Alþýðublaðið - 24.05.1961, Side 10

Alþýðublaðið - 24.05.1961, Side 10
Ritstjóri: Örn EiSsson. 7. Norðurlandamót íþróttablaðamanna Næsta þing / Reykjavík 1962 íþróltablaðamenn frá Norð- urlöndum héldu sína 7. ráð- stefnu í Stokkhólmi sl. viku. Alls voru skráðir rúmlega 60 þátttakendur, en nokkur for- föll urðu. Flestir voru Svíarn ir að sjálfsögðu eða tæplega 30, síðan 14 Finnar, 7 Danir, 4 íslendingar og 3 Norðmenn. Islenzku þátttakendurrir voru A'tli Steinarsson frá Morgun- blaðinu, Sigurður Sigurðsson frá Ríkisútvarpinu og Jón B. Pétursson og Öm Eiðsson frá Alþýðublaðinu. Samþykkt var að halda næstu ráðstefnu í Reykjavík í júní 1962. Ráðstefnan haldin á Bosön. Þátttakendur mættu til Stokkhólms á mánudagsmorg- un, en eftir hádegi var þeim sýnt ráðhúsið og skýrt frá sögu þess. Að því loknu var farið út til Bosön hinnar glæsi lega íþróttamiðstöðvar Svía. Þar var ráðstefnan haldin, en setning hennar fór fram síð- degis þennan sama dag. For- maður félags íþróttablaða- manna Stokkholms, Rudolf Eklöw frá Dagens Nyheter flutti setningarræðuna. Ýmis fróðleg viðfangs- efni. Flutt voru ýmis merk er- indi á ráðstefnunni og miklar umræður og fyrirspurnir fylgdu yfirleitt í kjölfarið. — Rætt var um áhrif sjónvarps- og útvarps á íþróttablaða- mennsku og nútímaíþrótta- blaðamennsku. Bo Ekelund meðlimur Svía í alþjóðaolym- píunefndinni flutti fróðlegt og skemmtilegt erindi um ým- is vandamál í sambandi við næstu Olympíuleika í Tokíó 1964 og samstöðu Norður- landa í því sambandi. — Dr, Áke Spetz flutti ágæta ræðu sem hann nefndi; „Er hættu- legt að iðka íþróttir.“ Einnig var heimsótt íþróttafélag og kynnt starfsemi þess. Farið var til Södertálje og heimsótt hin risastóra verksmiðja Scania Vabis. Enginn vafi er á því, að þátt takendur höfðu allir hið mesta gagn og ánægju af ráð stefnunni. ★ Næst í Reykjavík. Einn daginn, þegar rætt vai' um næstu ráðstefnu og fram- tíðina bað Atli Steinarsson, Þessi mynd er tekin í leik í Allsvenskan fyrir nokkrum dögum. Knattspyrnumaðurinn, sem ísvífur í loftrnu heitir Owe Ohlsson og er einn af beztu leikmönnum Svía, enda er hann í sænska landsliðinu. í formaður í Samtökum íþrótta- fréttaritara um orðið og bauð til næstu ráðstefnu í Reykja- vík í júní næsta ár. Var það samþykkt einróma með mikl- um fögnuði. Síðar mun e. t. v. verða skýrt ítarlegar frá ráð- stefnu þessari og gagnsemi þeirra yfirleitt. ■UWWWWWVWHWWW Þeir töpuðu i; EINN af stórviðburðuin j! Norðurlandamóts íþrótta- ! > blaðamanna var „lands- j! leikur“ í knattspyrnu milli !! Svia og úrvals frá Finnum, j! Norðmönnum, Dönum og j! íslendingum. Fyrirfram j j voru þátttakendur almennt !! vissir um sigur úrvalsins, j \ en þau óvæntu úrslit urðu |! að Svíar sigruðu með 3 !> mörkum gegn 2, í hálfleik j! hafði úrvalið yfir 1:0. Einn jj islenzku blaðamannanna, j! Jón B. Pétursson tók þátt 1» í leiknum og stóð sig vel, jj Hann er lengst til vinstri ! j í fremri röð. WWWWWWWWHWWV Akranes vann Keflavík 2:1 Á annan í hvítasunnu fór fram í Keflavík þriðji leikur í bikarkeppni utanbæjarfélag- anna. Áttust þá við Ákurnes- ingar og Keflvíkingar. Fyrir leikinn var almennt reiknað með sigri Akurnes- inga, en eftir gangi leiksins máttu þeir þakka fyrir að vinna leikinn, því að Keflvík- ingar áttu meira f leiknum og misnotuðu opin tækifæri til að skora, m. a. átti Högni ágætt tækifæri fyrir opnu marki og Sig. Albertsson „brenndi af“ vítaspyrnu. FVrsta mark leiksins skor- aði Jón Jóhannsson miðfram- herji ÍBK í fyrri hálfleik, en Þórður Jónsson jafnaði á síð- ustu mínútu í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik fengu Kefl- víkingar mörg góð tækifæri til að skora en misnotuðu þau öll. Framh. á 14. síðu. HMHMMHMWWHHUMHM • • Orn Steinsen á íörum til Kaup- mannahðfnar Hinn þekkti knatl- spyrnumaður og lands- Iiðsmaður Örn Steinsen, KR, mun um þessar mundir vera að taka til starfa hjá Flugfélagi ís- iands. Starfssvið lians mun samt ekki verða í Rvík eftir því sem við höf um bezt frétt, heldur á Kastrup í Kaupmanna- höfn. WWWWWWWWWVW4 10 24. mai 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.