Alþýðublaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 10
Ritstjóri: Ö r n E i ð s s o n. '( Aðalfundur Ægis: Torfi Tómasson kosinn formaður EM í skautahlaupi: Yfirburðarsigur V. Kositsjkins AÐALFUNDUR Sundfélags ins Ægis var haldinn 2. febr. sl. að Grundarstíg 2. Fráfar- andi formaður félagsins Torfi Tómasson, setti fundinn og til- nefndi Þórð Guðmundsson sem fundarstjóra, og var það samþykkt einróma. Torfi Tómasson lagði fram lagabreytingar stjórnarinnar og voru þær samþykktar mót- atkvæðalaust. Er það helzt, að skipting félagsins í sund- og sundknattleiksdeild er lögð niður, en aðalstjórnin verður skipuð fimm mönnum. Einnig voru gerðar breytingar á árs- gjöldum félagsins. Gjaldkeri, Theódór Guð- mundsson, lagði fram endur- skoðaða reikninga. Þeir voru samþykktir. Formaður var kjörinn Torfi 'J'ómasson með lófataki. Með honum í stjórn eru: Theódór Guðmundsson, Guðjón Sigur- bjornsson, Gunnar Júlíusson . og Sig. Guðmundsson. Til vara eru Guðm. Harðarson og Helgi Sigurðsson. Fastafulltrúi Ægis hjá ÍBR var kosinn Jón Ingimarsson, en hjá SRR Þröstur Jónsson. í haust var ráðinn nýr þjálf HMMMMMMMWVHMMMMIM ari til félagsins, Örn Ingólfs- son. Æfingar hafa verið vel sóttar og unglingarnir sýnt ’ lofsverðar framfarir. Austur-þýzki skíðastökkvar- rnn Helmut Recknagel hefur verið óheppinn upp á síðkast- ið í keppni í Inselberg-stökk- brautinni, en bar í grennd er heimabær stiikkvarans Lesser, féll hann. Lesser sigraði í keppn inni — stökk 75,5 og 74 metra. Löve til Kaupmanna- hafnar Hinn kunni kringlukast arr Þorsteinn Löve, mun nú vera á förum til Dan- merkur, nánar tiltekið Kaupmannahafnar. Hann hefur fengið atvinnu hjá Burmeister & Wain og hyggst æfa kringlukast hjá félaginu Gullfoss. Það er erít þekktasta félag borgarinnar og meðal fé- laga í því er hinn frægi hlaupari — Thyge Thö- gersen. FRÁ ENSKRI KNATTSPYRNU Nordstrand og Grefsen meístarar Félagið Norðstrand varð norskur meiistari í hand- knattleik karla innanhúss, sigraði Grönland með 21: 17. Grefsen sigraði Frigg í kvennaflokki með 9:6 í mjög góðum Ieik. Grefsen kom hingað fyrir nokkr- um árum og sýndi góða leiki. í liði Grefsen var Grete Evjenth langþczt, en Tutta Danielsen og Björg Berge sýndu einn- ig ágætan Ieik. í liði Nord strand var mprkvörður- inn Kai Killerud beztur. Aston Villa keypti markvörð inn Geoff Sidebottom frá Wolves á laugardaginn og greiddi fyrir hann sem svarar til ca. 1.600.000.00 ísl. kr. Heyrst hc.fur að Jhann verð)i jafnvel í markinu gegn Totten- ham í bikarkeppninni. Nigel Sims, sem verið hefur í markt A. Villa var einnig keyptur frá Wolves, en þeir leyfa venjulega þeim leikmönnum að fara til annarra félaga sem þess óska. ★ Arsenal verzlaði einnig á laugardaginn, þeir keyptu leik- •nanninn Griffithfc frá 4„ deild- arliðinu Wrexham og greiddu scm svarar til 1 millj. og 280 hús. ísl. kr. Griffiths er mjög ’ágvaxinn, aðeins 1,57. Sagt er nð hann sé lágvaxnalsti leikmað urinn, sem fengið hefur samn- ’ng í enskri knattspyrnu. ★ í aukalcik Huddcrsfield og Barnsley í ensku bikarkeppn- inni sl. mánudag, sigraði Barns ley með 1:0. Barnsley mætir því.Luton í fimmtu umferð 18. febr. ¥ Leikir þeir sem Tottenham hefur tekið þátt í sl. tvö keppn- ilstímabil hafa gefið í aðgangs- eyrir sem svarar til 18 millj. og 660 þús. ísl kr„ Fastlega má gera ráð fyrir að Tottenham taki þátt í Evrópubikarkeppn- inni næst og það þýðir 6 millj. og 400 þús. kr. tekjur. Alls mun félagið hafa átt um 27 milljón króna innstæðu í bankanum í byrjun yfirstandandi keppnis- tímabils og nú hefur Totten- ham fengið nafnið „Bank of England“. Halberg sigraði Wellington, 8. febr. (NTB—REUTER). Mu-rraý Halþerg, plympíu- meistari í 5 km. hlaupi sigraði í míluhlaupi á frjálsíþrótta- móti í dag, tími hans var 4.04,2 mín. Annar varð Bandaríkja- maðurinn Dyrol Burleson á tímanum 4.04,8 mín. Þetta er fyrsta tap Burlesons síðan hann hóf keppni á Nýja-Sjá- landi fyrir þrem vikum. Hann hefur m. a. sigrað Halberg þrí- vegis í míluhlaupi undanfarið. í 800 m. hlaupinu urðu úrslit þau, að Peter Snell sigraði á 1.52,4 mín., en Moens varð ann ar á 1.52,9 mín. SIGUR RÚSSANS Kositsj- kins á Evrópumeistaramótinu í Helsingfors kom ekki á óvart, ekki einu sinni yfirburðir hans. Knut Johannesen er ekki í eins góðri æfingu og í fyrra og varð fimmti, rétt á undan Svíanum Karenuis, en Svíar stóðu sig bezt Norðurlandabúa að þessu j sinni„ Það kom aftur á móti mjög á óvai t, að Hollendingurinn Henk van der Grifft skyldi verða annar í samanlögðu. Annars hafa Hollendngar átt og eiga mjög snjalla skautahlaupara, sem aðallega æfa og keppa í Noregi. Hvernig væri það að okkar beztu skautamenn reyndu að íá sér atvinnu í Nor- egi eins og eitt ár og notuðu auðvitað frístundirnar til æf- inga og keppni? Frakkinn Kou- prianoíf varð þriðji og það kom ekki svo mjög á óvart, hann varð annar í fyrra. Sigur hans í 1500 m var vel þeginn af flest- um áhorfendum, en það var eina greinin, sem Rússar voru ekki í fyrsta sæti. Úrslit í 1500 m, 10 km og samanlagt (í þriðjudagsblaði komu 500 og 5000 m): 1500 METRAR: 1. Kouprianoff, Frakkl 2,18,8 2. Kositsjkin, Rússl. 2,19,9 3. v. d. Grifft, HoIIand 2,20,3 4. Nilsson, Svíþjóð 2,21,1 5. Gontsjarenko, Rússl. og Karenus, Svíþ. báðir 2,21,6 7. Kotov, Rússland 2,22,0 8. Brogren, Svíþjóð 2,22,0 9. Grisjin, Rússland 2,22,1 10. Johonnesen, Noreg 2,22,3 11. Jokinen, Finnland 2,23,0 12. Stenin, Rú sl. og Aaness, Noreg, báðir 2,23,2 14. Bettum og Seiersten, Noreg, báðir 2,23,6 10.000 METRAR: 1. Kositsjkin 17,11,3, 2. Nils- son 17,30,1, 3„ Johannesen 17.31.1, 4. Kouprianoff 17,32,7, 5. Maier 17,35,1, 6. Liebrechts 17,35,9, 7. v. d. Grifft 17,36,9, 8, Karenus og Stenin 17,39,3, 10. Seiersten 17.47,8, 11. Gont- sjarenko 17,51-2, 12. Giois 17.56.2, 13. Aaness 18,03,9, 14. Bettum 18 06 6, 15. Brogren 18.18.2, 16„ Backman 18,20,8. SAMANLAGT: 1. og Evrópumeistari, Ko- sitsjkin. Rúsrland 193.238 2. v. d. Grifft Holland 194,812 3. Kouprianoff, Frakk 195,152 4. Nilsson, Svíþíóð 195,970 5. Johannesen. Noregi 196,338 6. Karenus. Svíhióð 196,345 7. Stenin. Rú'sl, 196,868 8. Gontsjarenko, Rúss 197,980 9. Seiersten, Noregi 198,837 10. Liebrechts. Holl. 199,288 11. Aaness. Noregi 199,728 12. Maier, Noregi 200,175 13. Bettum, Noregi 200,197 14. Gios, Ítalíu 200,527 15. Brogren. Sv^bióð 201,273 16. Backman, Svíþjóð 205,507 Kositsjkin, Evrópumeistari í skautahlaupi 1961. 10 9. febr. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.