Alþýðublaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 3
iórn Kúbu BRETAVELDI ákærir USA L,ontlon, 17. apríl. (NTB—AFP). Bretaveldi er alvarlega ógn- að af verðbólgu, sagði Selvvyn Lloyd, fjármálaráðherra brezku íhaldsstjórnarinnar í dag, er hann lagðí fyrir þingið fjár-1 lagafrumvarpið fyrir fjárhags- ! árlð 1961—’62. Selwyn Lloyd sagði, að árið 1960 hefði einkennzt af efna- hagslegum framförum, en ekki hvíldu þær á nægilega sterkri MUWMMWHM«V)MmWUWi RUSK SEGIR wmmmmmmmmmnKsaattmaaaLt l STJÓRN SÍNA SAKLAUSA Washington, 17. april R U S K, utanrikisráð hérra U S A sagði hér á blaðamannafundi í dag, að Bandaríkjastjórn ætti eng an hlut að þvi er nú væri að gerast á Kúbu. Fréttir af þvií væru frá Castro stjórninni sjálfri og bæru vitni um verulegar óeirðir. Ilann kvaðst ítreka yfirlýs ingar Kennedy forseta: — USA mun ekki blanda sér í mál kúbönsku þjóðarinn ar og stjórnar hennar. — Stjórn USA drægi hins vcgar enga dul á samúð sína með frelsi og lýðræði hvar sem væri í heiminum. efnahagslegri undirstöðu. Tekj- ur manna, sparnaður og fjár- festing hefðu aukizt, en mjög hefði hins vegar reynt á efna- hag landsins. Merki verðhækk- ana hafa sézt og greiðslujöfn- uðurinn hefur versnað. Lloyd boðaði nýjan skatt á atvinnurekendur, sem hér eftir eiga að borga 4 shillinga af hv-erjum starfsmanna sinna á viku. Lloyd biður einnig um heimild neðri deildarinnar til að auka eða minnka tolla og veltuskatta um tíu prósent á mörgum vörum. Ráðherrann rökstuddi hinn nýja skatt á at- vinnurekendum með því, að hann myndi hvetja forvstu- menn í iðnaðinum til að færa atvinnutæki sín j ný>ízku horf og bæta framleiðsluna. Hann WVWWMWWWWWWWW Dauöadómur Seoul, 17. apríl. (NTB—REUTER) DÓMSTÓLL í Seoul dæmdi í dag t>l dauða fyrrverandi inn- anríkisráðherra í stiórn Syng- man Rhee, Kyn Choi að nafni, Hlaut hann þennan dóin fyrir að hafa haft í frammi kosninga svik í marz 1960. Leiddu þau til þcss að Syngman Rhce var þá endurkjörinn forseti með ml'klum atkvæðamun. — Hinn 42 ára gamli fyrrverandi ráð- herra hcfur lýst sig sekan cn liins vegar áfrýjað dómnum til Iiæstarcttar. kvaðst einnig vilja færa í nú- tíma horf skattlagningu á tekj- um brezkra fyrirtækja erlend is. Lloyd reiknar með að í allt muni skattar ríkisins hækka um tæpar 10 milliarða ísl. kr. Stærsti liður fjárlaganna eru hermálin er nema um 220 millj- örðum ísl. króna. Til trygginga og heilsuræktar er varið tæp- um 100 milljörðum ísl. króna. Nevv York, 17. apríl. (NTB Reuter). UTANRÍKISRÁÐHERRA Kúbu, Raul Roa, sagði í dag við blaðamenn í New Ýork, að rík isstjórnin í Havana hefði stað fest í slimtali við hann, að innrás væri liafin frá Florida í Banda ríkjunum og Guatemala. Eftir blaðamanna fundinn hélt ráðherrann á fund stjórnmála nefndar Allsherjarþingsins og lýsti þar yfir því í ræðu, að inn rásarherinn samanstæði af mála liðum, er væru skipulagðir og kostaðir af bandarísku ríkis stjórninni, er einnig hefði lagt þeim til vopn. Ræddi hann enn fremur í ræðu sinni um „kúgun vinnur a London, 17. apríl. (NTB Reuter). ÚRSLIT bæja og sveitastjórna kosninganna í Englandi og Wal es sýna að Verkamannaflokkur inn hefur beðið nokkurn ósigur. Jafnframt hefur íhaldið unnið á. Þegar á heildina er litið sést að Verkamannaflokkurinn hefur tapað fjórum fimmtu af þeim 249 fulltrúum er hann vann í sllöustu bæjar og sveitarstjórna kosningum. Raul Roa arvél heimsveldissinnaðrar rík istsjórnar, er haldi þrældómi við lýði", Ríkisstjórn þessi sigi hund um á börji vegna óguðlegs skorta á virðingu fyrir manneskjunni. Roa ráðherra sagði einnig, að ein stærsta þjóð heiir sins ælÖ nú í stríði við eina minnstu þjó# heimsins. Ilann kvað Kúbu, — hvorki lí innanlandsmálum eða utanrikismálum, hafa gjört neitt það, er stofnað getri fi’iðinuni § voða. Ríkið liafi fært út utanrík isstefnu sína og viðskipti. Það hafi ekki beitt valdi eða ógnað þvii gagnvart nokkurri þjóð. —« Ilins vegar hafi ríkisstjórtt Bandaríkjanna tekizt að troða á eða fara í kringum næstum all ar greinar stofnskrár SÞ í við skiptum sínum við Kúbu. Adlai E. Stevenson, fastafulli trúi USA hjá SÞ talaði næstur og kv'að enga innrás hafa verið gerða á Kúbu frá Florida eða öðru bandarísku landssvæði. —■ Hann kvað stjórn sína hafa sam, úð með kúbönskum flóttamönn um er dveljast nú landflótta I Bandaríkjunum og geta ekki bú ið við það ástand sem nú er á Kúbu. Kvað hann stjórn sína vonast til þess, að þeim takist að gera það.sem Castro tókst ekki — nefnilega að koma á íýðræði á Kúbu. Valerian Zorin, aðalfullrúi! Rússa hjá SÞ talaði næstur og óskaði þess að SÞ fyrirskipuðti þegar í stað, að innrásaröflin á Kúbu létu af fyrirætlan sinni. Kvað hann það nauðsynlegt, þvi að ef svo fær; fram sem horfði — gæti það haft stór alvarlegar afleiðingar fyrir friðinn. Eichmann- UNGIR jafnaðarmenn í Reykjavík éfna til sumar fagnaðar í félagsheimili ifnu (sem hefur verið sér staklcga skreytt) annað kvöld, siðasta vetrardag. Fagnaðurinn hefst kl. 7,30 e_ h. með stórkostlegri pylsuveizlu, jafnframt því scm fleira góðgæti verður rcitt fram. Síðan fara fram ýmsir lcikir og skemmti atriðj og á miðnætti mun HeJgi Sæmundsson ritstjóri kveðja vetur og fagna sumri. Vegna mikillar að sóknar er nauðsynlegt að ungir jafnaðarmenn og gestir þeirra tilkynni þátt töku sína fyrir kvöldið í kvöld ií síma 15020 á flokks skrifstofunni. Jerúsalem, 17. apríl. (NTB Reuter). STORMSVEITAR foringinn Adolf Eichmann sat óbifanlegur í skotlieldri stúku sinni |í dag, er réttar.höldin hófust aftur í máli hans Hlýddi hann þar í upphafi á ræðu ákærandans, Gideon Ilausner, er kvað Eichmann vera sekan um dauða sex milljón manna og myndi fús til sömu verka aftur ef hann fengi færi á. Sumir stríðsglæpamenn naz ista liefðu sýnt iðrun, en hana hefði Eichniann sannarlega ekki sýnt til þessa. Ákærandinn kvaö Eichmann persónulega sekan m. a. um að hafa skotið til bana Ut inn gyðingadreng er farið hefði inn í garð við hús hans og hnupl i að þar nokkrum eplum. i Ekki var fr.'tt við að sakborn ingurinn sýnd; nokkur merki óróleika er ákærandinn tók til að rifja upp það er gerðist í fangabúðum þýzku nazistanna. Raktj hann í stórum dráttum glæpi þá og slátrun er þar fóru fram. Hann kvað Eichmann ekki — svo vitað væri, hafa framið með eigin hendj nema morðið á gyðingadrengnum, en hann hefði verið skrifborðsmorðing inn, er frá skrifborði sínu og í gegnum síma lagði á ráðin, — skipulagði og sá til að fram kvæmd væru hin ógnarlegu • fjöldamorð á Gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. — Hausner ákærandi kvaðst ekki geta kvatt sem vitni að þessari ásökun sinni sex milljónir manna, því að bein þeirra og aska lægi í gröfum sínum um alla Evrópu. Vísitalan óbreytt Samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá Hagstofu íslands er vísitala framfærslukostnaðar í aprílbyrjun hin sama og í marz byrjun*eða-104 stig. Alþýðublaðið — 18. apríl 1961 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.