Alþýðublaðið - 24.12.1961, Side 33

Alþýðublaðið - 24.12.1961, Side 33
Sögur af jólasveinum og Grýlu Framlhald af bl. 30. en á hverjum hala hundrað belgi, en í belg hverjum börn tuttugu. Og í annarri vísu um Grýlu segir þetta: Grýla re'ð með garði hófar voru á henni. héngu toppar úr enni. Bar hún be]g með læri, . börn trú’ es Þar í væri. Grýlukvæðin segja, að hún hafi ót-al hausa — sumlr segja þrjú hundruð hausa. Það er ægileg kerling, haldið þið það ekki, — og ekki nóg með það, heldur hefur hún þrenn augu í hverju höfði. Hún er gift karli, sem. heitir Leppa- lúði, og ekki er h&nn skemmtilegri. Þau hjón eiga mik.ð af stórum pokum eða gráum belgjum, sem þau láta óþekk börn í. Sumir segja, að Grýla hafi kartnögl á hverj- um fingri, helblá augu í ihnakkanum og horn eins og geit, eyrun lafi ofan á axlir og séu áföst við nefið að fram an. Hún er iíka með skegg á hökunni, „og fer skeggið ekki betur en hnýtt garn á vef og hang;r Þar við garn eða flóki, en tennurnar eru eins og of- anbrunn.ð grjót“. Sumir segja, að Leppalúði, maður Grýiu, sé ekki út af eins Ijótur og hún, — en hann er ákaflega líkur henni í sér. Hann er henni alveg sammála um að taka eigi litla óþekktaranga og stinga þeim í poka, — en sjálf eiga þau hjón hrúgu af börnum. Sum- ir segja, að Grýla hafi átt jólasveinana áður en hún glftist Leppalúða, — en það er nú svo langt síðan að þetta allt saman gerðist, að ómögu legt er um það að segja hvernig þetta var, og sumir segja að jólasveinarnir séu þrettán, aðrir segja þá níu. Jólasveinarnir byrja að koma t.l byggða þrettán dögum fyr ir jól„ — eins og þið vitið, og sá síðasti Kertasníkir, kemur á aðfangadag. Eruð þið nokkuð búin að gleyma því, hvað karlanir heita? Þeir heita: Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Potta- sle'k/r, Askasleikir, Falda- feykir, Skyrgámur, Bjúgna- krækir, Gluggagægir, Gátta- þefur, Ketkrókur og Kerta- sníki/r. Saman eiga Grýla og Leppalúði a. m. k. 20 börn eða eins og segir í þulunni: Grýla var að sönnu gömul herkerling, bæði á hún bónda og börn tuttugu. Eitt heit'/r Skreppur, annar Leppur, þrl/ðji Þröstur, Þrándur hinn fjórði, Böðvar og Brynki, Bolli og Hnúta, Koppur og K/ppa, Strokkur og Strympa, Sleggja og Sláns, Dallur og Dáni, Djang: og Skotta. ÓI hún í elli ©rna tvíbura, Sighvat og Syrpu og sofnuðu bæði. En svo seg r í annarri þulu, að Grýla hafi átt 19 börn, önnur en þau 20, sem fyrr eru nefnd. Þulan er svolát- andi; Grýla kallar á börnin sín, þegar hún fer að sjóða t'l jóla: Komið hingað öll til mín, Nípa, Típa, Næja, Tæja, Nútur, Fútur, Nafta, Tafav, Láni, Gráni, Leppur, Skreppur, Loki, Pok/, Völustakkur og Bóla. Leppatuska, Langleggur og Leiðindaskjóla, •—o— En það lítur út fyrir, að jólasveinarnir geti verið óþekkir stundum, þegar þeir eru heima hjá mömmu. Því að ein vísa er svona: Jólasveinar ganga um gólf með gylltan staf í hend/, móð r þeirra sópar gólf og hýðir þá með vendi. En svo kunnið þið auðvitað Jólasvd/nar einn og átta, það kunna næstum allir, og ef þið kunn/ð það ekki, þá skuluð þið biðja mömmu eða pabba, ömmu eða afa, fóstru eða fóstra að syngja það fyrir ykkur. Og svo skuluð þ/ð öll vera þæg og góð, því að það væri nú ekki gaman að hafa látið illa, — svo væri allt í e/nu barið að dyrum og spurt eftir ykkur — þið færuð fram — og úti stæði Grýla með stóra pokann sinn. — OSKAR JÓNSSON: HÉR fara á eftir þrjár frá- sagnir eftir Óskar Jónsson frá bernskudögum hans í Dýra- firði vestur. Óskar er fæddur 1897 að Fjallaskaga í Dýra- firði, og þar ólst hann upp til 14 ára aldurs. Síðar var hann við nám á Núpi, Hvítárbakka og í Samvinnuskólanum, en stundaði sjómennsku inn á milli á opnuin bátum, þilskip um og mótorbátum. Hefur hann stundað ýmislegt um dagana, sjómennsku á togur- um og öðrum skipum, verzl- unarstörf, útgerð og verið í opinberum nefndum um noklt urra ára bil. Upplýsingar þessar um manninn eru fengnar að mestu úr inngangsorðum Óskars sjálfs að bók hans Á SÆVARSLÓÐUM OG LANDLEIÐUM, en sú bók. kom út í Hafnarfirði 1956, en þar er Óskar nú búsettur. Frásagnirnar, sem hér birt ast, liafa ekki komið áður almenningssjónir, heldur eru þær svar Óskars við spurn- ingu Jólabókarinnar, „hvort liann hefði aldrei orðið „var við neitt“ á langri ævi?“ h SUNNUDÖGUM var vani að lesa húslestra á æskuheim- ili mínu að Fjallaskaga og voru þeir lesnir á baðstofu- loftinu, þar sem allt heimilis- fólkið safnaðist saman. Það var að loknum húslestri sunnudag einn um velur, að allir höfðu farið út til starfa við skepnuhirðingu, nema föðursystir mín Soffía, móðir mín, vinnukona á bænum og ég. Veður var hið fegursta, glaða sólskin, en snjór lá yfir öllu. Hafði móðir mín og vinnukonan lagt sig, en við frænka vorum uppi í baðstof unni.Er þá bankað á útidyra hurðina, ég fer niður til dyra, enginn úti. Ég fer upp og verðum við frænka mín undr- andi. En ekki höfum við setið lengi, þegar aftur er barið all harkaléga. Förum við nú bæði niður, en engirin gaf sig fram frekar en í fyrra skiptið. Fórum við í kringum bæinn og sáum enga lifandi veru. Fórum við inn við svo búið. En þegar við komum upp í baðslofuna verður mér litið inn hlíðina, sé ég þá hvar kemur ferðamaður. Sá ég strax, að þar var kominn Þór- oddur Davíðsson, sem þá bjó á Birnustöðum, næsta bæ við Skaga, en þaðan var 1 Vi stundar gangur. Engin skýr- ing fékkst á banki þessu, nema við töldum að einhver sá, sem fylgdi Þóroddi og okkur var ósýnilegur, hafi viljað gera okkur viðvart um komu hans f tíma. BERDREYMI: SuMARIÐ 1939 var ég starfs maður á skrifstofu hjá Síld- arverksmiðju Siglufjarðar- kaupstaðar. Var það laugar- dagskvöld eitt um sumarið, að ég vann frameftir um kvöld- ið á skrifstofunni og fór fyrst heim að sofa kl. að ganga tvö aðfaranótt sunnudagsins, er í hönd fór. 'Var ég hvíldinni feginn og sofnaði strax og heim kom. Dreymir mig þá eftirfarandi draum; Ég þykist vera staddur úti í himingeimnum og sjá móð- ir okkar ,,jörð“ svífa um geiminn. Allt í einu sé ég hvar gos mikil standa hátt f loft upp, fyrst f Þýzkalandi, Pól- landi, Frakklandi, færast svo til Bretlandseyja, norður um Danmörku og Noreg og náðu út til íslands — og út breiddist það yfir Rúss- land, og sá ég hnöttinn bylta sér í loftinu, sá blossana yfir Ameríku, næst yfir Banda- ríkjum N-Ameríku. Seinast virtist mér yfirleitt allur hnöttur okkar loga í gosum, misjafnt þó, en mest í Evr- ópu miðri. Draumur þessi var hrylli- legur og ég hrökklaðist upp af sófanum með andfælum. Var ég var við, að ég gaf frá mér hljóð um leið og ég vaknaði, löðrandi f svitabaði og hugsaði mikið um morg- uninn um þennan leiðinlega draum, sem ég taldi að myndi boða illt eitt. Datt mér strax í hug, að hann boðaði al- heimsstríð. Þegar ég nú kom niður í bæinn um morguninn hilti ég fyrstan manna Snorra Stefánsson verk- smiðjustjóra í Rauðku, sem sagði mér, ,að Evrópustríð væri hafið. Ráðning draumsins var auðsæ. MÓRI BOÐAR GESTA- KOMU. Það var nokkru eftir aldamót, að ég var barn í for eldrahúsum að Skaga, yzta bæ við norðanverðan Dýra- fjörð. Hinum megin norðan við Skagafjallið er dalur og byggð í honum nefnd Ingj- aldsssandur. Fremsti bær að vestanverðu er bær, sem Hraun heitir. Sagt var þá, að fólkinu. sem þá bjó á Hrauni fylgdi Móri, er Hraunsmóri var nefndur. Þóttust sumir sjá hann á undan fólki, sem kom frá Hrauni á Ingjaldssandi, og sumir þóttust sjá hann á undan öllum, sem komu frá Ingjaldssandi. Svo var það einn morgun, nokkru eftir seinni göngur, að vinnukona á bænum, sem var að kveikja upp eldinn, byrjaði jafnframt að fussa og sveia Móra. Eg man þetta svo vel, þar sem ég átti á- samt öðrum að fara til smala mennsku. Spyr ég þá vinnu- konuna hverju hún sé að fussa. Segir hún mér, að þegar hún hafi komið niður í morgun hafi Móri — þ. e. Hraunsmóri, staðið á miðju eldhúsgólfi og viljað varna sér að komast að eldavélinni, sem hún ætlaði að fara að kveikja upp í. En með því að fussa og sveia hrakti hún hann út f horn, og þar sett- ist hann og skældi sig og gretti og reyndi að hræða vinnukonuna, en í þann mund, er við komum fleiri niður, hvarf Móri út í myrkr ið. ■Var nú strax farið að tala um, að nú myndi koma ein- Framhald á bls. 39 ÓSKAR JÓNSSON Jólabók Alþýðublaðsins 1961 — 33

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.