Alþýðublaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 4
EITT af atriðum þeim, sem Kennedy, Bandaríkjaforseti, minntist á í ræðu sinni, er ihann tók við embætti í janú- íir sl., var viðvörun og loforö viðvíkjandi Suður-Ameríku- ríkjunum. Hann lofaði ,.nýju tframfara-bandalagi;:, er skyldi beinast að þvi að kasta „viðjum fátæktarinnar“. og viðvörunin var þessi: „Sér- ihvert annað ríki geri sér ljóst. að þessi heimshluti hyggst sjálfur ráða sínum eigin mál- um“. 13. marz sl. lagði Kennedy svo fram áætlun. sína um, hvernig skuli farið að því að •bæta lífskjör þjóðanna í Mið- og Suður-Ameríku, þannig að þær yrðu sjálfar betur færar umað star.dast utanaðkomandi hættur. Þarna birtist sem sagt hin enduískoðaða afstaða •Bandaríkjanna til lýðveld- anna í Ameríku, er að nokkru leyti a. m. k, var nauðsynleg vegna þeirrar stefnu, sem bylt ing Castros á Kúbu hefur tek- ið. í ræðu sem Kennedy flutti í móttöku fyrir diplómata frá Mið- og Suður-Ameríku, em bættismenn og þingmenn í Hvíta húsinu 13. marz, ræddi hann nánar þetta mál og Iagði íram áætlun i 10 atriðum, ;æm hann kvað eiga að „breyta árunum 1960 til 1970 í sögu- íeg ár lýðræðislegra fram- faru’L Um alla Suður-Ameriku foreiðist nú út sú tilfinning, að svefninum sé lokið. Þjóð- irnar sjá fyrir sér óendanlega . möguleika. Brpzilía er ekki eina landið þar í álfu, sem er að springa af hugmyndum og fyrirætlunum. En það er hins vegar staðreynd, að flest Iönd Suður-Ameríku verða að telj- ast til vanþróaðra lanáa. Flest ar þjóðirnar eru fyrst og fremst akuryrkiuþjóðir og fá tæktin geigvænleg. einkum m°ðal bænda og landbúnaðar fólks. Um þetta sagði Kennedy forseti m. a. í ræðu sinni: ,,Á því, hve vel þeim gengur í ibaráttu sinni — á hæfni okk- ar til að sjá okkar fólki fyrir betra lífi — veltur framtíð frelsisins í báðtim hlutum Am enku og öllum heiminum. Ef við ekki gerðum ráðstafanir — ef við ekki beittum mætti okkar að efnahagslegxun fram- förum og félagslegu réttlæti — reyndumst við and menn- ingar okkar til skammar, og slíkt væri hrapalegur ósigur fyrir hið frjálsa þjóðfélag okk ar.“ ,.þess vegna hef ég Ihvatt aíllar þjóðir alfunnar til að taka höndum saman í nýju framfarabandalagi, sam- eiginlegu átaki, sem á engan sinn líka í stærð eða göfug- um tilgangi, t.ii þess að full- nægja grundvallarþorfum Am eríkumanna að því er varðar húsr.æði, vinnu og jarðnæði, heilsu og skóla“, Til þess að tíu ára áætlun Kennedys megi takast er að sjáifsögðu þörf gífurlegs fjár- magns, sem aðeins getur kom- ið frá Bandarikjunum. En hætt er við, að vonin um fjár- hagsaðstoð frá Bandaríkjun- um haláíst í hendur við ótta um afskipti af hálfu Banda- ríkjanna, sem lengi hefur ver ið viðloðandi í Mið- og Suður- Ameriku. Þennan ótta kvað Kennedy þegar niður í ræðu sinni. Hann virðist hugsa sér áætlunina sem eins konar nýja Marshall-áætlun. Hug- mynd hans verður bezt lýst með haþs eigin orðum: „Leyf ið mér að leggj a áherzlu á. að aðeins ákveðnar aðgerðir amerísku þjóðanna sjálfra geta tryggt,. að þessi .áætlun takist. Þær, og þær einar, geta nýtt náttúruauðæfi sín — nýtt kraft bióðanna — og -foreytt þióðfélagsháttum sín- um þannig, að allir en ekki aðeins fáir forrétindamenn, nióti ávaxtanna af vextinum. Ef þessar aðgerðir eru gerð- ar. þá mun aðstoð utan frá veita framförunum veigamik- inn stuðning — án iþeirra mun engin utanaðkomandi aðstoð, hversu mikil. sém hún er. styrkia velferð þjóðanna“. Forsetinn kvaðst bráðlega mundu biðja um fund ráð- iherra í efnahags- og félags málanefnd Ameríkur''kjanna) iþar sem hægt yrði að byrja að yinna að þeim stórkost- legu áætlunum, sem yrðu „hjartaframfara-bar.dalags- ins“. Það liggur ljóst fyrir að framkvæmd þessarar áætlun ar á að vera sem allra mest í höndum ríkisstjói'na S-Am- eríkuríkjanna sjálfra að eins miklu leyti og hugsanlegt et Samstarf þeirra’ er því mjög nauðsynlegt. Vísir að slíku samstarfi er nú þegar til, en það þarf að styrkja verulega, ef það á að standast kröfur þær, sem til þess verða gerð- ar, eihkurh ef flýta á fyrir stofnun sameiginlegs markaðs í Suður-Ameríku, eins og Kennedy, hefur þegar mælt með. Eitt af merkilegustu atrið- un.um í áætlun Kennedys for seta er ef til vill sú tilraun, sem gera á til að finna leiðir til að forðast „tíðar og ofsa- legar verðbreytingar, sem skaða alvarlega efnahagskerfi þjóðanna í Mið- og Suður-Am eríku“. Hversu fljótt. sem ríkjum þessum tekst að iðn- John F. Kennedy væðast og taka upp marg- brey tilegri, búnaðarhætti, 'hljóta þau um árabil að vera háð hinum alþjóðlega mark aði um aðaltekjur sínar. Það er því brátt, sem gæti styrkt þær betur og komið efnahags Iífí þeirra á fastari grundvöll, en vernd fyrir slíkum sveifl- um. Það, sem þama er að gerast, er samvinna á víðtækara sviði en áður hefur þekkzt, í stað 24, marz 1961 — Aijjýðuhlaðið | MENN í FRÉTTUM | Mágur Kennedys E. SARGENT Shir\rer, kaup sýslumaður frá Chicago og mágur Kennedys Bandaríkja íorseta, er yfirmaður áætl- ana um hina ný-stofnuðu Friðarfylkingu, sem standa mun fyrir því að fá unga ameríska jÆ menn og konur til starfa. án launa, í þró "óJW: unarlöndunum víðs- vegar um heim. Hann ’ hefur áhuga á mann- réttindum og hefur ” m. a. starfað mikið að því að finna fólk HHH til starfa í hinhi nýju stjórn í Washington. Síðan í lok janúar hefur hann stjórnað áætlunum að stofn- un Friðarfylkingarinnar, sem Kennedy stakk upp á í fram- •boðsræðu á sl. ári. Forsetinn gaf skipun um stofnun fylkingarinnar 1. marz sl. til bráðabirgða og reynslu og bað þingið jafn- framt um að samþykkja lög til að gera fylking-una varan- lega. Shirver hefur, frá árínu 1948, verið aðstoðar-fram- kvæmdastjóri Merchandise -Mart í Chicago, einnar af eign um tengdaföður síns. Hann hefur haft sérstakan áhuga á borgaralegum réttindum sl. 10 ár og var m. a. ráðgjafi Kenn edys í kosningabaráttunni að því er varðar mlnnihluta- þjóðflokka í Bandarítjunum. Hann er fæddur 1915 í West minster í Maryland, sonur Rq bert Sargent og Hilda S. Shir ver. Hann varð BA með ágætiseinkunn 1938 og lögfræðiprófi lauk hann við Yale ■ | háskóla 1941. Hann *!§! hlaut doktorsgráðu fi j lögum 1959. • fpi|f Hann fékk lögfræði sgJryy réttindi í New York f||/ • 1941 og starfaði við Mgg' j einkafyrirtæki, þar ÉfcHik til hann gekk í flot- ann, — Er hanm kom úr flotanum varð hanri, aðstoðarritstjóri við tímaritið (Newsweek í eitt ár, en fór þá að vinna við fyrirtæki Jos- ephs P. Kennedys og starfaði þar, þar til hann fór til Merch indise Mart 1948. Hann kvænt ist Eunice systur forsetans, 19-53. Shirver er framkvæmda- stjóri Kennedy-sjóðsins og forseti kaþólska kynþátta- ráðsins. Þá hefur hann verið forsetl fræðsluráðs Chicago- Ibprgar, stjórnandi góðgerða starfsemi kaþólskra í Chicago og verið í skólanefndum hug- vísindadeildar Yaleháskóla, Ðenaul-háskóla og Xavier College. Hann gegnir fjölda annarra trúnaðarstarfa. Þau hjón eig tvö börn. einstakra gjafa og bráðabirgða lána. Stjórnmál eiga að vera aukaatriði í þessar áætlun. Það liggur í áætluninni, að sé snúizt rétt við vandamálum vaxtar í efnahagslífinu muni hin pólitísku vandamál leys- ast sjálfkrafa. í Suður-Amer íku á að sýna, hvað „frjálsir menn starfandi innan ramma lýðræðislegra stofnana“ geta gert. í ræðunni er eina algjör lega pólitíska yfirlýsingin end urtekin á loforðinu um vernd fyrir hvert það ríki, sem ógn að er, e Kennedy foseti gaf í æðu sinni í janúa. Um þetta sagði forsetinn orðrétt: ,,Til þess að r.á þessu marði verður stjórnmála- frelsi að haldast í hendur við efnalegar framfarir. Fram- fara-bandalag okkar er banda lag frjálsra þjóða — og það verður að vinna að því að út- rýma harðstjórn úr heims- hluta, þar. sem hún á engan rétt á sér. Við skulum því Iýsa yfír sérstakri vináttu okkar við þióðir Kúbu og Dóm iníkanska lýðveldisins — og vona, að þær gangi fliótlega aftur í samfélag friálsra manna og sameinist okkur í sameiginlegu verki okkar“. Þessi áætlun Kennedys Bandarikjaforseta er aðeins ein af mörgum, sem hann hef nr á prjónumtm eða hefur hleypt af stokkunum í þv£ augnamiði að auka velferð rnanna innan Bandaríkjanna og útan, en hún er svo stór- kostleg lofar svo miklu um framtíðina og beinist að heims hluta, þar sem verkefniri eru svo brýn, að full ástæða var til að gera henni hér nokkur ar vonir hafa verið bundnar skil. Sjaldan munu jafnmikl- við einn mann í þessum heimi á friðartímum, og sjaldan hafa hugmyndir slíks manns hloxið svo góðan hljómgrunn; svo v’ða. Hvaða betri sönnuia er til fyrir hinu algjö'a skip- foroti, sém stefna repúbíkana hafði orðið fyrir en hinar miklu vonir, sem bundnar eru við Kennedy?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.