Alþýðublaðið - 25.04.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.04.1961, Blaðsíða 7
GEIG'VÆNLEGIR atburðir hafa gerzt j Algier síðustu daga, nokkrir hershöfðingjar hafa gert uppreisn gegn stjórn de Gaulles og reynzt svo sterkir og umsvifamiklir, að jafnvel ér talin hætta á, að þeir reyni að gera innrás í Frakkland sjálft. Foringi upp reisnarinnar virðist vera Mau- rice Challe, hershöfðingi/ maður, sem de Gaulle gerði að yfirmanni hersins í Algier, er hann kom til valda 1958, fin náin samvinna virðist vera milli hans og Raouls Salan, hershöfðingja, sem áð- ur var yfírmaður hersins í Algier, en sviptur þeim starfa þar eð hann var ekki talinn tryggur. Salan, sem er innfæddur Algier-Frakki, fluði til Spán- ar, þar sem hann hefur verið í hálfgerðu fangelsi, þ. e. a. s. spænska öryggislögreglan hef ur gætt hans mjög vandlega, þó að hann hefði fullt ferða- frelsi innan landsins. Fyrir nokkrum vikum olli Salan miklu uppþoti innan spænsku lögreglunnar, er honum tókst að hrista af sér gæzlumenn sína í átta klukkustundir, og nú tókst honum það aftur um helgina, því að til Algier er hann kominn. Fleiri forustumenn ,,götu- vígja uppreisnarinnar11 í Al- gier flúðu undan réttvísinni til Spánar og hafa setið þar um nokkurra mánaða skeið. Einn þeirra, hinn skeggjaði Lagaillarde, sem hefur tíu ára fangelsisdóm vofandi yf- ir sér, er nú einnig sagður hafa komizt undan spænsku lögreglunni og vera kominn til Algier. Kráreigandinn Joseph Ortiz, sem var dæmd ur úl dauða í réttarhöldun- um í París í vetur, situr enn á Spáni, þegar þetta er ritað, þar eð lögreglan stöðvaði hann og tvo samstarfsmenn hans, er þeir reyndu að stíga upp i flugvél í gærmorgun. Herinn var óvis9 í afstöð- unni í stóru „götuvígis upp- reisninni“ 1958 og sömuleiðis hinni síðari 1960, en í bæði skiptin snérist hann þó á end- anum á sveif með hinni lög- legu ríkisstjórn landsins. — Challe hafði tekið við af Sa- lan eftir fyrri uppreisnina og var mjög hikandi í viðskipt- um sínum við uppreisnar- menn 1960. Vegna þess var honum „sparkað upp á loft“ og gerður að yfirmanni míð- svæðis NATO. Hann var þó ekki lengi í því embætti, því að nokkru síðar baðst hann lausnar frá störfum í hem- um, aðeins 56 ára gamall, og bar við ósamkomulagi við de Gaulle um afstöðua til NA- TO. Þess má geta, að í „götu- vígja uppreisninni“ 1958 var C’nalle í Frakklandi og þá handtekinn, þar eð hann þótti ótryggur. Svo virðist, sem hin óá- kveðna afstaða hersins 1959 og 1960 hafi nú harðnað veru lega vegna þess hve miklar líkur virðast á, að samning- ar takist milli frönsku stjórn arinnar og uppreisnarmanna í Algier. Erfitt er að segja um það ennþá, hve almenn- an stuðning hinir öfgafullu og fasistísku hershöfðingjar hafa innan hersins, en ekki boðar það gott, hve lítið heyrist um viðbrögð almennra hermanna við þvn, að de Gaulle hefur leyst þá undan heraga, svo að þeim er frjálst að óhlýðnast yfirmönnum sínum. Annars eru allar fregnir frá Algier enp svo óljósar, að erfitt er að gera sér grein fyrir hvern- ig málin muni æxlast. Það eru nú liðin rétt rúm 130 ár síðan Frakkar tóku að leggja Algier undir sig, en þeir hertóku Algierborg 1830. Á næstu ámm flutti mikill fjöldi Frakka til lands- ins og settist þar að og á ár- inu 1870—1871 var endanlega búið að leggia Algier undir Frakkland, er uppreisn Ar- aba í Kabylíu var bæld nið- ur. Það getur enginn skafið af „nýlendu-Frökkunum“ (les colons), að þetta er harð- duglegt fólk, sem gert hefur Algier að eínhverju frjósam- asta og ríkasta landi Norður- Afríku. En það hefur farið eins með þá og hvíta menn víða annars staðar, sem setzt hafa að í nýlendum, að þeir hafa litið á landsins inn- byggjara sem óæðri verur, —• noiað þá til vinnu, en for- sómað að mennta þá og gera sjálfum sér grein fyrir því, að innfæddir mundu einhverru tíma heimta sjálfstæði sitt. Nú má náttúrlega segja, að ..les colons“ séu búnir að vera. svo lengi í Algier, ao þeir eigi raunverulega ekki annars staðar heima. Þeim hrýs auðvitað hugur við því að hætta skyndilega að vera hin valdamikla yfirstétt og verða aðeins lítill minnihluti sem þar að auki hefur ekki mikla ástæðu til að vænta miskunnar af innfæddum, sér staklega ekki eftir hin mörgu ár bardaga, morða og fangel.9 ana á báða bóga. En öfgar Framh. á 14. síðu Nei, það er ekki verið að setja nýtt þak á Háskólann! EINS KONAR TIHÚS VIÐ BÆNDAHÖLUNA Reykjavík, 11. apríl. — NÚ ER háskólinn horf- inn, sagði maðurinr?, sem ók vestur Hringbraut. — Já, bændahöllin sá fyrir honum, sagði sá, er frammí r>at. — Hver stendur fyrir þessu? sagði bílstjórinn. — Nú ætli það sé ekki skipu lagið, sagði hinn. — En skipulagssérfræðingar hefðu átt að sjá fyrii, að þetta eyðileggði háskólann, — sagði hinn. --------þannig héldu þeir áfram að tala, þar til háskólinn og bændahöllin voru löngu að baki, og bíllinn með farþega sína innanborðs kominn út úr bænum. — Hver réði þessu, spyrja þeir, spyrja fleiri, og spyrjum við. í dag hringdum við í skipu lagsstjóra ríkisins, Zóphónías Pálsson, og vildum spyrja hann um þetta mál. Zóphónías Páls- son, skipulagsstjóri ríkisins, var hinn þægilegasti í síma en um bændahöllina vildi hann ekki tala né taka á sig nokkra ábyrgð um framgang þess máls. — Sagði hann aftur á móti, að það væri mál til komið, að al- menningur fengi að fylgjast með því, sem gert væri í skipu lagsmálum bæjarins og öðru því, sem almenning varðar — eða lætur sig varða — og að þeir, sem þeim málum ráða fái þannig ekki að leika algjör- lega lausum hala og gera hvað, sem þeir vilja, átölulaust. Skipulagsstjóri rikiisns sagð- ist aftur á móti ekki geta tekið- á sig ábyu-gð af byggingu bændahallarinnar, hjá honunv lægju engin skjöl varðandi þetta mál. — í rauninni væri málið meir innan vettvangs skipulagsstjórnar Revkjavíkur bæjar og vísaði skipulagsstjóri því frá sér ti'l Aðalsteins Richt er, skipulagsstjóra Reykjavik- urbæjar, sem ugglaust mundi með glöðu geði veita allar mögulegar uppiýsin.gar um mál þetta, sögu þess og framgang. Aðalstein Richter, skipulaga stjóra Reykjavíkurbæjar, var að finna í öðrum sima, og tók hann þegar í stgð vei og greið- lega í að hjálpa okkur að kom ast til botns í þessu dularfulla máli. Sagðist hann nú samt mundu gera eins og Pílatus og þvo hendur sínar af þessu verkj, — enda þótt það athæfi Píla- tusar þafi aldrei verið vinsælt. Sagðist Aðalsteinn Richter, skipulagsstjóri Reykjavíkur- bæjar, ekki hafa haft þá stöðu á hendi, þegar mál þetta var útkljáð, hefði hann því enga ábyrgð, þessa máls. Sagði hann Framhald á 12. síðu. Alþýðublaðið — 25. apríl 1961 ’Jj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.