Alþýðublaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 7
FRJÁLSRIEVRÓPU ÍTALSKI KOMMÚNISTA- FLOKKURINN, undir for- ustu Togliattis, er enn lang- samlega sterkastur kommún- istaflokkanna í hinni frjálsu Evrópu. Hiutfallstala hans í almennum kosningum hefur vaxið stöðugt á s. 1, sjö árum, frá 22,6% árið 1953, upp í 23% 1958 og loks upp í 24,5% í sveitastjórnakosningum í nóvember s. 1. Þessi vöxtur hefur aðallega verið í iðnaðarhéruðunum í mið- og norðurhluta landsins og hefur valdið kristilegum demókrötum, stærsta flokki landsins, miklum áhyggjum. Hins vegar skal á það bent, að herferð flokksins til með- limasöfnunar lauk í marz s. 1. og var þá tilkynnt, að árangur inn væri 80,1% af meðlima- tölunni árið á undan. Andstaðan milli vaxandi kjósendafjölda og minnkandi meðlimatölu sýnir vel hve mjög kommúnistar leita at- kvæða hjá öðrum en kommún istum til að ,,mótmæla“ stjórn krislilegra demókrata á málum landsins. Flokkurinn hefur gerzt æ „virðulegri“, heldur því fram, að valda skuli leitað eftir löglegum leið um; og hefur skírskotað af miklum krafli til smákaup- manna, menntamanna og ann arra miðstétta. Þeir beina skeytum sínum aðall. að því, sem aflaga fer heima fyrir — hneykslum, ó- jafnrétti, valdi hægri aflanna, spillingu, getuleysi, þröng- sýni í menningarmálum sem kirkjan kalli fram og setja þetta allt undir einn hatt, sem heitir ,,klerka-fasismi“. Ef ein hverjum umbótum er hrint í framkvæmd, eru þeir fljótir að eigna sér heiðurinn með því að segjast hafa neytt stjórnina til aðgerða. Hluti af styrkleika komm- únista felst í yfirráðum þeirra yfir stærsta verkalýðs- sambandinu, G.G.I.L., þó að það hafi nú aðeins 3.700.00 meðlimi á móti 5000.000 árið 1953, þar sem aftur á móti, að verkalýðssamband ka- þólksra hefur vaxið úr 1.200. 000 í 2.300.000 og samband jafnaðarmanna úr 300.000 í 1.000.000. í fagmálum starfa öll þrjú samböndin að miklu leyti saman. Nenni-jafnaðarmenn starfa með kommúnistum í C. G. I. L., en kommúnistar halda þar að sjálfsögðu öllum helztu TOGLIATTI stöðum. Nennimenn hafa lát ið af samstarfi sínu við komm únista í þjóðmálum en vinna ennþá með þeim í fjölda bæja og sveitasljórna. í héruðum, þar sem komm únistar eru við völd — aðal- lega í Emilíu —stjórna þeir fjölda verzlunar. og sam- vinnufyrirtækja. Þá gera þeir talsvert til að koma því inn hjá fólki, að þeir hafa bók- staflega verið andspyrnu- hreyfingin. Þeir hafa óneitan lega mikinn stuðning mennta manna — Scelba, innanríkis- ráðherra, sagði nýlega, að þeir réðu skólunum og kvikmynda iðnaðinum, sem vafalaust eru ýkjur — og þótt þeir misstu nokkuð við Ungverjalands? kúgunina, hefur minni manna ekki reynzt langt þar frekar en annars staðar. Andstætt Ítalíu hafa franskir kommúnistar stór- tapað á árunum 1956—1958. Frá 1951 til 1956 héldu þeir nokkurn veginn sínu og juku reyndar atkvæðafjölda sinn um hálfa milljón atkvæða, en einhvern tíma á næstu tveim árum töpuðu þeir 1.600.000 atkvæðum hlutfall þeirra í heildar atkvæðamagninu fór úr 24,9% í 18,6%. Sumir telja, að Ungverja- land hafi haft þessi áhrif, en reynslan annars staðar gerir þð vafasamt. Jean-Paul Sar- tre og fleiri „intellektúalar“ fóru úr flokknum á þessu THOREZ SUSLOV tímabili, en ekki bendir neitt til þess, að margir hafi fylgt þeim. Tap flokksins hafði þeg ar komið í ljós við þjóðarat- kvæðagreiðsluna um Algier í september 1959, þegar aðeins , 4;.624;511 íkjóisendur, og þá sennilega allir kommúnistar, greiddu atkvæði á móti. 1956 höfðu kommúnistar fimm og hálfa milljón atkvæða. í kosningunum í nóvember 1958, fyrstu kosningum fimmta lýðveldisins, fengu kommúnistar aðeins 3.907.763 atkvæði. Sennilegasta skýring in er talin sú, að virðing De Gaulles persónulega og vonin um, að hann mundi binda endi á Algiermálið, hafi vald ið þar mestu um. Kommún- istar höfðu enga slefnu og hafa margir vafalaust talið, að þeir yildu snúa aftur til fjórða lýðveldisins, sem allir voru orðnir dauðþreyttir á. Sé þetta skýringin, er hugs anlegt, að tap þeirra verði ekki langvarandi. Hins vegar hafa margvíslegar deilur ver ið innan flokksins síðan 1953, þó að þær væru smávægilegar miðað við áreksturinn milli gömlu mannanna í flokksfor- ustunni og hinna yngri menntamanna f flokknum. Telja ungu mennirnir m. a. að Thorez, sem hefur verið leið togi flokksins í 30 ár, hafi verið það of lengi og hafi gerzt sekur um persónudýrk- un. Þegar svo við þetta bætist, að þingmannatala flokksins: hefur minnkað úr 143 árið 1956 í 10 núna og flokkurinn hefur næstum enga mögu- leika samkvæmt nýja kosn- ingafyrirkomulaginu, má segja, að útlitið sé allt annað en gott fyrir hann. Flokkurinn ræður enn, stærsta verkalýðssamband- inu, en meðlimafjölda hefur farið mjög hnignandi. Meðliin um flokksins hefur farið sí- fækkandi og eru þ'eir nú sennilega minna en helming ur meðlimafjöldans 1953, en þá var hann talinn 400.000. ÖNNUR LÖND SUÐUE- EVRÖPU. í fimm öðrum löndum Suð ur-Evrópu — Tyrklandi, Grikklandi, Júgóslavíu, Spáni og Porlúgal — er hinn sovét- stjórnaði kommúnistaflokkur bannaður. Þrátt fyrir þetta virðast kommúnistar hafa unnið á í Grikklandi síðan 1953, og er það eina landið í Evrópu, sem. svo er ástatt um. Starfandi er neðanjarðarhreyfing, og eru forustumenn hennar taldir vera í Rúmeníu ,en svo hafa þeir þarna flokk, sem al- mennt er litið á sem „skjól- vegg“ eða „front“, og nefn- ist sá Sameinaði demókratíski vinstriflokkurinn öEDA) og var stofnaður 1951 með stefnuj Framh. á 12. síðu. Kaupmannahöfn. RAFMAGNSHEILI skrá- setur alla farþega í Kastr- up við Kaupmannahöfn, og safnar um þá upplýsingum. Hann getur afgreitt 20 far þega á mínútu. Þegar far- þegi tilkynnir l'omu sína ýt'ir starfsmaður á hnapp, sem skrá farþegana eftir, aldri, kyni, hvar hann sit- ur, hvert hann ætlar og hefur meðferðis. Rafmagns heilinn vinnur á auga- bragði úr þessum upplýs inugm og flýtir mjög fyrir allri afgreiðslu. Flugstjór- arnir fá fljótt [allar uppýs 'ingar, sem þeir þurfa á að halda, þunga, fjölda far- þega, farangur og því um líkt. Heilinn segir einnig til'Um ef eitthvað er í ólag'i — til dæmis ef farangur er of þungur. 1 hve mikinn farangur hann Alþýðublaðið — 21. júní 1961 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.