Alþýðublaðið - 10.03.1961, Page 4
MMM
Guðni Guðmundsson:
t
'BREZKA samveldið er ein-
hver sérstæðasta og á marg-
an hátt merkasta stofnun,
sem nú er við liði í heim-
inum. Sú var tíðin, að sagt
var, að sólin settist aldrei í
brezka heimsveldinu. Síðan
■hafa Bretar gefið -langmest-
um hluta heimsveldis 'síns
sjálfstæði, en þetta með sól-
ina er samt rétt; nú sezt
thún aðeins ekk[ i brezka
samveldinu. Forsætisráðherr-
ar brezka samveldisins hafa
löngum haft það fyrir sið
að halda með sér fundi, þar
sem þeir hafa rætt ýmis þau
vandamál þjóða sinna og
heimsins, sem ástæða hefur
íþótt ti] hverju sinni.
Nú er ný ráðstefna for-
sætisráðherra samveldisland
anna setzt á rökstóla í Lon-
Venvoerd
dcn, sem menn um allan
heim fylgjast með af óvenju
mikilli . athygli. Ástæðan er
sú, að þar verður tekin af-
staða til a. m. k. tveggja
stórmála, sem að nokkru
snerta lönd utan samveldis-
ins. Annað málið er að sjálf
sögðu viðskiptalegs eðlis, þ.
e. a. s. forréttindaaðstaða
'Samveldislandanna á brezk-
um markaði (imperial prefer
ences), sem hefur mikið að
‘segja í því sambandi. hvort
Bretar g'eta tekið upp nán-
arí tengsl við markaðsbanda
lag sexveldanna í Evrópu, og
hitt málið er það, hvort Suð
ur-Afríku skuli áfram leyfð
aðild að samveldinu, er hún
gerist lýðveldi 31. maí nk.
Auk þessara tveggja höfuð-
mála má að sjálfsögðu gera
ráð fyrir, að afvopnunamiá 1
og kjarnorkumál komi þar
til umræðu auk annars.
Viðskiptamálin hljóta nú
að koma til mjög nákvæmr-
ar yfirvegunar hjá ráðherrun
um, ekki sizt vegna yfirlýs-
ingar frá brezku stjórninni,
sem Edward Heath lagði
fram á ráðherrafundi Ev-
rópusambandsins 28. febrú-
ar sl., þar sem sagði m. a.,
að ef sexveldin. „geta kom-
ið til móts við samveldi
okkar Ors landbúnaðarerfið-
leika, getur Stóra-Bretland
tekið til athugunar kerfi, ler
byggis.t á. sameiginlegum eða
samræmdum tollúm á hrá-
efr.um og iðnvarningj inn-
fluttum frá öðrum löndum
en 'sjöveldunum, eða sam-
veldinu“. Enginn ef; er á
því. að sum samveldislöndin,
einkum Kanada og Nýja
Sjáland. munu vera nokkuð
tortryggin vegna þessarar
yfirlýsingar, enda eiga þau
mikilla hagsmuna að gæta á
brezkum markaði, og það
voru einmitt „imiperial pre-
ferences“, sem á sínum tíma
komu fvrst og fremst í veg
fyrir, að Bretar yrðu aðilar
að markaðsbandalaginu. Svo
er að sj.á, sem Bretar séu
fúsir til að láta smám saman
af hendi forréttindi þau,
sem þeir- njóta á mörkuðum
samveldislandanna, en hafa
hins vegar reynzt miklu ó-
fúsari til að svipta samveld-
islöndin þeirri f’orréttndaað
stöðu, sém þau njóta.á mark
aðnum í Bretlandi.
Þessi yfirlýsing Breta
verðuj. tekin til nánari at-
hugunar á þing; Vestur-Ev-
rópusambandsins í jún'í nk.,
en óvíst er um úrslit, enda
ekki víst, að t. d. Frakkar
verði nokkuð ginnkeyptir
fyrir samkomulagi, er ekki
felur í sér neina bætta að-
sWíMfe'
Nehru
stöðu fyrir landbúnaðarfram
leiðslu þeirra á 'brezkum
markaði.
Forsætisráðherrar sam-
veldisins munu Iþó taka
•þetta mál allt saman til ná-
kvæmrar yfirvegunar, aðal-
lega þó hin víðtækari atriði
a sambandi við efnahags-
tengsl við markaðsbandalag
ið. Nú var það tekið fram í
yfirlýsingu Heaths, að Bret-
ar mundu ef til kæmi vilja
taka þátt í pólitískum að-
gerðum sexveldanna, þó með
þeim fyrirvara, að þeir vildu
ekki þrengja sér inn í póli-
tískar umræður, er stafi af
starfsemi stofnana sexveld-
amia. Þegar þetta er athug-
að í sambandi við þá ákvörð
un sexveldanna að samræma
stjórnmáiaaðgerðir, m. a.
með „toppfundum" cg fund
um utanríkisráðherra utan
ramma markaðsbandalagsins
sjálfs, þá virðist þessi síð-
asta klásúla í yfirlýsingunni
jafnvel líklegri til að auka
á klofninginn í markaðsmál
unum en draga úr honum,
því vandséð er, að nokkurt
mál komj fyrir slíkan fund,
sem ekki sé í einlhverjuni
tengslum við starfsemi
stofnana“ bandalagsins. —
Hvort ráðnerrar samveld-
anna sjá sér svo fært að
sýna einhverja tilhliðrunar-
semi í efnahagsmálum til að
tryggja nánari tengsl við
markaðsbandalagið, er svo
hlutur, sem á eftir að koma
í Ijós,
SÚBBR-AFRÍKA
Viðkvæmasta mál fundar-
ins að þessu sinni verður
þó vríalaust umsókn Suðm'-
Afríku um að vera áfram
aðili að samveldinu, er land
ið g'erist lýðveldi 31. maí.
Það er í sjálfu sér ekkert
atriðj í þessu sambandi, að
Suður-Afríka hefur ákveðið
að gerast lýðveldi, því að all
mörg ríki hafa áður gerzt
lýðveld; og þó haldið áfram
aðild sinni, og nægir þar að
■minna á Indland. Vanda-
málið er að sjálfsögðu
stefna þjóðerxiissinnastjórn-
ar dr. Verw'oerds í kynþátta
málunum.
Það hefði fáum mönnum
dottið það í hug t. d. árið
1947, að svo marglitur hóp-
ur manna ætti eftir að sitja
ráðherrafund samveldisins
1961. Nú sitja fundinn bæði
hvítir og svai-ti,. menn úr
Afríku, auk Asíumannanna.
Þó að samveldið sem slíkt
hafj engin völd og enga
löxxgun til að segja einstök-
um meðlimum þess fyrir
verkum, þá nefur slík stofn
un ekkj ráð á að láta hlut-
ina reka á reiðanum, hún
hlýtur að láta í ljós ein-
hverja skoðun, einhvern
vilja. Nú er það vitað mál,
að í raun og veru hafa allar
stjórnir samveldisríkianna
andstyggð á stefnu stjórnar
Verwöerds í kynþá ttamálun
um, svo að manni kynni að
virðast einsýnt, að Suður-
Afxuku verði gefinn reisu-
passi. Hins vegar hefur það
vakið athygli, hve hófsamir
cg jafnvel þöglir í’áðherr-
arnir hafa verið um þetta
mál í blaðaviðtölum sínum
undarxfarna daga. Hvað
Veldur? Verður Suður-Af-
ríka látin sigla sinn sjó?
Sennilegasta svai'ið er að
s.vo vei'ðj ekkj og forsendan
sú, að með brottrekstri
mundi öll suður-aíriska þjóð
in, bæði hollenzkir, bx-ezkir
•og svartir þegnar, verða lát-
in líða tfyrir óviturlega
stefnu stjórnar þjóðernis-
sinna, Ef gert er ráð fyrir,
að almenningur í Suðux'-Af-
ríku sé eins mótfallin apart
heid eins og almenningur í
Bretlandi sjálfu eða í G-hana
eða annars staðar í samveld
inu, þá er þó alltaf von rnn,
að þessi blettur á þjóðinni
verðj afmáður með tíman-
ura, að þessi miklí mein-
hluti. í háðum aðalflokkun-
um takj höndum saman og
kollvai'pi stefnu þessari.
Þeir, sem vilja halda Suð-
ur-Afríkú í samveldinu,
10. marz 1961 — Alþýðu blaðið
Macmillan
benda einmitt á, að nauðsyn
legt sé að halda sambandinu
við hina kúguðu og gefa
þeim með þvi von. Það þurfi
að sýna almenningi í land-
inu, að hann sé velkominn
í samveldið, en stjórn þjóð-
ernissinna aðeins þoluð um
sinn vegna aðstöðu sinnar
og í þeirri von, að stefna
hennar hljóti að bíða lægri
•hlut.
Þess roá að lokum geta,
að aðstaða ýmissa ráðherra,
eins og t. d. Nehrus, er langt
tfrá því að vera eins auðveld
cg hún gæti virzt. Enginn
efast um, að Nehru er ein-
lægur andstæðingur apart-
heid og hefur hvað eftir
annað mótmælt meðferðinni
á, indverskuro íbúum Suður-
Atfríku, en getur hann í
raun og ver.u átt samleið
með hinum svörtu í Afríku,
þegar það er vitað, að t. d.
í Kenya eru landar hans
langt fx-á því að vei'a vel
-liðnir, og þeim jafnVal mis-
munað vegna þess, að svartir
menn telja þá aðskotadýr,
senx með kaupskap Eínum íé
fletti hina einu réttu íbúa
landsins! Þarna getur því
líka orðið um mismunun
kynþátta að ræða f stórum
síl, er fram líða stundir.
Það eru því fleirj hundar
svartir en hundurinn prests
ins.