Alþýðublaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 5
Á síðasta ári unnu alls 63 öryrkjar í Múlalundi, öryrkjavinnustofu S I B S að Ármúla 16. Af þerm hafa 18 horfið til annarra starfa en 45 vinna þar ennþá. Öryrkjarnir skil- uðu alls 40.678 vinnustund um á árinu og launagreiðsl ur þeirra námu 731.168.00 kr. Vörusalan nam 2.2 millj króna. BÍaðamaður frá Alþýðu hlaðinu skrapp inn í Múla- lund í gær til þess að líta á öryrkjavinnustofurnar. Er nú unnið þarna á tveiin hæðum en þriðja hæðin er óinnréttuð, þar eð fjár- magn skortir til frekari framkvæmda. Framleiðsla öryrkjanna er hin myndar legasta. Eru framleiddar þarna ýmsar vörur úr plasti, svo sem möppur ýmiskonar. sem eru hinar isnyrtilegustu. Á efri Iiæð- inni er saumadeild og eru þar saumaðar ýmsar vör- ur úr plasti, svo sem jakk- ar á drengi, sjóstakkar o. fl. Einnig eru saumuð þarna föt úr öðrum efnum, svo sem kvenbuxur og barnaföt. Er við höfðum litið á framleiðsluna á báðum Iiæðunum var farið upp á þriðju lfteð, sem enn er ó- innréttuð. Er þarna 300 fermetra gólfflötur, hinn ákjósanlegasti fyrir vinnu stofur. Þórðúr Benedikts- son — franikvæmdastjóri S í B S sagði okkur, að það eina, er stæði á til þess að koma þeirri hæð í gagnið væri fjármagn. 80 öryrkj- ar em nú á biðlista og bíða þess að fá vinnu á Múla- Iundi. Margir þeirra hafa beðið mánuðum saman. Á sama tíma bíður þarna mikið húsrými óinnréttað vegna fjárskorts. Er það vissulega sorglegt, að ekki skuli unnt að auka þessa starfsemi þegar í- stað svo geysimikilvæg sem hún er fyrir þjóðfélagið. í vinnu- stofunum þarna fá einstak- lingar með skerta starfs- getu trú á lífið á ný. Þeir finna það, að þeir geta orð- ið þjóðfélaginu til gagns en þurfa ekki að vera því hyrði, aðeins ef rétt verk- efni eru fundin fyrir þá. I rauninni ætti ríkið að borga slíka starfsemi sem þessa. Því mun verða svar- að, að SÍBS fái mikið fé frá borgurunum í gegnurn vöruhappdrætti sitt og það er rétt. En öll hin myndar- lega starfsemi S í B S að Reykjalundi og Múlalundi kosíar gífurlegt fjármagn og happdrættið hrekkur ekki til. Forráðamenn S í B S og stjórn Múlalund ar vinna nú að úívegim fjármagns til þess að geta fullgert' þrrðju liæðina og væntanlega verður þess ekki langt að bíða að hún verði fullgtrð. Formaður stjórnar Múlalundar er Kjartan Guðnason, en verk smiðjustjóri er Jón Tómas- son. Bj. G. Myndir: Efri myndin er af ungri stúlku, sem starf ar við verksmiðjuna Múla lund. Hún er ein af 40 ein- staklingum, sem SIBS hef ur skapað vinnu fyrir á þessari myndarlegu ör- yrkjavinnustofu Neðri myndin er af Jóni Tómas- syni, verksmiðjustjóra. 2,2 millj. Flskver Framhald af 1. síðu. væri hægt að elta ólar við slíkar 1 fullyrðingar, og sýndi síðan : fram á eftirfarandi: -V s. 1. vetri var verð 1. flokks fisks í Noregi 82 aurar kg. Þegar það er borið saman \ ið fiskverð hér, er ekki tek- ið tillit til, að þar er um há- marksverð að ræða en hér með I aiverð. í Noregi eru greiddar verðuppbætur, 5—71 aurar á kg. af 1. f!. fiski. Ef meðaltal uppbótanna, 11 aurar er dreg ið frá, verður útkoman 71 eyr- ir á kg. Þá er þess að gæta, að í Noregi er reiknað með haus- lausum fiski, en hér með haus, og þarf þá enn að draga frá norska verðinu til að réttur samanburður fáist. Kvað ráð- herrann það hafa komið í ljós, að hér ætti verðið að vera um 3,02 kr. til að vera sambæri- legt, en er nú ákveðið 3,11 kr. hæst eða hærra en hámarks- verð 1. flokks fisksd Noregi. Þá vék sjávarútvegsmálaráð- herra að því, að margt væri hag stæðara norskum útvegi, svo sem möguleikarnir á að selja nýjan fisk á heimamarkaði og erlendum. Sá aðstöðumunur hefði átt að gera Norðmönnum hér. Að lokum kvaðst Emil ekki beita sér gegn því, að málíð færi í nefnd, en taldi svo mik- ið upplýst, að við frekari rann- sókn mundi ekki mikið nýtt koma í ljós. Gagnrýndi ráðherr ann. að í framsögu og greinar- gerð tillögunnar hefði verið lát ið undir höfuð leggjast að geta um ýmis atriði, sem miklu skipti, og látið að því liggja, að aðstaða sjávarútvegsins væri svipuð hér og í Noregi. Lúðvík talaði aftur og hélt fast við fyrri skoðun, að fisk- verð í Noregi væri miklu hærrai en hér og mikil þörf á hlut- lausri rannsókn. Sjávarútvegs- málaráðherra kvaðst þá hafa lát ið þá rannsókn fara fram og sýndi hún það, sem áður segir. j frá. Engin ástæða væri til a-3 rengja þá rannsókn, sem m. a. Fiskifélag íslands hefði átt þáít . í, auk upplýsinga beint frá j fyrstu hendi norskra aðila. —• Varðandi þá staðhæfingu LJós., j að fiskverð væri að stórhækka | í Noregi, upplýsti Emil Jóns- | son að síðustu, að kröfurnar í v-æru um 89—95 aura hámarks ; verð, en alls ekki samið um ! neitt ennþá. Skipulagning netaveiða? TILLAGA Birgis Finnsson ar o. fl. mn skipulagning fiskveiða nieð netjum var til umræðu í Sameinuðu alþingi í gær. Urðu talsverðar umræð • ur um málið, en atkvæða- j greiðslu frestað. Benedikt j Gröndal hafði framsög u fyr- ! ir áliti allsherjarnefndar, sem hafði Ieitað umsagnar Fiskifé j lags íslands og fiskmatsráðs. Mæltu þeir aðilar rneð sam- i þykkt tillögunnar og varð alls | herjarnefnd sammála um að j niæla með tillögunni, með j þeirri breytingu. að hún orð- j ist svo: „Alþingi ályktar að fela rík j isstiórninni að undirbúa setn- ir.gu reglna um takmörkun á veiðitíma, veiðarfæranotkun og veiðisvæðum þeirra skipa, er fiskveið'ax- stunda með netj- um. Við þann undirbúning verðj haft samráð við' fisk- matsráð, Fiskifélag íslands, fiskideild atvinnudeildar há- skólans og samtök xitvegs- manna o.ff sjómanna. Ef í ljós kemur, að lagasetningar þurfi um þetta efni, verði frum- I varp þar að lútandi lagt fyrir alþingic‘. Birgir Finnsson þakaði f, h. j flutningsmanna nefndinni fyr j ir afgreiðslu málsins, 'én síðan j tóku til máls Guðlaugur Gísla- | son (tvisvar), Birgir aftur, Jón Árnason og Skúii Guðmunds- ■ ! son. Taldi Guðlaugur einkura annmarka á framkvæmd eftir- lits, ef á fót yrði komið, en Skúli lagði höfuðáherziu á fiskmat, Annars voru allir ræíumenn samm'ála um, að hér væri miklu yandamáli hreyft Og úrbóta þorf, því að vöruvöndun væri aðalatriði malsins. Atkvæðagreiðslu v’ar frestað, eins og fyrr segir. 1 LEII) mistök urðu í blað- fj # inu í gær í fyrirsögn og ? myndatexta við grein um áburðarverksniiðjuna í Gufunesi. Var sagt að þar hafi verið framleiddur á- bmður í 10 ár, en hann hefur aðeins verið fram- leiddur þar í 7 ár, eins og fram kemur í greininni. Það eru hins vegar 10 ár liðin frá stofnun verk- smiðjunnar. r Alþýðublaðið — 9. febr. 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.