Alþýðublaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 7
msí'fiáiii’iim Vilhjálmur S. Vilhjálmsson ræðir við Steinbór Benjamínsson EKKI TINDÁTAR — HELDUR FÓLK „ÞAÐ 'VAR SAGT um mig áður fyrr, að ég væri allra manna óbilgjarnastur og harð astur í kaupdeilum og ég undi því vel. Þá vorum við að berjast fyrir því, að samtök verkafólks væru viðurkennd og fengju samningsrétt um kaup okkar og kjör. Við vor- um að kenna vinnukaupend- um þá staðreynd, að við ælt um vinnuna, að þeir keyptu hana — og að sjálfsagt væri, að við fengjum að verðleggja hana, en þeir að hafna ef þeir vildu. Atvinnurekendur áttu ákaflega erfit með að koma þessu inn í höfuðið, en það tókst þó samt fyrir harðfylgi snauðs verkafólks og marg- víslega fórnfýsi. Þegar ég nú segi, að verk- föllin og kröfurnar séu kom- in út í algerar öfgar, að skipu lagsleysið á starfsaðferðum alþýðusamtakanna verði fyrst og fremst verkafólkinu til tjóns og síðan þjóðfélaginu til skaða, þá býst ég við, að ein- hverjir gefi mér svikara-nafn bótina, sem þeim er svo munn töm, sem vaða nú fram. Við gelum deilt við vinnu- kaupendur um laun okkar, og við verðum að beita verkfalls vopninu, þegar brýn nauðsyn krefur, en að nota það sem pólitískt tæki, og þá verka- fólkið eins og nokkurskonar tindáta í þeim leik, þá er mér nóg boðið og ég býst við því, að nær allir, sem unnu að því að byggja upp verkalýðssam- tökin, verði mér sammála“. Þannig mælti Steinþór Benjamínsson — fyrrverandi skipstjóri frá Þingeyri, við mig í gær er ég ræddi við hann. Hann varð hálfáttræð- ur á sunnudaginn og dvaldi hér í bænum hjá börnum sín- umum. Ilann var nýkominn frá Danmörku, ungur og hraustlegur, útitekinn og dá- lítið gránaður. en kvikur eins og fimmtugur heilsugóður maður — og að því er virtist albúinn að standa í sríði og fé lagsmálastarfi eins og hann hefur gert áratugum saman í sínu byggðarlagi. Ég kynntist Steinþóri fyrst fyrir rúmum ‘ luttugu árum — og það er salt, ag hann hefur yngst upp síðan. EINFALT LÍF — Nýkominn úr langflugi? „Já, ég lél verða af því að fara. Ég á dóttur í Danmörku og flaug til hennar og flaug aftur heim. Ég dvaldi um skeið úti og mér fannst margt nýstárlegt, yfirleitt allt, en feg urs er okkar land - og hvergi sé ég neitt eins tilkomu- mikið og 'Vestfjarðafjöllinn. - Ég hafði ekki flogið yfir hafið áður. Þetta eru undursamleg farartæki. Annars má segja að ég eigi frí. Ég er að mestu setstur í helgan stein. — Á nokkrar kindur og sinni þeim. Geri það til þess að lengja æfina. Sagði við lækninn heima, þegar hann kom úr sumarleyfinu í fyrra, að hann hefði heldur átt að vera um kyrrt heima og sinna kindum og heyja handa þeim. — Mér reyndist það að minnst kosti miklu betra og — heilsusamlegra en en all- ar þær vítamíntöflur, sem hann ætti í fórum sínum. Og hann jálli því. Stundum er heilsan dýru verði keypt, en stundum getur maður bein- línis grætt á því peninga að stunda einfalt líferni, vera í samræmi við sjálfa náttúr- una“. DAGINN EFTIR FERMINGUNA Steinþór Benjamínsson fæddist að Múla í Þingeyrar- hreppi 30. júlí 1886. Foreldrar hans voru Guðrún Pétursdótt ir ættuð úr Dýrafirði og Benja mín Bjarnason skipstjóri. — Hann stjórnaði skútum fyrir Gramsverzlun og fleiri. Þá var mikil skútuútgerð og þorpið stóð í blóma. Grams- verzlun gerði þær flestar út, en margir bændur áttu og og skútur, nokkrir saman. — Systkinin voru fimm að tölu og eru nú tvö á lífi. Steinþór Benjamínsson menn í svona túra. Það var töluverð samkeppni“. SKIPSTJÓRI ÁSKÚTU — Hafðirðu þá ekki hug á að gerast kaupmaður? — „O, nei, ég ætlaði mér að verða sjómaður, skipstjóri eins og pabbi. Hins vegar lang aði mig að læra meira. Ég hafði verið í barnaskóla í tvo vetur, en haustið 1904 settist ég í Möðruvallaskóla og þar las ég eínn og hálfan vetur. En ég varð veikur, og ég varð latur og ég varð hræddur við próf — og hætti. Ég stökk um borð í skútu og skildi lær- dómsbækurnar eftir í landi. Og svo stundaði ég ýmsar veiðar. Og til Þingeyrar fór ég aftur árið 1909 og hélt á- fram á sjó. Árið 1913 kvænt- ist ég og hóf búskap. Kona mín hét Ríkey Sigurðardótl- ir. Atvinnuvegirnir voru ekki margbrotnir á þeirri tíð. Ég slundaði yfirleitt alla vinnu. Var verkamaður, vegavinnu- maður milli vertíða — og allt af á sjó á öðrum tímum. — Þannig var um nær alla ís- lendinga, sem ekki stunduðu eingöngu búskap, kaup- mennsku, eða þá embætlis- störf. Ég tók svo minna fiski- f SPEKULANTSTÚR Þegar Steinþór var 14 ára gamall fór hann í fyrsta skipti á sjó, á skútu með föð ur sínum. Hann var fermdur á hvítasunnudag og fór um borð á annan. Skúlan hét Juliette, og varð hún síðar vansbátur hér í Reykjavíkur höfn. „Mér líkaði vel á sjón- um þegar í upphafi og var ég í fjögur ár samfleylt með föð ur mínum. Einnig fórum við spekúlasjónstúra inn á Hvammsfjörð og víðar um Breiðafjörð fyrir Gram. Það voru skemmlilegir túrar og margt bar við. Bændur komu um borð og keyptu — allt var skrifað í viðskiptabækurnar, en síðar um haustið komu önn ur skip og sóttu afurðir bú anna, sem einnig voru skrif aðar og svo var allt af gert upp um áramót — og þá sást hvernig hver og einn bóndi stóð sig gagnvart verzluninni. Oft var glatt um borð hjá okk ur. Bændur komu með konur sínar og dætur og héldu fast í taumana. Þær voru allar bjarteygar og fannst þær vera í miðju æfintýrinu innan um alla álnavöruna, áhöldin nál- arnar, fingurbjargirnar, löl- urnar og hnappana og þar fram eftir götunum. Til að byrja með voru bændur séðir og varfærnir og slepptu kven fólkinu ekki lausu. En öllum var gefið kaffi og flestar fengu út í það og upp úr því fóru bændurnir að verða bjartsýnni og eflirgefanlegri við kvennastóðið. Smábænd- ur fengu bara út í kaffið, en stórbændur fengu oft heila flösku. Ég man vel eftir einum gildum bónda, sem ætlaði sér aldeilis ekki að lála konu sína gramsa mikið í vörunum, en brátt varð hann meira en rak- ur -— og hann baðaði út hönd unum og kallaði tii konu sinn ar: „Kauptu kona, kauptu kona. Hér er af nógu að aka og buddan hans Jóns þolir sitt hvað eins og þú veist“. — Já, svona gekk þetta lil. Ég gleymi aldrei spekúlasjóns- túrunum á Breiðafirði. Ann- ars voru fleiri spekúlasjóns- skip. Tangverzlun á ísafirði og í Stykkishólmi sendi líka mannaprófið 1917 og gerðist skipstjóri 1919 á skútunni For tunu, en hún var eign Útgerð- arfélags Dýrfirðinga. Ég var í 6 ár með Fortunu, en þá fór ég á línuveiðar. Ég aflaði mjög sæmilega og aldrei henti okkur slys eða við urð- um fyrir áfalli. Ég var gæfu- samur hvað það snerti. Svo varð Proppé gjaldþrota og ég keypti eina skútuna úr.þrota búinu. Það var Fönix, nú Ás- geir hér í Reykjavík. Við átt- um hana fjórir saman. Ég var lengi með hana, eða til ársins 1930 og þá batnaði hagur minn og ég rétti úr kútnum. Það tók þetla langan tíma í þá daga þrátt fyrir látlaust strit og stöðuga ástundun. Skútu- öldin var að fjara út. Menn vildu ekki vera á skútum. — Þeir vildu fara á togara og ef ekki fékkst pláss á togara, þá vildu þeir fara á vélbáta. — Menn tala um að sjómenn hafi verið óreglusamir á skúluöldinni og bera það saman við óregluna á togur- unum nú. En það er ekki hægt að bera það saman. Ég full- yrði, að það kom aldrei fyrir hjá mér að nokkur maður kæmi of seint um borð vegna; drykkju. Þó að sumir væm dálitið svínkaðir þegar lagt var af stað, þá mættu þeir allt af til vinnu upp á mínútuna“. — Og þá ...? — „Og þá? Ég hélt áfram á sjó viðstöðulaust, fór á iínu veiðara og vélbáta, en svo hætti ég sjómennsku fyrir fullt og allt árið 1946. Upp frá því fór ég að stunda ýms störf í landi, aðallega vegavinnu í Dýrafirði. Ég missti kcnu mína árið 1948. Við höfðum eignast fjögur börn og þau. eru öll á lífi“. V f FÉLAGSMÁLUM — Stjórnmál og félagslií? — Ég hef haft nokkur ; f- skipli af þeim málum heima. Ég var upphaflega í íhalds- flokknum. Svo gerðist það, að- ég af flokksþægð gerðist með- mælandi eins frambjóðand- ans, en þegar ég var búinn að- kynna mér skoðanir hans, lýsti ég yfir því við flokksfor- ustuna, að ég mundi kjósa hann af því að ég hefði álpast til að mæla með honum, en framar mundi ég ekki kjósa flokkinn. Upp frá því kaus ég frambjóðenda Alþýðuflokks- ins. Ég kaus til dæmis ekki Ásgeir núverandi forseta fyrr en hann gekk í Alþýðuflokk- inn. Og síðan hef ég eindregið- fylgt Alþýðuflokknum að mál um. Hann vinnur fyrir alþýð- una í landinu í öllum greinum, án þess þó að leiða hana út í tvísýn æfintýri. Ég held að ég hafi lært slíka stjórnmálaslarf semi á skipstjórnartíð minni. Það gildir nefnilega sama að- ferðin svo víða í lífinu. Fyrsta verkamamrafélagið var stofn- að á Þingeyri árið 1908 og var það meðal annars gert til þess að fá tímakaup í staðinn fyrir dagkaup. Þá ákvað atvinnu- rekandinn allt af hvað margir klukkutímar væru í deginum. Þelta félag fékk því fram- gengt að borgað var tíma- kaup: Karlmenn 25 aurar, — konur 15 aurar. — En þetta félag gafst upp. Aftur var stofnað félag 1926, — Brynja, — og síðan hefur það slarfað- að heill alþýðuheimilanna. Ég hef nokkrum sinnum verið- formaður félagsins. Ég hef sótt þing Alþýðusambandsins, einnig hef ég setið þing AJ- þýðuflokksns. Ég var og í hreppsnefnd. Nú eru félagar mínir í æfinlýraferð með- Hannibal. Þetta eru ágætir menn og margir munu rala afur heim. Þeir verða að fá reynsluna eins og aðrir. En ég sé bara eftir árunum, sem farið hafa í deilur — og þó» harma ég það mest, ef samtökin sem áttu að skapæ okkur réttlátara þjóðfélag, — verða til þess að spilla því,. Framhald á 14. síðu. Alþýðublaðið — 2. ágúst 1961 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.