Alþýðublaðið - 20.04.1961, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 20.04.1961, Qupperneq 2
Minningarorö: «*t*tí<5rar: GIsll J. Astþórsson (áb.) og Benedlkt urðndal. — Fulltrúar rlt- atlómar: Sigvaldl Hjáknarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: .•Jðrgvin GuBmund n. — Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingaslml .14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfis- Sötu 8—10. — Askriftargjald: kr. 45,00 á mánuðl. í lausasölu kr. 3.00 eint 'WtgefancL: Alþýðuflok. uricn. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kiartansson BJÖRN JAKOBSSON, fyrrv. skólastjóri Gagnbyltingin á Kúbu j ÖLL VESTURÁLFA, frá Kanada til Chile, j varð að nýlendum Evrópuþjóða þegar eftir að byggð hvítra manna og svartra festi þar rætur. Smám saman mynduðust í Norður-, Mið- og Suð ur-Ameríku þjóðarheildir, sem tóku að berjast ; fyrir sjálfstæoi, Bandaríkjamenn riðu á vaðið með frelsisstríði sínu á ofanverðri 18. öld, en síðar hafa aðrir komið á eftir, þótt enn séu nokkr ar nýlendur vestra. Eftir að pólitískt frelsi var unnið, hefur efna hagslegra og pólitískra áhrifa annara ríkja gætt mjög, og hafa bæði Evrópuþjóðir og Bandaríkin haft margvísleg afskipti af Mið- og S-Ameríku ríkjum. En einnig þessum áhrifum hefur verið vikið frá smám saman, þótt mikil séu þau enn. Bandaríkjamenn áttu meginþátt í að tryggja Kúbu frelsi frá Spánverjum fyrir aldamót. Engin ástæða hefur verið til að ætla, að þeir vildu ekki unna Kúbu fulls frelsis, sérstaklega eftir stefnu Roosevelts gagnvart hinum „góðu nágrönnum“, sem Kennedy er nú að endurvekja. Hins vegar hafa áhrif Bandaríkjamanna á efnahagslíf Kúbu verið mikil og hlaut að fara svo, að þau yrðu leyst af hólmií, jarðeignir kæmust í hendur kúb anskra bænda sjálfra, verksmiðjur í eign Kúbu- manna. Bylting Castros naut á sínum tíma mikillar samúðar og stuðnings í Bandaríkjunum, og þau viðurkenndu strax stjórn hans eftir að hann hafði sigrað Batista. Bandaríkjamenn urðu að sætta sig við róttækar breytingar í efnahagsmálum Kúbu, rétt eins og þeir urðu að una við þjóðnýt ingu olíulindanna í Mexíkó eftir byltingu-na í því landi. Þetta hefðu þeir vafalaust gert. Vandræðin á Kúbu stafa af þeirri stefnu Cast- ros að taka upp náið samstarf við kommúnista ríkin og hleypa þeim til áhrifa í landi sínu. Þar ! með blandaði hann eðlilegri þróun kúbanskra mála að óþörfu inn í heimsátökin milli austurs og vesturs. Þetta hlaut að kalla fram sterka and spyrnu. í löndum Karíbahafs og Mið-Ameríku eru menn svo vanir byltingum og gagnbylting- um, vopnaburði og gagnkvæmum innrásum, að svona hlaut að fara. Til þess þarf ekki frumkvæði Bandaríkj astj ómar eða neins annars aðila. Ef Bandaríkin hefðu viljað beita valdi gegn Castro, hafa þau herstöð á Kúbu og hefðu alla tíð getað lagt eyna undir sig. En það hafa þau ekki gert. Vonandi tekst gagnbyltingin gegn Castro. Von andi verður lýðræði endurreist á Kúbu og þjóð inni gefinn kostur á að rnóta eðliiega þróun sinna mála til fullkomins frelsis í pólitískum og efna- hagslegum skilningi. Fordæmið fyrir slíkri þró- un er til — í Mexíkó. BJÓRN Jakobsson var kenn ari af guðs náð. Hann hafði neistann, kímnina og háttvís ina. Þessvegna var hver íþrótta æfing hjá Birni gleðistund. Björn var mjög fjölhæfur mað ur og átti mörg áhugamál. Hann var í hópi þeirra íslend inga sem víða fóru erlendis en gleymdu ekki fósturjörðinni og töfrum hennar. Hann hafði gaman af að mála, spila á fiðlu og læra tungumál. Þegar hann talaði frönsku þá Jék hann fransmanninn um leið. Og við kvenfólkið eigum ;honum að þakka, að þurfa ekki lengur að æfa karlmannsæfingar. Hann skapaði nýtt kerfi fyrir konur og lagði megináherzluna á jafn vægisæfingar og fagrar hreyf ingar. í ÍR húsinu við Landa kotskirkju æfði hann úrvals flokk -kvenna, sem hann fór með til Norðurlanda og Frakk lands Þessi flokkur hans var frábærlega vel æfður. Og þeg ar Björn var ánægður með æf ingarnar tók harin fiðluna sína og lék undir. Fyrir þjóðJiátíð Ina 1930 samdi hann æfingar við lofgjörðina ,,Ó, guð vors lands“ og kvennaflokkur hans sýndi þær á Þingvöllum. Þetta var mjög fagurt verk í anda þjóðsöngsins, hátíðlegt og lotn ingarfullt. Annað vei'k er hann samdi, mjög ólikt hinu fyrra, létt og dansandi, var við menu et í Gdúr eftir Beethoven. Og þá má ekki gleyma flugstökk inu fræga. Ég efast um að hin miklu geimflug hafi glatt kapp ana meir en vel heppnuð flug stökk glöddu stúlkurnar hans Björns. Björn Jakobsson kenndi fim leika í mörg ár við Menntaskól ann í Reykjavík og ÍR. En þrátt fyrir öryggi og lífsþægindi í bænum ákvað hann að fara til Laugarvatns eftir að héraðs skólinn var reistur. Þar stofn aði hann íþróttaskóla íslands og varð fyrsti skólastjóri hans. Þar hefir Björn starfað og mót að hina ungu íþróttakennara landsins þar, til hann varð sjö tugur. Það sem nú gleður hans gömlu vini og nemendur mest er að Björn Jakobsson var sjálf um sér líkur fram á síðasta dag Gerður Jónasdóttir. MIÐVIKUDAGINN 12. þessa mánaðar hitti ég Björn Jakobs son að máli. Hann var nýkom inn til Reykjavíkur eftir nokkra dvml á Ellihei-milinu í Hveragerði. Björn hafði átt við vanheilsu að stríða fyrr f vet ur, en virtist nú hafa náð sér aftur. Hann var kominn til að halda upp á 75 ára afmæli sitt í hópi vina sinna, nemenda og samstarfsmanna. Við hlökkuð I um öll tii að njóta þessarar stundar með honum, því að Björn var einstakur maður, persónuleiki, og ævi hans öll reyndar ævintýri líkust. í vöggugjöf fékk Björn ó venju margar kostagjafir. List lineigður var hann með afbrigð um og fjölhæfur. Hárfín skynj un og næm tilfinning snillings íns einkenndu jafnan öll störf .haris. Björn var jafnvígur á margt, tónlist, myndlist og ís lenzka tungu, bæði í riti og ræðu allri. Hann var fríður maður og föngulegur, höfðingi í lund og drengur góður. Björn var manna víðlesnastur o,g vel heima, hvar sem komið var við. En hann var gjörsneyddur a'llri sýndarmennsku og hlé drægni hans og yfirlætisleysi svo sönn og rótgróin, að ókunn ir hefðu getað álitið það feimni eða skeytingarleysi um aðra. Nánari kynni sýndu sí vaxandi og ungan persónuleika sem gat verið fastur fyrir og fylginn sér, ef honum þótti þurfa, því að Björn var heill í hverju máli. Þó var Björn í eðli sínu and vígur allri valdbeitingu og hrjúfum kraftinum, en leitaði stöðugt hins fínlega og blíða. Var eins og hann lifði í draumaheimi fegurðar og sam ræmis. Kemur þetta einkar skýrt fram, ef skoðaðar eru myndir hans, einkum þó olíu málverk frá tímabilinu fyrir 1940 og pennateíkningar, sér í lagi eftir 1950. Eru hinar fyrr nefndu að mínu viti eintsakar í hópi íslenzkra mynda og eng um öðrum líkar. Fáum við þar að s'kyggnast inn fyrir tjaldið og líta töfra þessarar furðuver aldar Þetta viðhorf Björns kemur þó skýrast fram í ævistarfi hans, fimleikum og íþróttum. Æfingar úrvalsflokka hans I fimleikum' voru svo fullar. þokka og mýktar, hvert smá atriði svo þaulhugsað og fágað, að þeir fóru sigri hrósandi, —< hvar sem þeir komu fram. —■ Enda sést nú, þegar litið er um öxl, að hann hefur um margt verið jafnvel áratugum á und an samtíma sínum. Er hér var komið sögu, —■ hefðu margir talið þetta harla gott, hefðu þeir verið í sporum Björns, og haldið áfram þá braut. sem hér var svo glæsii lega hafin Frægð og framí voru honum vísari en flestum öðrum. En hugur Björns stefndi ann að. Köllun hans var að verða flestum að liði, gera íþróttirm ar eign allra. Hann hefst því handa og setur á stofn íþrótta skóla að Laugarvatni og rekur hann fyrstu árin sem einka skóla. Varð Björn þá að vinna myrkranna á milli, bví að liér var um alg.iört brautryðjenda starf að ræða. Kennslubækuí allar varð hann að semja að langmestu leyti samliliða kennslunni, og er erfitt fyrir aðra að gera sér í hugarlund, hvert afrek þetta var. Síðar var -skólinn gerður að ríkisskóla, íþróttakennaraskóla íslands, og stjórnaði Björn hom um þar til fyrir 4 árum. Eli ekki einu sinni, er hér var komi; ið, gat Björn unnt sér þess af5 setjast á helgan stein. Á Laug arvatni var þörf fyrir starfa krafta hans, og hélt hann þaF áfram að hugsa um skólann, og þegar hann kom aftur til heilsu, hóf hann þar áfrani kennslu, unz heilsan þraut. Era, jafnvel á sjúkrabeðinu hélt hann áfram að hugsa um skól ann, og þegar hann kom aftui? til heilsu, hóf hann að vinna affi kennslubókum í lífeðlis og efna fræði I1 Þegar ég kvaddi Björn dag inn fyrir afmæli hans, sagði hann, að nú væri höndin að ná íullum styrk og hann hlakkaði! til að fara aftur að taka til viffl fiðluna. Hann var svo glaður og hress, að mig erunaði sízt, að þetta væri okkar hinzta kveðja. < Að morgni 75 ára afmælis síns kenndi hann lasleika o@ hvarf héðan í hægum svefni. Undursamlegu ævintýri hana var lokið Eiríkur Haraldsson. | Alþýðufiokksfélögin í Kópavogi og Garðahreppi ! halda árshatíð í Tjarnarcafé (uppi), laugardaginii 22. apríl kl. 8,30. — Mörg skemmtiatriði. 20. apríl 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.