Alþýðublaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 5
 VORIÐ 1895 stóð mikið t-1 á heimili foreldra minna, Björns Magnússonar og Maríu Ög- mundsdóttur á Syðra-Hóli á Skagaströnd. Vmnuhjú þeirra Guðlaugur Guðmundsson og Arnbjörg Þorsteinsdóttir ætl- uðu að ganga í hjónaband og var dagur ákveðinn er sú at- höfn skyldi fara fram, föstud. 3. maí. Á þeim dögum þótti mikil ósvinna að gifta sig án þess að haldin væri brúð- kaupsveizla og boðið til gest- um, vinum og vandamönnum. Þetta var ævaforn s ður og fair Magnús Björnsson á Syðrahóli voru svo aumir og armir að þeir reyndu ekki að koma nafni á einhverja veizlumynd. Hér stóð svo á að brúðurin hafði að nokkru leyti alizt upp á Brandaskarði og Fjalli á Skagaströnd hjá ömmu minni og afa, Jóhönnu Magnúsdóttur og Ögmundi Jónssyni, og var því fóstursystir móður minn- ar. Jóhanna kom til veizlunn- ar daginn áður og ekki tóm- hent. Með henni kom fóstur- og sonarsonur hennar, Ög- mundur Magnússon, sextán ára piltur, og einnig Ólafur bróðir minn á áttunda ári, er einnig ólst upp hjá henni og var tveimur árum eldri en ég. Varð fagnaðarfundur með okk ur bræðrum, því með okkur var frændsemi góð, þó stund- um væri langt miili funda. Hjónavígslan fór fram á Höskuldsstöðum, kirkjustaðn- um, og þar var veizlan hald- in. Veit ég ógjörla hve margir veizlugestir voru, en víst voru þeir ekki fáir. Var mikið til- stand heima dagana fyrir brúðkaupið og annir við bakstur og annan undirbún- ing. Sáust þess merkin víða í bænum. Tilkomumest var að sjá á búrborðinu röð af flösk- um, er fullar voru af áfengum drykk. Voru sumar tilhalds- lausar, en á öðrum voru mið- ar forkunnar fagrir með skrautletri og rósabekkjum. Varð mér allstarsýnt á þessi djásn. Fólkið bjóst spadklæð- um að liðnum morgni og hélt til veizlunnar. Það flutti með sér veizlukostinn í skrínum á reiðingshesti og hurfu þá sum ar flöskurnar af búrborðinu, en eitthvað varð þó eftir; það var varaforði. Ekki gátu allir farið i hófið, því ung börn voru á palli, systkini mín, og varð amma eftir til að gæta þeirra. Veður var m.lt og gott. Við bræður héfdum okkur úti við og fundum margt til leiks og vorum í sólskinsskapi. Líður nú fram á daginn og ber ekki til tíðinda. Þá verð- ur það, að við bræður sjáum til mannaferða. Koma þar þrír menn og hafa tvo hesta og tvímenna á öðrum. Þeir stetna heim að bænum og berum við skjótt kennsl á þá. Þar koma þeir tveir frá Fjalli. Ögmund ur frændi okkar og Jónas Þor- valdsson vinnumaður og Sam úel Guðmundsson frá Kollu- gerði, bróðir brúðgumans. Þeir voru sendir til að sækja eitthvað sem vantaði til veizlu fagnaðarins og meðal annars flöskur af búrborðinu. Þessir piltar voru gæðadrengir og nú lá vel á þeim. Þeir sögðust aumka strákaangana, er hírð- ust heima í fásinni og hefðu ekkert að segja af veizlugæð- unum, það væri þá önnur ævi og skemmtilegri í glaumnum úti á Höskuldsstöðum. Svo að v.ð færum ekki alls á mis þess ara gæða létu þeir okkur súpa á einni flöskunni fagurbúnu. Ekki fóru þeir með alla vökv unina. Og er þeir voru farnir fyrir nokkru, hugkvæmdist okkur að ganga í búrið og dreypa betur á tárinu. Ekki var það mikið, það var annað og verra bragð að því sem var á þessari ílösku. Við héldum áfram leikum okkar og tókum brátt að ger ast all umsvifamiklir. Höfðum dundað v.ð það seinast að raða saman brotum úr rósótiri ieirskál, sem fleygt hafði ver ið á haug. Hún hafði möl- brotnað, en þó ekkj svo, að hægt var að smækka brotin betur. Við örkuðum inn í skemmu og sóttum þangáð hamar og höfðum auk þess fiskasleggjuna, sem lá á fiska steini innst í bæjardyrunum. Þannig vopnum búnir lögðum við til atlögu við skálarbrot- in. Við stóðum yfir brotunum á arinhelJu og barðí nú hver sem betur gat og var þar brátt smákurluð rúst. Nú var runn- inn á okkur vígamóður hinn mesti og þóttumst í flest færir. Það var því sjálfsagt að reyna kraftana á einhverju, sem stærra var og mótstöðumeira en vesöl g'erbrot. Við lituð- umst um og komum auga á afgamlan og n'ðurlagðan kven söðul, var líti'ð eftir af honum annað en ber virkin. T lv'alið og sjálfsagt að lumbra á hon- um. Við reiddum hátt vopnin og létum höggin dynja ótt og títt. Kurlaðist skjótt allt við- arkyns á virkjunum, en járnið var seigara fyrir, það bognaði en brotnaði ekki. Óli kenndi áhöldunum um þau voru svo létt og vesöl. Væri það fiska- sleggjan á Fjalli stæði söðul- skömmin ekki lengi fynr, yrði fljótur að malast undan höggum hennar. Brátt urðum við leiðiv og þreyttir á barsmíðinni. Liðið var á daginn og kólnaði í lofíi, en við sveittir af erf.ðinu. Varð þegjandi samkomulag um að leggja frá okkur ham ar og sleggju og g'anga til bað stofu. Þar hafði amma lagt sig hjá sofandi smábörnum. Hug- mvnd höfðum við um það, að ekki mættum við hafa hátt, amma yrði að fá að njóta svefnsins. Við eitthvað urðum við að vera, úr því að búið var að gefa tipp útiveruna. Óli skreið upp í lokrekkjuna, en þar sváfum við fað'r minn. Þar voru hillur inni til höfða MAGNÚS Björnsson fæddist a5 Syðra-Hóli 30. júlí 1889. Þar hefur liann búi$ allan sinn aldur. — Þannig lýsir hann sjálf- um sér: „Ég hef í engu verið brautryð Jtntíi. Að- eins liðsmaður í þeirri fylking sveitabænda, sem reynt hefur að sækja fram til meiri menning- ar og betri lífsskilyrða og haft þó ærið að vinna.“ En þrátt fyrir þessi hóg- væru orð hans sjálfs má vera, að spádómur Helga Sæmundssonar, for-j manns menntamálaráðs, kunn^ að rætast, — eni þeim spádómi „varpaði hann fram“ í erindi á Bif- röst í Borgarfirði sl. vor. Orð lians voru á þessa leið: „Það kæmi mér ekki á ó- vart, að þegar þeir, sein nú ber mest á og mest er um talað, eru löngu gleymdir og grafnir, lifi verk Magn- úsar á Syðra Hóli, og að stíll hans verði þá metinn sem einn hinn fegursti, sem ritaður hefur verið á íslandi síðan á dög- um íslendingasagna“. og fóta og á blöð og bækur og fleira. Þar geymdi ég líka það, sem mér þótti vænzt um af fáum og fálæklegum barna- gullum mínum. Þar var lítið gias, er í haíði verið ,,höfuð- vatn“ er þá var kallað, en heitir nú ilmvatn, og leyndist enn í því nokkur eimur eftir hið forna innihald. Glasið var foriáta gripur, blátt að l.t með upphleyptum rósum og pírum pári. Fannst mér mjög til um íegurð þess og prýði og þótti harla góð eign. Nú var sá gállinn á Óia, að honum hugkvæmd st að gera strandhögg á umráðasvæði mínu. Hann lætur greipar sópa um hilluendann minn, þrífur þar gljáandi koparnagla, bréf snifs; með mynd á, klippt úr útlendu blað; ýsubeinsfugl og svo hvern grip af öðrum með sama formála: ,,Þetta á ég.“ Það tók held- ur að þykkna í mér við þenn- an yfirgang og er hann sækir glasið góða inn í híllukverk- ina og segir storkandi: „Þetta á ég,“ blosaði upp í mér ofsa- reiði. Ég þríf harkalega til glassins, náði því í lófann og sló hnefanum, krepptum um það, í höfuð bróður mínum. Hann rak upp óp mik'.ð, svo amma hrökk upp af svefninum og spurði hvað gengi á fyrir okkur. ..Hann stríddi mér!“ „llann barði m!g!“ söng í okkur og orguðum hástöfum. Þetta kail aði amma ekki broðurlegt at- hæfi. Hún tók af okkur skóna, lagði okkur hlið við hLð í lok rekkjunni og breiddi yfir okk ur. V. ð ultum út af að vörmu spori steinsofandi og vissum ekkf til okkar þegar við vor- um háttaðir, en sváfum svefni réttlátra fram á morg- .un daginn eftir. Er setið var að morgun- verði heyrði ég föður minn segja að söðuigarmurlnn hefði legið brotinn allur og brengl- aður á hlaðinu, kvaðst ekki vita hver þar hefði að unn'ð og spurði ömmu, hvort nokk- ur hefði komið í gær. Hún kvaö það ekki vera. En mik'll hávaði og brambolt Iiefði ver- ið í strákunum er á daginn leið og mundi þetta vera þeirra verk. Pabbi spurði hvort við hefðum gert þatta. Við játuðum því lúpulegir. Þegar amma sagð: svo frá því, að við hefðum barizt eins og berserkir um kvöldið var svo sem auðskilin ástæðan t.'l ham faranna: strákarnir hiifðu komizt í vín og orðlð fullir. Varð af þessu hlátur mik 11 og óspart gert gys að pottormun- um, er þóttust menn en voru ekki, bara lítil peð. sem reyndu að hafa á sér snið full orðinna manna. Faðir okkar sagði að ekk; væri það efni- legt, ef þeir gerðust drykkju- menn með aldrinum þessir karlar, yrðu þeir svona ham- rammir og vondir vlð vín, það yrði sukksamt krir.gum þá. Þótti mér harla i’lt b3 hlýða á slíkar ræður og það» gys, sem að okkur bræðrura var gert. Það var spauglaust að verða sér til mlnnkunar ojg fullorðnu fólki til aðhláturs. Þessi hneisukennd hvarf ekki í einum sv p. Ég var«5 svo sem var við það, ao hún var ekkert spaug og sein a viðrast brott. Gestir voru s3' koma næstu daga. Það var seg' in saga að tal ð barst brátt sö nýafstaðinni brúðkaupisveizln. Þar hafði allt farið ve1- fram. Allir glað r og friðsamir og ekkert fyllirí sem orð væri á gerandi. En stákarnir hérna, þeir komust í vínföngin og gerðust illskiptnij- heldur en ekki, mölvuðu söðul me2S hamri og sleggju og börðiist að lokum. Svo var skeliihieg- ið og horft á mig, strákxim ekki sex ára, glettnlsfuUu augnaráði. Óli slapp við þetta. skens. Hann fór r.ieð ömimi út að Fjalli og var þar fjarri vettvangi atburðanna. Ég stc'S e nn undir skömminnl. Ég var ekki feiminn og engin manna fæla, vanastur því að sitja inná meðan gestir töfðu og hlýða á. mál þe rra. Hver og einn hafði sitt málíar og sitt látbragð, Hér varð hlykkur á um stund. Sæi ég gesti koma næstu daga, þóttist ég vita hvert verða mundi helzta umtalsefn ð. Ég- dró mig í hlé, röíti út ú” bæn. um og kom ekki inn fyrr en gesturinn var farinn. Þetta á- stand stóð ekk; lengi. Ný um- ræðuefni komust á dagskrá, brosleg eða alvarleg eftir því sem efni stóðu til. Ég varð aftur eins djarfur £ nálægð gesta og áður. Þ6 gleymdi ég því ekki, sem ég iærð. þennan veizludag og þá næstu. Mér skildist að áfengur drykkur hafði.verið upphaf cg1 undirstaða ófara minna 4^ andstreymis. Það var betra vara s g á honum, þeim vi$É- sjála og görótta legi. ÞaJi greyptist í hug mér megn ó- beit á áfengi og drykkjuskáp- og lengstum síðan hef ég hafft ógeði og vorkunnsemj blandi|a tilf nningu gagnvart ölvuðuþi mönnum, jafnvel þeim, se|i annars hafa verið góðkunningj ar mmir og vinir. Ahrif gönuhlaups og barná- breka geta enzt lengi. Barft- ungum urðu mér afdrifarjk stundarkynni við vínguðii|n Bakkus, þann lævísa, viðsjála og lauslynda konung nautþa og æsigleð'. Urðu þau til þera að ég fékk megna skömm 'á honum, er seint vill fyrnast.,, Jólabók Alþýðublaðjúns 1961 — 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.