Alþýðublaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 7
ENÐA þótt orðið trúlofun sé mjög vel myndað að íslenzkri tungu, þá er það orð ekki not að í lagamáli, heldur hið forna orð festar, sbr orðasamböndin að sitja í fesfcum og fastna sér konu. í lögum um stofnun og slit hjúskapar nr. 39 frá 1921 seg ir, að það séu festar, þegar karlmaður og kona hafa heit ið hvort öðru eiginorði. Trúlof un eða stofnun festa er alger lega óformfaundinn gjörningur, sem jafnvel getur skapazt orða laust. Enda þótt algengast' sé, að trúlofun sé gerð opinber með uppsetningu hringa, blaða fréttum eða á annan hátt, er slíkt ekki nauðsynlegt skil yrði. Festastofnun þarf ekki að vera á vitorði annarra en festa aðila. Hitt er annað mál, að sá að ili, sem styðja vill rétt sinn við ’ festastofnunina, getur lent í sönnunarerfiðieikum, hafi leynd hvílt yfir athöfninni. Festaheitið eða trúlofunin hefur sjaldnast lögfylgjur í för með sér, en þó á það sér stað, og þarf því að huga að, hvers kyns þetta heiti eða loforð er. Næst sanni er að ætla, að með trúlofun sé átt við tvær sam hliða ákvarðanir, um sama efni, þ. e„ væntanlega vígsiu aðila, þar sem það er forsenda, að þessu sambandi geti hvor aðili riftað einhliða. Spyrja má, hvaða hæfileika fólk þarf að hafa til að bera, svo að það geti stofnað til lög iegra festa. Lögin setja engan iágmarksaldur í þessu sam bandi, en sumir vilja ganga út frá, að aðilar þurfi að liafa náð 16 ára aldri, þ. e. sjálfræðis aldri, og benda á, að orðin „karlmaður og kona“ í lögun um gefi tii kynna að byggt sé á ákveðnu þroskaskilýrði. Orð in „man och kvinna“ i tilsvar andi ákvæði sænsku hjúskap arlaganna hafa verið skilin svo. Engu að síður hygg ég, að hafna beri þeirri skoðun, að iágmarksaldur þurfi að vera fyrir hendi, heldur verði ein ungis gsrð sú krafa, að hjóna efnin séu nægilega þroskuð til að skilja þýðingu loforðsins. Þá geta eðlilega ekki þeir að ilar stofnað festar, sem haldnir eru þeim hjúskaparhindrun um, er ekk; verður úr bætt, t. d. skyldleiki og ákveðnir sjúkdómar. Festatíminn er hugsaður sem reynslu eða biðtími fyrir hið væntanlega hjónaband og lýkur í flestum tilfellum á brúðkaupsdegi. Oft er það, sérlega nú á síð ari tímum, að festar rofna. Á það sér stað með ýmsum hætti, stundum með fullkomnu sam komulagi og vinemsd, stund um með skömmum og því, a trúlofunarhringum er kastað. En hvernig svo sem þetta kann að bera að höndum, þá hafa festarofin í langfæstum til fellum réttarlegar afleiðíngar. Lögin gera þó ráð fyrir tveim ur tilvikum, þar sem festastofn un og síðar slit á þeim skapi skaðabótaábyrgð, og verða til vik þessi rakin hér. 1. „Nú slitna festar, og annað hjónaefna á aðallega sök á því, og skal það þá bæta hinu tjón út af ráðstöfun um, sem gérðar hafa verið . vegna væntanlegs hjúskap ar og sehnilegar þykja ver ið hafa“. Sem dæmi um bætur sam kvæmt þessari lagagrein má nefna: Maður hefur keypt hús gögn og heimilistæki, en unn ustan rýfur festar. Maðurinn verður að selja hina keyptu muni undir kaupverði, og hef ur hann þá öðiazt skaðabóta rétt á hendur unnustunni. Ann að dæmi: Vegna fyrirhugaðs hjúskapar segir unnustan upp vel launuðu skrifstofustarfi, en kærastinn slítur festum án saka af hennar hálfu. Hún neyð ist til að taka illa launaða at vinnu, og hefur hún þar með eignast faótarétt á hendur fyrr verandi festarmanni sínurn fyr ir nettótapi sínu. Mér er ekki kunnugt um, að íslenzkir dómstólar hafi fjallað um mál, þar sem gerð ar hafa verið kröfur samkvæmt kvæmt þessari grein. 2. „Nú verður festarkona þunguð af völdum festar manns síns, og festar slitna síðan af ástæðum, sem hann á aðallega sök á, og skal hann þá gjalda henni hæfilegar bætur fyrir ráð spjöllin“. Bætur samkyæmt þessar grein éru alveg sérstaks eðlis. Þær eru ekki bætur fyrir fjár tjón, eins og bætur samkv. lið nr. 1, heldur miskabætur, þ. e. bætur fyrir tjón, sem ekki verð ur metið til fjár. Sumir fræði menn nefna miskibætur upp bót fyrir tjón á hugrænum gerð um. Vel er því hugsanlegt, að kona höfði samtímis skaðabóta mál skv. bæði lið 1 og 2, Ráð spjallabæturnar eru því eðli lega óháðar skyldu barnsföð ur til að greiða lögboðið með lag með barni sínu og fæðing arkostnað. Skilyrði fyrir þessum bótum er, að þunginn hafi komið und ir á festatímanum. Sé aðstaðan sú, að fyrst vérði konan þung uð, trúlofast síðan friðli sínum, hann rýfur festar án saka, koma ráðspjallabæturnar ékki til greina. Hins vegar er það nægilegt að konan hafi orðið þupguð á festatímanum Enda þótt barn fæðist andvana eða konú verði fósturlát, er bótaskyldan engu að síður fyrir hendi. Að vísu geta slík tilvik hafa áhrif á bótafjárhæðina. Nú getur það átt sér stað, að ekki sé einsýnt, að unnust inn hafi verið valdur að þunga unnustu sinnar, eða að slíkt orkaði tvímælis. í því tilfelli yrði að gripa til sönnunar reglna réttarfarsfræðinnar í barnsfaðernismálum, og úrslit ín gætu oltið á fyllingareiði eða synjunareiði. Framh. á 14. síðu ..stífiur Um 100 ferðir Fi í sumar KOMIN er út áætlun Ferffafé lags íslands um sumax-leyfis- og skemmtiferðir um iielgar 1961. Ferðir féla’gsins eru alls um 100 og skíptast þannig: 2 þáskaferðir 4 hvitasunriuferðir, 17 sumarleyf isferðir, 4 ferðir um verzlunar mannahelgina, fastar helgarferð ir um 42 og aðrar helgarferðir 29. um félagsins milli helga, eftir því sem pláss og aðrar ástæður leyfa. Þeim, sem óska að fá gist ingu í sæluhúsum félagsins, skal ráðiagt að leita leyfis með gó& um íyrirvara. FÍ á nú 8 sæluhús. þar sevn samtímis geta gist á þriðja hundr að manns, þegar gólfpiáss, auk rúmstæða, er notað. Auk fastra helgarferða til | Kerlingarfjalla, Þ-órsmerkur og Landmannalauga, gerir FÍ nú til raun til að fara um hverja helgi í júlímánuði austur í Þjórsárdal og upp í Húsafellsskóg 112 dags ferðir Eins og undanfarið gefst fólki kostúr á að dvéljast í sæluhús „ALLRA MEÍNA BOT“ gieSiierkur SunXárhússins hefur verið sýndur þrisv- ar sinnum í Austurbæjar bíó fyrir fullu húsi og við f rábærar undfrtektir. Á myndinni sjáum við Pétur skxeiðarspekúlant (Steindór Hjörleifsson) — verjast leynilögreglu- mannimim Stórólfi (Arna Tryggvasyni) sem er kom ínn í sjúkrahús dr. Svend sen þeirra erinda að kom ast að raun um hlaupa- á reikningsnúmer Péturs í S banka i Færeyjum. Stór- ólfur vill greiða Pétri höf uðhögg s\>o, hann fái minn |; ið. $ Næsta svning er í kvöld ki. 11.30. ~ & Alþýðublaðið — 18. apríl 1961 J Sigga Vigga ' ’ > -i'u - -..A. ’ • ' 'T uif • " . . + 1/M • 1. • s y fH Imennina LOyTrdBOI ryr ir 0 1 mtsnnmy

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.