Alþýðublaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 2
■Itstjórar: Gisll J. Astþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar rlt- | BQómar: Sigvaldi HJáimarsson og XndriSi G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: BJÖrgvin Gu3mund<^n. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíml I 14 906. — ASsetur: AlþýSuhúsiö. — Prentsmiöja Alþýðublaðsins Hverfis- i *ötu 8—10. — Askriftargjald: kr. 43,00 á mánuði. 1 lausasölu kr. 3,00 eint Btgefandi: Alþýðuflok. urinu. — Framkvaemdastjóri: Sverrir Kjartansaon. Þetta er sfefnan! J TÍMINN skrifar mikið um utanríkilsstefnu Fram- j sóknarflokksins þessa daga, og segir hana vera á I þá lund, að ísland skuli vera áfram í Atlants- j, hafsbandalaginu, en láta varnarliðið hverfa á | brott. Það er þá Ijóst, að Framsóknarflokkurinn j hefur formlega tekið upp baráttu fyrir brottför | hersins, og telur ástand heimsmála hafa breytzt j svo mjög til batnaðar, að það sé hættulaust. i' Merkilegt er, hvemig Framsóknarmenn meta i • friðarhorfur í hei<minum. Þegar þeir voru í stjóm \ fyrir tæpum áratug var útlitið þannig, að þeir j stóðu allir sem einn með komu varnarliðsins. { Rétt í þann mund, sem þeir klufu sig út úr ríkis- j stjórn vorið 1956, batnaði ástand í heiminum j svo, að þeir höfðu forustu um tillögu um brottför } hersins. Ekki var Framsókn fyrr komin aftur í | ráðherrastólana en málin breyttust og herinn var látinn sitja. Hélzt það hættuástand samfellt með- an Framsóknarmenn héldu ráðherrastólunum. Þegar þeir fóru úr stjórn, tók heimsástandið þeg- j ar að batna aftur, og er nú orðið svo friðvænlegt, ; að Framsókn tekur upp andstöðu við herinn . á ný. Það er bezt að halda þessum flokki utan við ríkisstjórn, því ella má treysta því, að heilms- j ástand versni strax og Framsókn kemst í stjórn j svo að óhjákvæmilegt verði að hafa varnarlið! i Þessi stefna Framsóknar virðist vera skýr, eins og Tíminn heldur fram. Hins vegar túlka Fram- sóknarmenn um land allt þessi skrif Tímans á þá lund, að þeir eigi að hefja baráttu með komm- únistum gegn her í landi. En þeir athuga ekki, að kommúnistar hafa gert hlutleysi íslands eitt að- alstefnumál Brúsastaðahreyfingarinnar, og það brýtur í bága við fyrri hlutann laf utanríkisstefnu flokksins. Þannig þykist Framsókn vera fylgjandi samstöðu íslands nieð öðrum frjálsum þjóðum, en veitir allan stuðning hreyfingu kommúnista til að gera landið hlutlaust, rífa <það úr samstöðu við vestræn ríki og leiða það í áttina til lcomm- únistaríkjanna. Framsóknarmenn ættu að hætta að hugsa um utanríkismál þjóðarinnar eins og hverja aðra hreppapólitík, sem eigi að miða við atkvæða- veiðar flokksins hverju sinni og breytast eftir því, hvort flokkurinn er í stjórn eða stjórnar- andstöðu. Flokknum er ekki hægt að treysta, meðan hann rekur svo skammsýna tækiíæris- stefnu á sviði utanríkismála. Og einmitt þetta ! hringl kemur kommúnistum að miklu gagni í ; starfsemi þefrra. mBmammmmamuKmmtmsBammKmmmrnammmmúmKammmmBKmmwammmtmmmmmBiimim Áskriftarsiminn er 74900 Miðnæturhljómleik- ar í Austurbæjarhíói í FYRRiVKVÖLD fóru fram í Austurbæjarbíói hljómleik- ar sem Hljómsveit Svavars Gests og Ragnar Bjarnason héldu, fyrir troðfullu húsi og við mikinn fögnuð áheyrenda. Efnisskráin, sem var sú margbreytilegasta_ sem undir ritaður man eftir á slíkum hljómllteikum, var vel valin og svo vel unnin og undirbú- in að með eindæmum má telja; Óþarfar tafir eða hnökrar á flutningi fyrirfundust ekki. Svavar Gests hefir nú í mörg ár verið hljómlistarmað ur, útvarpsmaður og „brand- arakarl“ og hefir vegur hans farið vaxandi á öllum þessum sviðum. Hér fyrr á árum_ þeg- ar miðnæturhljómleikar fóru ekki jafn snuðrulaust fram og hljómleikarnir í fyrrakvöld, var hlutverk kynnis hið vanda samasta, því í löngum töfum, þegar allt gekk á tréfótum að tjaldabaki (einn hafði týnt nótum og annar munnstykki) varð kynnirinn að halda á- heyrendum upp á , snakki;' og láta brandarana fjúka. Þetta tókst Svavari oft mætavel í þá daga, en þó var það sýnilegt að ennþá betui- tókst í gær- kvöldi og að allir hans „brand arar“ hittu í mark og vöktu mikla kátínu hjá áhevrend- um, Mörg þau atriði, sem hljóm sveitin setti á svið, svo sem „Nfína og Friðrik11. ,Spurn- ingaþáttur í útvarpssal“ að ó- gleymdu ,.Laugardagskvöld- inu“ í hefðbundnum stíl, voru meira í anda góðrar kabarett sýningar. Enn er ótalinn aðal- og bezti hluti þessarar ágætu skemmtunar, leikur sjálfrar hljómsveitarinnar og söngur Ragnars Bjarnasonar, Óhætt mun að fullyrða, að hljóm- sveit Svavars Gests sé nú eins og slíkar hljómsveitir gerast beztar erlendis. Svavar hefir marga ágætismenn í liði sínu og má þar til nefna Magnús Ingimarsson píanóleikaraj sem mun hafa útsett megnic? ■af lögunum. Magnús er nú orð inn mikilvirkur í þeim efn- um, smekklegur og óhræddur við að nota þá möguleika hljóðfæraskipunar og radda, sem fyrir hendi eru. í>á hefðu fáir trúað því að Reynir væri slíkur ágætis-ræðumaður, en honum var falið að ,.segja nokkur orð“. Um söng Ragn- ars er óþarft að fjölyrða, því hann þekkja allir landsmenn. Óhætt er að fullyrða að Ragn- ar brást ekki vonum aðdá- enda sinna á hljómleikunum. „Það er ekki nóg að spila vela ef menn eru með fýlusvip á sviðinu“ var einu sinni sagt, og ekki minnist undirritaður þess, að hafa verið vitni að meiri ,leikgleði“ (orðið tekið að láni frá íþróttafréttaritur- um) en á hljómleikum Svav- ars Gests og félaga. Munnhörputríó Ingþórs Har aldssonar kom þrisvar fram á hljómleikunum og lék við mib inn fögnuð áheyrenda. Ingþór er löngu kunnur fyrir leik sinn á þetta alþýðlega hljóð- færi og furðulegt hvað þeir þremenningarnir hafa ná® Framh. á 12. siðu. í>aö vorar páska og vor- tireingerniiigarnar Þvottaefni: Þ v o 11 a 1 ö g u r : SILICOTE RINSO STERGENE DIF OMO SQEZY O. CEDAR TIDE SOFFLY GLO ZOTE DARY ÞVOL SILVO TAB VERDOL BRASSO WIPP TERSO WONDER- OXYDOL LUX POLISH CLOZONE KLOROX VTNDOLENE SPIC SPAN BONNIE BLEEZH LUX NYLONU + HENCO AIR GENE ALL SÓLSKINSSÁPA GÓLFBÓN Handsápiii: VIM m. teg. LUX BARÓ DRY BRITE PALMOLIVrE BETT SJÁLFGLJÁI CAMAY SPARR PRIDE 13 13 2 24. marz 1961 — AlJjyðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.