Alþýðublaðið - 10.06.1961, Page 7

Alþýðublaðið - 10.06.1961, Page 7
Lögfræði fyrir almenning ,OFTAR DRUKKINN EN ÓDRUKKINN( Minningarorð: JÓN ÁRNASON, prentari LÖGIN setja stundum svo ákveðin skilyrði fyrir nautn réttinda, refsinæmi verknað- ar eða annarra réttarlegra afleiðinga, sem vissar stað- reyndir hafa í för með sér, að sérhver maður má gjörla sjá, hvort skilyrði þessi eru fyrir hendi eða ekki. Þegar stjórnarskráin setur sem eitt af skilyrðum til kosningaréttar til Alþingis, að kjósandinn hafi á kjör- degi náð 21 árs aldri, þegar í lögum er ávo fyrirmælt, að engin megi skipa í fast dctnaraembætiti nema hann hafi lokið embættisprófi í lögfræði, þegar lögreglusam- þykkt ákveður hámarksöku- hraða, t. d. 25 km. miðað við klst. þá getur það ekki orkað tvímælis, hvort skilyrðin eru fyrir hendi eða hið gagn stæða. Á því getur aldrei leikið neinn vafi, hvort kjós andinn sé á kjördegi 21 árs eða eldri, hvort dómaraefni hafi lokið lagaprófi, eða hvort ökuhraðinn er yfir 25 km. Nú er málum á þann veg farið, að í fyrri tilfellum er löggjöfinn;i kileift að binda skilyrði, sem réttarlegar af- leiðingar eiga að hafa, eins ákveðnum staðreyndum og að framan hefur verið lýst. Mörkin milli lögmætis og ó- Fregn um K og K BONN, 7. júní (NTB/ AFP). Kennjedy og Krústjov urðu sammála um það á Vínarfundin- um að tengja sanran Berlinarmalið og afvopn unarmálið, segja vestur- i þýzkir diplómatar. Þeir urðu einnig sammála um að sal/a þessi mál fram að allsherjarþrngi í sept ember. Þá urðú þeir sam mála um að reyna að draga úr spennunni í Mið-Evrópu með aðstoð öryggisráðsins. Er talið, að þetta þýðr, aS smá- ríkin verði látin afvopn ast, áður en stórveldin /aki til. WWWMItHHWmMMWwit lögmætis, milli refsinæmis og refsileysis, milli þess hvort ákveðin staðreynd hef ur átt sér stað eða ekki, eru oft mjög óljós, þannig, að það atriði er komið undir mati dómara eða e. t. v. sér- stakra matsmanna hverju sinni. Þegar leiða má sterk rök að því, að staðreyndin sé fyrir hendi, en einnig sterk rök fyrir hinu gagnstæða, er sagt, að um takmarkatilfelli sé að tefla. Um tilvik sem þessi nota Danir hið heppi- lega orðasamband: Grænsen er flydende (markalínan er fljótandi). Nú skúlu rakin hér nokk- ur dæmi, sem sýna, hvaða mynd þetta viðfangsefni get- ur tekið á sig í raunveru- leikanum. 1. Við siglingar geta ýmis þau atvik borið að höndum, að skip verður að fá hjálp frá öðru skipi eða úr landi. Hjálp þessi getur eðlilega verið ! mjög nfismunandi, allt frá tiltölulegu lítilræði til þess, að um fullkomna björgun á skipshöfn, skipi og farmi er að ræða. Sjórétturinn greinir milli þess, hvort veitt sjálp í þessu sambandi fellur undir hið lögfræðilega hugtak björgun eða er aðeins aðstoð. Á þessu tvennu er stórkostlegur munur, þegar meta skal þókknun fyrir hjálpina. aðstoð á sér stað, er athug- að, hve 1 engi aðstoðendur unnu að hjálpinni og þeim úr,skurðuð rífleg ómakslaun fvrir þann tíma. Ef hjálpin hins vegar feilur undir björg unarhugtakið, koma allt önn ur sjónarmið til greina, og þá fyrst og fremst, að hve miklu leyti tókst björgunin. Hve miklum verðmætum var bjargað?Bjargendur eiga að- eins rétt til hluta þeirra verð mæta, sem bjargað var. Ár- angurslausar björgunartil- raunir veita engin rétt skv. reglunni: ,,No cure no pay.“ Takist björgun að miklu eða öllu leyti, eru bjarglaun venjulega margfalt hærri en aðsloðarlaun. En markalínan milli björg- unar og aðstoðar er engan veginn ljós, og standa dóm- endur oft andspænis því erf- iða viðfangsefni að skera úr um það réttaratriði. 2. í almennum hegningar- lögum frá 1940 er refsing lögð á hvern þann, „sem með lostugu athæfi særir blygðun- arsemi manna eða er til opin bers hneykslis“. Lögin skil- greina ekki hugtakið opinbert hneyksli, en ætla má að hér sé m. a. og sennilega aðallega átt við hneyksli í sambandi við klæðaburð eða klæðleysi, því að ölvun og óspektir á al- mannafæri falla undir áfeng- islög og lögreglusamþykkt. En hvenær er klæðaburði manna orðið svo áfátt, að op- inbert hneyksli geti kallazt? Hvar á að draga markalín- una? 3. Meiðyrðalöggjöfin leggur Við því refsingu að meiða æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum. Eðlilega getur farið fram samtal milli manna, sem síð- ur en svo er vinsamlegt og jafnvel hnútum kastað án þess, að um meiðyrði sé að ræða í lagalegum skilningi og því refsilaust. Svipað er að segja um ritsmíðar manna. — Spurningin er aðeins: Hvenær hefur færzt slík harka í sam- talið eða blaðagreinina, að meiðyrðalöggjöfin hafi verið brotin? Hvar eru mörkin? 4. í lögum um lausafjár- kaup frá 1922 er svo fyrir mælt, að kaupandi geti rift kaupum, ef seldum hlut er á- fátt eða hann gallaður. En síðan segir: , Ef gallinn verð- ur að teljast óverulegur, get- ur kaupandi ekki riftað kaup- ið . .. “ Ef það dæmi er tekið, að maður festi kaup á eplakassa, sem inniheldur 200 stk, þá er það vafalaust óvcrulegur galli, þótt eitt eplanna væri skemmt. Væru hins vegar 100 epli skemmd, er ljóst, að gallinn er verulegur. En við hvaða tölu skemmdra epla breytist gallinn frá því að vera óverulegur í það að vera verulegur? Hér skiptir það miklu máli, hvar markalínan er dregin, því að við það er riftunarheimild kaupanda bundin. En ekki er víst, að slíkt sé ávallt auðvelt verk. Gagnvart þessum og því- líkum úrlausnarefnum standa dómendur oft. Reynir þá mjog á skarpskygni þeirra og sann- girnissjónarmið. Mikilvægt er, að niðurstöður slíkra dóma séu í samræmi við réttarmeð- vitund almennings. Það eru ekki allir dómarar eins snjallir að finna hentuga Framhald á 12. síðu. Á MIÐJUM námsferli mínum, árið 1893, kom nýr nemandi í fsaíoldarprentsmiðju. Hann hét Jón Árnason. Við Jón Árnason vorura kunn ingjar frá því við gengum til prestsins, og urðum fermingar- bræður, þótt hann væri nærri ári yngri en ég. Við vorum tuttugu og sex Örengir og þrjá- tíu stúlkur, sem fermd vorum j dómkirkjunni 3 2. maí 1889. — Þetta var siðasta barnaferming síra Hallgríms Sveinssonar áður en hann varð biskup. þá var dregið um sæti á fermingarbekk, og varð Jón Árnason 17. i röð- inni en ég 22. Síra Haligrímur gaf mörgum börnum undanþágu til fevming- ar, þeim sem ekki voru orðin fullra fjórtán ára á fermmgar- dag, og þeirra á meðal var Jón Árnason. Steingrímur Steingrímsson frá Sölvhói varð nr. 1 við sæta- dráttinn, en hann var svo feim- inn og hlédrægur drengur. að hann vildi með engu Tnóti koma fyrstur upp til yfirheyrslu við ferminguna, og varð það þá að samkomulagi milli hans og Á- gústar H. Bjarnasonar, síðar prófessors, að þeir hefðu sæta- skipti, en hann hafði dregið nr. 20, ög samþykkti síra Hallgrím ur það. Settist Steirigrímur síð- an mitt á milli okkar Jóns Árna sonar, og stóð sig prýðilega og feimnislaust. Um það leyti, sem Jóa Árna- son var hálfnaður meö náms- tíma sinn lauk ég prentnámi, og þá skil'du leiðir og sáumst við Jón ekki aftur næstu tíu árin. — Eftir það hittumst við að eins á fundum og fagnaðarsamkomura. prentara, og hefur svo verið síð- an, enda Jón genginn á Tiönd hinna æðri vísinda, en þar áttL ég ekki innangengt. Jón Árnason var trúverðugur Jón Árnason, maður og vandaður í öllu atfcrlL og vildi engum gera átroðning. Hann var umburðarlyrrdur og' fyrirgefandi gagnvart þeim, sem af fávisi eða heimsku rang túlkuðu augljós sannindi Henn» var mikill örengskaparmaður. Jón Árnason var einlifismað- Ur alla æfi. En þótt hann festi sér ekki konu, þá mat hann kven. kynið mikils. Oft kom það fyriiT á fagnaðarhátiðum prentara, a'ð- Jóni var falið að mæla íyrir minni kvenna. Það hiutverk leysti hann svo vel af hendi, að það varð æfinlega skrúðorðug- Framhald á 11. síðu. Ágætir Iðunnarskór Fyrir nokkrum dögum birti Alþýðublaðið nafnlausa grein, þar sem ráðizt var heldur ó- smekklega á skóverksmiðjuna Iðunni á Akureyri. Af því að ég hef notað Iðunnarskó í mörg ár og verið hinn ánægðasti með þá, tel ég ástæðu til að mótmæla slíkum dylgjum nafnlausra manna. Hér hefur mikið verið talað um, að efla þyrfti íslenzkan iðnað. Hefur tekizt að stíga risaskref á því sviði undanfar in ár, og mjög dregið úr þeirri gömlu ótrú, sem íslendingar höfðu á innlendri framleiðslu. Heilbrigð gagnrýni getur verið góð fyrir iðnaðinn, en skæt- ingur er engum til gagns eða sóma Það er vandasörn iðja að gera góða skó, og fást þeir ekki í öðrum löndum nema fyrir mikla fjármuni. Hér á landi hafa ódýrari gerðir af skóm verið fluttar inn, t. Id. frá: Spáni og Tékkóslóvakíu, og hefur mér reynzt þeir sízt betri en íslenzk framleiðsla í sambærilegum eða jafnvcl lægri verðflokkum. Þeir, sem muna um 20 ár aftur í tímann, geta bezt metið, hversu framleiðsla lounnar hefur farið mikið fram að út- liti og endingu. Þessi verk- smiðja og flelri innlendar hafa gert hð gamla orðtak um „danska skó“ útlægt úr land- inu. Tugþúsundir landsmanna ganga á íslenzkum skóm án ástæðu til nokkurra kvartana og eiga verksmiðjurnar þvt þakkir skildar frekar cn skæt ing. G. B. Alþýðublaðið 10. júní 1961 f

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.