Alþýðublaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Gísli J., Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi rit- stjórnar: Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu- húsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. Hvað tekur við? BLÖÐ stjórnarandstöðunnar reyna að læða því : inn hjá fólki, að núverandi ríkisstjóm hafi glert ráðstafanir sínar í efnahagsmálum til þess eins að skerða lífskjör almennings. Blöð þessi spara ekkert tækifæri til þess að básúna það út, að þau } ein berjist fyrir bættum kjörum fólksins, eins og bezt megi sjá af því, að nú berjist þau skel : egglega fyrir 10% kauphækkun og jafnvel meiri : hækkun. Þetta hljómar vissulega vel í eyrum og sjálfsagt líáta einhverjir blekkjast af áróðri stjórnarandstöðunnar, en flestir hugsandi menn ; jg'era sér þó Ijóst, að stjórnarandstöðunni gengur j annað till en það að bæta kjör fólksins. s Ástandið í efnahagslífi þjóðarinnar /var orðið þannig, að lánstraust þjóðarinnar var þrotið er • lendis vegna stöðugt aukinnar skuldasöfnunar, gengi krónunnar var ranglega skráð og flóknu I uppbótakerfi viðhaldið til þess að leiðrétta gagn ; vart útgerðinni hið ranga gengi, verðbólga var ört vaxandi í landinu og útlán bankanna mun meiri en sem svaraði sparifjármyndun þjóðar innar. Efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar j var ætlað að ráða bót á þessum meinsemdum. Geng.íð var skráð rétt og ýmsar aðrar hliðarráð I stafanir gerðar til þess að binda endi á skulda : söfnunina erlendis. Árangur ráðstafananna hefur rverið vonum betri. Gjaldeyrisstaðan hefur stór j batnað og sparifjármyndun aukizt mjög mikið, þannig að aukning útlána og aukniíng spariinn lána standast nú á. Ljóst var þegar í upphafi, ] að ef þjóðin ætlaði að jafna greiðsluhalla sinn við útlönd, hlaut það átak að hafa nokkra kjara skerðingu í för með sér. Þjóðin hafði eytt meiru I en hún aflaði og ef hún vildi að endar næðu j saman, varð hún að skerða nokkuð lífskjör sín. Það sem nú hefur gerzt er það, að verkalýðs félögin hafa neitað að sætta sig við þá kjara skerðingu, sem nauðsynleg var til þess að jafna- i greiðsluhallann við útlönd, og þau hafa samið I um nýjar kauphækkaríir. Þær kauphækkanir , munu skapa nýja þenslu í þjóðarbúskapnum, g auka eftiirspurnina eftir lánsfé á ný og ef hin aukna kaupgeta héldist mundi eftirspum eftir i innfluttum vörum aukast og þegar byrja að hafa : slæm áhrif á gjaldeyrisstöðuna. Það er engin ? tvon til þess, að hin aukna kaupgeta, sem kaup hækkanirnar skapa, haldist lengi vegna þess, að ekki var heilbrilgður grundvöllur fyrir þessum kauphækkunum. Atvinnufyrirtækin rísa ekki : undir launahækkununum. Annaðhvort verða þau að fá hærra tverð fyrir framleiðslu sína eða þá að þau stöðvast. Hvorttveggja er slæmt fyrir launþega, en þó væri atvinnuleysið þeim verra en verðhækkanirnar. Á slóðum Jóns Sigurðssonar Eftir Lúðvík KristJáBissesi Allir íslendingar vita, 'að Jón Sigurðsson er eftirminnilegasti tímamótamaður íslenzkrar sögu. En ef við hugum að, hvað við í raun og sannleika vitum um Jón Sigurðsson, finnum við hve fáfróð við erum um þessa þjóðhetju okkar, umifram það sem skólabækur kenna. Verzt þú, hvað Jón var Hinu íslenzka bók- menntafélagi og hvað hann vildi að Bók- menntafélagið yrði íslenzkri þjóð? Veiztu, hvílíkt afrek var að halda úti NÝJ- UM FÉLAGSRÍTUM í 30 ár og hver hluídeild Jóns Sigurðssonar var í því starfi og hverjar móttökur þetta höfuðmálgagn í þjóðfrelsisbar átfunni fékk heima á Fróni? Veiztu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þáii þau áttu í vinsældum hans? Veiztu, hvcnær Jón þurfíi mest á fjárhags- stuðningi að halda heiman frá íslandi, og hvernig íslendingar og Danir hrugðust þá við? Þekkirðu samskip/i Jóns og Georg Powells, hvernig þeim var háttað og hvert gildi þeirra var fyrir Jón? Þekkirðu þræðina, sem lágu milli Jóns Sig- urðssonar og almennings í landinu? ÖHu þessu leitast Lúðvfk Kristj'ánsson við að svara í þessari gagnmerku bók. Allt eru þetta milkilvægir þættir í störfum Jóns Sigurðssonar, sem fátt hefur verið ritað um áður. AHt efni þessarar bók3r er byggt á rannsókn frumheim- ilda. Aldrei fyrr hafa verið birtar jaffnmargar myndir af skilníkjum varðandi Jón Sigurðsscn sem í þessari bók. Þet/a er tvímælalaust merkasta rit, sem skráð hefur verrð um Jón Sigurðsson og ætti því að vera til á hverju íslenzku heimili. SKUGGSJÁ Orsakast krabbi PRÓFESSOR Níels Dungal er nýkominn heim eftrr 2 mán- aða dvöl í Bandaríkjunum. Hann hélt alls um 18 fyrir- lestra á 13 stöðum á vegum Meinafélagsins ameríska, en sa/ fyrst fund þess í Chrcago. Á fundi með blaðamönnum skýrði prófessor Dungal frá rannsciknum, sem gerðar hafa verið til að leita orsaka fyrir Ikrahbameini í maga. Óváða er magaikra'bbi eins algengur og hér álandi, og eru maga- krslbtumeinstilfelli til dæmis ihelmingá fleiri hér en í Bret- landi og Bandaríkjunum þar sem lungnakrabbi er algeng- ari. Þar sem magaikrabbi er aigengur bæði hér og í Jiapan haffa margir ffreistast til að halda að magaikrabbi standi í sambiandi vig fislkneyzlu, en engar Mkur eru samt taldar ffyrir þessu, má til dæmis nefna, að magakrabbi er al- gengari hjá siveitafóiiki en sjó mönnum. . Þess vegna haffa aðrir mögu leikar verið ffhugaðir, til dæmis það, að magakrabbi or saikist aff reyktum mat. Þá hef ur verið íhugað hvort o!f mik- il saltneyzla, of Mtil grænmet is- cg ávnxtaneyzla gæti verið ors'cikin, með öðrum orðum, fjölrefnasíkortur. Um fyrr- nefnda atriðið gerðu þeir pnóf. Dungal og ens'ki vísinda maðurinn, Sir Ernest Canno- way, rannscknir, sem birtar voru í ensku læknatímariti. Ti'lraunir á rottum leiddu í ljós, að um 30% rottna, sem nærðust á reyktum isilungi, fengu magakrabba og um 101 20% þeirra, sem nærðust á hangikjötv í hangikjöti fannst 1,3 milkrógramm per gr. af hringmynduðum kolefn um, en það magn er eins mik ið og er í að^iIstraV.nnum af reyk 250 sígaretta. Hins veg- ar fannst ekki mikið magn i reyktum karfa eða þorski, en magnið af hringmynduðum toa'efnum í hangifcjöti, sena tfannst, var meira en ráð hafði verið fyrir gert. Engri rottu varð meint af saltikjöti, en, einni af saltfislki. Rctturnar voru hafðar í hópum, 25 í bverjum. Fó’to er varað vig því að reykja hangikjöt lengi, eff það eT gert á skömmum tíma er fcættan minni á magakrabba. Þá em yztu feilu lögin hvað hættulegust. Magakrabbi af völdum Iax- og silungsneyzlu kemur næs- um heim við skýrslur ura hvað mikið er veitt aff laxi og silungi. Athyglisvert er að magakrabb er mestur vestan- megin á landinu, en þar veið ist s‘ex sinnum meira af laxi en á öðrum stöðum. Að þvi leyti eru Vestmannaeýjar ein Framhald á 12. síðu. 21. júní 1961 — Alþýðubieðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.