Alþýðublaðið - 09.02.1961, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 09.02.1961, Qupperneq 13
íkt land af olíu og járni Bréf um bjórinn Herra ritstjóri! Vinsamlegast langar mig til að biðja yður fyrir nokkrar línur út af ölfrumvarpinu, sem nú liggur fyrir þinginu. Verður það að lögum, spyrja menn, vonandi, segir einn, hvað ætti að vera því til fyr- irstöðu? Það vantar peninga í ríkis- kassann segir annar, það vita allir landsmenn. En mætti ekki afla þeirra með öðrum ■ bætti? Nú, svo er það spursmál hver kemur til með að drekka mjöðina, því tæplega ætla flutningsmenn sjálfir að inn- byrða sopann. Auðvitað er ætlunin að selja bjórinn úr landi, mér ' skilst það vaki fyrir flutn- ingsmönnum. Hvar er þá mark aður? Ekki hjá frændum okkar Norðmönnum, þeir geta ekki selt sinn bjór, ekki einu sinni fvrir glerinu, sem þeir verða að flytja inn. Þá eru það Danir, sem vilja losna við margfalt meira magn en þeir geta komið úr landi, þó ná sambönd Dana til all- margra landa. Kannske Englendingar fá- ist til að kaupa af okkur bjór ef við látum landgrunnið í staðinn. En ætli það endi ekki með því að við megum sjálf drekka • okkar bjór. Þá er uppfyllt sú eyða í áfengismálum olckar sem bjórdýrkenaur tala svo mikið um. Hófleg áfengis- neyzla, þá er allt fengið, hver sjálfum sér nógur, allt er það -----------:------------< Aðalfundur Ferðafélags Keflavíkur AÐALFUNDUR Ferðafélags Keflavíkur var haldinn 5. febrúar sl. Hafsteinn Magnús- son, formaður félagsins, fluttr skýrslu stjórnarinnar. Starf- semi félagsins var blómleg á árinu. Á vegum félagsins var hald- in ein kvöldvaka og 6 ferðrr farnar með samtals 150 þátt- takendum. Félagatalan jókst um 20 á árinu og eru nú í F. K. 100 meðlimir. Gengið var til stjórnarkosn- inga og baðst formaður, vara- formaður og gjaldkerr undan endurkosningu. Stjói'n félagsins skipa nú: Guðmundur Jóhannesson, for- maður, Hafsteinn Guðmunds- son, varaformaður, Hihnar Jónsson, ritari Guðríður Magn- úsdóttir, gjaldkeri, og Guð- björg Brynjólfsdóttir, með- stjórnandi. gott og blessað svo langt sém það nær. Allir geta fengið það sem þeir girnast, líka blessaðir ung lingarnir. En flutningsmaður spyr: Væri ekki rétt að heimta eft- irlit með unglingunum, þegar í hlut eiga óþroskaðir ung- lingar? Einhver ónotagrunur læðist að ræðumanni, því hann seg- ir: Æskufólk ætti samt að ganga undir áfengisheit á með an það er í skóla, með full- tingi samfélags og foreldra. Blessaður maðurinn heldur kannske að það sé betra. Það stangast ótuktarlega á í fullyrðingum bakkusardýrk- enda, í öðru orðinu t-æta þeir bindindissamtökin í landinu í sundur, sem alls ills séu váld andi. Mennirnir ekki nógu frjálsir til að fara sér ög sín- um að voða, ekki varðar aðra um hvað þeir gera. En hversvegna þarf þá lög- gæzlu og barnavernd, og tugt- hús, svo eitthvað sé nefnt? Er það til að verja þá fyfir sjálfum sér? Á bannárunum tæmdist fangahúsið í Reýkjavík og lög- regluþjónar fengu frí, ogheim ilin urðu þau helgu vé sem þau eiga í raun og veru að vera. Húsfaðirinn kom þreytt- ur heim frá vinnu, seint eftir ástæðum. Konan gat sofið ró- leg við hlið barnanna, þótt faðirinn væri við einhver störf frameftir. En hvernig eru alltof mörg heimilin nú til dags? Minnsta kosti ekki sá griða- staður sem þau eiga að vera, og verða að vera, til þess að þau beri blessunarríkan ávöxt í uppeldi barnanna. Þessir litlu sakleysingjar gjalda glópsku foreldra og þjóðfélags hátta, en eru þó aðeins; sak- lausir allsleysingjar, Jcomnir upp á það þióðfélag, sem þeir eru sprottnir úr. Það er sorglegt að hlusta á greinda menn koma með ann- an eins þvætting fram fyrir þjóðina, að drykkjuskapur minnki eftir því sem meira er drukkið. eða mjöðin þynnt. Léttu vínin levsi af hólmi sterku vínin, minna verði drukkið af þeim. Hvernig dettur nokkrum manni í hug að maður sem er búinn að drékka nokkra bjóra langi ekki í eitthvað sterkara? Nú vex honum hugur og allir vegir eru honum færdr, jafnvel síðasti aurinn fer, og allt er í lagi! Hvernig er svo morgundagurinn? Konan þarf að fá peninga fyrir nauðþurft- um, hvert fóru peningarnir, sem ætlaðir voru til heimilis- ins? Jú, þeir hurfu vegna þess að byrjunin var einn bjór, svo tveir, og skriðan sett af stað. Þið, sem viljið sterkan bjór í viðbót við það, sem fyrir er af áfengi og eiturlyfjum, skul- ■uð gera upp við ykkur hver ábyrgð hvílir á þeim sem sam- iþykkja frumvarpið. Hvað segja skýrslur lækna? Þær segja að áfengur bjór geti gert menn að áfengissjúklingum. Enginn þorir að rengja lækna skýrslurnar. Það er enginn öfundsverð- ur að verja gjörðir Bakkus- ar, svo blóði drifin sem slóð hans er um víða veröld, fingra för hans eru auðþekkt fórnar- lambinu. Það er sjálfsagt rannsókn- arefni að nokkur skuli fást til að verja gjörðir hans. Fyrst breytir hann manninum í j flón og síðan í fífl, og stund- um í hættulegt fífl. En mennirnir eru smá- skrýtnir, og það erum við víst öll. Þeir sem horfa í gegnum sín krónugleraugu, þeim líður flestum vel, en það er aðeins í augnablikinu. Margir hverj- ir sitja í upphituðum skrif- stofurn og láta sér líða vel, fæstir þessara manna hafa nokkumtíma haft fyrir iþví að skyggnast lengra inn í líf með borgaranna, en sem hinn þröngi vettvangur þeirra hef- ur gefið þeim tilefni til. Hversvegna gera menn sér að skyldu að ráðast á það fólk sem hefur gengizt undir merki góðtemplarareglunnar, þegar þessi mál koma á dagskrá hjá þjóðinni? Það gladdi mig því þegar ég las grein í Alþýðublaðinu eft- ir Óskar Jónsson útgerðar- I mann í Hafnarfirði, sem geng- ur fram fyrir skjöldu til að verja gjörðir góðtemplararegl- unnar. Þegar ég las þessa grein fannst mér eins og sól- in brytist fram úr skýja- þykkni, eftir stóra regnskúr. í áratugi man ég ekki eftir því að utanreglumaður hafi tekið málstað reglunnar, eða þeirra manna sem hafa verið að berjast fyrir regluna. Ég hef því miður ekki farið var- hluta af því, ég hef legið svo vel við höggi vegna starfs míns. Afleiðingar Bakkusar hafa oft verið á vegi mínum í hátt í hálfa öld, sem ég hef gengið um Hafnarfjarðargötur, jafnt á nóttu sem degi, því það voru ekki alltaf bílar í Hafnarfirði, og því síður götuljós. Þó maður tali ekki um þakk læti, þá vonast maður eftir að sleppa nokkurn veginn heil- skinnaður frá. Hvað heldur áhuga mínum við, er trúin á því að reglan eigi eftir að sigra, þrátt fyrir þann öldudal, sem hún er nú 200 km. leið gegnum frum- skóginn og langt inn í land Framh. á 14. síðu. Carracas (IP). — Venezue- la er eitt af mestu olíulönd- um heims, og því eitt af auð- ugustu löndum Vesturálfu. Nafnið litlu Feneyjar, eins og nafn landsins raunveru- lega þýðir, gáfu Spánverjar landinu er Kolumbus kom þangað í þriðju ferð sinni vestur um haf. Þótti þeim landið líkjast Feneyjum, því að íbúar þar við Maracaíbó vatnið byggðu hús sín á stólp um úti í vatninu. Allt til 1810 var landið spönsk nýlenda, en þá hlaut það sjálfstæði og var Símon Bolívar fremstur i sjálfstæð- isbaráttu þess. Það var þó ekki fyrr en um 1920 að ’Ve- nezuela fékk þá þýðingu sem það 'hefur í dag. Þá fundust olíulindirnar, sem veittu inn í landið feikilegum auðæf- um. Olían er tekin úr um 18 þús. borholum úti í Maraca- iboflóanum, á hásteppunni, með ánni Orinoco, og í frum- skóginum í austur hluta Ve- nezuela. Úr þessum holum renna hvorki meira né minna en 140 milljón tonna á ári, sem gerir Venezuela að öðru mesta olíulandi heims. Nýlega varð þar annar dýr- mætur fundur náttúruauð- æfa. Inni í landinu, þar sem enginn maður hafði stigið fæti sínum þar til á allra síð ustu árum, fannst feikna- Ég var einn þeirra lánsömu að hreppa íbúð í bæjarhúsun- um svonefndu við Bústaða- veg. Eitt þeirra skilyrða, sem sett voru fyrir því að komast inn í þessi hús, var að eiga minnst 4 börn og held ég að Bæjarráð hafi dyggilega hald- ið þá reglu. Regla þessi þýddi svo ó- hjákvæmilega, að á þessu svæði — Réttarholts- og Bú- staðahverfi er samankominn sérstaklega stór barnahópur miðað við önnur bygginga- svæði bæjarins. Við, foreldrar þessa hóps, höfum sem aðrir, áhyggjur af líkamlegri og andlegri vel- ferð þessara ungu íslendinga. Ein er þó höfuðáhyggja okkar — en hún er hvernig forða megi þessum hóp frá stórslys- um eða jafnvel dauða, vegna síaukinnar ágengrji tjlaum- ferðar, sérstaklega um Bú- magn af járngrýti, hið mesta sem til þessa hefur fundizt nokkurs staðar á jörðunni. Þar á framvegis að vinna um 30 milljón tonn á ári og mun mikill hluti þess líklega fara til Evrópu. En fyrst í stað þurfa 'Venezuelabúar á því að halda sjálfir. Þarna inni í landinu við jaðar frumskóg- arins hafa menn byggt risa- stóra járnbrennslu, sem smíðar pípurnar sem olíu framleiðslan þarf á að halda. Auk þessara ævintýralegu náttúruauðæfa eru víðáttu- miklar ekrur í landinu þar sem mikið er ræktað af kaffi. Hvað þessum nærri tak- markalausu möguleikum við- kemur, þá stendur landið Bandaríkjj unum hlutfallslega framar, ef þessi auðæfi eru nýtt til fulls. En einn galli er hér á vel- meguninni. Dýrtíð er óvíða meiri en þar. Fyrir sjö árum kostaði einn fermetri lands í nágrenni höfuðborgarinnar Caracas hálfan annan dal, en nú kostar hann 80—90 dali. Flugvöllur borgarinnar er einn mest notaði flugvölluf heims og hvarvetna í landinu er unnið að vega og jámbraut arlagningu yfir steppumar og inn í myrkiþ’ ^rumþkógay- ins. Eftir Orinoco ánni sigla nú stór flutningaskip um Framh. á 14. síðu , staðaveginn. — Þessi gata virð ist í hraðvaxandi mæli nálg- ast það að verða kappaksturs- braut taugatruflaðra ökuníð- inga, sem aka jafnt rúmhelga og sérstaklega helga daga á tvö eða þreföldum hámarks- hraða (innanbæjar). Vilja nú ekki umferðaryf- irvöldin athuga aðstæður okk ar hér, áður en citthvert stór- slysið hefur átt sér stað. Þess- um orðum mínum beini ég til lögreglunnar og umferðanefnd ar. Lögregluþjónar mættu sjást hér oftar, auk þess sem merkja mætti upp aðal hættu- svæðin, sem ég vona að allir geti verið okkur sammála um að séu hér fyrir hendi. Gerum það sem mögulegt er, áður en það hefur skeð sem ekki verður bætt. Bæjarhúsaíbúi. Bærinn og börnin á Bústaðaveginum Alþýðublaðið — 9. föbr. 1961 J3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.