Alþýðublaðið - 09.02.1961, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 09.02.1961, Qupperneq 3
elgir gera ífið úr SÞ Brussel og LeopoldviIIe, 2. febr. (NTB—AFP). BELGISKI utanríkisrláð- herrann Pierre Wigny sagði í utanríkismálanefnd belgiska þingsins í dag, að stjórn hans gæti ekki verið samþykkt til lógu Bandaríkjastjórnar um að heim skuli fara allir belg iskir stjórnmálaráðgjafar í Kongó. Jafnframt vék Wigny að því, að SÞ ætt'i í erfiðleik U1T| með að koma nokkrum bótum til leiðar í Kong. Sagði hann, að menn skyldu varast að bera of mikið traust tij SI» í framtíðinni. . Wigny lagði áherzlu á, að Kongcmenn isjláLfir væru andvígir a'fvopnun herja sinna og hann spurði hvernig öðr- um Afríkuþjóðum þætti, ef út kæmi tilskipun frá SÞ um afvopnun herja þeirra. Sagði ráðherrann að SÞ stefndi að því að gerast nýtt nýlendu- veldi. í Elizabethville var Ts- A. S. I. safnar EINS og áður hefur verið skýrt frá hefur miðstjórn Al- þýðusambands íslands ákveðið að gangast fyrir söfnun til styrktar verkalýðsfélögunum, vegna launadeilna þeirra, sem nú standa yfir og fram- undan eru. Miðstjórnin hefur kosið eftirtalda menn í fjár- söfnunarnefnd: Snorra Jóns- son, Sveinn Gamalíelsson, Tryggva Emilsson, Jónu Guð- jónssdóttur og Þorstein Pét- ursson. Fjársöfnun er þegar hafin og hafa söfnunargögn þegar verið stend öllum verkalýðsfé lögum innan Alþýðusambands Íslands 0g fleiri samtökum. — FjárSöfnunarnefndin leggur áherzlu á, að framlöo- berist sem allra fvrst, svo hægt sé að veita verkalýðsfélögunum í Vestmannaevium, sem þegar hafa lagt niður vinnu, virka aðstoð. Öll verkailýðsfélög innn Al- þýðusam'bands íslands munu veita fjárframlögum móttöku. Fjársöfnunarnefndin. hombe hylltur af manngrúa er !hann flutti þar ræðu. Tshombe réðizt hart að Hammarskjöld aðalritara SÞ fyrir tillögu 'hans í Öryggisráðinu um að af- vopna Kongöherina og jafn- framt réðizt hann að Banda- ríkjunum fyrir áætlun þeirra um lausn Kongómálsins. Var hann sfóryrtur og hótaði al- mennum vígbúnaði ef reynt yrði að framkvæma hana. WWMMWWMMMM*WHWM*W Bonn, 8 febrúar. (NTB—REUTER). Ábyrgir fulltrtiar V.þýzku stjórnarrnnar létu í dag í ljós óánægju sína með afstöðu Bandaríkjanna til tilboðs stjórnarinnar. Opinber tals- maður hennar neitaði, að tjá sig um málið "Washington, 8. febrúar. Sænsk damá brýtur lög i Suður Afríku Stokkhólmi, 8. febr. (NtB) Franska fréttastofan AFP skýrðr frá því í kvöld,! að sænska ungfrúin Sara Lidmann hefði verið hand- tekin á föstudaginn var í Jóliannesborg í S-Afríku. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var hún handtekin fyrrr að brjóta það ákvæði hegningarlag- anna er bannar líkamleg- ar samfarir hvítra manna og svartra. Ungfrúin var látin laus á laugardag gegn tryggingu og kemur fljótlega fyrir rétt — Sænska utanríkrsráðu- neytið tilkynnir, að ung- frúin sé nú í íbúð sinni í Jóhannesarborg. WWMWnwWMWMMWWW (NTB—REUTER) Stjórn Bandaríkjanna hefur enn ekki ákveðrð hvort hún vill að ráðherrafundur NATO í Oslo í maí verði setinn þjóð- höfðingjum NATO-landanna eða ekki, sagði Kennedy forseti á blaðamannafundinum í dag. Hann kvað NATO sterkasta bandamann Bandaríkjanna og þau óskuðu eftrr að það við- héldi hernaðarlegum styrk sín um í Evrópu. Kennedy kvað Dean Ache- son, fyrrv. utanríkisráðherra IJSA og Thomas Finletter vera nú Dean Rusk utanríkisráð- herra til aðstoðar við athugun á stefnu USA gagnvart NATO. Kennedy kvað einnig sambúð þjóðar sinnar og Sovétríkjanna verða til umræðu á fundi í Hvíta húsinu á laugardag, en hann mun sitja, auk forsetans, þeir Rusk utanríkisráðherra, Thompson ambassador í Mosk*- vu, og tveir fyrrverandi sendi- herrar í Moskvu, Charles og Georga Kennan Kennedy kvað hermálaráðu- neytið miða allar sínar áætlan- ir vrð varnir einar, .enda væri landið ekki í árásarhug. Yrði vdpnabúnaður allur (rr^ðaður, við það. Forsetinn kvaðst álíta, að Bandaríkjanne biðu mjög erfið aðstaða í utanríkismál- unum á næstu árum. „Sérhver er lítur á heimsmálin í dag sér greinilega hinn síaukna mátt járntjaldslandanna og stríðs- læti Komma-Kína“ Um geimferðakapphlaupið sagði forsetinn, að Bandaríkin myndu ekki senda mannað geimfar á loft fyrr en tryggt væri að áhöfn þess kæmist lif- andi til jarðar. Ekki kvaðst hann vita til þess að maður hefði verið í leyndarspútnik þeim, er nýlega var sendur á loft. Um Kúbumálin sagðr hann, að stjórnin athugaði þau nú gaumgæfilega og sömuleiðis „útflutning Kúbu-byltingar- innar til annarra landa í S.-Am eríku“, eins og hann sagði For- setinn kvað mál Laos í atliug- un og byggist hann við að stjórnin myndi bráðlega setja fram nýja tillögu í því málr. Um gullmál USA sagði Ken- nedy, að hann myndi ekki auka hina beinu stjórn ríkisins á vöxtum langra lána, Um greiðsluerfrðleikana sagði forsetinn, að hann fengi ekki séð, að vandamálið væri leyst, þótt USA-stjórn tæki V.-þýzka tilboðrnu um einn milljarð dollara Kvaðst hann vona að enn betur tækist til um slíka greiðslu frá V.-Þjóð- verjum, er rætt hefði verið nánar við stjórn þeirra. Loks kvaðst Kennedy hafa boðrð Diefenbaker forsætisráðherra Kanada til Ilvíta hússins 20. febrúar til viðræðna um sam- I eiginleg vandamál AREKSTRAR EF EKKI R SAMIÐ GRIMSBY, 8. febrúar (NTB—REUTER) SKIPSTJÓRAR og stýri menn á togurum er veiða við strendur íslands hafa 'haldið með sér fund þar sem gerð var ályktun er varar við alvarlegum at- burðum og áre'kstrum er átt gætu sér stað þar, ef áfram verður reynt að halda brezkum .togurum utan við 12 mílna fisk- Veiðalandbelgina. Segja þeir að allar líkur bendi t;ll þess að árekstrar verði ef ekki takizít samkomulag með Bretum og íslending um áður en vorvertíðin við ísland hefst. De Gaulle og Aden- auer ræðast v/ð París, 8. febrúar (NTBMREUTER). Adenauer kanslari V -Þýzka lands kemur á föstudag til Parísar til að eiga fund með de Gaulle. Munu þerr ræða mál- efni Sexvelda-bandalagsins, en þar er efst á lista tillaga de Gaulle um að bæta við hið efnahagslega samstarf banda- lagslandanna stjórnmálastarfi. Yrði þá sett upp sérstök stofn- un til samhæfrngar á stefnu sexveldanna í stjórnmálum, — menningarmálum, varnarmál- um o. s. frv. Einkum á istjórn- málasamvinnan að taka til ut- anríkismálanna, sér í lagi varð andi stefnuna gagnvart Sovét- ríkjunum 'S'amstarfsstofnun sú, er de Gaulle vill koma upp, yrði að- eins ráðgefandi og myndu æðstu menn sexveldanna taka allar ákvarðanir á reglulegum fundum sínum. Ekki blés byr- lega fyrir tillögu þessari, er de Gaulle kom fyrst fram með hana og ræddi við Adenauer,— Vildi hinn síðarnefndi þá ekki sinna henni af ótta við að Bret lad myndi einangrast og áhrif stofnun þessi yrði sett upp í seinni tíð hefur þó áhugi hans fyrir þessu máli aukizt aftur. þess á meginlandinu eyðast, ef ALLT í ÓVISSU ENN UM SPÚTNIK London ,8. febrúar. (NTÐ-Reuter). HLUSTUNARSTÖÐVAR víða um heim telja sig hafa heyrt brot úr setningum á rúss nesku, er þær hafa reynt lað ná einhverjum merkjum frá rúss- neska gervihnettinum. iSérfræðingar við loftskeyta- stöð Reuters, nálægt London, telja hins vegar að þar sé ein- faldlega um að ræða brot úr samtali mili tveggja Rússa. V.- þýzka hlustunarstöðin í Boch- um hefur heyrt merki frá gervi hnettinum og jafnframt orð og setningar, en er engan vegin viss um hvort þar er um að ræða útsendingu talaðs máls frá gervihnettinum. Alþýðublaðið 9. febr. 1961 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.