Alþýðublaðið - 09.08.1961, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.08.1961, Blaðsíða 8
Spenniö beitin - sfrax STÓR farþegaflugvél var á flugi í fimm kíló- metra hæð, þegar flugstjór- inn varð allt í einu grip- inn af mjög jarðbundinni þörf. Hann lét flugmanni sínum eftir að stýra og gekk aftur eflir vélinni að salerninu, en þar var þá biðröð karlmanna. Nokkru seinna reyndi hann aftur, en enn fór á sömu leið, framan við dyr hins fyrirheitna lands var enn löng biðröð. Þetta end urtók sig fjórum sinnum, en þá var þolinmæði flug- stjórans líka þrotin. Áður en hann hélt af stað í fimmta sinn þrýsti hann á hnappinn sem kveikti a spjaldinu í far- þegarýminu með áletrun- inni: Spennið beltin. Augna bliki síðar var leiðin auð að markinu. „OSKÓP hefur þú verið hljóðlátur í dag, vinur minn“, sagði móðir við son sinn. „Já, mamma, ég hef ver- ið að leika póst“. „Hvernig ferðu að því?“ „Ég fer með bréf og set þau í alla póstkassana í göt unni“. „Það er gaman vinur minn .. en hvaða bréf?“ „Bréfin, sem voru í læstu skúffunni þinni — þessi með rauða borðanum utan um“. ÞING eru merkiltg fyrir- bæri; Maður stendur upp, hann segir í raun ov veru ekki neitt. Það er hcldur enginn, sem hlustar á hann. En á eftir fara ailir að ríf- ast. NÝLEGA hefur orðið uppvíst um tvískipt líferni kennslukonu nokkurrar í London. Stúlka þessi, sem heitir Joan Hart, hefur kennt sjö ára börnum við skóla kirkju einnar í Lond- on, en á kvöldin hefur liún haft aðra atvinnu og held- ur óhugnanlegri, hún hefur sem sé verið það sem Bret- ar kalia ”CaIl girl”, það er að segja, karlmenn hafa getað liringt til hennar og mælt sér mót við hana til einnar nætur ásta. Það er dagblað í London, sem hefur flett ofan af svínaríinu með því að láta blaðamenn fylgja henni eftir og mæla sér mót við hana gegnum síma. í skólanum var Joan Hart velmetin og dáð af nemendum sínum, hún átti ágætan bíl og aflaði sér vinsælda hinna kennslu- kvennanna með því að bjóðast til að aka þeim heim að loknum skóladegi, en um leið og hún var sloppin úr skólanum ttók hún upp gerfi gleðikonunn ar og tók á móti heimsókn- um þeirra karlmanna, sem til hennar hringdu og þráðu blíðu kvenna. Viðskiptavinir hennar þekktu hana undir nafninu Linda. Þegar blaðamaðurinn hringdi til hennar, sagði hann henni að hann væri ut anbæjarmaður og vissi ekki hvernig hann ætli að ráð- stafa kvöldinu og spurði hana hvort hún vildi ekki koma með sér út að borða. Kennslukonan ágæta spurði einskis, en bauð hon um itil íbúðar sinnar á lil- teknum tíma. Þegar þangað kom bauð hún honum strax til svefn- herbergis, bað um fyrir- framborgun og gerði sig að því búnu líklega til að THOMSON GAMLI var einu sinni góður hljóðfæraleikari í góðri hljómsveit, en hljóm- sveitin var lögð niður og hann var svo fátæk ur, að hann varð að selja fiðluna sína til að geta lifað. Eftir það fann hann aldrei rétta tóninn aftur en lenti í eymd og volæði. Nú situr hann og spil- ar á fiðlugarm, sem lion um hefur áskotnast og dreymir um gamla daga. MMMMMMMMMMMMMWUMMMMMMMMMtMMMUMMMMMMMMMMMmMMV stíga á sængina, en blaða- maðurinn afsakaði sig þá og fór. Næsta kvöld fór annar blaðamaður. til íbúðar henn ar, eftir að hafa talað við hana í síma, hann afsak- aði sig líka er til fram- kvæmda kom, en nú þótt- ust blaðamennirnir hafa fengið nógar sannanir og næsta kvöld komu þeir báðir saman og sögðu til sín. I fyrstu þóttist hún ekkert skilja og sagðist hafa búið í herberginu með vini sínum síðustu þrjú ár in, en. þegar þeir lögðu fyrir hana allar skýrslurn- ar, sem þeir höfðu tekið saman um hegðun hennar, fór af henni reisnin og hún játaði alll. Orsök þessa lifnaðar virðist einfaldlega hafa ver ið peningagræðgi. Joan Hart sagðisl hafa tapað öllu sínu fé og eignum í átökunum um Súezskurð- inn og hún hefði ætlað að reyna að vinna tap sitt upp með því að selja sig karlmönnum, ef þið hefð- uð látið mig i friði, sagði hún, þó ekki hefði verið nema í 2—3 mánuði, þá hefði ég verið búin að vinna mér inn fyrir húsi með mörgum íbúðum, sem ég hefði getað leigt út. Joan Hart virtist ekki skammast sín hið minnsta íyrir næturatarfið, hún sagði hinum undrandi blaðamönnum, (sem sumir segja, að kalli nu ekki allt ömmu sína), að þeir skyldu ekki vera að prédika neitt yfir sér um siðgæði. Biáar buxur ÞESSI saga gerðist á vöggus.tofu fæðingarheim- iiisins. Tvö börn lágu þar hlið við hlið í vöggum sín um og annað spurði hitt: Ert þú drengur eða stúlka? Hitt barnið svaraði: Eg skal gæta að því. Eftir litla stund sagði það: Eg er drengur. Hvernig veiztur það? spurði hitt undrandi: — Jú, ég er nefnilega í ljósbláum buxum. FURÐULEGl þaS finnst mér, þarna úti í Fr þykir ekkert s HW í BANDARÍKJ gerðist nýlega atl sem sýnir að hund: það sannariega sk: þeim sé hrósað fyrir og hollustu. Húsgagnakaupm: nokkur, Ramon Mi hafði verið á ferð bifreið sinni, með var aðeins hundurin Gretchen. Svo fór, að þeir af rétíri leið úti í ' eyðimörkinni, og á LOKSINS er nú að því að konur haf ið inngöngu í A1 Azl skólann í Egyptalan er elzía mennta: ★ í augu hundsins ég sorgum mínum i í djúpan brunn. (Henrik Wergel Ilvítar arkirnar 1 störðu á hann. (Ole i g 9. ágúst 1961 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.