Alþýðublaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 43

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 43
gott. Það er hátt verð á sels- kjöti hér, 4 kr. danskar fyrir hvert kíló, — enda finnst Grænlendingum selkjöt bezt alls kjöts. Það er því þannig, að ef einhver fær sel, selst selurinn undir eins, og sá, sem veiddi hann fær sjaldn- ast mest af honum. Af þeirri kynningu, sem ég hef haft af Eskimóum, — virðast mér þeir bara lifa fyrir daginn. Þeir safna ekki neinum vetrarforða. Ekki get ég séð það hér í Nanortalik, hvorki fyrir menn né skepn- ur, enda leyfa húsakynni þeirra það ekki, því að heykaup á íslandi. Heyið geta fjáreigendur keypt á veturna, ef þörf gerist, ann ars verða þessar kindur þeirra að bjarga sér sem bezt þær geta allt árið. Til eri* nokkrir bændur hér í ná- grenninu, sem eiga töluvert af fé. Sláturfé sitt senda þeir til Narsassuaq, en þó koma þeir stundum hingað með nokkra skrokka og selja hverjum sem hafa vill. Slund um hefi ég ætlað að kaupa af þeim svolítið kjöt, en allt af tapað allri lyst til þess, bara við að sjá hvernig farið er með það. Þeir koma me'3 FAÐIR OG SONUR geymslur eru af skornum skammti hjá flestum þeirra. KAUPA.HEY FRÁ DANMÖRKU. Nokkrir hafa kindur hér í plássinu, en heyið kaupa þeir á 75 aura hvert kíló, og er það frá Danmörku. Hygg ég að þetta myndu þykja dýr skrokkana umbúðalausa og fara með þetta eins og> þatJ væru gærur. Engu er skeytt þótt það liggi á óhreinum stöðum. Hin konunglega Grænlandsverzlun hefur stundum haft hér kjöt til sölu, og þá er það með um- búðum. Annars er hér engin kjötbúð eða bakarí. Þá sjakl- Framhald á bls. 46. JULIANEHÁB í FYRSTA hópi íslenzkra ferðamanna, sem fóru til Grænlands í sumar, var maður að nafni Þórarinn Magnússon frá Vestmannaeyjum. — Ferðaáætlun hans var nokkuð önnur en hinna, því að þegar aðrir héldu heim eftir góða heitmsókn á Grænlandsgrund, hélt hann einn út í óvissuna til þess að boða Grænlendingum kristna trú. Norsk trúboðshjón, sem komu hingað við á ferð sinni frá Græn- landi, voru á hnotskóg eftir trúboða, sem taka vildi við starfi þeirra á Grænlandi. Vestmannaeyingurinn Þórarlnn Magnússon gaf sig fram. Hann hafði aldrei áður til Grænlands komið, þegar hann kom þangað með fyrsta íslenzka ferðamannahópnum í sumar. Hann vissi ekki nema lítið um þetta frumbýlingslega land og það fólk, sem það byggir. En hann var ákveðinn í að brjótast ótrauður áfram, hverju sem fram yndi. Og síð- asta morguninn, sem íslenzku ferðamennirnir dvöldu á Grænlandi fréttist að Þórarinn væri fari/nn. Hann hefði farið um rismál um morguninn á báti út í óvissuna. Alþýðublaðið skrifaði Þórarni til Grænlands og bað hann að láta frá sér heyra um það, hvernig gengi á Grænlandi. Bréf geta verið lengi á leið inn! milli íslands og Grænlands, — en f nóvember kom þetta bréf frá Þór arni. í bréfinu segir frá fyrstu kynnum hans af Grænlendingum- Við sendum Þórarni beztu kveðjur, árnaðaróskir og ósk um gleðileg jól. • prýðir, og manni næstum býður við að sjá. Enginn ís- lendingur mundi una við slíkt. í þessu þorpi byggði sænski trúboðinn, Rune Asblom, kristniboðsstöð Húsið stendur á góðum stað, ekki langt frá höfninni, svo að það er gott útsýni frá húsinu yfir a^a höfnina, sem hefur fjórar bryggjur með nokkru milli- bili. Nokkru seinna byrjaði nefndur trúboði að byggja annað hús, sem hann kailar „Sólargeislinn“, en það er ætlað fyrir munaðarlaus börn á Grænlandi. Þetta barna- heimili er ætlað fyrir 15 börn. Ennþá er húsið í smíðum, en vonir standa til, að það geti orðið tilbúið 1962. Þetta er trúarfyrirtæki hjá honum. Hann byggir á lánum, en fer bænaleiðina með það, svo hjálpar bæði GUÐ og menn. Ég kom eiginlega öllum þorpsbúum að óvörum. Og ég varð var við það, að margir vildu vita, hvaðan ég væri. Þegar kristniboðshjónin fóru frá Nanortalik í sumar, vissu þau ekki, hvort þeim tækist að fá nokkurn í sinn stað, en. eftir komu þeirra til íslands varð úr því, að ég fór í þeirra stað. SÆKJAST MEST EFTIR RAUÐUM FÖTUM Margir komu til mín fyrstu dagana, sumir af for- vitni, aðrir til að biðja um föt. Það höfðu nefnilega komið nokkrir fatakassar frá Islandi, og það fór ekki fram hjá þorpsbúum. Þeir hafa fengið mikið af fötum gegn- um kristniboð'ið, bæði frá ís- landi, Danmörku og Svíþjóð. Nú komu þeir til mín þeirra erinda að fá föt. Ég var þeim öllum ókunnugur og þekkti engan frá öðrum. Margir Eskimóar tala dönsku, eink- um unga fólkið. Eldri1 kyn- slóðin virðist meira fákunn- andi í þeim efnum. Ég varð við þeirri ósk þeirra að láta þeim föt í té, en mér fannst stundum erfitt að deila rétt á milli þeirra. Sumir vildu fá mikið í ÆÍnu og margir vildu fá sömu flíkina, og það sér- staklega, ef um var að ræða rauða kjóla og peysur. Yfir- leitt voru þeir sérstaklega fíknir í öll föt í sterkum, skærum litum. Fötin gengu öll út og þótt meira hefði ver- ið, en eftirspurnin er mikil hér eftir fötum og skófatn- aði. Þetta voru allt notuð föt, og ef einhver á íslandi hefði aflögu notuð föt, þá má hann vita það, að hér á Grænlandi eru þau vel þegin. KVENFOLKrÐ BER KOLIN, OG HRAFNA- KJÖT ÞYKIR IIÁTÍÐAMATUR Eftir að hafa verið hér í nokkra daga fór ég að veita lifnaðarháttum Eskimóanna meiri athygli. Margt kom mér þá einkennilega fyrir sjónir. Konurnar sækja kol sín sjálf- ar og bei’a þau í pokum á bak inu. Þær virðast kæra sig kollóttar um það, þótt svart- ur blettur komi á kápuna þeirra Allt vatn er sótt í brunna, og þetta gerir kven- fólkið að mestu. Menn fiska mikið hér, og enginn fer á sjó án þess að hafa með sér byssu. Hún er einnig notuð til að skjóta alls kyns sjó- fugla og sel. Mér virðast þeir hér vera alætur á fugla, þeir eta meir að segja hrafninn með góðri lyst. Eg spurði nefnilega einn Grænlending að því hérna um daginn, — hvort þeir gætu virkilega et- ið þennan fugl. Hann varð þá steinhissa, og sagði um hrafnskjötið: ”Det er dej- ligt“ (það er dásamlegt). Þá varð ég alveg hissa, því að úg gæti trúað, að enginn ís- lendingur hafi hvorki fyrr né síðar lagt sér hrafn til munns. Mest þótti mér þó varið í að sjá, er þeir komu með sel Þá virtist mér gleði Eski móanna mikil. Þeir söfnuð- ust saman í hópa til að skoða hina dýpmætu veiði. Síðan tóku konurnar til við að flá og gera selinn að öllu leyti til. Bókstaflega allt var hirt. Meira að segja garnirnar voru hirtar og etnar hráar. Eg ætlaði ekki að trúa mín- um eigin augum, en svo spurði ég Grænlending um þetta. Og staðfesti hann það. Hann sagði einnig, að þeir ætu lifrina hráa. BLÓÐGRAUTUR MEÐ LÝSI ÚT Á. Blóðið, sem finnst inni í skrokknum er einnig hirt. Það er soðið í svokallaðan blóðgraut og svo eta þeir þetta með lýsi út á og þykir Jólabók Alþýðublaðsins 1961 — 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.