Alþýðublaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 16
1VÉLIM 1 KOMIN SKYMASTERvél sú, er f‘ Flug'félag: íslands hefur tek ið á leigu í Bandaníkjunum § kom til Reykjavíkur á gj sunnudagskvöld. — Mynd ™ $ in var tekin við það tæki faeri og sjást á henni þeir er sóttu vélina. Þeir eru talið frá vinstri: Sigurður Matthíasson fulltrúi, Örn Eiríksson, loftsiglingafr,., § Jóhannes Snorrason flug stjóri, Asgeir Samuelsson og Henning Bjarnason. — Í Vélin var sótt til St, Paul J í Minnesota. (Ljósm.: Sv. $ Sæmundsson). £ ■ iVMtmMMMWMMMMMMMtW HRAÐSKÁKMÓT Starfsmanna félags Alþýðublaðsins fór fram s. 1. laugardagskvöid. Úrslit urðu þau, að sigurvegari varð Björn Eyþórsson, prentari, sem hlaut 10 vinninga af 11 mögulegum. Annar varð Gestur Guðfinnsson, p fgreiðslustjóri, með 9 (á vinn iHg og þriðji Sverrir Kjartans son, framkvæmdastjóri, með 9 vinninga. Þetta er annað hrað skákmótið, sem STAB efnir. til. VORIÐ 1960 birti A'jfcýði fclaðið fréttir um nokkra menn sem höfðu lent í höndum svik uúa bílasala í Re.vkjavík og tapað stórfé, stundum nærri aieigunni, í viðskiptum við þá. 60 Norbmenn koma til oð gróðursetja SEXTÍU Norðmenn koma flugleiðis til íslands 31. mali næst komandi á vegum Skógræktarfé Jags íslands. Þeir munu dvelja K«r I hálfan mánuð og gróður setja skógplöntur. Þeir munu aðallega gróðursetja í Hauka dal, Þjórsárdal og nokkrir fara norður í land. Slíkir hópar hafa komið hing að á þriggja ára fresti til gróð ursetningar frá Noregi frá ár inu 1949. Á meðan Norðmenn irnir dvelja hér fer jafnstór hóp ur ísiendinga til Noregs í sama tilgangi. Þeir munu dvelja á fjðrurn stöðum í grennd við Ála sund. Blaðið birti nokkur dæmi til sönnunnar. Oftast fengu fórnar iömbin lí hendur „örugga papp ír,a“, sem greiðslu. Þrátt fyrir upplýsingar Alþýðublaðsins og annarra aðila hefur dómsmila stjórnin ekkert aðhafzt í mál inu. Þess vegna steekkar alltaf hópurinn, sem er féfléttuir í ,,bílabraskinu“. Hér á eftir fer enn eitt dæmið um hina „öruggu pappiíra": Bóndi nokkur fluttist fyrir nokkrum árum búferlum til Hafnarfjarðar, en móðir hans lá þar á sjúkrahúsi. Hann seldi jörð sína áður. Snemma árs 1960 keypti hann sér Landroverjeppa hjá bílasala fyrir um 86 þúsund krónur, sem hann greiddi út í hönd. Nokkru síðar kom bílasalinn að máli við hann og kvaðst geta selt jeppann fyrir hann með góð um hagnaði, Manninum leizt vel á þetta boð og tók því. Bílasalinn kvaðst geta selt jeppann fyrir 92 þúsund krónur, en það væru það hagstæð kaup, að ekki þyrfti að horfa í þótt greiðslan væri í víxlum, Hann kvað þetta örugga pappíra, sem væru með veð í Chevroletbifreið af árgerð 1959, en bifreiðin væri á Akranesi. Bóndinn fyrrverandi, sem lítt þekkti til refilstigu viðskiptanna í höfuðborginni, var ánægður með kaupin, enda þóttist hann hafa til þess ærna ástæðu. Hann fékk svo greiðsluna í 23 fjögur þúsund króna víxlum. j Brátt kom þó í ljós, að ekki er allt gull sem glóir, því illa | gekk að innheimta víxana. Sam þykkendur víxlanna ekki hafa átt neitt fyrir þeim. Maðurinn leitað; loks til lög fræðings í raunum sínum Lög fræðingurinn lét þegar þinglýsa veðinu í bifreiðinni, en bílasal inn hafði látið þess ógetið að þess þyrfti. í Ijós kom, að á : fyrsta veðrétti í bifreiðinni I hvíldu 50 þúsund krónur, á öðr lum veðrétti voru 16 þúsund kr. á þriðja veðrétti voru 90 þús und krónur. Bóndinn komst með víxlana sína á fjórða veðrétt. Tekizt mun hafa með hörku, að fá greiddar 20 þúsund krón ur af víxlunum. Málin standa þannig nú, að lagalega virðist erfitt að ná eftirstöðvunum svo bóndinn mun ef til vill tapa peningum sínum og gjalda þann ig sakleysis síns. INNBROT A AKRANESI Akranesi, 17, apríl. AÐFARANÓTT síðastliðins sunnudag var framið hér enn eitt innbrot og var nú skrifstofa H.f. Fiskivers fyrir valinu. Áður í vetur hafa innbrotsþjófar hér, aðallega brotizt inn í Alþýðu brauðgerðina, Fólksbílastöðina og fleiri staði, en sáralítið haft upp úr krafsinu. Það er því ekki undarlegt, þó að leitað sé nýrra og fengsælli staða til slíkra verka, en maður hélt nú að það væri að fara í geitarhús að leita ullar, að brjót ast inn í skrifstofu útgerðarfyr irtækis til að ná sér í peninga. En margt fer öðru vísi en ætlað er og þarna hafði þjófurinn heppnina með sér. Eftir að hafa farið inn um þak glugga, komst þjófurinn fyrir hafnarlítið inn í skrifstofuna og dýrkaði þar upp skáp með járn hurð, en heldur ómerkilegri læs ingu. í skápnum voru launa umslög og voru þau tekin, en ávísunum, sem einnig voru í skápnum, var ekki litið við, sem vonlegt var. Einnig tók þjófurinn með sér peningakassa með ca, 800 kr. í og alls mun honum því hafa áskotnazt milli 10 og 15 þúsund kr. í ferðinni. Þess skal að lok um getið, að þjófurinn er mesta snyrtimenni af slíkum manni að vera, því að áður en hann yfir gaf staðinn, þurrkaðj hann af skápum og ksrifborðum og skildi ! við skrifstofur*! í bezta ásF-g komulagi. Málið er í rannsókn, en inn brotið var framið á versta tíma, þar sem grásleppuvertíð á Akra nesi er í algleymingi! — Hdan. Knudsen leikur í kvöld HÉR á landi hefur verið staddur undanfarna daga norski fiðlusnillingurjinn og (þljóm sveitarstjórinn Gunnar Knud sen. Hann kom til íslands í boði Norræna félagsins í sambandi við norræna daginn 13. apríl sl. Þann dag ræddi hann við nemendur í skólum í ReykjaYík og kom fram á skemmtun félags ins um kvöldið. Hann hefur einnig farið til Akranes og haldið þar fyrirlest ur um Ole Bull og lék verk eftir hann á fundi í deild Norrænafé lagsins þar. Hann heimsótti enn fremur samvinnuskólann að Bifröst. Gunnar Knudsen fer heimleið is á miðvikudag, en ákveðið hef Frarnh. á 12. síðu. Holtavðrðu- helði ófær SAMKVÆMT upplýsingum frá Vegagerð rikisins verður reynt að moka veginn um Bröttubrekku í dag. Ekkert verður hins vegar átt við Holta vörðuheiði fyrr en eitthvað breyt ist til batnaðar í (líðarfari. Hefur heiðin verið algerlega ófær síð an um helgi, á Iaugardag, og mjög mikill snjór á heiðinni. Þá er Öxnadalsheiði mjög þungfær í austanverðum Skaga firði, en betri þegar vestar dreg ur norðanlands. Annars er mik ill snjór viða á Norðurlandi og á Vestfjörðum og vegir illfærir víðast hvar. Flestir aðalvegir í nágrenni bæjarins eru færir, t. d Hellis heiði fær öllum bílum. Mosfell heiði var fær í fyrradag, en tal in ófær eða a. m. k. illfær í gær. Hvalfjörður var fær í gærdag og sæmilegt fært vestur á Snæ fellsnes, þó að talsverður. snjór væri þar víða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.