Alþýðublaðið - 20.04.1961, Síða 8
Fés-kúfa
E;nn dag um vorið
freddist lítil gimbur. Hún
var fjarskalega lítil og
veikluleg og gat varla
staðið. Frændi ákvað að
lcga henni strax, en ég
bað hann að gefa mér
hana. Hann sagði, að ég
yrði þá að sjá um hana
sjálf. Eg þóttist geta gert
það. Á morgnana fylgdi ég
frænda mínum út í fjár-
hús og gaf gimbu litlu að
drekka. Henni var svo illt
í munninum að hún gat
ekki einu sinni sogið
mömmu sína. Bróðir henn-
ar fékk því alla mjólkina,
og 'hann stækkaði og
staekkaði og varð brátt stór
og feitur, en gimbu litlu
fór lítið fram. Og þegar
mamma var rekin á fjall
gat gimba litla ekki fylgt
henni. Þá tók ég hana og
fór með hana heim. Eg
setti ull í kassa og lagði
gimbu í hann. Á daginn
var hún frjáls og gat hlaup
ið um. Einu sinni þegar
ég var að gefa henni lok-
aði hún allt í einu augun-
um og hneig niður. Þá
varð ég hrædd og fór að
skæla og hljóp til frænda
míns. Hann kom og leit á
gimbu og sagði, að ég
þyrfti ekkert að óttast. Þú
hefur gefið henni helzt til
mikið, og hún sefur svona
vært. Að stundu liðinni
vaknaði gimba og var hin
sprækasta.
Einn daginn var ég að
leika mér við gimbu litlu
og sá að eitthvað
skrýtð var framan á
nefinu á henni. Spurði ég
hvað þetta héti og var mér
sagt að það héti féskúfur.
Mér fannst svo gaman að
þessu, að ég skírði gimbu
litlu þegar í stað Féskúfu.
Einn dag um sumarið
skrapp ég fram í sveit, og
þegar ég kom heim, fann
ég Féskúfu hvergi. Hún
var horfin. Eg fór til
frænda míns og sagði
hann mér, að Féskúfa
hefði orðið skyndilega veik
og að hann hefði orði.ð að
lóga henni. Eg varð reið
og vildi ekki tala við
neinn mann lengi vel. En
svo skildi ég síðar, að
frændi hafði gert rétt.
Féskúfa hefði annars kval
izt til dauða. En skinnið
af henni geymi ég enn.
Þ ó r a •
Gufukarlinn
Einu sinni dreymdi mig
að ég þóttist koma til
frænku minnar. Hún var
þá nýflutt í stórt og fall-
egt hús. Þá segir Sigga
frænka allt í einu við mig:
„Hún Lína er gift.“ Eg
vissi ekki til að Lína væri
gift og varð alveg stein-
hissa. Rétt í þessu kemur
Lína inn og segir: „Eg
skal bara sýna ykkur
manninn minn !“ Fór hún
síðan með okkur fram í
eldhús. Á eldavélinni stóð
pottur. Tekur Lína nú
lokið af pottinum og leið
þá svolítil gufa upp af hon
um. Skyndilega birtist
maður í gufunni og stend-
ur upp úr pottinum og
stígur niður á gólfið. —
„Þarna sjáið þið hann!“
sagði Lína hróðug, en þá
hvarf maðurinn ofan í
pottinn aftur og Lína
flýtti sér að setja lokið
yfir.
Fluga
Á bænum, sem ég var
á í sveit í fyrrasumar, var
hryssa, er Fluga hét. Mér
þótti fjarska vænt um
haria,. Hún var ákaflega
þæg og það var gaman að
skreppa á bak henni. —
Eitt sinn þurfti ég að fara
norður fyrir Múla og yfir
á, sem heitir Grímsá. Við
hann varð spakari og
spakari. Eg gældi við hann
og hann lærði að þekkja
mig, og loks fór hann að
koma á móti mér til þess
að vita hvort ég 'hefði nú
ekki gleymt brauðbitan-
um.
H a f d í s .
☆
Upp til fjalla
Um verzlunarmanna-
helgina sl. sumar fór ég í
ferðalag til Kerlingar-
fjalla. Lagt var af stað á
föstudagsmorgni í sæmi-
legu veðri. 'Við komum að
Gullfossi um kl. 3. Þar
var dumbungsveður og
kalt. Eftir skamma við-
dvöl héldum við svo ferð-
inni áfram. Við ókum yfir
Sandá og Grjótá, en þær
eru báðar óbrúaðar. Stund
arkorni síðar komum við
A 1 d í s .
☆
héldum yfir ána og upp á
hálsinn. Þama voru þá
hrossin, og þegar við kom
um nær, sá ég hvar Fluga
var búin að kasta. Hún
hafði eignazt ljómandi
fallegt brúnsokkótt fol-
ald. Þegar heim kom,
sagði ég fréttirnar. Fluga
var fjarska góð til reiðar.
Það var því ákveðið að ala
folaldið upp. Þau voru
höfð heima við. Eg gerði
allt til þess að hæna
Brúnsokka að mér, en svo
var folaldið nefnt. Það
gekk erfiðlega í fyrstu.
Fluga kærði sig ekkert um
að ég væri að skipta mér
af Brún(sokka. jE(g færði
þeim brauðbita, og smám
saman sætti hún sig við
afskipti mín. Eg fékk að
klappa Brúnsokka, og
að Hvítárnesi. Þar er
sæluhús Ferðafélags ís-
lands. Skyggni fór versn-
andi er á daginn leið og
sást eigi til fjalla. Til
Kerlingarfj alla komum
við svo í vonzkuveðri —
og tjölduðum. Ekki var
veðrið betra daginn eftir,
og tókum við þá saman
farangurinn og héldum til
byggða. Urðum við að
sætta okkur við að komast
ekki til Hveravalla í þetta
sinn. Okum við síðan sem
leið liggur niður að Fells-
koti í Biskupstungum, en
þar býr frændfólk okkar.
Var okkur vel tekið.
Frænka mín á þarna sum-
arbústað í fallegum lundi.
Daginn eftir fórum við að
veiða í fallegum fossi, sem
Faxi heitir. 'Veður var
gott og veiði ágæt. Á mánu
dagsmorguninn gengum
við síðan upp á fjall fyrir
ofan bæinn. Þetta fjall er
skógi vaxið og hið feg-
ursta. Hátt uppi í klettun-
um sáum við hrafnshreið-
ur. 'Víðsýnt er af fjallinu.
í góðu skyggni má sjá
þaðan sjö kirkjur. —
Þarna uppi er líka fallegt
vatn. Eftir hádegið þenn-
an dag renndum við í dá-
litla sprænu, sem Rófa
nefnist, en ekki urðum við
výnr. Eftir þetta lékum
vi* golf og skemmtum
okkur prýðilega. Um
kvöldið héldum við svo
svo heim eftir mjög á-
nægjulega og viðburðaríka
helgi.
Guðmundur.
inn á brott veifa
vængjunum sínui
S i g u r
brotnaði. Örnir
sem snöggvast á
síðan hvarf hanri
F-^faslagur
Það var eitt sinn i
sv°itinni að ég var að reka
kýrnar í hagann. Þetta var
að morgni dags í glaða
sólskini. Allt í einu heyrði
éff vængja.þyt yfir höfði'
mér. Eg leit upp og sá
hvar hrafn kom fljúgandi
með egg í klónum. En á
eftir krumma kom örn á
fleygi ferð. Var sem eldur
brynni úr augum hans.
Hann renndi sér á
krumma á geysiferð og
barði hann snögglega með
öðrum vængnum. Krummi
datt steindauður niður, en
eggið lenti á steini og
Rlessuð
^veitasæla
í fyrravor fóf é'
hví miður lenti é;
m karli. Fvrst
kom og heilsaí
karlinn, gaf h
bara svart kaffi
með. Svona vor
urnar.
Annars voru þ
ir strákar fyrir
þekktu karlinn.
Einu sinni ]
vorum að leika
í hlöðu, kom
happ fyrir. Ka
g 20. apríl 1961 — Alþýðublaðið