Alþýðublaðið - 19.11.1961, Blaðsíða 10
Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON
Hondknottleikur:
Ármann - Víkingur
skildu iaínir *
SL. föstudagskvöld voru
háðir 5 leikir í Reykjavíkur-
meistaramótinu í handknatt-
leik. Úrslit urðu sem hér segir:
Meistarafl kvenna:
Armann—Víkingur 7:7
KR—Fram 10:4
Valur—Þróttur 9:5
1. fl. karla:
ÍR—Fram 7:5
Þróttur—Víkingur 8:5.
ísland í NM?
í DANSKA blaðinu BT sl.
miðvikudag er þess getið, að
formaður Handknattleikssam-
bands íslands, Asbjörn Sigur-
jónson sé á ferð í Danmörku.
Hefur blaðið það eftir honum,
að ísland hafi hug á því að
taka þátt í unglingameistara-
móti Norðurlanda í handknatt
le|k (karlar 20 ára og yngri),
sem fram fer í Kaupmanna-
höfn í marz 1962. Kvaðst Ás-
björn hafa rætt þetta við for-
ystumenn Danska Handknatt-
leikssambandsins, einkum þó
fjárhagslega hlið málsins
Jafntefii milli Víkings og Ár
manns í mfl. kvenna eru sann-
arlega óvænt úrslit. Lengi vel
leit út fyrir sigur Víkings, —
þeir höfðu 5:3 yfir í hálfleik og
um miðjan seinni hálfleik hafa
þeir náð 7:4, en úr því er eins
og allt fari út í sandinn hjá
þeim, Armannsstúlkurnar
herða róður.'nn og er þar hin1
reynda kempa Sigríður Lút-
hersd. í fararbroddi. Ármann I
jafnar úr vllakasti skömmu
fyrir leiksíok. Hinir leikirnir í
mfl. kvenna fóru eins og búizt
var við, KR s'graði Fram með
yfirburðum og veldur þar um
mestu iéleg markvarzla hjá
Fram. Valur sigraði Þrótt ör-
ugglega og átti Sigríður Sig.
drýgstan þált í þeim sigri. Leik
ir þessir áttu samkvæmt leik-
skrá að fara fram á laugardags
kvöld og er leitt til þess að
vita, að breytingar skulu gerð
ar á le'kdögum og þá jafn-
framt með svo skömmum fyr-
irvara og var í þetta skipti. —
Væri æskilegt að slíkt endur-
tæki sig ekki.
WMMMWWWWWWWWWWWWWi-mWIWiMWWVWWWVWMlWWWWW
Heimskunnir íþróttamenn IV.:
Livio Berruti
LIVIO Berruti, Ítalíu, er
22 ára gamall, fæddur
19. maí 1939, í Torino. —
Hann er 180 cm. á hæð og
vegur 66 kg. Er að læra
efnafræði við háskólann í
Padua.
Berruti var yngsti sig-
urvegari Olympíuleik-
anna í Róm í frj.-íþr., 10
dögum yngri en sigurveg
arinn í Iangstökki, Ralph
Boston. Berruti vakti
fyrst athygli er hann
jafnaði ítalska metið í
100 m. hlaupi1957, þá 18
ára. Tími hans var 10,4
sek. en mistókst algjör-
lega á Evrópumeistaramót
inu í Stokkhólmi.
Árið 1959 æfði Berruti
aðallega með það fyrir
augum, að ná árangri í
200 m. hlaupi. Honum
gekk vel, tanaði aðeins
fyrir Bandaríkjamannin-
um Norton á árinu, en
tókst einnig að sigra
hann. Olympíuárið 1960
gekk honum þó enn betur
varð olympíumeistari og
engum tókst að bera sigur
orð af honum á vegalengd
inni. Hann bætti ítölsku
metin í 100 og 200 m. í
10,2 og 20,5 sek., síðari
tíminn er jafn heimsmet
inu. Berruti hleypur á-
vallt með sólgleraugu.
Áhugamál hans auk sprett
hlaups eru tennis og kvik
niyndun.
mWMWtMWtWWWWMWWWWWW »»»»«MMWWVWWWVWWMWWWWWWMW
„Ég hefi aldrei vitað islenzkan
mann á hans aldri yrkja jafnvel"
Þetta eru orð Steinss Steinarr um Ijó ðskáldskap Hannesar Pétunssonar. Um
mælin hafa að nokkru leyti verið staðf ggt með þvi að hann hefur fengið tvenn
bókmenntaverðlaun, A.B. og Helgafells, en sjálfur Tómas Guðmundsson eiinn
þeirra sem verðlaunin hefur veitt.
■ Það fer varla á mílli xnála að Hannes Pétursson er fremsta ljóðskáld yngri
kynslóðarinnar. En Hannes er ekki aðeins ljóðskáld, það hefur hann oft sannað, og með
bók sinni
„SÖGUR AÐ NORÐAN"
hefur hann tryggt sér virðulegt sæti meðal höfunda í ó-bundnu máli. ,,SÓGUR AÐ NCXRÐAN“ eru tólf talsins, hver annarri betri, en þær beztu
munu eiga tryggt öruggt sæti meðal -kærustu perla,nna í íslenzkum bók-
menntum. — Bókin er komin í bókafoúðir.
Sendum eina eða fleiri bækur hvert -em er gegn eftirkröfu. Ef bókin fæst
ekki hjá bóksalanum þá pantið beint frá HELGAFELLI - Veghúsastíg 7 - (Sími 16837)
19. nóv. 1961 — ALþýðublaðið