Alþýðublaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 1
Bráðabirgðalög í gærkvöldi: BMMMBMMWWWBHBMaKaMHMBllMMMMM■*■—■ ■WIIIIHII i III I I I I I SEÐLABANKII ÁKVEÐI GENG N D RÁD l TÍMA TEKIN RÍKISSTJÓRNIN hefur nú með bráðabirgðalögum gerf ráð stafan'ir gegn margvíslegum erfiðleikum, sem blasa við eftir þær hækkanir, sem orðið hafa á kaupgjaldi. Hún hefur val- ið þann kost að gefa út bráðabirgðalög, þar sem hún telur að margra mánaðabið, 'unz alþingi kemur saman, mundi hættuleg hagsmunum þjóðarinnar Ef ríkisíjtjórnin hefði ekki gr'inið til slíkra ráðstafana strax, hefði gjaldeyrisstaða þjóðar'innar farið hraðversn- and'i næstu mánuði, lausaskuldir safnazt erlendis og láns- traust þjóðarinnar glatazt af/ur. Þar með liefði farið for- görðum allur sá ávinningur, sem þjóðin hefur haft af því að þrengja bclt'isólina undanfarið ár. Þá er vitað mál, að frystihúsin geta ekki s/aðið undir þe’irri 20% kaunhækkun, sem fallið hefur í þeirra skaut, og mundu bví bráðlega stöðvazt, en þjóðin enn tapa mikl- um framleiðsluverðmætum Auk þess er öll útgerð í haust og vetur undir sömu sökina seld_ Af þcssum ástæðum telur ríkisstjórriin fullkomið ábyrgð arleysj að sitja auðum höndum fram undir áramót og þjóðarhagsmunum stórhættulegt. Slík bið mund’i aðeins gera bær ráðstafanir, sem óhjákvæmilegar eru, enn þung- bærari íyrir þjóðina í he'ild. Sterk von er talin fil þess, að verðhækkanir af völdum nýrrar gengislækkunar verði ekki meiri en svo, að laun- þegar fái haldið sem næst þeirri kjarabót, sem falizt liefð'i í miðlunart'illögu sáttasemiara fyrr í sumar. Verðhækk- anir vegna nýrrar gengislækkunar verða lengj að koma fram, en væri farin le'ið stjórnarandsföðunnar o? lagðir á nýir skattar fyrir nýju uppbótakerfi, mundi þung'inn af þeim álögum leggjast á þjóðina strax. WWWVWlWHWWWWWWWWWWWWWWWWWV Umferðarvika AlþýSublaðsins: Ökumenn ©g Umferðamerki, bls. 4 RÍKISSTJÓRNIN gaf í gærkvöldi út b ráðabirgðalög þess efnis, að Seðlabanki Islands skuli framvegis ákveða gengi íslenzku krónunnar að fenignu samþykki ríkisstjórnar. Þetta vald hefur hingað til verið í höndum alþingis, en í lang flestum löndum er slík ákvörðun tekin af aðalbanka og stjórn, en ekki þjóð þingi. I gærkvöldi var ákveðið að loka í dag gjaldeyrisdeildum bankanna. Var búizt við, að Seðlabankinn og ríkisstjór nin mundu í dag eða i kvöld ákveða að fella gengi íslenzku krónunnar vegna m argvíslogra erfiðleika í efnahagsmálum þjóðarinnar eftir hinar miklu kauphæk kanir, sem orðið hafa. Ríkisstjórnin hefur undan- j farið setið á mörgum og ítar- 1 legum fundum og fjallað um efnahagsmálin. í gær og fyrra dag voru þær aðgerðir, sem hér er lýst, lagðar fyrir mið- stjórnir og þingflokka stjórnar flokkanna, og samþykktar þar. Blaðinu barst í gærkvöldi | eftirfarandi frétt frá viðskipa- málaráðuneytinu um þessi mál; ”Forseti íslands hefur í dag samkvæmt tillögu viðskipta- málaráðherra sett bráðabirgða- lög þau, sem hér fara á eftir um breyting á lögum nr. 10 29. marz 1961, um Seðlabanka íslands: Forseti Islands gjörir kunn- ugt: Viðskiptamálaráðnerra hef- ur tjáð mér, að vegna liinna miklu kauphækkana, sem átt hafa sér stað að undanfömu, séu fyrirsjáanlegir miklir erf- iðleikar í cfnahagsinálúm, ef ekkcrt sé að gert. Áhrif kaup- hækkananna muni á skömm- um tima breiðast um allt hag- kcrfið og valda almennri hækkun framleiðslukostnaðar og aukinni eftirspurn eftir gjaldeyri, en þetta muni svo á hinn bóginn hafa í för með sér vcrsnandi afkomu út- flutningsatvinnuveganna og alvarlegan greiðsluhalla þjóð- arbúsins út á við. Til þess að koma í veg fyrir þessa þróun og atvinnuleysi og gjaldeyris- skort, sem henni mundi fylgja, beri nauðsyn til að endurskoða gengisskráninguna í samræmi við breytt viðhorf, og þyki eðlilegast að Seðlábanki ís- lands, sem komið háfi verið á fót nú á þessu ári, skrái gengi íslenzkrar krónu, að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar, enda sé sú skipan algengust í nálægum löndum. Fyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar, á þessa leið: 1. gr. 1. málsgr. 18. gr. laganna orðist svo: Seðlabankinn ákveður, að fengnu samþykki ríkisstjórnar innar, stofngengi (pari) ís- lenzku krónunnar gagnvart er- lendum gjaldeyri og gulli. Kaup- og sölugengi má ekki vera meira en 1% undir eða 1% yfir stofngengi. Innan þessara marka skráir Seðla- bankinn daglega kaup- og sölu- gengi þeirra gjaldeyristegunda, sem þörf er á vegna almennra viðskipta. 2. gr. Ákvæði 1. gr. laga nr. 4/- 1960, um efnahagsmál, falla úr gildi, þá er nýtt gengi hefur verið ákveðið samkvæmt 1. gr. þessara laga. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. . Gjört að Bessastöðum, 1. ágúst 1961. Ásgeir Ásgeirsson. Gylfi Þ. Gíslason.” í FYRSTU umferð svæða- mótsins, sem liófst í Marianz- ke Lazné í Tékkóslóvakíu um helgina, vann Friðrik Ólafsson Shitechu, Szabo vann Blom, jafntefli varð hjá Joliannesen og Philip, svo og hjá Kerez og Ciric. Aðrar skákir fóru í bið. Friðrik vann 1. skákina ISLANDSMET f OSLÓ bls. 10 Kristleifur Guðibjörnsson setti íslandsmet í 3000 m hindrunarhlaupi á Bislet í gær. Jón Ólafsson varð 3. í hástökki. Valbjörn og Björgvin Hólm urðu 3. og 5. í tugþrautinni eft:<r fyrri dáginn. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.