Alþýðublaðið - 19.11.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.11.1961, Blaðsíða 2
Cítatjórar: Glsu J. Ástþórsson (áb.) og Benedlkt Gröndal. — rulltrúi rlt cíjómar: Indrlöi G. Þorsteinssoa. — Fréttastjóri: BJörgvin Guömundsson. — Blmar: 14 900 — ' ' 902 — 14 903. Auglýsingasimi 14 906. — Aösetur: Alþýöu- tfisiö. — PrentsmiÖJa Alþýöublaðsóns Hverfjsgötu 8—10. — Áskriftargjald tz. 55.00 i mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. Umferðamiðstöðin í ALDAMÓTAGÖRÐUNUM í .sunnanveðri Reykjavík er að rísa myndarleg byggi'ng, sem á að verða umferðamiðstöð bæjarins. Þar er ætlun in, að aliir langferðabílar, sem annast flutninga á 'íarþegum og einbverju leyti vörum milli Reykja víkur og annarra landshluta, bafi miðstöð sína. íslendingar hafa engar járnbrautir og verða því að byggja meir á bifreiðaflutningum en aðrar þjóð ir. Þess vegna er fyrir löngu orð’ð nauðsynlegt að koma upp miðstöð fyrir langferðabíla í höfuð borginni, það er ekki sízt til þæginda fyrir farþega bifreiðanna, utanbæjarmenn ekki síður en bæjar 1 tyúa- Því miður gengur framkvæmd þessa nauðsyn I-egra mannvirkis alltof hægt. Það virðist vera til nóg fé í nýja næturklúbba og bíó — en hinar þarf ari framkvæmdir. Vonandi tekst að tryggja nægi legt fjármagn til þess að koma umferðamiðstöðinni í notkun sem allra fyrst. Hún er eitt af nauðsyn I íegustu mannvirkjum. Klofin stjórnarandstaða ÞAÐ ER samróma álit þeirra, sem kunnugastir eru landsmálum, að ríkisstjórn hafi á þessu hausti atyrkzt í sessi, en stjórnarandstaðan veikzt veru I lega. Stjórnih hefur haft stpfnu og framfylgt : iienni. Stjórnarandstaðan hefur enga samfellda i stefnu í mestu vandamálum þjóðarinnar, en.flytur 1 aðeins neikvæðan áróður. Stjórnarliðið stendur ? ísama, andstaðan er margklofin. Fyrir nokkrum mánuðum mátti segja, að Fram ] sóknarflokkurinn og kommúnistar mynduðu sam 1 Æellda andstöðufylkingu gegn ríkisstjórninni. Nú 1 ibefur ástandið innan Framsóknarflokksins versn ' að svo mjög vegna hins nána samstarfs við komm. umista, að forustumenn flokksins hafa minnkað ! þetta samstarf. Samt sem áður eru flokkadrættir i miklir og óeining í Framsókn. Kommúnistar hafa einnig kíofnað í haust, er Krústjov sprengdi A1 1 jþýðuhandalagið í sundur. ; Þannig blasir sú staðreynd við fólki, að stjórnar ! ílokkarnir standa heilhuga að framkvæmd á stefnu j sinni, en stjórnarandstaðan er sundruð fylking, þar i sem hin ólíkustu öfl togast á, stefnulaus með öllu. - Þetta ástand lofar ekki góðu fyrir Framsókn eða Ikommúnista. Áskriftarsíminn er 14901 SÞ neita sprengju- árásum í Kivu LEOPOLDVILLE og NEW YORK^ 18. nóvembierj (NTB- Reuter). — Talsmaður Samein uðu þjóðanna í Kongó neitaði í dag þeim fréttum útvarpsins í Katanga, að flugvélar Samein- uðu þjóðanna liafi varpað sprengjum á vígstöðvar kongósku uppre'snarmannanna í bæ einum í héraðinu Kivu, þar sem 13 ítalskir flugmenn voru drepnir á dögunum. ítal arnir voru drepnir í liænum K ndu á laugardaginn í fyrri viku, þegar þeir fluttu vistir til malayískra hermanna Sam- einuðu þjóðanna í Kindu. Maly ísku hermennirn;r hafa nú al gerlega umkringt kóngósku upp rcisnarmennina, að sögn Kongó talsmanna Sámeinuðu þjóðanna. írski hershöfðingmn Sean Mackeown, sem er yfirhorshöfð ingi Sameinuðu þjóðanna í Kongó, er kominn t.l New York til mikilvægra ráðagerða. Þang að er einnig kominn írinn dr. Conor 0‘Brien; borgaralcgur yf irmaður SÞ í Katanga. Alls munu SÞ hafa 15.400 hermenn í Kongó, og er um það rætt í að alstöðvum SÞ í New York að senda þurfi liðsauka til Kongó. Hins vegar mælti sendifulltrúi Indverja hjá SÞ, Krishna Men- on, gegn því á fundi Öryggis- ráðsins. í Ítalíu ríkir þjóðarsorg vegna drápanna á ítölsku flugmönnum um 13 í Kivu-héraði, og þar hafa fánar verið í hálfa stöng. Mun forsti allsherjarþingg SÞ Mongi Slim hafa tjáð í- talska sendiherranum samúð sína vegna fráfalls hinna 13 flugmanna. Östen Undén, utanríkisráð- herra Svía, hafði beðið um að fá að taka’þátt í Kongóumræð um Öryggisráðs'ns, og var það leyft en eins og venja er í slík um tilvikum, fékk hann ekki að taka þátt í atkvæðagreiðslum ráðsins. Mun ástæðan fyrir því, að Undén vildi fá að taka þátt Framhald á 13, síffu. £ ‘19- nóv. 1961 — Alþýðublaffið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.