Alþýðublaðið - 20.04.1961, Blaðsíða 1
1
I. BLAÐ
★ VIÐ GERU3I okkur
dag'amun vegna sumarkom
unnar og sendum íesendum
okkar tvöfalt blað í dag,
og eru þau samtals 28 síð\
ur.
í aukablaðinu er meðal
annars gre'in um það, er
flotaforingjar nazista vildu
ráðast á fsland, en Hitler,
hikaði. Seg'ir þar frá við
burðum á bak við tjöld síð
ustu heimstyrjaldar, sem
hefðu getað' haft mikil
áhr'if á örlög íslendinga.
Þar er einnig grein eftir
góðvin okkar, Útnesjakarl,
þar sem hann ræðir horfur
á útgerð og fiskiríi á kom
andi sumri og spyr, hvort
allur bátaflotimi verði enn
einu sinn'i sendur á happ
drættisveiðar. Margt fleira
skemmtilegt er í blað'inu.
í þessu blaði er sorgar,
sagan um selinn á baksíðu,
en í opnunni er ekki eins
dapu-legt efni. Þar eru
sem sé eintómar sögur fyr
ir böm, af því að í dag er
barnadagurinn. Svo kom
|! um við næst út á laugar
| dag.
MWWWWWWWWMWHMTO
INNAN skamms verður haf-
izt handa um byggingu eldis-
m.mmm”, t\a\
stöðvar og klakhúss skammt
frá Rafstöðinni við Elliðaár. —
Gerðar hafa verrð áætlanir að
byggingu þessara stöðva, og er
þarna um mikil mannvirki að
ræða. Til að byrja með verður
aðeins byggður lítrll hluti
stöðvarinnar, en ætlunin er að
byggja hitt á næstu árurn.
Það voru þeir Þór Guðjóns-
son og Eric Mogensen, fiski-
fræðingur, sem gerðu áætlanir
að byggingu stöðvanna, en Eric
Mogensen hefur stjórnað fisk-
eldi í hinu gamla klakhúsi Raf-
magnsveitu Reykjavíkur við
Elliðaár síðan árið 1952.
Það var árið 1932 að RR
byggði klakhús við Efri-Elliða-
ár, og hefur rekið það síðan. —
Eldið var hafið í þremur eldis-
kössum úr tré og gekk það vel.
Síðan hefur stöðin stækkað
smátt og smátt, þannig að í
henni eru nú 22 kassar. Áherzla
hefur verið lögð á að ala laxa-
seiði yfir sumarið í stöðinni. —
Seiðunum hefur verið sleppt i
Elliðaárnar að eldinu loknu, og
seld til þess að sleppa í ár víðs
vegar um landið.
Eins og fyrr segir, þá hefui
nú verið ákveðið að stækka stöð
ina, og hefur henni verið val-
inn staður í túninu í Ártúni
vestan við hólinn, sem bærinn
stendur á. Elliðastöð þessi mun
samanstanda af klakhúsi, fóður
húsi, geymslum og eldisstöð
með eldiskössum og eldistjörn.
byggt verður mikið hús, þar
sem klakkössum, fóðurgeymsl-
um og öðru verður komið fyrir
í. Er áætlað að húsið verði alit
að 120 m- að grunnfleti, ein
hæð og ris. í klaksal verða 20
klakskápar fyrir 2 milljónir
hrogna.
Áætlað landrými undir klak-
og eldisstöðina er sem næst
2.14 ha. að flatarmáli. Gert er
ráð fyrir að eldiskassar verði
steyptir og yfirbyggðir. Eldis-
kassarnir verða alls 2004 rúm-
metrar að stærð og verða þeir
alls 37 í fjórum mismunandi
stærðum, og notaðir til að ala í
seiði yfir sumarið.
Framhald á 13. síðu.
HViTT
SNJÓR hefur nú minnkað tals
vert sunnanlands, en frá Stykkis
hólmi norður og laustur um land
var í gær víðast hvar alhvít
jörð svo að segrja, að þvií er blað
inu var tjáð á Veður,stofunni. —
Frá Hólum í Hornafirði vestur
með ströndinni var hins vegar
svipað og hér í bænum.
Veðurathugunastöðvarnar úti
um land sögðu í gær, nema hér
sunnanlands, að jörð væri alþak
in snjó, svelli eða krapi_
Hiti var um land allt í gær;
heitast í Reykjavík 9 stig, en
kaldast á Vestfjörðum, Kjörvogi
og Hornbjargsvita, 2 stig.
í gærmorgun snjóaði meira að
segja á Vestfjörðum og slydda
var á Galtarvita síðdegis.
| í dag er spáð austanátt og þýð
^ viðri um land allt, rigningu
; sums staðar, helzt á Austurlandi.
Vegagerð ríkisins tjáði okkur
í gær, að yfirleitt væri færð góð,
en þó væru nokkrir fjallavegir
ill eða ófærir, t. d. Holtavörðu
heiði. Fært var til Hellissands,
Stykkishólms og Ólafsvíkur, svo
og Búðardals, í gær.
Helztu þjóðvegir austan fjalls
voru færir, og var fólksbifreið
um fært allt upp að Iðu. Krýsu
víkurvegur og Þingvallavegur
voru færir
42. árg. — Fimmtudagur 20. ;apríl 1961 — 89. tbl.
GLEDILEGT SUMAR
ÞESSI litli snáíPi, sem nú upplifir sumarkomu í fyrsta sinn, óskar, ykkur öllum gleðilegs sumars
fyrir Alþýðublaðið. Hann hditir Bjarni Bentsson og er sonur hjónanna Bents Bjarnasonar og
Iíelgu Helgadóttur, Miðstræti 10. Bjarni fæddist í ágústmánuð'i, en var að sleikja sólskinið, þegar
ljósmyndari okkar hitti hann.
Ný eldisstöð
\iúi Flliitaár