Alþýðublaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 13
FRIMURAJRAR, rótaryklúbb ar, Lionklúbbar, Oddfellow ar, hvítasunnusöfnuðir og fíla delfía er eitthvað, sem allir bera virðingu fyrir, Hér er um að ræða félög eða félagsskap — þar sem meðlimirnir halda réglulega fundi eða samkomur. Um hina fyrstnefndu vita fæst ir utanaðkomandi mikið, meiri oða minn lcíynd hv.'lir yffr störfum þeirra, en allir geraráð fyrir, að eitthvað hljóti að ger ast merkilegt, þar sem kjól klæddir karlmenn koma saman til að borða Um hvítasunnu söfnuðinn, hjáipræðisherinn og fíladelfíu gegnir dálítið öðru máli, — þar mega allir vita, hvað fer fram. — En allt hefur þetta það sammerkt, að almenn ingur veitir félagsskapnum til veruviðurkenningu í huga sin um og játar. að með félags skapnum hl.iótj stefnt að-ein hverju markmiði Aftur á móti mætti nefna klúbba — sem miklu og rnik’Isverðu starfi gegna — sem halda fundi reglu lega, ser', starfa í fjölmörgum deildum, sem alls staðar fyrir finnast. sem tnka öll mál til umræöu, sem ekkert mannlegt láta sér óviðkomandi, — en sem þó hlióta ekki viðurkenn ingu i munni almennings. Samt er engan vesinn unnt að segja, að „hljótt sé“ um þessa klúbba né þeirra .starfsemi. — Sauma klúbb'jrnir eru að hætta fyrir sumarið Ef einhver karlmaður skyldi sjá konuhóp á veitingahúsi, — má hann vera viss um að hafa séð saumakiúbb Sumir klúbb ar halda nefnilega lokahófið á opinberum veitingahúsum og einmitt um þetta leyti árs eru klúbbarnir að hætta — þeir, sem þá ekki starfa allt sumar ið með tilheyrandi heimsókn um í su^arbústaði eða sameig inlegar glæfraferðir upp á Víf ilsfell eða önnur háskaleg fjöll og gnýpur. í tilefni þessa datt okkur í hug að taka mynd af klúbb stúlkum, — sem þó ekki vilja láta þekkja sig — því að þeirra klúbbar er ekki raunverulegur sauma klúbbur heldur menningar klúbbur!, — en það er önnur saga. Menningin verður líka, a. m. k öðru hvoru, að víkja fyrir vettlingaprjóni og smá barnafatasaum — því að sumar hafa „fundið þann eina sanna“ og eignazt börn og buru — en hinar, sem enn ekki hafa dott ið í þann lukkupott, sitja með sveittan skallann við að prjóna smábarnassokka og sauma ungahnoðra á pilsgopa á börn vinkvennanna sem eiga afmæli í tíma og ótíma. Eins og kunnugt er bera karlmenn óttablandna virð ingu fyrir saumaklúbbum. Mik ill tími ævi þein-a fer í að velta því fyrir sér og tala um það á veitingahúsum hvað fram fari i saumaklúbbum og þeir kom ast jafnan að þeirri einkenni legu niðurstöðu, að í sauma klúbbum sé jafiian rætt um þá sjálfa! Okkur datt því í hug að lyfta oíurlitlu honii af tjaldinu og leyfa karlmönnum að gæjast snöggvast inn í hið dularfulla .— nokkurs konar saumaklúbb. Vitanlega sitja allir meðlim ir stilltir og hljóðir með sól skinsbros á vör, þegar tjald horninu er lyft. Sumarsitjameð einhverja handavinnu á milli hanáanna, cin er t, d að prjóna rauða barnsvettlinga og til kynnir, að hún sé raunar búin að læra nýja aðferð við að prjóna fingravettlinga. — Lærðuð þið ekki að byrja á litla putta? — Jú, hinar gátu ekki neitað því — Síðan kemur löng lýs ing á hinni nýju aðferð við að búa til fingravettlinga, sem ekki þykir ástæða til að rekja hér — en lýsingunni lýkur með því, að sannað þykir, að þessir vettlingar muni of stórir á vin konubarnið og hljóti því að b'ða þau hörmulegu örlög að verða raktir upp til þess að fæðast aftur í minni útgáfu. — I>að er munur að sjá ykk ur hafa eitthvað á milli hand anna, segir móðir ,,húsmóður“. Hér fyrr á árum voruð þið van ar að sitja á lúkunum og lesa kvæði. — Mamma, þú varst búin að lofa að hita kaffið. — Vertu ekki að reka mömmu þína til að hita kaffið. — Já, sko — þú tekur svari mínu. — Vinur dýra og smáfugla ó . . . . — Munið þið eftir því, þeg ar verið var að gefa manni lýs ið í skólanum? Þessu var hellt upp í mann af færi, og stundum skelltu krakkarnir saman kjáik unum fyrr en skyldi, og lýsið fór út um allt. — Þá er ég komin í betri æf ingu. — Ég gef krökkunum f skólanum lýsispiilur og er kom in upp á lag með að skjóta upp í þau. — Það þykir þeim feiki lega spennandi. — Það er nú ekkert að segja orðið feikilega, en mikið þótti mér sniðugt að heyra til stelpn anna í strætó. Þetta voru stelp uy svona 13 eða 14 ára og.hitt ust í strætó — Hvert ertu að fara? spyrði önnu’- — Ég er að fara á stúkufund, sagði hin. Er gaman þar? spurði þá sú fyrri. — Já, „fer lega“.... Finnst ykkur ekki dálítið ósamrými í því að nota orðið ,,ferlega“ um stúkufund? En úr því að þetta er nú ,,menningarklúbbur“, fóru þær auðvitað að tala um Ionesco — Hafið þið séð Nashyming ana eða einþáttungana í Iðnó? (Bæðj já og nei). — Hvernig fannst ykkur? — Mér þótti verst að vera búin að lesa svona mikið um Nashyrningana áður en ég fór. Þess vegna hélt ég í fyrstu, að ég skildi eitthvað 1 þeim — en undir lokin skildist. mér, að ég skildi ekkj neitt, — Mér finnst andstyggilegt að telja fólki trú um. að lífið sé tilgangslaust, grátt og við burðasnautt Mér finnst hlægi legt, þegar fólk þykist hrifast af því, sem það hvorki segist skilj-a né skynja og enga mein ingu hafi í sjálfu sér. Hvers vegna er alltaf verið að hamra á því. sem er ijótt og grátt? — Þó er fólki talin trú um, að þetta sé sannlcikurinn. Og sumir trúa því, þótt þeir labbi dauðsyfjaðir út af hundleiðin Framh á 14. síðu FYRIR SUMARDAGINN FYRSTA Barna og unglSngaskór / MIKLU ÚRVALI Alþýðuh’aðlð — 18. spríl 1S61 f 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.