Alþýðublaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 15
Þau sklidu bílinn eftir við bæ í fjall&rótunum og fengu sér lítinn asna til að bera skíðin. Eigandinn fór með bann upp á við og Clare og Gil komu á eftir hvcrt á sínum asna. Dýrin þrjú voru svo lík að ekki var unnt að sjá mun ,á 'þeim. ,,Þetta er erfiðara en i Sviss“, sagði Gil afsakandi, „Hér er engin skíðalyfta og ekkert heitt súkkulaði með þeyttum rjóma á tindinum." ,,En hér er jafn fagurt,,! sagði Clare og hélt hend- inni fyrir augun meðan hún leit á bláa fjallstindana í fjarlægð. „Sv0 þig langar tii að reyna það? Þér er sama þó það sé enfitt?" Hann hló að heimskulegum spurningum sínum. ,,Það var þá eitt- íhvað að spyrja hjúkrunar- konu um! En samt . . . mig langar til að vita það. Þegar leit út fyrir að þið Walton . .. þegar leit út fyrir að hann fengi vitið og bæði þig um að giftast sér hlakkaði þifí þá til að lifa í vellyst- ingum alla ævi?“ Clare leit í augu hans. ,,Satt að segja hugsaði ég ekki um það,“ sagði hún. ,Sjáðu til ...“ Hún ætlaði að segja honum að henni hefði aldrei komið til hug- ar að giftast Walton, en hann greip fí'am -í fyrir henni. „Heldurðu ekki að til að lifa góðu lífi séu þægindi og allt það sem hægt er að kaupa fyrir peninga nauð- synlegt?11 Hún svaraði spurningunni eins og hún væri alls ekki tengd hugsunum hans, því hún vissi að það myndi skelfa hann ef hann vissi hve rnjög hann hefði opnað hug sinn fyrir henni. „Nauðsyri- leg? Ef til vill ekki. En aftur á móti yrði jíf án pen inga eintómur þrældómur. Ég vildi gjarnan geta feng- ið mér ýmislegt annað en það alnauðsynlegasta — bækur og leikíhús og — andlitskrem og nylonsokka tt Gil skellihló. Kashmirski bóndinn brosti skilningsríku brosi til hans eins og hann (hefði skilið hvert orð. „Nylonsokka! Að þér skyldu detta þeir í hug hérna! En andlitskrem — það á heima hérna, Þér kemur á óvart hve sólin brennir hér. Það er bezt að þú berir á þig krem áður en við nemum staðar. Þú ' hefur viðkvæma og ljósa húð. Hérna, settu þessi gler augu upp, annars færðu snjó blindu áður en dagur er að kvöldi." Hann henti til hennar sól gleraugum. ,Þetta er betra". ,,Það er einkennilegt að endurskin sólarinnar frá snjónum skuli geta skaðað sjónina. Er það rétt að skað- inn sé varanlegur?“ spurði Clare. Hann kinkaði kolli. „Jafn vel þeir, sem vanir eru að ferðast í fjöllunum geta fengið gífurlegar kvalir. Og gamli Ganes er hálfblindur." „Ganes, hver er það?“ „Duglegur gamall maður. Ég kalla hann gamlan þó hann sé ekki nema fjörutíu og fimm ára — það er hár aldur fyrir Sherpa. Hann hefur verið snjóblindur marg sinnis og er með djúp ör á augnalckunum. Það er hans sök, hann vill iekki nota gleraugu. En hann kjifrar betur en flestir þeir, sem ég þekki, sem hafa tfulla sjón og hann ber byrðar, sem eru helmingi þyngri en venja er. Við ætlum að hafa hann með í fjallgöngunni í sumar.“ „Sherparnir eru mjög góð ir fj allgöngumenn. Þú ihlýtur að ætla hátt fyrst þú leigir Sherpa.“ „Við ætlum að reyna að komast uPP á Keung fjallið — þarna,“ sagði hann cg benti á tind langt í burtu í norðaustri þar sem Hima- laya gnæfði við himin. „Keung,“ sagði bóndinn hrifinn yfir að heyra orð, sem hann kanaðist við. „Mjög hátt fjall. Guðirnir húa á tindi þess. Enginn maður hetfur klifið það.“ Gil hló. „Hann talar eins og við ætlum að klífa Ev- erest. Keung er aðeins átján þúsund fet — passleg hæð tfyrir tvo menn. Við Walton höfum ætlað okkur að ffara þangað lengi, en þú veizt hvernig er. Ég verð að fá staðgengil í þessar þrjár vik ur, sem ég verð á brott. Nú l'ítur loksins út fyrir að það ætli að ganga. Pandan Ayan er búinn að lofa að hjálpa mér.“ Þau fóru aftur að ræða um sjúkrahúsið og hálfum tíma seinna voru þau komin að tfrumstæðum kofa, sem var notaður sem sel á sumrin. Asnarnir voru tjcðraðir og Múhameð kveikti bJb Gil náði í nestið og tók fram tvo hitabrúsa. „Hvað viltu?“ spurði hann. „Súpu og kex, eða kaffi og kex? Þú getur ekki tfengið hvorttveggja. Nú skaltu drekka til að safna kröftum fyrir ferðina sem við eigum fyrir höndum, hina flöskuna drekkum við til að safna kröftum fyrir heimtf erðina." „Ég vil fá kaffi,“ sagði Clare „ef þér er sama hvort þú færð.“ „Það er ágætt,“ Gil leit vandræðalega á flöskurnar, „en í hvorri er kaffi — þeirri rauðu eða þeirri bláu?“ ,,Þú ert svei mér góður skurðlæknir,“ hló hún. „Hvernig færi ef þú ruglað- ist á verkfærunum?“ „Ég skelf við tilhugsun-| ina. Við skulum reyna þá; bláu.“ Hann skrúfaði tapp- ann af og þefaði af innihald inu. „Gjörðu svo vei og fáðu þér hænsnakjötssúpu,‘.! sagði -hann. „Hún er mjög nærandi.“ Þau byrjuðu á skíða- kennslunni í smáhlíð. Gil spennti skíðin á hana og gekk umhverfis hana og virti hana rannsakandi fyrir sér. „Slepptu þessu,“ sagði hún. „Það er eins og þú sért að kryfja mig.“ „Það var iþá samlíking! Slappaðu nú af. Hangdu ekki svona á stöfunum. Svona, reyndu að slappa af. Verð ég að gefa þér sprautu til að fá þig til að hlýða mér? Svona, já. Nú fer ég fyrst. Bíddu þangað til að ég er kominn alla leið. Ég vil f-á að horfa á þig þegar þú ferð niður.“ Hann tók léttilega á stöf- unum og hvarf niður brekk| una. Henni fannst örstutt stund líða unz hann veifaði til hennar neðan úr daln- um. Hún veifaði á móti. Og þar með missti hún fótfest- unnar, hún baðaði út hönd- unum og valt niður bakk- ann með skíði cg stfi í all- ar áttir. Loks lenti hún eins og snjóbolti fyrir fram an fætur Gils. Þegar hún reis á fætur stóð Gi| meg hendurnar fyrir andlitinu samankreppt ur af hláturskrampa. „Ó,“ sagði hún ásakandi °g hrækti snjó út úr sér, „og þú sem lofaðir að hlæja tekki.“ „Ég veit það, en ég bjóst ekki við að freistingin yrði svona mikil,“ hann burstaði snjóinn af henni meðan hann reyndi að jafna sig. „Ég hef -brotið fótinn minnst á átta stöðum.“ „Alls ekki. Þú ra-nnst á rassinum svo til alla leið- ina.“ „Hvað ertu að segja! Ég sem er á buxunum hennar Maríu! Eru þær heilar?“ Hún reyndi að athuga það, en gleymdi að hún var með skíði á fótunum, rann á ný og settist á rassinn. Gil hjálpaði henni að standa upp án þess að breyta um svip. Svo gengu þau saman upp_ hlíðina. „í þetta skipti. förum við saman niður,“ sagði hann. „Hægt. Ertu tilbúin? — Komdu.“ Þau runnu hlið við hlið og hann studdi vinstri skíði hennar með áínu hægra. En svo gleymdi hún sér og stakk stafnum út til hliðar og þar með duttu þau bæði. Það hvein í -þeim af hlátri og þau héldu fast hvcrt í annað meðan þau stóðu á fætur. „Berðu enga virðingu fyr ir hinni göfugu skíðalist?11 spurði hann. „Ég hef meiri áhyggjur af skíðabuxunum hennar Mar- iíu,“ andvarpaði hún, „Séu þær rifnar. ætla ég að biðja þig um að þegja. Ég vil ekki hugsa um það að það kostar mig heilt mánaðar- kaup að fá nýjar.“ „Þær eru heilar enn. Eri ég þori ekki að ábyrgjast hve lengi það stendUr ef þú heldur svona átfram,“ Hann hikstaði atf hlátri. „Ég hef ekki skemmt mér svona vel í mörg ár,“ viðurkenndi hann. Þau gáfust ekki upp fyrr en Clare stóð brekkuna ein. „Gott, þú ert góður nem- andi.“ „Það var gott að heyra það. Þakka bé- kærlesa fvr- ir Gil. Þú hefur verið miög þolinmóðnr við mig. Það íeit ekki vel út í fvrstunni.“ Hún andvarpaði. „É5 verð víst með harðslperrur á morgun." „AIÞ ekki Þú getur ekki verið liðuPTÍ. Það er ein- kennilegt, því þú lítur ekki Launajöfnuður Framhald af 1. síftu. jafnrétti. Er það gert með því, •* að lögbjóða árlega hækkun á launum kvenna í öilmn fjöl- mennustu atviunugreinum þjóð arinnar á næstu sex árum, unz fullum launajöfnuði verði náð 1. janúar 1967. Flutningsmcnn telja, að þessi réttarbót náist j ekki öðru vísi en með löggjöf, ? þar seni atvinnuvegunum sé gef; inn frestur til að aðlaga nýjnm viðhorfum. Hefur slíkur háttur verið liafður á sums staðar er- ■ lendis. Þó er rétt að taka fram. ■ að frumvarpið tálmar á engan ' hátt því3 að launajafnrétti kom ist á fyrr, heldur kveður á um ’ að það verði ísíðastalagi* 1. jan, 1967. Verkakvennalfélagið Fram- sókn í Reykjavík og fleiri að- ilar hatfa lýst fylgi sínu við * málið. Kommúnistar hamast gegn þessari leið með yfirboð- um, sem engum heilvita manni villa þó sýn. París, 22. marz (NTB—AFP) Friðarumleitanir frönsku stjórnarinnar og alsírsku út- lagastjómarinnar munu ekki 4 hefjast fyrr en 5. apríl, að því, er franskr upplýsingamálaráð- . herrann Louis Terrenoire skýrði frá í kvöld. Ódýr bEóm Blóma- og græiimetis- markaðurinn Laugavegj 63. a - Blómaskálinn v. Kársr.esliraut og Nýbýlaveg. Opið daglega 10—10. RÓSIR Túlipanar \ Páskaliljur Pottaplöntur Pottamold Pottar Pottagrindur. Sendum heim! Gróðrastöðin við Miklatorg. , Símar 22 8 22 -- 19 7 7St Alþýðublaðið — 24. marz 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.