Alþýðublaðið - 19.11.1961, Blaðsíða 7
Ævintýri í Ölfusdölum....
Framhald af 5. síðu.
flutt þaðan með sér mikíð af
þeirri bændaorku, sem e!n-
kennir líf og starf forstjórans
í Reykjaskóla.
Tvö af gróðurhúsi m Unn-
steins skólastjóra hafa vakið
mest umtai bæði aðdáun og
beiskju. Fyrst kom banana-
húsið. Þar sáu nemendur og
gestir lar.gar raðir tröllauk-
inna bananastofna, hlaðna
suðrænum ald.num. Þessi til-
raun sannaði ó'mótmælanlega
undramátc jorðhita á íslandi.
Þegar valdamenn í Reykjavík
vildu sýna erlendum góðkunn.
ingjum framtíðarmöguleika
þjóðarinnar sóttu þeir Unn-
stein skólastjóra heim til að
sjá miðjarðarhafsgróður á ís-
landi. Stundum fengu stjórnar
Völdin leyfi til að flytja einföld
veisluföng austur í Reyki til
að veita góðum gestum í tuga
tali hressingu undir þaki ban-
anatrjánna. Loks kom þar að
hinn vanrækti garðyrkjuskóli
á Reykjum var orðinn sýning-
arstaður næstur á eftir sjálf-
um Þingvöllum. Geysir, Gull-
foss og Hekla hafa þrásinnis
tapað í samkeppnisleiknum við
bananahúsið í Ölfusinu. Næsta
átak Unnsteins skólastjóra á
landnámsbrautinni var tómat-
hús hans hið stærsta sem þá
var til á Norðurlöndum. Þar
var lögð stund á að sýna
hversu mætti með hentugum
húsakosti . framleiða garðmat
ódýrari og jafnóðum eins og í
sólríkari löndum. Geðbagir
garðyrkjumenn skrifuðu og
ræddu alvöruþrungnir við
valdamenn landbúnaðarins um
hvort rétt væri að leyfa garð-
yrkjuskóla landsins að keppa
um tómatframleiðslu við ein-
staka menn.. Yfirvöldin hafa
fram að þessu litið á þessi
beiskyrði eins og gert var er-
lendis varðandi kvartanir
verkamanna yfir vinnusparn-
aði með vélum í iðnaðarborg
um stórþjóðanna.
Þegar géstastraumur óx að
Reykjaskóla var það, eins og
hag skólans var komið, mjög
að óvilja skólastjóra. Hann
taldi hlutverk sitt að sýna í
verki, mitt í miklum erf.ðleik
um hversu hægt væri með góð
um árangri að rækta á íslandi
grænmeti til atvinnu og heilsu
bóta en ekki ætlazt til að
húsvana skólastofnun gæti
haldið uppi sýningarstarfsemi
fyrir skemmtiferðafólk inn.
lent og útlent, Ríkið hafði í 25
ár sparað framlög til húsabóta
á Reykjum. Taldi Unnsteinn
skólastjóri betur viðeiga að
straum skemmtiferðafólks yrði
beint til þeirra staða, þar sem
einstaklingar og riki hafa lagt
fé fram til skrautblóma rækt-
unar og þeirra grasvalla, sem
gera má Xistræna með umhirðu
margra kynslóða.
Garðyrkjuskólinn hafði í
aldarfjórðung búið við knöpp
kjör frá hálfu þings og stjórna,
en skólastjóri fetað veg þeirrar
þjóðlegu sjálfbjargar sem hef-
Ur e nkennt lífsbaráttu íslend-
inga þar til gullstraumur yfir
standandi tíma skapaði kröfu-
harða og farsæla kynslóð. Nú-
verandi Jandbúnaðarráðherra,
IngóJfur Jónsson, hefur á
myndarlegan hátt breytt um
stefnu landsstjórnarinnar til
betri vegar varðand; Reykja
skóla. Er á fjárlögum 1961
fyrsta fjárveiting til skólahúss
gerðar á Reykjum. Fram að
þessu hefur sem fyrr segir ver
ið búið við timburskálann frá
heilsuhælisárunum eftir 1930.
Við þessi frumstæðu kjör hef
ur Unnsteini Ólafssyni tekizt
að móta dugmikla og fjöl-
menna garðyrkjumanna stétt
og án auglýsingabragða skapað
á skólastaðnum vinsælan ???
á skólastaðnum vinsæla Suð-
urlandareit.
í sambandi við fyrstu fjár
veit.ngu til húsagerðar vegna
garðyrkjuskólans, hefur Unn
steinn skólastjóri í samráði
við húsameistara ríkisins og
ráðherra látið gera telkningar
og líkan af væntanlegri fram
tíðarbyggingu Reykjaskóla.
Sú bygging verður mjög frum
Jeg og einföld. Hússtæðifi er
þurrt og slétt.. íbúðarálmur
eru allar ein hæð og sól í
hverju herbergi. Lofthitun í
öllu húsinu ódýrari og full
komnari heldur en hægt er við
að koma í olíukynntum hús
um. Jafnhliða skólabygging
ingunni er hafizt handa á
Reykjum að byggja grasgarð
þar sem ræktaðar verða allar
íslenzkar jurtir. Við hlið gras
garðsins er unnið að trjágarði
í sveitastíl.
I þessum framtíðar garð
yrkjuskóla þjóðarinnar á að
vera allstór salur að mestu úr
gleri þar sem á haganlegan
hátt verður fyrirkomið þeim
garðplöntum innlendum og þó
einkum erlendum, sem rækta
má til gagns og yndisauka. —
Þar geta stjórnarvöld lands-
ins, þegar þurfa þykir_ sýnt
góðum gestum hvernig íslenzk
mold og íslenzkur jarðhiti geta
flutt blómagróður heitra landa
heim í landnám Ingólfs Arn-
arssonar á íslandi. Ég vil enda
þessar línur með ósk um að al
þingi það sem nú situr bæti
með stórhug fyrir gamlar van
rækslusyndir við garðyrkju
skólann á Reykjum með því að
veita sæmilegar fjárhæðir til
að fullgera þessa nauðsynlegú
skólabygg'ngu á 2—3 árum en
ekki á áratug eins og búast
mætti við eftir fyrra viðhorfi
Ég ber þessa ósk fram með
meiri bjartsýni af því að mér
og mínum samtíðarmönnum
tókst með framsýni að afla rík
inu eignarhalds á Reykjum,
verðmætustu e'gninni, sem rík
ið á. Engin önnur ríkiseign hef
ur blómgast með jafn miklum
ágaetum eins og þessi Ölfus
dalur.
I?S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
X
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
HÚSGÖGN
Hið vinsæla sófasett aftur fáanlegt
Verð aðeins kr. 7,350,00. Höfum fyrirliggjandi: Húsbóndastóla,
staka stóla og svefnsófa. Klæðum og gerum við húsgögn.
Sendum gegn póstkröfu um land allt. Munið að 5 ára ábyrgð-
arskírteini fylgir húsgögnunum f rá okkur.
Húsgagnaverzlun & virmustofa
Þórsgötu 15 (Baldursgötumegin) Sími 12131.
S
5
V
s
s
s
V
s
s
s
S
s
s
s
s
s
S
*
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
VETRARTÍZKAN
ULLARÚLPUR
með nælon eða skinnkraga
★ ísettar ermar
★ Hliðarvasar
★ Skreyttar með saumi
eftir nýjustu tízku
★ Litir GRÁKÖFLÓTTAR
GRÁBRÖNDÓTTAR, BRÚNAR
BRÚNKÖFLÓTTAR
DÖKK-DOPPÓTTAR
GRÆNAR
★ Stærðir: 36, 38, 40, 42.
★ Verð á úlpu með nælonkraga kr. 1585,—
★ Verð á úlpu með skinnkraga kr. 1785,—
★ PÓSTSENDUM.
Alþýðublaíúð — 19. nóv. 1961 ( y