seld voru gæludýr, kom einu sinni með fjóra stóra snáka þaðan og sýndi þá föður sín um. Svo illa vildi til, að þsgar Quentin sýndi honum snákana, stóð yfir alvarleg ráðstefna forsetans og þingmanna úr báðum deild- um þjóðþingsins. Quentin setti snákana á borðið, sem þeir sátu við. Fylltust þing mennirnir slíku ofboði og slíkri skelfingu, að þeir ruku upp frá borðinu og út. Ráðstefnan fór þannig al- gerlega út um þúfur og trú lega hefur Quentin fengið bæði föðurlega og forseta- lega ráðningu fyrir vikið. Fyrirrennari Theodore Roosevelts, McKinley, for- seti, þótti einkum gaman af páfagaukum. Þegar vel lá á honum blístraði forsetinn fyrri helminginn af laginu „Yankee Doodle“ og lét páfagaukinn ljúka við það. Warren Gamaliel Hard- ing, sem var forseti um 1920, var haldinn ólækn- andi hundaástríðu og átti auk þess nokkra kalkúna í búri að húsabaki. í forseta- tíð Woodrow Wilsons var sauðfé haft á beit á tún- blettinum við Hvíta húsið. Fyrirrennari hans, William Howard Taft, átti belju, sem hann kallaði Pálínu. Hann fékk því spenvolga mjólk á hverjum morgni. Eitt frægasta gæludýr- ið, sem hefur alið aldur sinn í Hvíta 'húsinu er Scot- tie Fala, sem Franklin D. Roosevelt átti. Öllum þótti vænt um hana nema mönn- um þeim úr Leyniþjónust- unni, sem gættu forsetans. Þeir kölluðu Fala sín á milli „uppljóstrarann.“ Á ferðum FDR á stríðsárun- KJÓLARNIR eiga að styttast, svo að fallegir kvenfætur fái að njóta sín, segir „Nýi Dror“ Parísar. Marc Bohan. Hver skyldi vera ástæðan? Svarið færst á mynd- inni. Á henni sést, að konan hans hefur snotrar fætur. Svo að hann hefur líklega hlustað á ráð hennar. MMMMMMMMMHMMMW Nú blöskrar sænskri! KÖTTURINN hennar Karólínu Kennedy, Tom Kitten. Konan á myndinni heitir Pamela Turnure og er blaða- fulltrúi Kennedys forseta. Kynnti hún Tom fyrir blaða- mönnum á fundi með þeim nýlega. Sænsk kynbomba og kvikmyndadís hefur tekið í hnakkadrambið á kvik- myndaframleiðendum í Hollywood og býsnast yfir afstöðu Ameríkumanna til kynferðismálanna. „Bæði amerískur al- menningur og kvikmynda- framleiðendur hafa óþrosk aða afstöðu til kynferðis- mála,“ segir hún. „Það er of mikil áherzla á þetta lagt í amerískum mynd- um. I Svíþjóð og flestum Evrópulöndum er þetta tekið eins og sjálfsögðum hlut.“ Kvenmaður þessi heitir Gunnel Lindblom og varð fræg kvikmyndaleikkona undir handarjaðri hins víð- fræga Ingmar Bergman. Til Hollywood var hún komin að vekja áhuga á síðustu mynd sinni, sem á ensku nefnist „The ’Virgin Spring“ og að ræða við framleiðendur um nýjar myndir í borg kvikmynd- anna. Hún heldur áfram: „Mannleg nekt þykir engin ósköp heima í Sví- þjóð. Þar þykir mannleg- ur líkami ósköp venjulegt fyrirbrigði. Okkur þykir síður athugavert við að sjá nakinn kvenlíkama á kvik- mynd en hin hræðilegu slagsmál, fantaskap og ruddamennsku, sem iðu- lega má sjá í amerískum kvikmyndum. Enn segir hún: „Hér í Bandaríkjunum er engu líkara en að fólki finnist kvenlegur líkami dónalegur. Þetta held ég að stafi af engu öðru en því, að flestir Bandaríkja- menn eru haldnir „móður- komplex11 — einkum karl- menn. Þeir virðast allir á- líta, að mæður séu hafnar yfir slíka hluti sem kyn- ferðislíf. Þetta er hrein og bein vitleysa, ef svo væri, væru þeir ekki hér á með- al vor. Önnur ástæða fyr- ir þessari bjánalegu af- stöðu til kynferðismála í kvikmyndum eru trúmál- in. Klerkar hér virðast al- mennt vera þeirrar skoð- unar, að kynferðislíf sé eitthvað slæmt.“ Aðspurð um afstöðu 22 milljónir Kínverja. 1700 börn fæðast á hverj um klukkutíma í Kína. A hverju ári fæðast 22 millj. Kínverja. Sérfræðingar reikna með því, að Kín- verjar, sem nú eru um 670 millj. talsins verði um alda mótin næstu, 2000, um 2 milljarðar að tölu. Þá verður þriðjungur mann- kynsins Kínverjar, því að talið er, að íbúar jarðar- innar verði þá 6 milljarð- ir. g 9. febr. 1961 — Alþýðublaðið fólks í Evrópu ti: mála, sagði hún, að búar væru frjáls' það þýddi samt el að siðferði þar vær ra stigi en í Band; um. „Bandaríkin eru árum. Einhvern tím íbúarnir þroskast þeir álíti ekki len kjmferðislíf sé hn vert“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.