Alþýðublaðið - 09.02.1961, Page 11

Alþýðublaðið - 09.02.1961, Page 11
Benedikt Jakohsson: Mörg ný and- iif á æfingum ÞAD styttist óðum í tíma sumaríþrótta og þar sem okkur leikur dálítil forvitni á að vita hvernig frjáls- þróttamenn hafa æfj í vetur, hringdum við í Bene- dikt Jakobsson þjálfara KR-inga og spurðum hann frétta. Mér er óhætt að fullyrða, að áhuginn er óvenju- mikill. Mörg ny andlit hafa sezt á sefingunum í vet- ur, en það er eins og áður, enginn veit hvað margir af piltunum halda áfram. Framtíðin sker úr um það. Þeir, sem voru í landsliðinu í fyrra, hafa ekki sýnt nægilega mikinn áhuga, en sumir þeirra eru nú að hefja æfingar. Kastararnir hafa æft 'sáralítið, en lilaupararnir ágætlega. Áhugi kastara virðist vera að vakna, enda ekki seinna vænna. Ef litið er yfir heildina, má segja að ástandið sé gott og ég vona, að frjálsíþróttamenn okk ar verði færir um að standa sig sómasamlega á þeim mörgum mótum, sem framundan eru í sumar. KR-ingar æfa í íþróttahúsi Háskólans á mánudögum og föstudögum kl. 8,30, þá eru þrekæfingar. Á mið- vikudögum eru tækniæfingar kl. G. Síðar heyrum við álit Ármenninga og ÍR-inga. Þórður B. Sigurðsson, methafi í sleggjukasti. SVISSLAND, LAND ANNft 1 SVISS er fremur lítið land meira en helmingi minna en ísland, en hefur þó um 5 mill- jónir íbúa. Þar sem víðast annars staðar vex samt íbúa fjöldinn sérstaklega er vöxt ur borganna ör, of mikill að áliti Svisslendmga. íbúar Zurich voru t. d. um 427 þús. 1957 en eru nú nærri 500 þús. Flóttinn úr sveitunum er líka mikill, Óvíða eru samgöngur í jafngóðu ástandi og í Sviss. Þar er þéttriðið járnbrautar net Og er nú lokið við að taka allar eimlestir úr notk un og eingöngu notaðar raf * magnslestir. Þar að auki aka áætlunarbílar um landið þvert og endilangt og eru reknir af ríkinu. Það er því mjög gott að ferðast um Sviss, þótt landið sé alls ekki auðvelt yfirferðar af náttúrunnar hendi vegna stórra fjallgarða. Maður þarf ekki að vera lengi í landinu, til að verða var við að þar eru töluð mörg tungumál, alls fjögur talsins. Sé búið á hóteli veit maður aldrei hvórt mað ur verður vakinn á þýzku, frönsku eða ítölsku eða jafn vel reto-rómönsku. Lang flestir tala þó þýzku eða 72 %. frönsku 21%, ítölsku 6% en reto-rómönsku aðeins 1%. Þrjú aðalmálin er jafn rétthá og ei’u t. d. notuð jöfnum höndum í þinginu. Leggi þingmaður fram fyrir spurn á þýzku getur Kann átt von á að henni sé svarað ítölsku, svo eitt dæmi sé tek ið. Til eru bæir þar fcem ann ar helmingur íbúanna talar þýzku en hinn frönsku. í Sviss er líka fjöldi manna sem talar öll þrjú tungumál in, enda er lögð xnikil á- herzla á það í skólum lands ins. Skólakerfið er í góðu lagi. Er skólaskylda í 7 til 9 ár, og náminu hagað á svipaðan hátt og á Norður löndum. í Siss eru hvorki meira né minna en sjö há- skólar og er tækniháskólinn í Zurick þeirra frægastur með á fjórða þúsund stúd- enta, þar á meðal töluverð an hóp erlendra stúdenta. Svisslendingar héldu uppi hlutleysisstefnu í síðustu tveim heimstyrjöldum og halda þeirri stefnu enn í ör yggisskyni halda þeir öflug axi her og kosta mikið til hans. Þar er alnaenn her- skylda. Þegar lokið er þeirri skylduþjálfun sem ungir menn fá, verða þeir þó að koma til þjálfunar á nokkurra ára fresti, — Mun Sviss vera eina landið sem hefur þann siþ á friðar tímum. Það þykir líka ein kennilegt, að allir þeir sem eru herskyldir (frá 20—48 ára) geyma vopn sín og út búnað heima hjá sér, t.d. rifil, kúlui’, einkennisbúning og jafnvel jeppabíla. Tímabilið milli heimsstyrj aldanna var hættulegt fyrir Svisslendinga. — Óttuðust menn áhrif nazismans með al þýzkumælandi manna cg fasismans meðal þeii’ra sera ítölsku töluðu. Þá var stoín aður félagsskapur að nafni ,.Pro Helvetia“, til að styrkja innbyrðis einingu Svisslend- inga og auka föðurlandsást þeirra. Þótt töluð séu fjögur tungumál í Sviss hefur það ekki á neinn hátt orðið tfl sundrungar eins og ætla mætti. Tilfinning Svlsslend- inga fyrir föðui’landi sínxi virðist tngu minni þótt íbú arnir tali mörg tungumal. Vilhjálmur Þórhallsson for- mabur Fulltrúaréðs Al- þýðuflokksins í Kefiavík AÐALFUNDUR Fulltrúa- ráðs Alþýðuflokksins í»Kefla- vík var haldinn síðastliðið dagskvöld að Vík. Fráfarandi fox-maður, Hafsteinn Guð- mundsson, gaf skýrslu um starf ið á liðnu starfsárr, sem verið hefur með ágætum. Fulltrúaráðið hélt fundi reglulega fyrsta mánudag í hverjum mánuði. Þar var rætt um bæjarmál fyrst og fremst, svo og ýmis flokksmál. Full- trúaráðið beitti sér fyrir útgáfu Röðuls, blaðs Alþýðuflokks- manna í Keflavík, er komið hefur út mánaðarlega í vetur. Þá sá fulltrúaráðið um árshá- tíð Alþýðuflokksfélaganna í nóvember sl. og margt fleira. Hafsteinn Guðmundsson, — sem verið hefur formaður full- trúaráðsins síðan það var end- urvakið árið 1958, baðst ein- Vilhjálmur Þórhallsson dregið undan endurkjöri, cg voru honum þökkuð mikil cg góð störf í þágu flokksins. — Formaður Fulltrúaráðs Alþýðji' flokksins í Keflavík var kjoi’- inn Vilhjálmur Þórhallss.op, en aðrir í stjórn: Sigríður >-'30- hannsdóttir, gjaldkeri, og Björgvin Árnason, ritari, I varastjórn voru kosin; Ólafur Bjöi’nsson, Margrét Einarsdótt- ir og Karl St. Guðnason. Endur skoðendur voru kjörnir: Jón Tómasson og Ásgeir Einarsson, Að loknum Aðalfundarstörf- um var rætt um fjárhagsáætl- un Keflavíkurkaupstaðar fyrir árið 1961. Fimm bátar róa nú frá Grafarnesi Grafarnesi í gær. HÉÐAN róa nú fimm bát- ar, en afli þeirra er fremur tregur, 4—8'a tonn. Tveir bát ar búa sig nú undir að fara á net er netaveiðin. hefst. Fisk urinn af bátunum er frystur og sáltaður. Tíðarfar hefur verið mjög gott það sem af er vetrinum, og hafa því gæftir verið góð- ar. Vegurinn hingað hefur ekk ert teppzt í aflan vétur, og má það tíðindum sæta. — S.H. Alþýðublaðið — 9. febr. 1961 J J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.