Alþýðublaðið - 20.07.1961, Síða 4
í
íÉSi
mm
‘$0!m
FYRIR tæpri hálfri öld stóð
íslenzka þjóðin einhuga að
"því að stofna innlent siglinga-
fálag, Eimskipafélag íslands
h;f. Margir beztu menn þjóð-
arinnar stóðu í fararbroddi og
þtjóðin stóð með þeim. Félagið
komst á laggirnar og vöxlinn
Jiekkjum við í dag. Er þetta
eitt hið stærsta Grettis-
tak, sem íslenzka þjóðin hefur
gert og öllum ,til sóma, er að
þ>vd stóðu.
Mér er enn í fersku minni
að heima í fátækri sveit minni
var safnað mörgum 25 krón-
■’unum. Það er ekki há upp-
hæð á nútímavísu, en þá var
l>að þó nokkur peningur.
Þjóðin öll vissi, að hún varð
ftð eignast sín eigin skip, —
forjóta af sér erlenda ánauð
og eignast sinn eigin skipa-
stól, sem flytti vör.ur að og frá
landinu.
Allir hinir eldri menn
þekkja þessa sögu, en þó eru
margir, sem ekki vi,ta það, að
þetta gerðist ekki átakalaust,
en þjóðin ætti þó að þekkja á-
raneurinn.
Ýmis verkefni kalla að nú
hjá þjóðinni og skulu þau
ekki nefnd hér, nema eitt, sem
mér fyndist að þjóðin ætti í
dag að setja öllu ofar og gera
nú tak, ekki minna en þeg-
ar Eimskipafélagið var
-síofnað fyrir nær hálfri öld.
Við höfum lesið undan-
farið f blöðum hina fróðlegu
skýrsiu prófessors N. Dungals
nm krabbameinið almennt og
hva gífurlegur bölvaldur þessi
sjúkdómur er með þjóðinni og
það sem verra er, að hann
virðist færast í aukana með
ári hverju.
Krabbameinið er nú hinn
-skæðasti sjúkdómur, sem
•herjar á þjóðina og er ’því full
•ástæða til að allir íslending-
•ar sameinist urn að reisa öfl-
ugan varnarmúr gegn vágesti
þessum. Margir góðir menn
hafa þegar lagt þessu máli
lið, en betur má ef duga skal.
Eg sá í blaði nýlega að happ
dræltismiðar krabbameinsfé-
lagsins hefðu selst svo seint
og illa, að fresta varð drætti
í happdræltinu.
Þetta er til vansæmdar.
Eg held að eina ráðið sé nú
að skapa alþjóðarvakningu og
herða róðurinn gegn vágesti
þessum og safna fé — miklu
fé — til að 'koma hugmynd
prófessors Dungals í fram-
kvæmd. Ekki að seilast í rík-
issjóðinn, sem flestir mæna
til, ef gera þarf átak fyrir
almenning til þjóðfélagsheilla,
heldur á þjóðin sjálf að ganga
til verks. Það þarf að stofna
söfnunarnefnd í hverjum
hreppi landsins, í hverju kaup
lúni og hverjum einasta bæ
og verður Krabbameinsfélag
íslands að hafa þar forgöngu
um. Lágmarkið, sem safna
þyrfti í fyrstu atrennu væri
5—6 milljónir króna.
Þetta er vissulega stórt á-
tak, en átak, sem þarf að gera.
Alls staðar um hinn menntaða
heim, er unnið markvisst að
rannsókn á sjúkdómi þessum,
eðli hans og uppruna, jafn-
framt sem reynt er að finna
upp meðul og viðhafa alls kon
ar lækningatilraunir. En enn-
þá virðist sem svo að eina
ráðið sé að girða fyrir sjúk-
dóminn, með því að uppgötva
hann á byrjunarstigi. Einnig
réttir lifnaðarhættir, forðast
kryddaðan og brasaðan
mat, því að líkindi eru
til að kryddaður matur og
óhollt loft geti valdið hér
m;klu um, án þess þó að
á altari
Vesúvíusar
Jörðin skalf og veggir
sprungu og hrundu. Fað-
irinn setti nauðsynleg-
ustu muni í poka og lagði
af stað burt ásamt konu
sinni og börnum. I»á sortn
aði bimininn og askan
lagðist yfir borgina. —
Fjölskyldan grófst lif-
andi; maðurinn með pok-
ann á bakinu (efst til
hægri) og móðirin (til
vinstri) í því hún varpaði
sér í átt tií barna sinna.
Þetta gerðist 24. ágúst
árið 79 fyvir Krist, þegar
Vesúvíus eyðilagði Pom-
pei. Þá fórust um tvö þús
und borgarbúa, sem urðu
með tímanum að stein-
gerfingum, sem birtast nú
óðum sjónum tuttugustu
aldar manna. Síðstu hreyf
ingar þeirra og jafnvel
svipbrigði er sjáanleg á
steindum andlitum þeirra.
<4 20. júlí 1961 —
fáfróður leikmaður geti hér
um dæmt.
Á sínum tíma börðust ís-
lenzkir hugsjónamenn hetju-
legri baráttu móli berkla-
veikinni á íslandi. Þá var
sköpuð þjóðarvakning móti
vágesti þessum, stm þá var í
flestum tilfellum talin ólækn
andi. Árangurinn er sá í dag,
að ísland hefur flestra eða
allra þjóða lægsta dánartölu
berklasjúklinga miðað við í-
búatölu þjóðarinnar. Þannig
er það ávallt, þegar góðar
hugsjónir sigra.
Eins og íslendingar sigruðu
hinn stóra vágest, berklaveik-
ina, að miklu leyti, eins er ég
sannfærður um að með sam-
stilltu starfi samstilltum hug
allrar íslenzku þjóðarinnar,
getur hún sigrast á að vissu
marki — krabbameinshætt-
unni á íslandi.
Það var oft þannig hér áð-
ur fyrr, að sá sem fékk berkla
veiki, var talinn dauðans mat
ur. Svo er það með krabba-
meinið í dag og líklega engu
síður. Er það þá nokkur goð-
gá, þó komið sé tíl hvers og
eins einasta íslendings í dag
og sagt við hann; Hvað vilt
þú, borgari góður, leggja af
mörkum til að vinna á móti
þessum skæðasta vágesti
þjóðarinnar?
Getur nokkur, sem ein-
hver auraráð hefur, skorast
undan skyldunni? 'Við, þessir-
eldri, tryggjum okkur sjálf-
sagt ekki mikið, en þó. En við
tryggjum framtíð barna okk-
ar, barnabarna og framtíðar-
barna þessa þjóðfélags. Við
megum ekki bíða, ekki skjóta
þessu máli á frest, því það er
mál, sem ekki þolir bið. Það
er hafið yfir alla pólitík. Það
er skylda íslenzku þjóðarinn-
ar að skapa sterka vakningar
öldu 1 máli þessu, sem á að
þrengja sér inn á hvert byggt
býli í landinu, inn á hvert
heimili, svo stuðningurinn við
mál þetta verði sterkur og ár-
angurinn þar eftir.
Það er stungið hér upp á
að Krabbameinsfélag íslands
hafi forgönguna, en sjái ein-
hMjrjir aðra leið jbetri, þá
það, Aðalatriðið er að hefjast
handa og eins og fyrr segir —
f ela söfnunarnefndum um
land allt að hefja fjársöfnun.
Málið þolir ekki bið. Það er
þjóðarsómi að gera hér stór-
virki í sókn móti hinum versta
vágesti íslenzku þjóðarinnar
í dag.
Hver er sá íslendingur, sem
ekki vill taka þátt í því starfi?
líkindi ,til að kryddaður mat-
Ó.J.
Alþýðublaðið