Alþýðublaðið - 20.07.1961, Side 1

Alþýðublaðið - 20.07.1961, Side 1
42. árg. — Fimmtudagiir 1961 1— 158. tbl. EITT af skipum Sk'ipaútgerðar ríkisins, Hekla, hefur verið að undanförnu í siglingum til Norð urlanda. Þegar sk'ipið kom til hafnar í Rcykjavík fyrir nokkru fóru toliþjónar um borð áður en það fékk að leggjast að bryggju. Þegar lokið var að tollskoða skipið fóru fjórir tollþjónar saman í bifreið út á Reykjavík- urflugvöll, þar sem þeir þurftu að skoða farangur farþega flug vélar, sem væntanleg var. Einn tollþjónanna ók bifroið- inhí. Á bifreiðastæðinu fyrir framan afgreiðsluskála Flugfé- lags íslands ók hann utan í bif reið, sem' skemmdist nokkuð. Tollvörðurinn skeytti þessu engu, heldur flutti bifreið sína til og lagði henni Þegar eig- andi bifreiðarinnar, sem ekið var á, kom út stuttu síðar, veitti hann verksummerkjum eftir- tekt. Hann lét kalla á lögregluna og fólk, sem þarna var, gat gef ið^ upplýsingar um hver hefði verið valdur að árekstrinum. Lögreglan handtók tollvörð- inn Kom í ]jós, að hann var drukkinn. Lögreglan er þeirrar skoðunar, að félagar hans hafi einnig verið undir áhrifum á- Biiun í fengis, en aðeins var tekið blóð sýnishorn af þeim, sem bifreið- inni ók_ Þeir félagarnir munu hafa neytt hinna Ijúfu veiga fyrr um kvöldið um borð í Heklu. Stúlkan og kortið ALÞÝÐUBLAÐIÐ hef- ur fengið frá Loftlciðum kortið þeirra fræga, sem breytir ensku lengdar- og þyngdarmáli auðveldlega í kerfi það, sem flestar Evrópuþjóðir nota. Þetta litla kort varð til þess, að Loftleiðir kom- ust í eitt víðlesnasta tíma ri veraldar, vikublaðið Time. Við notum tækifærið til að birta mynd af fall- egri stúlku, ásamt kort- inu. Hún hcitir Elízabet Jóhannesdóttir. ÞEÍ5AR prentun Al- þýðublaðsins v'ar að hefj ast í fyrrinótt, brotnaði hlulur í prentvél blaðs- ins og urðu af svo mikl- ar skemmdir, að ógern- ingu,r var að prenta blaðið. Kom það því ekki út í gær. Var unnið að viðgerð vélarinnar við- stöðulaust, unz liún komst afíur í lag í gær- kvöldi. TÚNISMENN hafa byrj að stórskotaárás á stöðvar Frakka í Bizerte og hafa í franskir hermenn særzt, nokkrir alvarlega. Ástand ið er mjög alvarlegt. — Frakkar halda áfram liðs flutningum t:l Bizerte og hófust hernaðaraðgerðir, er Túnismenn hófu skot hríð á franskar þyrlur. — I Frakkar svöruðu skothríð inni. . | LOFTVARNASVEITIR Túnis- manna hófu í dag skothríð á ( franskar flugvélar víð flotastöð I ina í Bizertc. Frakkar svöruðu skothríðinni og flytja nú marga 1 fallhlífaher,menn til stöðvarinn- ar. Túnismenn reístu í dag vega ! tálmanir á leiðinni til Bizerte og | gefin hefur verið skípun um að i skjóta á frönsk skip á leið þang að. Franskar flugv'élar V'örpuðu sprengjum á stöðvar Túnis- manna. Ríkisstjórn Túnis kom saman til skyndifundar í dag og sendí herra Túnis í París gekk í dag á fund Hammarskjölds fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna. Samkvæmt tilkynningu frá Túnis hófu loftvarnabyssur Túnismanna skothríð á fjórar franskar flugvélar klukkan fimm í dag. Upplýsingamálaráðhevra frönsku stjórnarinnar, Louis Terrenoire, staðíesti fréttixia, eii kvaðst ekki get.a gefið neinar nánari upplýsingar. Franska ríkissjórnin átti að koma saman á fund um elleíu- leytið í kvöld, undir forsæti Debré forsætisráðherra. Blaðið hefur hlerað: AÐ ungir leikarar sækist eftir að fá Tjarnarbíó leigt í vetur til að koma þar upp kjallaraleik- liúsi, en nýja háskólabí- óið mun talca til starfa með haustinu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.