Alþýðublaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 24.03.1961, Blaðsíða 13
L AJSTD S SPÍT ALXNN er mest kvennaborg og lang stærsta heimili á íslandi. Margar hendur hafa unnið að því að koma á fót þessari miklu heilsubótarstöð, þó að konur séu ekki hér á landi enn sem komið er í fremstu línu við stórframkvæmdir í þágu almennings, er þessu öðruvísi varið með Lands- spítalann, það mikla forystu- fyrirtæki íslenzkra heilbrigð- ismála. Þar hafa konur rutt með öflugum en yfirlætis- lausum samtökum stærstu steinunum úr vegi. Landsspítalinn var vígður í ársbyrjun 1930, en hug- myndin um þvílíkt sjúkrahús hafði verið á dagskrá frá fyrstu starfsárum Jóns Sig- urðssonar á þingi. Á þeim tíma voru þess háttar fram- kvæmdir erfiðar, Stjóm landsins var í öðru landi. — Þjóðin eignaðist samt innan tíðar innlenda læknastétt, en hún var ekki sigursæl í lands- spítalamálinu. Erlendir menn höfðu gefið íslendingum fé í Holdsveikraspítalann unv síð- ustu aldamót. Um sama leyti liafði Guðmundur Hannesson með norðlenzkum áhugamönn um reist fyrsta íslenzka sjúkrahúsið norður á Akur- eyri. Kaþólska trúboðið í Reykjavík stofnsetti óg starf rækti góðan spítala í Landa- koti; Var hann um langa stund aðal sjúkrahús íslend- inga og þar kenndu Guð- mundarnir þrír, allir Hún- vetningar, læknanemum landsins sérmennt þeirra um langt árabil. Stjórnmálamenn íslendinga og þingið töluðu urn Landsspítala, en höfðúst ekki að. Samt var, undir for- ustu Guðmundar Björnsonar landlæknis valin heppileg lóð handa væntahlegum lands- spítala sunnan og vestanvert í Skólavörðuholtinu. Þrátt fvrir þennan undirbúning bjó fólkið í höfuðstað sínum að tveimur sjúkrahúsum, sem - bæði voru gjöf erlendra manna, Landakotsspítalanum og Holdsveikrahælinu :í Laug- arnesi. En þegar íslenzkum konum var veitt borgarastaða í landinu meg kosningarétti og kjörgengi til alþingis, þótti leiðtogum kvennasamtakanna rétt að sýna f verki, að konur . væru færar um, ekki síður en , feður þeirra, eiginmenn, bræð ur og synir, að ráða fram úr , þjóðmálum. Með glöggri framsýni völdu þær sér verk- efni til framkvæmda, vanda- sam-t en vanrækt þjóðmál landsspítalabygginguna, til að sýna samtakamátt og fyrir- hyggju kvenþjóðarinnar. Ýms ir karlmenn höfðu dregið í efa, að konur væru gæddar nægilegum hæfileikum til að taka þátt í þjóðmáluni. Lands spítalamálið var ekki aðeins gott mál og stórt, en að auki höfðu forustumenn landsins um áratugi reynt að leysa þann hnút, en ekki tekízt það. Kvenfélögin í landinu hófu nú ■ mikla samskotaherferS til að afla fjár í væntanlega lands- spítalabyggingu. . Þeim varð Jónas Jónsson frá Hriflu: yrsta húsmóðir Landsspít Kristbjörg i>orbergsdóttir Fædd 27. 3. 1892. Dáin 16. 3. 1961. vel ágengt í sókn sinni. Sjóðurinn óx ár frá ári. Loks var þar komið árið 1922, að kona átti sæti á alþingi, það var Ingibjörg H. Bjarna- son, gáfuð kona, vel menntuð, lífsreynd og gædd mörgum þeim hæfileikum, sem dug- andi leiðtogar þurfa með í landsmálum. Á Alþingi 1923 bar H. B. fram frumvarp um byggingu Landsspítalans og bauð fram frá kvennasamtök- unum byggingarsjóð, sem nú mundi nema 3 millj.. króna eftir núverandi gengi. Nefnd valinna lækna hafði gert teikningar af landsspítala þrefalt stærri þeim, sem síðar reis á Landsspítalalóð- inni fyrir 30 árum. Lands- stjórnin á Alþingi taldi kostn- aðinn við þvílíka stofnun og þá ekki síður rekstur hennar óberandi. Til að hita með kolum hina miklu byggingu hefði þurft árlega eldsneyti fyrir 2 millj. króna. Ráðsett- um stjómmálamönnum of- bauð þessi eyðsla og þeir lögðu til að teikningin og frumvarp H. B. yrði lokað niðri í velgerðri dragkistu. Dætur landsins voru nú að byrja ferðalag í íslenzkum þjóðmálum og vildu ;€kki stinga áhugamáli sínu niður í kistu. Þær leituðu sér nýrra bandamanna á þingiini og fundu þar áhugamenn, sem vildu vinna með þeim að lausn landsspítalamálsins. Konur og karlar tóku nú höndum saman til að ráða bót á sjúkrahússleysinu; með því að minnka teikningu lækn- anna um 66%. Það var ef til vill ekki stórmannlegt, en reyndist þó sigursælt að bera fram óskina um nýjan lands- spítala, sem var aðeins þriðj- imgur af hinni umtöluðu stærð, eins og málið var fyrst fram borið. Stjómin og þing- ið samþykktu þessa tillögu. Ný nefnd var skipuð í mál- ið. Þar voru að sjálfsögðu kennarar læknadeildar Guð- mundur Hanesson, Guðmund- ur Thoroddsen Gunnlaugur Claessen og Jón Hjaltalín. —• I.B.H. var sjálfkjörin í hygg ingamefndina. Tveir mikil- hæfir menn utan Háskólans, komu til aðstoðar í þessu máli, Guðmundur Bjömson landlæknir og Guðjón Sam- úelsson húsameistari, báðir atorkumenn, svo að af bar. Landlæknir var aðalhöfundur sjúkrahælisins á Vífilsstöðum qg forgöngumaður vatns- léiðslunnar í Reykjavík, auk margra annarra þýðingarmik- illa heilsumálaframkvæmda. Guðjón Samúelsson var svo athafnamikill, að hann byggði Landakotskirkju, eitt hið vandaðasta og fegursta hús á landinu. í hjáverkum, sam- hliða starfi sínu við byggingu Landsspítalans og margra annarra stórhýsa. í ársbyrjun 1930 var svo komið, sem fyrr segir, að Landsspítalinn gat tekið til starfa. Síðan hefur þjóðin átt fullkomið allsherj- ar sjúkrahús með ágætum læknum, hjúkrunar og starfs- fólki. Þúsundir manna hafa á þessu tímabili leitað til Lands spítalans og beðið sér lífs og griða í baráttunni við þung- bæra sjúkdóma. í Landsspít- alanum hefur þjóðin getað æft og fóstrað til manndóms fjöhnarga unga lækna og hj úkrunarkonur til starfs og þátttöku í heilsuvemdarsókn landsmanna. Mikið mannaval hefur frá upphafi starfað við Lands- spítalann. Þar voru til for- stöðu fyrst og fremst bæði fyrmefndir prófessorar við Háskólann hver með sína deild, handlækningar, lyf- lækningar og Röntgenstofu. Við hlið þessara lækna störf- uðu frá upphafi tvær óvenju- legar konur, Kristín Thorodd- sen, yfirhjúkrunarkona, og Kristbjörg Þorbergsdóttir, húsmóðir Landsspítalans. — Þessir fimm stjórnendur Landsspítalans stjórnuðu stofnuninni með mikilli giftu og lægni, þar til aldurstak- mörk eða ótímabær dauði gerði slcarð í samstarfsliðið. Landsspítalinn hefur alla tíð verið óskabam þjóðarinn- ar. Draumur Jóns Sigurðs- sonar og Fjölnismanna um þvílíka heilsulind allra ís- lendinga hefur orðið að veru- leika. -----o---- Húsmóðirin á Landsspítal- anum, Kristbjörg Þorbergs- dóttir, var Þingeyingur. Hún hafði misst foreldra sína meðan hún var barn að aldri, en var þá tekin í fóstur af á- gætum hjónum á Húsavík, Sigtryggi Péturssyni íshús- verði og Hólmfríði Magnús- dóttur, konu hans. Fósturfor- eldrarnir bjuggu að Krist- björgu eins og hún væri þeirra eigið bam. Húsavík var tim þessar mundir frá- bært mennta og uppeldissetur. í námunda við þorpið var Héðinshöfði. Þar bjó Benedikt Sveinsson, sívakandi foringi frelsisbaráttp landsmanna. Þar fæddist upp eitt af höfuð skáldum íslendinga, Einar, sonur sýslumannsins. Á Húsa- vík háðu þrótttmiklir sjálf- menntaðir bændur örlaga- glímu við danska einökunar- verzlun. Til Húsavíkur komu á .þeim ámm úr Mývatnssveit Gautlandafeðgar, Jón Sig- urðsson og Pétur Gauti og frændi þeirra, Jón í Múla. Þeir höfðu aldrei setið á skólabekk, en áttu þátt í að skapa og stýra frumlegustu verzlun landsins á þeim tíma, Kaupfélagi Þingeyinga. Gaut- landafeðgar stunduðu bók- hald kaupfélagsins að mestu leyti heima í sveitinni, en þess á milli áttu þeir sæti á alþingi í röð fremstu manna. Á Húsa- vík var Benedikt á Auðnum sannnefndur galdramaður, heimamenntaður bóndi, sem lærði og las helztu höfuðtungu álfunnar, skrifaði fegurstu rithönd á íslandi, eftir að Jón Sigurðsson leið, fyrr og síðar, og stofnsetti á Húsavík bókasafn, sem ekki hefur átt sinn líka hér á landi. Þar voru helztu féiagsmálarlt hins nýja tíma og skáldverk helztu skörunga í bóktnenntum álf- unnar. Gáfað sveitafólk nam þá í heimahúsum Norður- landamálin og las á þeim tungum margt af því, sem bezt var skrifað og sagt um þær mundir í menntalöndum álfunnar. Þá voru um nokkra stnnd skáld og hagyrðingar á öðrum hvorum bæ k Laxár- bökkum og kringum Mývatn. Ekki sat þetta fólk í austur- hluta sýslunnar yfir fræðum og ljóðum iðjulítið á vetrar- dögum. Jakob Benediktsson stóð níu klukkustundir á bryggju um páskaleitið til að stýra uppskipun fyrir Kaup- félagið á Húsavík. Hann kól á höndum þennan dag, en matbjörg fólksins komst i land á réttum tíma og út um sveitina. Sigurður á Arnar- vatni, sem orti „Blessuð sértu sveitin mín,“ lá stund- um í sæluhúsum eða í snjó- byrgi nóttum saman á aust- urfjöllum í vetrarhríðum við að bjarga, með öðrum Mý- vetningum, sauðfé sveitarbúa. Hér var að verki kynslóð, sem kunni að sameina líkam- leg átök og andleg vinnu- brögð. Hér fæddist upp kyn- slóð, sem var djörf, stilltj framgjörn og full af róman- tískri þrá eftir að gara mann- lífið fullkomnara en áður. Kringum Héðinshöfða-frænd-, ut, Gautlanda feðga, Jón í Múla, Sigurð á Ystafelli, Benedikt á Auðnum og fjöl- marga samtíðarmenn þeirra, gerðist sögulegur atburður á þessum tíma. Heimsmenn- ing 19. aldarinnar rann um stund I nokkrum byggðum í einn farveg með hinni fornu sveitamenningu bændafólks- iní á íslandi. Þessi áhrif náðu jafnt til karla og kvenna á þessu tímabili. Hugsjón énd- urreisnarinnar gegnsýrði heila kynslóð þar sem réít- lætishugsjón samvinnustefn- unnar og jafnréttisboðorð samtíðarinnar urðu um stund viðurkennd trúaratriði. Þetta fólk bað ekki um laun, ekki um æðstu sæti, titla eða heið- ursmerki, en það vildi vinna og starfa þar sem mest var þörf. Kristbjörg Þorbergs- dóttir fósturbarn íshússvarð- ar Húsvíkinga var fædd til að vera liðsmaður í endurreisn- arfylkingu samtiðarinnar. — . Hjá fósturmóður sinni lærði hún alla hússtjóm og hjá öðr- um kunnáttukonum margs- konar kvenlegar hannyrðir. Hún %-ar síundum á sumrin kaupakona í Laxárbyggðum en las á vetrum í safni Bene- dikts Jónssonar það sem hugur hennar girntist. Hún varð heima í sinni byggð, eins og margir samtíðarmenn hennar, fjölmenntuð nútíma- kona. Árið 1929 vantaði hús- móðir í 'Vífilstaðahæli. Krist- björg Þorbergsdóttir þótti líkleg til að geta veitt fólkinu í berklahælinu góða aðbúð og heilsusamlegt fæði. Hún tók-. við húsmóðurstarfinu og) leysti það ágætlega af hendi \ Ári síðar var Landssprtalinn Framh. á 14. síðu. Alþýðublaðiö — 24. marz 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.