Alþýðublaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 02.08.1961, Blaðsíða 15
Vincent skólans en ekki í Upton skólann eins og ákveð ið var.“ Ég vissi að faðir Pet ers hafði gengið í Upton. St. 'Vincent var í London. „Af hverju?“ spurði pahbi. „Sumpart vegna þess að 'hún ólítur að hlaðaskrifin geri honum erfiðara fyrir, en ég held aðaliega vegna þess að hana langar til að hafa hann heima hjá sér.“ „Það er engin ástæða til að vorkeniia Peter það,“ sagði pahbi. „St. Vincent er fyrsta flokks menntaskóli. Eobin mun kunna vel við sig þar.“ Rohin átti að hefja nám við þennan skóla í næsta mánuði. Það varð smáþögn, svo sagði mamma: „Við 'hvað áttirðu eiginlega, þegar þú sagðir að Hilda hefði slæma samvizku? Ég veit að það eru margir, sem segja að hún hafi rekið hann til þess, en- .. .“ „Rékið hann til hvers?“ „Til að vera með þessum fallega einkariara sínum, eða heldur þú að það hafi átt eðlilegar orsakir?“ „Andstætt við almennings áhtig hef ég um annað að hugsa.“ „Það er ekki nauðsynlegt að vera svcna mikið göfug- menni, elskan mín!“ Ég heyrði að þau hlógu þæði. „Það er ekki undarlegt þó fólk tali. Mér persónulega finnst ómerkilegt að trúa því versta um föður Peters og ungu stúlkuna, en ég geri ráð fyrir að ýmsar kvennanna hér í nágrenn- inu Jiíti á þetta sem eins kon ar hefnd á Hildu.“ „Þvf þá það?“ „Þú veizt hve marga hún móðgar _ með framkomu sinni. Ég held að hún geri það ekki vitandi vits, en hún gengur hér um eins og hún eigi a.Ua götuna. Það er ekki skrítið þó allir kalli hana „greifynjuna“. En ef fólk heMur að slúðrið komi henni til að flytja, skjátlast því. En þú hefur e<kki enn svarað því sem ég spurði þig um. Því sagðirðu að Hilda hefði |slæma samvizku? Veizt þú ef til vill eitthvað, sem við vitum ekki?“ „Hún hefur þó ekki haldið að 'þetta sé allt og sumt, sem karlmaður 'krefst af konu sinni? Heldurðu virkilega að hún hafi nokkurn tíma elskað 'hann? Ég held að hún hafi gifzt honum af þvf að hann var af góðu fólki og átti peninga. Ég viðurkenni að það er fallegt hjá henni, en finnst þér það heimilislegt,“ „Nei, en ... það er ekki hægt að neita því að hún til biður Peter og það er ein af lástæðunum fyrir að ég vor- kenni honum.“ „Áttu við að þér hefði lið ið betur ef hún hefði ekki getað séð hann,‘ , „Nei, vitanlega ekki. en nú er hann allt, sem hún á. Og ég óttast að hún verði mjög háð honum. Ég veit að ég hugsa nokkuð langt fram í tímann, en hvernig held- urðu að Hildu lítist á það ef Peter giftir sig?“ „Nú skil ég hvar hundur- inn liggur grafinn,“ hló iþiabibi. „Ég veit hvað þú rpt ólæknandi „rómantísk“ elsk an mín og mig grunar að þig dreymi oft um þann dag eft ir tólf ár eða svo þegar ég leiði dóttur okkar upp kirkju gólfið til að gefa hana mann inum, sem hún hefur tilbeðið síðan hún var fjögurra ára.“ Vitánlega hlustaði ég nú með meiri athygli en nokkru sinni fyrr. „Það væri unaðsiegt ef það henti hana, þó mér finn ist sem stendur að þetta sé afskaplega einhliða til- beiðsla. En meðan ég man, Jim, viltu ekki biðja Robin um að hætta að stríða „Bollu“ með Peter. Ég veit að hann meinar ekkert illt með því, en hún. ... .“ MELODY CHASE „Er tilfinningarík eins og móðirin," hló pábbi. „Ég myndi ekki hafa áhyggjur af iþví. Hvað heldurðu að Bolla eigi oft eftir að verða ást- fangin næstu tólf árin?“ „Ég veit það ekki,“ sagði mamma hugsandi. „Mér hef ur alltaf fundist eiga vel við hana „einum unni eg mann inum“. Viltu sækja ís handa mér?“ Það var rétt með naum- indum að mér lókst að flýja og ég skildi að ég varð að komast af án köldu mjólkur innar. Þegar ég loks sofnaði dreymdi mig unaðslega drauma, þar sem grönn cg fegruð útgáfa af mér sVeif iklædd hvítu silki við hlið Peters eftir kirkjugólfinu. Þetta var svo yndislegur draumur, að ég óskaði þess hálfsofandi, að ég vaknaði ekki framar. Það voru liðin sjö ár síðan mig dreymdi þennan dásam lega draum um giftingu mína. Peter og Robin voru í siötta bekk menntasfeólans. Ég var sextán ára og hafði þroskazt mikið — þvf miður var ég ekki ein af þessum tággrönnu sýningarstúlkum, sem ég öfundaði svo mjög, en ég vonaðist til að ég væri að minnsta kosti laus við fíla- pensla kynþrosfeaaldursins, offituna og tilfinningavæmn ina, sem kom mér tili að gráta við minnsta tækifæri. Ég var feomin á þann ald ur, að viljastyrkur minn var slíkur að mér tókst að neita súkkulaði, konfekti cg fit- andi mat. Sem ’betur fór hafði ég mikinn áhuga fyrir íþróttum og meðal annars var ég mjög góð í tennis og það hjálpaði mér til að halda þyngdinni í horfinu. En mig dreymdi samt um ítalskan vöxt og langa, granna leggi! Ári áður hóf ég matarkúr, sem mælt var með í öllum blöðum, en pabbi kom í veg fyrir að ég heldi hann. „Vit- leysa,“ sagði 'hann. „Salat- blöð og gulrætur er ekki rétti maturinn fyrir unga stúlku. Því langar þig til að vera mögur? Ég las um daginn að þessi grindhorað-a kvengerð sé ekki lengur í tízku. Flestir karlmenn vilja hafa stúlkur feitlagnari.“ Mér fannst erfitt að trúa þessu, þvf í öllum veizlum voru grannvaxnar vinkonur miínar umkringdar karlmönn um, en ég talaði við kynsyst ur mínar ein. Þó undarlegt sé, það viðurkenndi meira að segja Robin, dansaði ég mjög vel. í Ég elti ekki lengur Peter með augunum eins og trygg ur hundur eða reyndi að hanga utan í honum þegar hann vildi svo auðsjáanlega ekkert við mig tala og ég varði ekki lengur framkomu I * I ► I hans ef einhver gagnrýndi hann. Satt að segja gagn- rýndi ég hann sjálf, bæði þeg ar við vorum tvö ein og eins þegar fleiri voru viðstaddir. Eg vonaðist iil þess að geta leynt tilfinningum mínum með þssu. Ætli Peter hafi látið blekkjast? Ég óttast að svar- ið hafi verið það, að hann tók bara alls £'kki eftir mér. Ef það er rétt, sem sagt er, að ástin blómstr; og þrífist á vonbrigðum og feæruleysi, er ekki einkennilegt að ég skyldi tilbiðja Peter. Því ég minnist þess ekki öll þessi sjö ár, að hann 'hafi á nokk urn hátt sýnt að hann liti á mig öðruvísi en sem litlu systur vinar síns. Hann varð ef til vill kurt- eisari við mig með árunum, en það var aðeins vegna þess að við vorum að þroskast. Það hefði svosem ekkert gert til ef hann hefði aðeins fecm ið eins fram við allar aðrar stúlkur, en því miður var því ekki að heilsa. Hann og Rob in voru fyrir löngu komnir yfir það aldursskeið þegar stelpur eru „bara stelpur“, en þó smá ástarævintýri bróð ur miíns Væru 'hlægileg { mín um augum ollu ástarævintýri Peters mér mikilli sorg. En svo veitti ég bví eftir tekt að Ihann var aldrei hrif inn af neinni í meira en viku og mér létti mikið og ég tók ásthrifni hans með meiri ró en móðir hans gerði Hún átti pfeki nægilega stePk orð til að lýsa hneykslun sinni yfir safni fegurðardísanna, sem skreyttu herbergi Pet- ers. Ég þarf víst ekki að taka það fram, að mín mynd var ekki meðal þeirra. Ef til vill var það láka gott, þá var ég al'ltaf velkomin heim til þenn ar. Ég sá hve erfið móðir hans var honum, það var auð séð ekki aðeins Iheima hjá þeim, heldur og út á við. Ég gerði mitt bezta til að leyna því hve afbrýðisöm ég var við myndasafnið þangað til að ég sá stóra mynd á nátt borði hans, en þar hafði hann alltaf þá, sem honum leizt bezt á þá stundina. Þar var mynd af beztu vinkonu min,ni Phyllis í stuttbuxum, sem sýdu vel langa, granna fótleggi hennar. Ég var í slæmu sfeapi þeg ar ég hitti hana daginn eftir og þar sem Fhyllis var fylgj andi hreinskilnislegri fram- komu, spurði hún blátt á- tfram hivort hún hefðii eitt 'hvað gert mtý- eða hvort ég væri í slæmu skapi yfirlieitt. „Alls ekki,“ sVaraði ég stutt x gpuna. „En ég hata fátt meira en fa]skt fólk.“ „Ég geri ráð fyrir að þú eigir við mig. Hvað hef ég gert þér?“ í>pú 50 tiffirjúnM.m8S<r775ý „Ég hélt að þú værir hrifin af Mike Horlade,“ sagði ég frekjulega, „Hver segir að ég sé það efeki?“ spurði hún og roðn- aði „Því hefur Peter Keltone þá mynd af þér í svefnher- berginu sínu?“ spurði ég og bætti við: „Innan um allar hinar fegurðardísirnar." „En gaman.“ Phyllis virt ist alls ekki skammast sín. „Ertu afbrýðisöm, Jane?“ „Alls ekki,“ laug ég „En finnst þér ekki ómerkilegt að gefa honum mynd af þér þegar þú elskar annan?“ „Vertu ekki svona gamal dags.“ hló Fhyllis. „Ég hef alls ekki gefið honum neina mynd af mér. Hvaða mynd var það? Þessi sem Mike er svo hrifinn af eða þessi þar sem ég er alvarleg ...“ ,,Hvorug,“ sagði ég kulda- lega. „Þú ert í stuttbuxumí og sýni-r á þér fótleggina svo að .. .“ „No — no —“ malaði Phyl lis ánægjulega „Peter tók myndir af okkur um da,ginn, en mér kom alls ekki til hug ar að hann myndi stilla mér upp í herberginu sínu. Hann reyndi tvisvar að bjóða mér út í síðustu viku, en ég vissi að Mike yrði öskrandi ef ég segði já. Satt að segja er efek ert á milili okkar, Jane. Ég kæri mig alls ekki um Pet- er “ Ég hef víst ekki verið sann færð á svipinn, því hún hélt áfram: „Ég verð að viður- kenna að hann er bara sæt ur, glæsilegur á velli og gam an að skemmta sér m^ hon um. En hann er eyðilagður af dekri ... og þú mátt ekki Verða reið — svo montinn að 'hann er óþolandi Finnst þér það ekki ]íka?“ Jafnvel ég hafði vit á að verja Peter efeki. Ég elskaði hann að vísu, en ég hafði þekkt hann það lengi, að ég vissi um alla hans galla. Það » » * * 4 Alþýðublaðið 2. ágúst 1961 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.