Alþýðublaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 13
t félagsheimili KOMMÚNISTAFLOKKUR Sovétríkjanna gcrði um helgina heyrin lsunna hina nýju stefnu- skrá ilokks'ins, sem kemur í stað liinnar upprunalegu stefnu Len- ins frá árinu 1919, án þess þó að breyta meginstefnumiðum kommúnistaflokksins. — Menn, sem fylgjast vel með í Moskva, telja, að hér sé um að ræða víð- tækustu áætlun, sem rússneskir kommúnisar hafi til þessa birt, ekki hvað minnst vegna þess, að hún miðast m a„ við það, að Sovétríkin fari fram úr Banda- ríkjunum að lífskjörum á ekki styttri tíma en 20 árum. Á sviði utanríkismála slær stefnuskráin því föstu, að mark- mið sovézkrar utanrikisstefnu sé að gera styrjöld ómögulega og er því slegið föstu, að vopnavald sé ekkj lengur fallið til lausnar á alþjóðlegum deilum. Stefnuskrá in sær fastri kenningunni um friðsamlega sambúð, en gerir jafnframt æðislega árás á Banda ríkin, sem lýst er sem háborg afturhaldsins í heiminum. Stefnuskráin — sem samin er undir yfirumsjón Krústjovs sjálfs — gerir ráð fyrir víðtæk- um umbótum innan Sovétríkj- anna, er gera eiga ríkið að raun- verulegu kommúnistaríki, þar sem það nú er aðeins sósíalist- ískt. M a. segir í stefnuskránni, að innan tuttugu ára muni allt, sem nefnist fátækt í Sovétríkjunum vera horfið, og allir sovétborgar ar eiga kröfu á ókeypis húsnæði, ókeypis mat á vinnustað og ó- keypis aðgang að öllum opin- berum stofnunum. /Fiokkss|arfið og stjórnin verða gerð frjálslegr; og með nokkrum veigamiklum undan- tekningum þó munu engir starfs menn flokksins sitja lengur en þrjú ár í embættum sínum. Skipta skal um fjórðung allra kjörinna trúnaðarmanna flokks- ins — þar á meðal meðlima mið- stjórnar kommúnistaflokksins — fjórða hvert ár. Munurinn á hæstu og lægstu launum á að verða minni, og siðar á með sérstökum lögum að ákveða laun, sem tæplega koma til með að vera hærr; en 600 rúblur á mánuði. Innan tíu ára á 36 tíma vinnuvika að vera komin á, jafnframt því sem lagt verður bann við erfiðisvinnu kvenna Á það er lögð áherzla, að frið- samleg þróun í alþjóðamálum sé nauðsynleg til þess að kleift verði að framkvæma áætlunina og aukin útgjöld til landvarna geti leitt til þess, að starfinu að því að hækka lífskjörin geti seinkað. • Leikur gömlu dansana í Þórscafé MYNDIN er af hljómsveit Guftmundar Finnbjörns- sonýar, sVm 'uvúir leíkið undanfarin ár fyrir gömlu| dönsunum í Þórscafé. Hef-. ur hún hlotið ágæta dóma íyrir fjörugan og góðan leik. Einkum hafa vin- sældir hennar farið vax- andi meðal unga fólksins, er sækir gömlu dansana í síauknum mæli. — Á mynd inni eru, talið frá vinstri: Tage Möller, píanó, Ásgeir Sverrifcjon, harmonjika. Hljómsveitarstj. Guðm. Finnbjörnsson, alto bassi. Söngkonan Huldla Emll.sd.i Jóhannes Jóhannesson har- mónika. Ole Östergárd, gítar, en í hans stað leikur nú með þl^éþisveitinnl' Haraldur Baldursson, og Karl Karlsson trommur. Dansstjóri á gömlu döns- unum f Þórscafé er Baldur Gunnarsson. Sér hann um að allir skemmti sér þar vel á fimmtudags og laugar- dagskvöldum. IMHHWMMMmHHUHMtri Verðlagsmál samvinnufélaga I ALÞYÐUBLAÐINU 27. og 28. júní, eru feitletraðar fyrir- sagnir „ÞEIR HEIMTA AFNÁM VERÐLAGSEFTIRLITSINS“ og 1 er á blað'inu að heyra að það séu aðeins kommúnistar og fram- sóknarmenn, sem að því standa, og þá til að vinna ríkisstjórninn'i skaða. Vel veit ég, að þeim flokkum mun ósárt þótt sitthvað gangi sjórninni á móti, en að halda að það sé til að hrella stjórn:na, þótt kaupfélögin, eins og aðrir, vilji leiðréttingu óréttlátra verð lagsákvæða, er mesti misskiln- ingur Ég held ég haf; séð í leiðara Alþýðublaðsins fyrir nokkrum dögum, að svo væri þrengt að verzluninni, að þar yrði vart lengra gengið, og eftir núver- andi kaupgjaldshækkanir hlyti álagning að breytast til hækk- unar. Mér finnst að í þessu tilfelli þurfi vart að spyrja um stefnu Kommúnista eða Framsóknar í verðlagsmálum, því þeir hafa haft nákvæmlega sömu afstöðu til verðlagsmála, meðan þeir sjálfir voru í stjórn, og virðast ráða hjá núverandi stjórn. — Stæðu þeir flokkar að ríkis- stj. í dag, mundi afstaða þeirra vera svipuð, þar eð það mundi þykja vænlegt til atkvæðafylgis Hins vegar er ég viss um, að þeir menn, sem mest tala um að kaupfélögin heimti afnám verðlagsákvæða, myndu hafa ná Framhald á 14. síðu. Ólafsfirði, 31. júlí.. Á LAUGARDAGINN var nýtt' félagsheimiii tekið í notkun í j Ólafsfirði. Hús'ið stendur við Að- i algötu og heitir Tjarnarborg. — Það er 506 fermetrar aö flatar- j mál; og tekur um 230 manns í : sæti. Á svölum verða sæti fyrir j 96 og í veitingasal, sem er til hliðar við aðalsal'inn, eru sæti fyrir um 100 manns.. Leiksviðið er 70 fermetrar og búið fullkomnasta útbúnaði. -— Auk þess er í hús'nu 56 fer- metra fundarsalur, 3 herbergi, sem ætluð eru félögum til af- ndta, pldhús, búr(ingsherbergi leikara, rúmgóður forsalur og snyrtiherbergi, svo og skrifstofa fyrir húsvörð, leiktjaldageymsla og klefi fyrir kvikmyndasýning- arvélar Allur frágangur hússins er með miklum myndarbrag og er það fullgert að öllu leyti að ut- an og innan, nema hvað kvik- myndavélar, sem eru frá Bauer- verksmiðjunum í Þýzkalandi, koma ekki fyrr en í haust °g sæti á svalir eru eigi komin. Teikningar hússins gerði Hall- dór Halldórsson, arkitekt í Reykjavík, en innanhúss arki- tekt var Sigvaldi Thordarsen í Reykjavík. Byggingameistarar voru Gísli Magnússon og Gunn- laugur Magnússon frá Ólafsfirði, Þórður Friðbjörnsson, Akureyri, var yfirsmiður við innréttingar, Magnús Stefánsson, Ólafsfirði, sá um raflagnir, auk fjölda ann- arra iðnaðarmanna og fyrir- tækja, sem við bygginguna hafa starfað. Að félagsheimilinu Tjarnar- borg standa Ólafsfjarðarkaup- staður og^ 10 félagssamtök í Ól- afsfirði. Ákvörðun um byggingu hússins var tekin á stjórnar- fundi fyrir sex árum eða 25. júlí 1955. Núverandi stjórn fé- lagsheimilisins skipa: Ásgrímur Hartmannsson, bæjarstjóri, for- maður; Björn Stefánsson, skóla- stjóri, gjaldkeri; og með þeim í framkvæmdaráði Jón Ásgeirs- son, vélstjóri, en aðrir í stjórn eru Gísli Magnússon, Jónmund- ur Stefánsson. Ármann Þórðar- son og Jakob Ágústsson. Til vígsluhátíðarinnar, sem hófst kl. 15 á laugardaginn, var boðið öllum fullorðnum Ólafs- firðingum, svo og þeim Ólafs- firðingum, sem brottflutbr eru. Til borðs sátu 500 manns, en veitingar önnuðust konur úr Slysavarnarsveit kvenna, Kven- félaginu Æskunni og Verka- kvennafélaginu Sigurvon undir stjórn framkvæmdastjóra Tjarn- arborgar. Björn Stefánsson stjórnaði hóf inu, sem fór fram með hinum mesta myndarbrag. Séra Kristj- án Búason flutti vígsluræðuna, Gísli Magnússon, byggingar- meistari, lýsti húsinu og Ásgrím- ur Hartmannsson rakti bygging- arsögu hússins. Aðrir ræðumenn voru: Séra Ingólfur Þorvaldsson, fyrrver- andi sóknarprestur i Ólafsvík, sem tilkynnti ónafngreinda gjöf frá Ólafsfirðingum á Suð-Vest- urlandi; Kristinn Þorsteinsson, deildarstjóri á Akueryri, er til- kynnt; að Ólafsfirðingar á Ak- ureyr gæfu ræðustól; frú Jó- hanna Magnúsdóttir, sem lengi stóð framarlega í félagsmálum Ólafsfjarðar, enn er nú flutt til Reykjavíkur; Eysteinn Jónsson, fyrrverandi ráðherra; Sigurður Baldvinsson, útgerðarmaður, sem tilkynnti höfðmglega gjöf frá Fisksölufélagi Ólafsfjarðar; og Björn Stefánssom sem gat um gjöf írá Kaupfélagi Ólafsfjarðar; og Óskar Garibaldason frá Siglu firði. Almennum söng stjórnaði Kristinn Þorsteinsson og Erling- ur Vigfússon söng einsöng við Frai .'ihald á 14. síðu. ■ ■ KJOR- GARÐS- KAFFI KJÖRGARÐSKAFFI — nýr kaffi og matsölustaður tekur til starfa á efstu hæð Kjör- garðs, Laugavegi 57—59, þessa dagana, en auk þess sem þar verða á boðstólum allar venjulegar vcitingar og matur er ráðgert að rekstur þessa fyrir^ækis verði með allnýstár legu sniði og ferðamönnum og öðrum, er þess óska, veitt ýmis þjónusta, þeim til hag- ræðis. Meðal þess má geta, að „Kjörgarðskaffi" ' sér um út- vegun herbergja á opinberum gististöðum hér í bænum fyr- ir ferðamenn, erlenda og inn lenda, svo og svefnpokapláss og tjaldstæði, einkum fyrir stærri hópa. Einnig er þar séð um úlvegun bifreiða, með og án bílstjóra, hesta með fylgdar manni, veiðileyfi o gsjóstanga veiði, fyrir alla, er þess óska. Þá geta þeir er vilja fengið út- búið nesti, bæði til lengri og skemmri ferðalaga, t. d. af gömlu tegundinni, þar sem lögð verður áherzla á íslenzk an nestismat. Einnig verða veittar upplýsingar um staði og leiðir, og smekklegir minja gripir á boðstólum. Sökum aðstæðna verður ”Kjörgarðskaffi“ aðeins opið almenningi frá kl. 8,30 að morgni til kl. 6 síðd. en þó gela félög og smærri hópar fengið að halda þar fundi eft ir þann tíma. Þegar líður á sumarið, hyggst “Kjörgarðs- kaffi“ senda venjulegar veit- ingar, svo sem kaffi og kökur, í skrifstofur, samkvæmt beiðni, og verður sú þjónusta veitt allan daginn. Alþýðublaðið — 2. ágúst 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.