Alþýðublaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 2
itítstjórar: Gísli J. Astþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi rit- c&jórnar: Indriði G. Þorsteinsson — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — 6£mar: 14 900 — 14 901 — 14 901' Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu- básið. — Prentsmiðja Alþýðubiaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriítargjald kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. — Fra kvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. Orsök og afleiðing HUGSANDI MÖNNUM finnst það vera að ögra iheilbrigðri skynsemi, þegar Þjóðviljinn heldur fram, að stjórnarflokkarnir hafi valdið þeirri verðbólgu, sem skollin er á. í þessu sambandi er ■þó rétt að minna á nokkur atriði: 1) Alþýðuflokksmenn fluttu sl. haust í stjórn Alþýðusambandsins þá tillögu, að lögð yrði éherzla á tolla og vöruverðslækkanir í stað öraun haéfra kauphækkana í krónutölu. Kommúnistar felldu þá tillögu. 2) Alþýðuflokksmenn beittu sér tveilm mánuð um síðar fyrir tillögum á þingi ASÍ, sem gengu í sömu átt. Kommar og framsókn sameinuðust um að fella þær tillögur, en mörkuðu stefnuna, sem fylgt hefur verið. 3) Þegar sáttasemjari bar fram tillögu sína, síð ustu von um lausn kaupgjaldsmálanna án verð hólgu, var hún samþykkt í þeim félögum, þar sem Alþýðuflokksmanna gætir mest, en felld af kom múnistum og atvinnurekendum. 4) KommúnMar hafa sjálfir orðið að viður kenna, að kauphækkanirnar eru óhugsandi án verðhækkana á eftir. Þetta viðurkenndi Eðvarð ■Sigurðsson fyrstur með því að samþykkja mjólkur hækkunina. Hann sá hið óhjákvæmilega sam hengi, sem er milli þess, sem hann hafði staðið að á Alþýðusambandihu og Dagsbrún — og þess eftir leiks, sem nú kemur fram. Af öllu þessu verður séð, að stjórnarandstaðan hefur stofnað til þeirrar verðbólgu, sem nú skellur yfir. Hún ber framar öðrum ábyrgð á afleiðing unum. Slæmt ástand ■maa i vegamálum SJALDAN hafa vegir hér suimanlands verið; í eins slæmu ástandi, og nú um helg- siua. Það eru liðnar þrjár vik- ■ur síðan verkfall vegagerðar- manna skall á, og á þeim tíma hefur enginn vegur ver- ir heflaður eða ofaníborinn. Vegurinn yfir Hellisheiði er ■orðinn mjög slæmur, og tefur það áætlunarbifreiðar um allt að' hálfa klukkustund á leið- Snni til Hveragerðis. Einnig <eru vegir um Suðurlandsundir iendið orðnir mjög slæmir. Sömu söguna er að segja um veginn um Hvalfjörð og vegi í Borgarfirði. Hér innan- hæjar eru götur farnar að Igla á sjá, og hefur það aukist til muna í rigningunum að undanförnu. Nú þegar mikil ferðahelgi er fram undan, þ. e. verzlunar mannahelgin, og þúsundir bif reiða steyma burtu úr bænum og út í sveitirnar, hlýtur þetta ástand að vera mikið áhyggju- efni hverjum bifreiðareiganda. Þeir verða ugglaust margir bílarnir, sem stöðvast af þess- um sökum, með brotinn öx- ul eða annað, sem farið hefui' úr lagi vegna hristingsins. Helgin sú arna á ábyggilega eftir að fækka aurunum í veski einhvers bifreiðareig- andans. 2 2. ágúst 1961 — Alþýðublaðið Fimmtugur: ÞÖ í DAG er einn af liðsodd- um íslenzkrar íþróttahreyfing- ■ar, fimmtugur. Það er Úlfar læknir Þórðarson. Hann er fæddur hér í Reykjavík 2. ágúst 1911. Sonur hins mikla góíumanns, Þórðar Sveinsson- ar, sem um árabil var yfir- læknir Kleppsspítala, og konu hans Ellen Johanne f. Kaaber. Það var árið 1947 að skyndilega kom nýr maður fram á sjónarsviðið í knatt- spyrnufélaginu Val. Hann var lítt þekktur Valsmönnum áð- ur, nema sem þjóðkunnur læknir. En þeir áttu eftir að kynnast honum og meta hann og því meir, sem kynnin urðu nánari. Já, og það urðu ekki Valsmenn einir, sem kynntust honum og mátu hann, heldur ■og Reykvískir íþróttamenn yf- irleitt, þó að starf hans á sviði félagsmála íþróttanna væru innan Vals. Þetta sama ár tók Úlfar Þórðarson við stjórn Vals og var þar í forystu næstu þrjú árin. En það var ekki fyrst og fremst sem sjórnarformaður, að Úlfar ritaði nafn sitt óafmá- anlegu letri á söguspjöld Vals, þó starf hans á þeim vettvangi, væri vissulega margþætt og röggsamt. Með eignarhaldi á landi Hlíðarenda við Öskjuhlíð, öðl- aðist Valur loks „blífanlegan samastað" fyrir starfsemi sína og löng hrakningarsaga var á enda kljáð. Á árunum 1948—1951 eða í stjórnartíð Úlfars og und- ir hans forystu, er hafizt handa um að nýta þá aðstöðu, sem þessi landakaup gerðu kleyfa, með gerð malar- og grasvalla til íþróttaiðkana, fyrst og fremst knattspyrnu, sem er HANNES Á HORNINU ýV Ófremdarástand í Sundlaugunum. •fo Of margt starfsfólk. 'fc En lítilf jörleg þjónusta •fe Og slæmt fyrirkomu lag. N O K K R U M sinnum und- anfarið hef ég orðið var Við kvartanir út af Sundlaugunum. Þær hafa verið lausar svo að ég hef ekkj sinnt þe'im. í gær fékk ég hins vegar bréf um þjónustu í Laugunum og ég sé ekki ástæðu til þess að stinga því und'ir stól. Aðfinnslurnar er.u margar og alvariegar og væri ástæða fyrlr bæjaryfirvöld in að rannsaka ástandið þarna. Annars er sagt, að Sundlaugarn- ar séu að telja út„ Sundlaug Vesturbæjar er að taka til starfa og nú mun hafin vinna við nýj- ar sundlaugar. skammt frá þeim gömlu, enda segir í yfirlýsingu frá bænum, að gömlu Sundlaug- arnar eigi að hverfa Og hér er bréfið: Wj SUNDLAUGARGESTUR skrifar: „Ég hef stundað Sund- laugarnar um nær 10 ára skeið. Þó ekki sé ég daglegur gestur þar, þá kem ég þar all oft og þykir jafnan gott þangað að koma og svo mun fleirum finn- ast, því allstór hópur manna koma þangað svo til daglega. I ÞAÐ, SEM ég ætlaði að gera að umtalsefni er þjónustan í Sundlaugunum. Mér finnst hún hafa mikið breyzt til hins verra, frá því að ég kom þar fyrst og þó sér í lagi síðustu tvö árin. I fatageymslu eru venjulega fjór- ir, tvær konur og tveir karlar, auk þess er svo kona í miðaaf- greiðslu og baðvörður, en þrátt fyrir þennan fólksfjölda er öll þjónusta mjög bágborin og satt að segja er ekki í neinu sam- ræmi við þann fólksfjölda, sem þar vinnur eða kannski öllu heldur, sem á að vinna. ÉG MAN eftir því að fyrst, eftir að ég fór að sækja Sund- laugarnar fékk enginn að fara inn í fatageymsluna, heldur tók afgreiðslufólkið við fötunum og afhenti númer, sem maður nældi við sundskýluna. Síðan fékk i maður fötin aftur gegn afhend- ingu númersins. Nú er þetta orð | ið all mjög breytt, hverju sem j því kann nú að valda. I I AFGREIÐSLUFOLKIÐ situr I á sínum stól með kaffibolla og vindling, en vísar gestinum að fara sjálfan með fötin sín inn í fatageymslu og sama sagan end- urtekur sig, þegar baðgesturinn ( kemur og vill fá fötin sín, hon- I um er bara sagt að fara innfyrir 1 og ná í þau sjáflur, Hér fá sem aðalíþrótt félagsins. Með þessu var fyrsta skrefið stigið í þá átt, sem hugsuð var af for- göngumönnum Hlíðarenda- kaupanna, um að gera staðinn að íþróttamiðstöð. Næsta skrefið, sem stig- ið var, var þó sýnu stærra. ÞaS er þegar hafin var bygging fullkomins íþróttahúss að Hlíð- arenda. Það skref var stigið, að vandlega athuguðu máli, ár- ið 1954. Það er í sambandi við þetta mikla átak félagsins, sem Úlfar læknir Þórðarson, hefur getið sér þann orðstí, sern seint mun fyrnast. Hann var formaður Hlíðarendanefndar um árabil og íþróttahússnefnd- ar frá því að hún var sett á laggirnar og er enn. Á honumi hefur mætt, að öllum jafnaði, meginþáttur framkvæmdanna.. Það mun vart leika á tveim tungum, að víða megi 'leita inpan íþróttahreyfinga landanna, til að finna hliðstætt dæmi um lækni, önnum kaf- inn við sky'ldustörf sín „myrkr- anna á milli“, eins og Úlfar Þórðarson, er skuli gefa sér tíma til að sinna svo umfangs- miklum störfum í þágu íþrótta- Framhald á 14. síðu. sagt allir að æða inn fyrir og afgreiða sig sjálfur, hvort sem nokkur er í fatageymslunni eða ekki, því það kemur fyrir a3 hún er mannlaus, þegar að er komið Flestir munu kannski ekki telja eftir sér að ná í föt- in sín sjálfir en hitt finnst mér verra, þegar fatageymslan er al- gjörlega eftirlitslaus. Því oftast eru einhver verðmæti í fötunum, svo sem úr og peningar. ÞAÐ SKRÝTNASTA við þetta allt saman er þó það, að I miðasölu eru geymsluhólf, sem margir myndu halda að værui fyrir baðgestj að geyma verð- mæti í, meðan þeir dvelja í Sund laugunum, en því er ekki þann ig farið, heldur eru þessi geymsluhólf einungis fyrir þá eða öllu heldur fyrir Sundlaug- arnar — sem fá að lán; sund- skýlu eða handklæði og verða þeir að láta af hendi pant, sem stungið er inn í þessi hólf og geymt þar þangað til lánshlut- unum er skilað. ÞANNIG eru þessi hólf ekki fyrir baðgesti, eins og nærtækt væri að halda, heldur fyrir Sund laugarnar. Ég reyndj í fyrstu að fá að geyma þar verðmæti, era fékk alltaf sama svarið, að hólf in væru aðeins fyrir þá, sem fengju skýlu lánaða, þrátt fyrir það, að hér séu venjulega flest hólfin tóm Það er kannski of mikil fyrirhöfn og töf frá kaffi- bollanum, að ónæða starfsfólkið við jafn sjálfsagðan hlut og taka verðmæti til geymslu í hólf, semi annars eru tóm. Þessi þjónusta í Sundlaugunum er alveg óhæf og úr þessu verður að bæta, það er alger óhæfa að greiða 4—5 manns laun fyrir vinnu seml auðvelt er fyrir 2—3 manns að anna“. Hannes á horn'inu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.