Alþýðublaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 10
Ritstjóri: Örn Eiðsson,
18. aprq 1961 — Alþýðublaðið
tapaði gegn Val 21:29
Um helgina fóru fram tveir
leikir í íslandsmótinu í hand-
knattleik. Báðir hafa talsverða
Þýðrngu. Fyrri leikurinn setur
Aftureldingu í 2. deild, en hinn
síðari gerir leik FH og Fram
n. k. sunnudag að hreinum úr-
slitaleik í I. deild.
Jafn fyrri hálfleikur.
Fyrri hálfleikur var heldur
jafn en laus við að vera spenn
andi, og það var leikurinn raun
ar allur. Valsmenn byrjuðu vel
og komust í 4—0 og 5—1. Mos-
fellingar komust í 5—4 og jöfn
uðu 6—6, 8—8, 12—12 og 13—
13 en aldrei tókst þeim að kom
ast yfir. í hálfleik stóðu leikar
14—13 fyrir Val.
Síðari háiíleikurinn leiddi í
ljós nokkra yfirburði Vals enda
sigruðu þeir 29—21 og unnu
síðari hálfleikinn 15—8. Hálf-
leikurinn var lengi vel nokkuð
jafn, eða allt fram í miðjan hálf
leikinn að Valsmenn skoruðu 3
mörk á skömmum tírna, 20—
•HMMMtHMUUMMMtHMWW
Staðan í
/. deíld
STAÐAN í 1. DEILD
Staðan í fyrstu derld eft
ir leikina um helgina er
þessi;
fh 4 4 0 0 8 146- 63
Fram 4 4 0 0 8 114- 67
KR 5 3 0 2 6 108-111
Valur 5 2 0 3 4 92-117
ÍR 5 1 0 4 2 113-139
Afture. 5 0 0 5 0 92-168
Eftir er cinn leikur,
millr Fram og FH og er
leikurinn hrcinn úrslita-
leikur. Leikurinn fer fram
n. k. sunnudagskvöld.
16. Eftir það var leikurinn allur
í höndum Valsmanna, sem uku
forskotið smám saman upp í 8
marka forskot í 29—21.
Reynrr maetti til leiks
í leikslok.
Valsmenn léku betur en Aft-
ureldingarmenn og sigruðu
réttilega. Beztur Valsmanna,
einkum í fyrri hálfleik var
Bergur Guðnason. Geir átti og
góðan leik. Gylfi Hjálmarsson
er mjög vaxandi leikmaður og
átti góðan leik. Stefán Hall-
grímsson markvörður átti ekki
góðan leik að þessu sinni, enda
notuðu Aftureldingai-menn sér
mjög að skjóta í gólfið hjá
S'tefáni, en við slíkum skotum
kann hann engin ráð.
Aftureldingarmenn mega
heita heldur óheppnir. Þeirra
bezti leikmaður Reynir Hálf-
dánarson lék ekki með nema
síðustu fimm mínúturnar og
það var allt of seint maeit til að
gagn yrði af fyrir liðið, því þá
var þegar útséð um að liðið
mundi tapa leiknum og þar með
falla. Ástæðan fvrir því hve
seint Reynir mætti mun sú að
hann hélt leikinn vera seinni
leik kvöldsins. Skúli Skarp-
héðinsson, hinn góðkunni mark
vörður Aft.ureldingar lék ekki
með að þessu sinni, en í hans
stað lék Halldór Sigurðsson og
átti oft ágæt tilþrif. Bernharð
Linn átti þó beztan leikinn. —
Ásbjörn Sigurjónsson var ó-
venju hepninn með skot sín og
var fundvísari á glufur en
nokkru sinni fyrr og það sýnir
markatal-a hans greinilega, 5
mörk.
Birglr.
Þessir skoruðu mörkin
Valur;
Gylfi Hjálmarsson 7. Geir
Hjartarson 6. Bergur Guðna-
son 5. Örn Ingólfsson 5. Árni
Njálsson 4. Valur Benediktsson
1. Stefán Ámason 1.
Hann er ekkr árenníleg
ur á myndinni hann Ás-
björn Sigurjónsson úr
Aftureldingu. Ásbjöm
stóð sig með ágætum í
Ieiknum gegn Val og skor
aði fimm mörk. Ljósm.
Sv. Þormóðsson,
wwwwmiwwvvvwvm
Afturelding:
Ásbjörn Sigurjónsson 5. Bem-
harð Linn 5. Helgi Jónsson 5. j
Tómas Lámsson 3. Guðmund-'
ur Guðmundsson 2 Reynir Hálf
dánarson 1. j
Sigurður R. og
R.víkurmeistarar
ÍJbró tta t ré tfir
í STUTTU MÁLI
Yolanda Balas, Rúmeníu
stökk 1,87 m. í hástökki á
móti í Búkarest á sunnudag.
Elhúa Ricci hefur sett ítalskt
met í kringlukasti kvenna.
Á sundmói í Malmö um helg
ina voru sett sænsk met, þar á
meðal eitt Evrópumet, Neptun
náði 3:46,0 í 4X100 m. skrið-
sundr, 9/10 úr sek. betri en
gamla Evrópu metið. Per-OIof
Lindberg náði 54,9 á fyrsta
spretti, sem er sænskt met.
Frjálsíþróttamótum í Ástral-
íu er nú að ljúka meistari í tug-
þraut varð spjótkasíarrnn
Birks, hlaut 5908 stig (kastaði
spjótinu 73,96 m.)
Micheline Mason hefur sett
ástralskt met í hástökki kvenna
með 1,75 m.
3.
REYKJAVÍKURMÓTH) í stór 2
svigi var haldið í Jósefsdial —
sunnudaginn 16. apríl. — Hófst
keppnin kl. 12 á háúegi. Keppt
var í öllum flokkum kvenna og
karla. Veðrið var gott, sólskin
og logn_ Keppendur voru um 70,
frá Ármanni, KR, ÍR, og Víking.
Gestur mótsins var Steinþór
Jakobsson frá ísafirði. Steinþór
annaðist ennfremur brautalagn
ingu og voru brautirnar mjög
skemmtilegar.
Úrslit urðu þessi:
A flokkur, kar.la:
Rvíkurmeistari í stórsvigi:
1. Sigurður R. Guðjóns,, Á, 77,4
2. Stéfán Kristjánsson, Á, 79,0
3 Valdimar Örnólfsson, ÍR, 79,3
Brautin var 1500.m. á lengd.
30 hlið.
R flokkur:
1. Úlfar Jón Andrésson, ÍR, 72,3
2 Hinrik Hermannss.. KR, 74.1
3. Einar Þorkelsson, KR, 75,0
Brautin var 1200 m, á lengd.
26 hlið
C flokknr:
1 Sigurður Einarsson; ÍR, 45,9
2. Þórður Jónsson. Á 46 7
3. Logi Magnússon. ÍR, 47,6
4 Björn Ólafsson V'king. 51.4
Brautin var 1000 m. á lengd.
20 hlið.
Drengjafiokkur:
l.Július Magnússon, KR, 41,6
Andrés Sigurðsson, ÍR, 42.0
Rúriar Sigurðsson, ÍR, 42,1
Brautin var 800 m. á léngd.
15 hlið.
Kvennaflokkur:
Stórsvigmeistari
Marta B. Guðm.d , KR. 34,4
Framhald á 11. síðu.
Sigurður R. Guðjónsson,
Rvíkurmeistari í stórsvigi.