Alþýðublaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 16
Allsherjar- nefndarálit ALLSHERJARNEFND Sam- einaðs alþingis hefur leitað um sagiaar Alþýðusambands ís- iahds og Vinnm'itendasam- bands íslands um tillögu Egg- crts G. Þorsteinssonar um rann póka á hagkvæmni aukinnar ákvæðisvinnu. Mæla bæði sam- feöndin með samþykkt hennar og getir nefndin það að tillögu siani. Leggur nefndin þó til að síð- ari málsgrein tillögunnar orð- ist svo: „Leiði ran’nsóknin í Ijós. að aukin ákvæðisvinna sé þjóðhagslega æskileg, iheimilar J aiþingi ríkisstjórninni að veita ’ nauðsynlega aðstoð og fyrir- greiðslu í samráði'og samstarfi við fyrrgreindra aðila“. Einn nefndarmanna, Jón Pálmason, var fjarstaddur, er nefndin af- greiddi málið. Allsherjarnefnd hefur einnig skilað áliti um tillögu Bendikts Gröndal og Eggerts G. Þor- steinssonar um tillit til fram- færslukostnaðar námsfólks í sköttum og tryggingum. Nefnd in leitaði álits Tryggingastofn- unar ríkisins og skattstjórans í Reykjavík um málið. og eru báðir aðilar hlynntir umræddti Framhald á 11. síðu. Alþjóðlegur veðurdagur Á vegum Alþjóðaveður- fræðistoffnunarinnar var í gær efnt til Alþjóðlegs veðurdags. Nú eru um 10 ár liðin síðan þessi stofn- Tin tók til starfa, en ísiand var fyrsta landið til að við tirkenna stofnskrá hennar. Skerfur íslenzku veður- stofumiar til þessa dags, er sýnrng, sem nú er í Mál- .araglugganum, en hún á að sýna örlítið brot af því starfi, sem veðurstofan vinnur hér á landi. Innlend veðurþjónusta hefur verið starfandi hér á landi í fjörutíu ár. í stuttri skýrslu, sem veðurstofu- stjórinn frú Teresía Guð-. mundsdóttir afhenti blaða mönnum í tilefni af degin- um, segir m. a. Hlutverk íslenzku veðurstofunnar hefur verið erfiðara en flestra sambærilegra stofn ana, sökum fámennis þjóð arinnar samanborig við stærð landsins, og vegna ótryggara veðurfars en víðast annarsstaðar. Hér þurfa 170 þúsundir manna að halaa uppi nærri því jafn víðtækri og kostn aðarsamri veðurþjónustu og milljónaþjóðir. Er því ekki óeðlilegt, að fram að þessu hafi íslendingar vart getað kostað svo miklu til þess- arar starfsemi, sem þeir hefðu viljað og þurft. Á þessum fyrsta alþjóð- lega veðurdegi-er brýnasta nauðsynjamál Veðurstofu íslands að fá nýtt húsnæði og athugasvæði fyrir starf semi sína og athuganir. Veðurstofan er nú til húsa í Sjómannaskólanum og í flugturninum á Reykja- víkurflugvelli, en það hús- næði er fyrir löngu orðið of lítið og algjörlega ófull- nægjandi. Allar líkur eru fyrir því að veðurstofan þurfi innan skamms að flytja úr húsnæði sínu í Sjómannaskólanum, og húsnæðið á Reykjavíkur- flugyelli er það lélegt, að komið hefur fyrir að veður fræðingarnir hafa vaðið þar í rigningarpollum. Nú starfa 16 veðurfræð- ingar hjá veðurstofunni, en starfsmenn eru alls 57. Veðurathugunarstöðvar á landinu eru 93, og veður- athugunarmenn á annað hundrað, en þyrftu að vera fleiri. Sést t. d. af þessum tölum hve víðtæk starf- semi stofnunarinnar er. Aðildarríki að Alþjóða- veðurfræðistofnuninni eru nú um 100 talsins og höf- uðstöðvar hennar eru í Genf. MYNDIR: Veðurathuganir fara mik- ið fram með háloftarann- sóknum. Loftbelgir hafa verið notaðir til þeirra rannsókna, en nú hafa veð urfræðingar tekið eld- flaugar í sína þjónustu, og ugglaust verða nákvæm- ar veðurathuganir fram- kvæmdar með þeim í fram tíðinni. Litla myndin er af merki Alþjóðaveðurfræði stofnunarinnar. (World Meteorological Organiz- ation) tVWWWMMWWWWWVWWWWm^WWVWWWWWWW býður yður í 80 daga skemmtiferð umhverfis jörð- <[ ina með þessu glæsilega skipi. Þér megið taka kon- j! una eða unnustuna með. Aldrei hefur nokkurt ís- < > lenzk bappdrætti boðið eins glæsilegan vinning. Það J í verður drcgið um þennan vinning hjá HAB 7. apríl !> n.k. Látið ekki dragast að endurnýja. Bezt er að end ;! urnýja fyrir páska. LÁTIÐ EKKI HAB IJR HENDI j! SLEPPA. 1 iWVWMVWWWWWVWWWWWWWW IWWWWWWVWWWWWWMWMWW Úlfaþytur út af erindi Björns Th. í SÍÐASTA þætti sínum um myndlist ræddi Björn Th. Björnsson listfræðing- ur Um ljósmyndasýningar þær, cr haldnar voru fyrir skömmu í Reykjavík. Fór Björn mjög hörðum orðum um sýningu Ljósmyndarafé Iags íslands, sem haldinn vlar í Listamannaskálainum en hrósaðj hins vegar sýn- ingu þeirri er fjórir áhuga- ljósmyndarar efndu tij í Bogasal Þjóðminjasafnsins. í gærmorgun voru komn- ir upp í útvarp nokkrir Ijós myndarar úr Ljósmyndara- félaginu til þess að fá að hlýða á erindi Björns Th. Var lögfræðingur í fylgd með þeim til þess að hlýða á erindið einnig, ef vera ■kynni að telja mætti hin hörðu ummæli sýningu Ljós myndarafélags íslands at- vinnuróg. Alþýðublaðið riáði í gær tali af einum atvinnuljós- myndara og innti hann eft ir því hvernig þeir litu á ummæli Björns Th. Sagði hanfi, að út af fyrir sig hefðu ljósmyndarar ekkert á móti sanngjarnri gagn rýni en hins vegar hefði Ðjörn Th. í erindi sínú ein göngu fundið að uppsetn- ingu sýningarinnar og kveð ið fast að orði um hana en ekkert rætt um myndirnar sjálfar, sem að " sjálfsögðu Framh. á 12. síðu. mvmvvmmvvmvmwmmvmmi ÁRSÁTÍÐ S.U.J. vexð ur haldin n.k. laugar- dagskvöld að Lídó. Margt verður þar til skemmtunar, og eru uiigir jafnaðannenu hvattir til að fjölmenna. Miðar eru til sölu á flokksskrifstofunni i A1 þýðuhúsinu, en ungir jafnaðarmenn í Hafnar- firði eru beðnir að snúa sér til Þóris Sæmunds sonar, form. FUJ. ÁRSHÁTÍÐ SU J ISDfíSHíD 42. árg. •— Föstudagur 24, maiz 1961 .— 70. tbl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.