Alþýðublaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 21
WWWWWWWWWWMWWWiMW>WIMWWWWWWM JÓL FANGANNA ÞAÐ er svo stutt síðan Guðmundur Jóhannsson varð forsíöðumaður á Litla Hrauni, að hann gat lítið frætt okkur um jól fanganna. En nú um jól- in verður áreiðanlega mörgum hugsað t»l þeirra — og þeim hugsað heim. Frímann Sigurðsson er gæzlumanna elztur í starfinu. Hann hefur'ver- ið gæzlumaður á Litla- Hrauni í tæp sex ár. — Hann segir, að það sé dagamunur á starfinu eins og vistmönnum. En jólin á Litla Hrauni eru eins og hver önnur jól, með jólatré og kræsing- um, Fangarnir vinna sjálfir að skreytingu trésins og svo er sungið og spilað. — Er píanó hér? — Nei, orgel. — Og er einhver hér, sem getur spilað? — Já, það eru hér allt- af innan um menn, sem spila á orgel. Það eru engin vandræði með það. -J YJ' ' UA'. — Grípur þessa menn ekki le'iðindi og örvænting? — Jú, — kannski ekki bein- línis örvænting en mikil leiðindi, Og þá er það verst fyrir þá sjálfa, — ef þeir grípa til óyndisúrræða, strjúka, eða því um líkt. Ef þeir gerast brotlegir við regl- ur hælisins, eru þeir sviptir þeim ívilnunum, sem þeir hafa, sem haga sér vel — svo sem tóbak, símaviðtöl, bréfa- skriftir. Það fer eftir því hvað brotið er stórt, hvað refsingin er hörð, — en ef þeir gerast ódælir í sínum refsiklefum, neyðumst við til að setja þá í einangrunar- klefa, þar sem ekkert er nema steyptur bálkur og eiginlega algjört myrkravíti. — Kemur oft til þess, að grípa verður til þeirra ráða? — Það heyrir fremur til undantekninga — nú orðið, — en hér eru fjórir einangrun- arklefar. — 'Verðið þér ekki varir við það í viðtölum við þessa menn, að þeir iðrist þess að hafa komið sér hingað? .— Það er ákaflega mis- munandi, hvernig það er. En mest ber á relli, sem sprett- ur af leiða. Það verður samt að hlusta á það, — þótt það sé ekki á valdi forstöðu- manns að veita náðun, — að eins segja til um hegðun fangans, og hvort hann sé verðugur þess, að honum sé veitt frelsi. Sumir hafa þann hugsun- arhátt, að alltaf sé verið að gera þeim rangt til og telja að þeir þurfi að hefna sín á þjóðfélaginu. Það er slæmur hugsunarháttur. Eins og ég sagði fyrr, vant- ar hér tilfinnanlega tauga- og sálfræðing, — þá myndi héraðslæknirinn losna við daglegt kvabb fanganna og aðeins sinna raunverulegum sjúkdómstilfellum. — Koma þeir, sem hér hafa verið, oft aftur? — Þeir koma alltof oft aftur. Til þess liggja margar ástæður. í mörgum tilfellum eru þetta einstæðingar, sem hvergi hafa höfði að að halla. Allir halda þeir til Reykja- víkur þar, sem fjöldinn er mestur. Þar hitta þeir gamla kunningja, ná í vín og sljóvga hugsunina. í því annarlega ástandi fremja þeir ný asna strik. Félagið Vernd hefur nú gengizt fyrir aðstoð við þessa menn, sem brotið hafa af sér og afplánað fyrir sekt sína. En það verður engum hjálp- að, sem ekki hefur vilja til þess sjálfur. í öðru lagi eru þeir kæru- lausu. Þeir menn eru til, sem eiga sinn bezta tíma í fang- elsum. En ég hef rekið mig á, að uppeldisáhrifin eru sterkust í framferði þessara manna. — Þeir koma frá vondum heimilum? — Eða engum heimilum. — Þeir hafa aldrei lært að hlýða neinu nema þar sem þeir hafa flækzt á milli vandalausra, aðhlynningar- lausir alla tíð. — Og ég held, að það sé óhætt að segja, að margir hverjir hafi sízt orð- ið fyrir bætandi áhrifum hé.'. Hér eru menn, sem eiga hér ekki heima. Vinnuhæli á að vera umbun fyrir þann, sem hefur sýnt í innilokunar- fangelsi, að hann á skilið að komast á vinnuheimili. Og hér vantar ótalmargt það, sem nauðsynlegt er á slíkum hælum. Hér vantar t. d. vinnuskála og kartöílu- geymslu, — það þýddi stór- .aukna grænmetis og kart- öflurækt. — Nú tölum við með tilliti til þess, hvernig málin standa í dag, — og það sem hægt er að gera án ger- brovtinga. Annars vantar hér de.ildaskiptingu og innilok- unaríangelsi. Hér er hinu ó- líka: ta blandað saman. Hér lenda fangarnir í vondum fé- lagsskap. Og það er eins og þeir vilji þá heldur falla fyr- ir hinu illa en góða, þannig að í augum þeirra verður stundum hinn versti beztur. Það verður að koma hér upp byggingu, þar sem unnt er að f.V.pf.t föngunum niður eftir eðli og afbrotum. M. a. vegna þess, hve húsið er óhentugt, þarf hér a.m.k. 9 gæzlumenn, en aldrei hefur fengizt viður kenning fyrir nema 7 af opir» berum yfirvöldum. Sömu leiðis eru hér fjórir útiverk- stjórar, en aldrei hefur feng- izt viðurkenning fyrir nema tveim. Þama eru fjórir menn, sem ekki hefur fengizt viður- kenning fyrir, og það er m. a. þetta, sem steypir hælinu í skuldir. Svo það er, eins og ég sagði fyrst, mitt aðal- starf, að segja, að hér séu engir peningar. — Fá fangarnir nokkuíl kaup? — Þeir fá fyrir dagsverk- ið kaup, sem svarar til kaupsí verkamanns fyrir 1 klst. vinnu. — Vinni þeir eftir- vinnu fá þeir dag-tímakaup verkamanna á eftirvinnutím- ann. Sumum tekst að safnu ofurlitlu, ef þeir eru sam- haldssamir og eru hér lengi, — aðrir fara héðan skuldug- ir. Þeir þurfa að greiða vinnu föt og mixtúrur, — en aðra læknishjálp, smyrsl og sára- bindi, fá þeir ókeypis. — Kemur aldrei til þess, eíJ fangar sýni gæzlumönnura andspyrnu? — Jú, það getur skorizt i odda. Engir eru viðkvæmari en þessir menn, ef þeirm finnst lög og réttur brotinn á» þeim og þeir beittir órétti. ■---oo---- Þarna er þeirra eina vörn, lögin, sem þeir sjálfir brutu. H. Vanti yðuf* saumavél þá veljid Hagstæðir greiðsluskilmálar. Varahlutir ávallt fyrirliggjandi. Fullkomið viðgerðaverkstæði. Þrenns konor húllsaumur Á ELNA Supermatic er hægt að sauma þrenns konar húllsaum auk margs konar skrautsaums, sem hægt er að sauma jafnt með einni nál sem tveimur. Einnig er hægt að sauma blindsaum, fellingasaum (bisalek), varpsaum, bótasaum, rúllaða falda, flatsaum, hnappagöt, festa á tölur o. m. fl. ELNA er saumayé8Snf sem allir þurfa að eígnast Heíldverzlun Arna Jónssonar h. f. Aðalstræti 7, Reykjavik. Símar 15805 — 15524 •— 16586. .y.y.x.^.. s s s s s s s s s s s s S' s S' s s s' s' s! s' s s S' s s s s s s s s1 s1 s'. sl 3 Jólabók Alþýðublaðsins 1961 —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.